Morgunblaðið - 24.02.2008, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 24.02.2008, Blaðsíða 46
46 SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN ÞAÐ varð niðurstaða nefndar um staðarval flugvallar fyrir innan- landsflugið að Hólmsheiði væri hvað heppilegastur kostur, a.m.k. frá þjóðhagslegu sjónarmiði. „Margt eigi þó eftir að skoða og rannsaka áður en ákvörðun verði tekin.“ Það eru orð að sönnu. Raunar voru aðeins tveir kostir skoðaðir, þ.e. Hólmsheiði og Löngusker, auk nú- verandi staðsetningar í Vatnsmýrinni og Keflavíkurfugvöllur. Undirritaður hefur skrifað tvær greinar í Morgunblaðið sl. ár um mögulega flugvall- arstaðsetningu og sett fram matslykil til að vega kostina á hlut- lægan hátt. Þar kom „óbreytt ástand“ best út, þ.e. að flugvöllurinn yrði áfram óbreyttur í Vatnsmýrinni. Þeir sem eru mótfallnir þessuhafa sann- arlega líka nokkuð til síns máls. Landrýmið sem flugvöllurinn þekur er dýrmætt byggingar- og útivist- arland. Fluginu yfir borgina fylgir ónæði og einhver slysahætta, því verður ekki á móti mælt. (Þó myndu væntanlega miklu fleiri slas- ast og farast í umferðarslysum á sama svæði, en í slysum tengdum flugi, ef byggt yrði þar sem flug- völlurinn er nú.) Það er líka stað- reynd að staðsetning flugvallarins í hjarta borgarinnar er skipulagslega nokkuð á skjön. Norðmenn fluttu sinn Fornebu-flugvöll í Ósló til Gar- dermoen, tugi kílómetra upp í sveit, og Svíar byggðu Arlanda, sinn aðal- alþjóðaflugvöll, sömuleiðis víðs fjarri Stokkhólmi, í öðru sveitarfé- lagi. Eins væri hægt að flytja inn- anlandsflugið til Keflavíkur og sætta sig við aðeins lengri ferða- tíma til og frá velli. Varavellir yrðu á Egilsstöðum og/eða Akureyri Valkostirnir Lítum nú stuttlega á flugvall- arkostina sem helst koma til greina fyrir innanlandsflugið: Reykjavíkurflugvöllur, óbreytt ástand: Þetta er mjög „þægilegur“ kostur og fær hæstu einkunn í framangreindum matslykli. Flug- tæknilega er hann ágætur og krefst lítilla fjárfestinga. En ókostirnir eru handan hornsins, eins og rakið er hér að framan. Deilur um völlinn munu halda áfram. (Raunar er Reykjavíkurflugvöllur ekki alveg öruggur varavöllur fyrir Keflavík- urflugvöll, því um sama veðurfarssvæði er að ræða.) Löngusker: Gíf- urlega kostnaðarsöm framkvæmd og áhættusöm. Rök fyrir því voru færð í fyrri greinum. Aðflug er gott. Ónæði af flug- umferð mundi eitthvað minnka. Stór ókostur er særok með tilheyr- andi seltu, en það er mjög slæmt fyrir flugvélar og hreyfla – jafnvel hættulegt. Og landfyllingar eru afar viðkvæmar fyrir jarðskjálftum. Auk þess er fyrirsjáanleg töluverð hækkun yf- irborðs sjávar á næstu áratugum. Hólmsheiði: Hæð vallar og nánd við fjöll skapar ákveðna erfiðleika. Aðflug gæti orðið erfitt og veð- urskilyrði eru örugglega verri en niðri á láglendi með tilheyrandi ókyrrð og ísingu. Lokunardagar gætu verið nokkrir á hverjum vetri. Rétt er að benda á grein um skýja- hæð og aðflugstakmarkanir sem Páll Bergþórsson, fyrrverandi veð- urstofustjóri, skrifaði nýlega í Morgunblaðið. Álftanes: Þetta er góður kostur frá flugtæknilegu sjónarmiði. Að- flug er gott til allra átta og landið slétt. Staðsetning með tilliti til ferðatíma til og frá velli er líka góð og ónæði í minna lagi. Ókostirnir eru að svæðið er einstök nátt- úruperla og friðað, nálægð við emb- ættisbústað forseta lýðveldisins og andstaða íbúa og stjórnvalda í sveitarfélaginu við flugvöll á nes- inu. Landið er mjög lágt og við ákveðin skilyrði gæti skapast þar svæðisbundin flóðahætta. Hraunið s og sa af Straumi: Raunar er einkennilegt að þessi kostur skuli ekki hafa verið skoð- aður af meiri alvöru í umræðunni síðustu ár. Staðsetningin er ágæt með tilliti til samgangna og skilyrði öll góð. Lítil byggð er í nágrenninu. Aðflugsskilyrði voru rannsökuð þarna fyrir nokkrum áratugum og þar kom fram að nokkurrar ókyrrð- ar gætti við ákveðin skilyrði. En svo er víðar. Þessi staðsetning gæti verið mjög vænlegur kostur því landið er tiltölulega slétt hraun og ferðatími til vallar stuttur. Stofn- kostnaður er nokkur en þó veru- lega lægri en á Hólmsheiði og Lönguskerjum. Sumir segja ef til vill að staðurinn sé of nærri Kefla- vík, en á móti má benda á að sam- bærileg vegalengd er milli flugvalla margra stórborga erlendis, jafnvel styttri. Innanlandsflugið flutt til Kefla- víkur: Þó að töluverð andstaða sé meðal stjórnmálamanna og almenn- ings við þennan kost þá hefur hann sínar jákvæðu hliðar. Fjárfesting er lítil. Flugvöllurinn er mjög góður og öruggur og aðflug einkar gott. Öll þjónusta er fyrir hendi á staðn- um. Ókostirnir eru helst tveir: Fjarlægðin frá höfuðborgarsvæðinu og svo að varavöllur fyrir Keflavík flyst fjær. (Frá Reykjavík til Egils- staða, Akureyrar o.fl.). Raunar er ferðatími frá þunga- miðju höfuðborgarsvæðisins til Keflavíkur ekki miklu lengri en út í Skerjafjörð, þar sem flugafgreiðsla innanlandsflugsins er nú. Það breytist þó eitthvað, þegar (og ef) ný samgöngumiðstöð rís sunnan Hringbrautar. Hágæða rafhraðlest milli Reykja- víkur og Keflavíkur sem gengi með stuttu millibili er afar hagkvæmur og umhverfisvænn kostur. Lokaorð Það er mjög eðlilegt að val um framtíðarflugvöll fyrir innanlands- flugið sé flókið og erfitt viðfangs- efni. Hver staður hefur sína kosti og galla. Vandinn er að velja rétt. Þar vegur flugöryggi langþyngst og síðan hagkvæmni. Flugvallarkostir Óli Hilmar Briem Jónsson skrif- ar um bestu staðsetninguna fyrir Reykjavíkurflugvöll »Hver staður hefur sína kosti og galla. Vandinn er að velja rétt. Óli Hilmar Jónsson Höfundur er arkitekt og flugáhugamaður. Fréttir í tölvupósti TJARNARGATA Mjög fallegt og mikið upprunalegt 232,1 fm einbýlishús á þessum fallega stað við Reykjavíkurtjörn. Húsið sem er kjallari, tvær hæðir og geymsluris er í dag innréttað sem tvær íbúðir. Eignin skiptist m.a. í samliggjandi skiptanlegar stofur með skála útaf og útgangi á lóð, 4 herbergi, eldhús og baðherbergi auk þvottaherbergis og sér 2ja herb. íbúðar í kjallara. Eignin verður til sýnis á morgun, mánud. og þriðjud. kl. 16-18. Óskað er eftir tilboðum í eignina fyrir kl. 14.00 þann 7. mars 2008. FASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is Heimasíða: http://www.fastmark.is/. Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali. OPIÐ HÚS Í DAG SUNNUDAG KL. 16-17 SÖRLASKJÓL 94 – VESTURBÆR Ármúla 21 • 108 Reykjavík • Sími 533 4040 kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali gsm 896 4013 Kristinn Valur Wiium Ólafur Guðmundsson sölumaður s. 896-6913 sölustjóri s. 896-4090 jöreign ehf Glæsileg algerlega endurnýjuð sérhæð í góðu steinsteyptu húsi. Sérstæð- ur bílskúr. Stærð 134,3 fm. Ný gólfefni og innihurðir. Nýjar vatns- og frá- rennslislagnir. Allt nýtt í eldhúsi og baði. Tvö rúmgóð herbergi og tvær bjartar og rúmgóðar stofur. VERÐ 49,0 MILLJ. FRÁBÆR STAÐSETNING MEÐ MIKLU SJÁVARÚTSÝNI. LAUS STRAX. SÖLUMAÐUR KJÖREIGNAR TEKUR Á MÓTI ÁHUGASÖMUM Í DAG MILLI KL. 16 OG 17. M b l 9 74 87 2 Bólstaðarhlíð 54, 105 Rvk Opið hús í dag milli kl. 16 og 16.30 Fasteignakaup kynnir fallega 4ra herbergja, 114 fm íbúð á 2. hæð við Bólstaðarhlíð. Svalir í suðvestur. Lýsing íbúðar: Komið er inn hol með skápum og parketi á gólfi. Frá holi er gengið inn í svefnherbergisgang með tveimur svefnherbergjum með skáp- um. Baðherbergi er flísalagt hólf í gólf með sturtuklefa. Úr holi er gengið inn í þriðja svefnherbergið sem er með skápum. Stofa er rúmgóð með eikarparketi á gólfi og útgengi út á suðvest- ur svalir. Eldhús er rúmgott með eikarinnréttingu, flísum á milli skápa og rúmgóðum borðkrók. Skápar eru fram á gangi. Eignin er góðu ásigkomu- lagi og er íbúðin nýmáluð. Eignin er á góðum stað í Hlíðunum þar sem stutt er í alla þjónustu og góðum skólum allt í kring. Íbúðin er laus við kaupsamning. Verð 29,5 millj. Nánari upplýsingar um eignina gefur sölufulltrúi Fasteignakaupa Guðmundur Valtýsson í síma 865 3022. Erna Valsdóttir lögg. fast.-, skipa- og fyrirtækjasali. Sími 515 0500 www.fasteignakaup.is Hér er um að ræða um 1.035,- fm verslunar- og skrifstofu- húsnæði í traustri leigu. Í húsnæðinu eru reknar tvær verslanir auk kaffiteríu. Eignin gefur mikla möguleika. Nánari upplýsingar gefur Þorleifur St. Guðmundsson í síma 8249094. Skeifan - fjárfestingarkostur Skeifan - fjárfestingarkostur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.