Morgunblaðið - 24.02.2008, Blaðsíða 22
H
ann er nýkominn heim
þegar mig ber að
garði. Hafði með
skömmum fyrirvara
þurft að hlaupa í
skarðið fyrir Valgerði Sverrisdóttur
á fundi þar sem hún var veðurteppt
fyrir norðan. Það er í mörg horn að
líta hjá þingmönnum þessarar þjóðar
og Höskuldur Þór Þórhallsson, 34
ára gamall lögmaður frá Akureyri,
sem tók sæti á Alþingi fyrir Fram-
sóknarflokkinn í Norðaust-
urkjördæmi síðastliðið vor, er þar
engin undantekning. Hann biður um
hálfa sekúndu til að losa um bindið.
Síðan er hann klár í slaginn.
„Það er gott að vera þingmaður.
Ég ber virðingu fyrir starfinu og er
heppinn að fá tækifæri til að takast á
við það,“ svarar Höskuldur þegar
spurt er hvernig hann kunni við sig í
hinu nýja starfi.
„Það má samt breyta ýmsu á Al-
þingi. Það er að mínu mati mikilvægt
að styrkja löggjafarvaldið gagnvart
framkvæmdavaldinu. Það þarf að
styrkja stoðir þingsins og persónu-
lega myndi ég vilja sjá mun fleiri
frumvörp frá þingmönnum. Ráð-
herrafrumvörpin eru fyrirferð-
armikil og oft og tíðum keyrð í gegn-
um þingið án mikillar umræðu.“
Við sitjum við eldhúsborðið hjá
Höskuldi á Langholtsveginum og ég
fæ trakteringar. Höskuldur færir
mér kaffi og leggur smekkfullt fat af
bakkelsi á borðið. „Þú færð ekkert
megrunarfæði hér,“ segir hann og
brosir út í annað.
Frammi á gangi er sambýliskona
hans til sextán ára, Þórey Árnadóttir,
á ferli. Ég veiti því athygli að bumban
kemur nokkuð á undan henni inn í
eldhús. Ekki er það þó bakkelsi sem
situr í frúnni, heldur er hún komin á
steypirinn. Fáeinum dögum síðar
fæðist þeim hjónum myndarlegur
drengur. Fyrir áttu þau tvær ungar
dætur, Steinunni Glóeyju (f. 2003) og
Fanneyju Björgu (f. 2006).
Það fjölgar sumsé ört í fjölskyld-
unni. „Við fluttum hingað inn fyrir
rúmu ári en þetta er þegar að verða
heldur lítið,“ segir Höskuldur bros-
andi.
Góður andi á Alþingi
Alþingi er áfram til umræðu og í
ljósi aðstæðna kemur ekki á óvart að
Höskuldur vilji gera vinnustaðinn
fjölskylduvænni. „Dagskrá þingsins
liggur aldrei fyrir fyrr en að kvöldi
næsta dags á undan og þingfundir
standa oft fram á kvöld, þó að vissu-
lega hafi verið stigin jákvæð skref í
haust með breytingunni á þingsköp-
unum. En þetta venst eins og annað
og maður tileinkar sér það.“
Að dómi Höskuldar er góður andi á
Alþingi. „Þetta er um margt eins og
kappleikur. Menn takast á í sal og
fjölmiðlum en setjast svo niður í
mesta bróðerni á eftir yfir kaffibolla.
Ég hef þegar eignast góða vini í öll-
um flokkum. Ef maður er málefna-
legur og sanngjarn eru manni allar
leiðir færar á þingi. Það er eigi að síð-
ur mikilvægt að svara fyrir sig ef á
mann er hallað og ég er ekki maður
sem færist undan hressilegum póli-
tískum tæklingum.“
Honum líður líka vel í þingflokki
Framsóknarflokksins. „Ég hef átt
gott samstarf við alla þar. Þingflokk-
urinn samanstendur af hæfileikaríku,
góðu og lífsglöðu fólki sem berst fyrir
sömu hugsjónum og er staðráðið í að
láta gott af sér leiða. Það eru vissu-
lega afar reyndir einstaklingar
þarna, m.a. fyrrverandi ráðherrar, en
það hefur ekki verið vandamál. Ég
upplifi samkennd og góðan anda í
þingflokknum. Það er tekist hæfilega
mikið á og mál rædd ofan í kjölinn.
Það er einmitt þannig sem ég vil að
hlutirnir virki. Ég hef frá fyrsta degi
látið í mér heyra og tala umbúðalaust
enda finnst mér mikilvægt að fólk viti
fyrir hvað ég stend og hvert ég vil
fara.“
Þingmenn flokksins eru aðeins sjö
og Höskuldur staðfestir að smæðin
hafi ákveðna kosti í för með sér, ekki
síst fyrir nýja þingmenn. „Mér var
strax hent út í djúpu laugina. Er í
pontu á nánast hverjum einasta degi
og gegni ýmsum nefndastörfum. Það
er hið besta mál enda var ég kosinn
til þess að láta í mér heyra.“
Höskuldi þykir hinum nýja for-
manni, Guðna Ágústssyni, hafa tekist
vel að binda flokkinn saman við erf-
iðar aðstæður. „Hann vill byggja á
breiddinni og samstöðunni og gætir
því jafnræðis milli þingmanna. Mér
finnst Guðna hafa farnast vel sem
formaður hingað til og líkar vel að
starfa með honum.“
Sleit barnsskónum
á Möðruvöllum
Höskuldur fæddist á Akureyri 8.
maí 1973, sonur hjónanna séra Þór-
halls Höskuldssonar og Þóru Stein-
unnar Gísladóttur sérkennara og
fyrrverandi skólastjóra. Hann sleit
barnsskónum á því merka sögubóli
Möðruvöllum í Hörgárdal, þar sem
faðir hans var sóknarprestur á ár-
unum 1968 til 1982.
Séra Þórhallur er einn fárra presta
sem lofað hefur verið brauði áður en
guðfræðinámi lauk. Sóknin hafði
klofnað í kjölfar prestkosninga árið
áður og eina leiðin til sátta var að
leita til nýs aðila. Þórhallur, sem
fæddist á Skriðu í Hörgárdal, var
álitlegur kostur og settu sóknar-
börnin það ekki fyrir sig að hann
væri enn í guðfræðinámi. Það varð
því úr með samþykki biskups að
brauðið beið eftir honum í eitt ár.
Höskuldur á þrjú systkini. Elstur
er Gísli Sigurjón vélstjóri, fæddur
1958 en hann er hálfbróðir Hösk-
uldar sammæðra. Þá kemur Björg
óperusöngkona, fædd 1964, og yngst
er Anna Kristín læknanemi, fædd
1983.
Athygli vekur að systkinin eru
fædd á 25 ára tímabili og allt upp í tíu
ár á milli. „Þannig að við erum í raun
öll einbirni,“ segir Höskuldur og
brosir. „Það má líka segja að ekkert
okkar hafi alist upp hjá „sömu“ for-
eldrunum þar sem þau voru aldrei á
sama stað í lífinu.“
Lít ennþá á mig sem sveitastrák
Það var, að sögn Höskuldar, frá-
bært að alast upp í Hörgárdalnum,
sveitalífið átti vel við hann. „Ég lít
ennþá á mig sem sveitastrák og segi
alltaf „heima“ á Möðruvöllum.“
Frelsið var mikið og Höskuldur
var ungur farinn að ráða sínum ferð-
um. Fyrir vikið þekkir hann hverja
þúfu í landi Möðruvalla og næsta ná-
grenni. „Einu sinni varð mömmu þó
ekki um sel, þegar ég týndist í háu
grasi úti á túni. Ætli ég hafi ekki ver-
ið fjögurra, fimm ára. Mig var hvergi
að sjá en það varð mér til happs að
mamma heyrði í hundinum mínum,
Spora, sem var lengi vel ígildi barna-
píu. Vék aldrei frá mér. Þegar ég fór
milli húsa var hann vanur að sækja
skóna mína og ég kom svo hlaupandi
á eftir – á sokkaleistunum.“
Þegar Pétur Sigurgeirsson varð
biskup yfir Íslandi 1982 losnaði starf
sóknarprests við Akureyrarkirkju og
hreppti séra Þórhallur hnossið.
Höskuldi leist ekkert á búferla-
flutningana í upphafi en það hjálpaði
til að hann var byrjaður í Barnaskóla
Akureyrar, þar sem móðir hans
kenndi. Svo var hann farinn að æfa
fótbolta og handbolta hjá KA. „Þann-
ig að á endanum tók þessi aðlögun
ekki nema daginn.“
Höskuldur upplýsir raunar í
óspurðum fréttum að hann hafi verið
Þórsari fyrstu árin sem hann bjó í
sveitinni – vegna nafnsins. Hann
heitir jú Höskuldur Þór. Eitt augna-
blik horfumst við undrandi í augu. Ég
yfir þessum óvæntu tíðindum og
hann yfir því að hafa ljóstrað þessu
upp. „Ég veit ekki hvers vegna þetta
kemur fram núna, ég hef ekki sagt
nokkrum manni frá þessu áður,“ seg-
ir hann hlæjandi.
Höskuldi þótti frábært að alast
upp á Akureyri. „Þar var allt til alls.
Og frelsið mikið. Ég var líka mjög
heppinn með kennara í Barnaskóla
Akureyrar, Elínu Sigurjónsdóttur,
sem kenndi mér lengi, og fleira vand-
að fólk. Það er engin tilviljun að
mörgum úr bekknum mínum hefur
vegnað vel í lífinu.“
Allt hverfðist um íþróttir
Prestbústaðurinn var á Brekk-
unni, nánar tiltekið í Hamarstíg, og
Morgunblaðið/G.Rúnar
Þingmaðurinn „Þetta er um margt eins og kappleikur. Menn takast á í sal og fjölmiðlum en setjast svo niður í
mesta bróðerni á eftir yfir kaffibolla. Ég hef þegar eignast góða vini í öllum flokkum. Ef maður er málefnalegur
og sanngjarn eru manni allar leiðir færar á þingi,“ segir Höskuldur Þór Þórhallsson um þingstörfin.
Færist ekki undan
pólitískum tæklingum
Höskuldur Þór Þórhallsson var á sinni tíð skot-
fastur knattspyrnumaður og lunkinn markaskor-
ari. Nú situr hann á hinu háa Alþingi Íslendinga
fyrir Framsóknarflokkinn og enda þótt hann
leggi áherslu á að vera málefnalegur og sann-
gjarn þingmaður mun hann ekki kinoka sér við að
skjóta föstum skotum úr ræðustól gerist þess
þörf. Orri Páll Ormarsson fékk að blaða í lífsbók
prestssonarins frá Möðruvöllum í Hörgárdal.
»Mér var strax hentút í djúpu laugina. Er
í pontu á nánast hverj-
um einasta degi og
gegni ýmsum nefnda-
störfum.
daglegtlíf