Morgunblaðið - 24.02.2008, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann
Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi,
gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur
Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Í HNOTSKURN
»Loðnuveiðar voru stöðvaðar sl. fimmtudagþar sem ekki hafði tekist að mæla nægi-
lega mikið af loðnu til að standa undir þeirri
veiðireglu Hafrannsóknastofnunar að tryggja
nægilega hrygningu nú í vetur. Til þess þarf
400.000 tonn.
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
„ÞETTA er auðvitað hreinn skellur launalega fyr-
ir þá sem í þessu starfa,“ segir Sævar Gunn-
arsson, formaður Sjómannasambands Íslands,
um áhrif þess að loðnuveiðar hafa verið stöðvaðar.
Aðspurður segir Sævar að gera megi ráð fyrir að
400-500 manns á um 40 skipum verði fyrir veru-
legum tekjumissi vegna þessa. Talað hefur verið
um að sjómenn verði fyrir allt að milljón króna
tekjutapi á þessu ári, enda janúar og febrúar
bestu aflamánuðirnir. „Þetta hefur þau áhrif að
menn fara alvarlega að velta fyrir sér hvort þeir
geta yfirhöfuð starfað í greininni, því sjómennsk-
an er nú einu sinni þannig að þú vinnur ekki í
henni á daginn og í einhverju öðru á kvöldin eins
og gert er í mörgum öðrum atvinnugreinum.“
Í ályktun sem stjórn Félags vélstjóra og málm-
tæknimanna (VM) sendi frá sér fyrir helgi er
skorað á stjórnvöld að koma til móts við þá sjó-
menn sem verða fyrir tekjuskerðingu vegna ný-
legra stjórnvaldsaðgerða. Bent er á að mótvæg-
isaðgerðir sem kæmu sjómönnum til góða væru
að hækka sjómannafrádrátt og greiða sjómönnum
laun til að stunda öryggisfræðslu og sækja örygg-
isnámskeið, enda löngu tímabært að lyfta grett-
istaki í öryggismálum.
„Ég er mjög sammála þessum hugmyndum,
hins vegar lifa menn ekki á öryggisfræðslu einni
saman,“ segir Sævar og tekur fram að þessar
hugmyndir geti nýst til skamms tíma, en til lengri
tíma litið þurfi meira að koma til. Sjálfur segist
hann vilja sjá að leyfðar verði auknar veiðar á
sumargotssíldinni á Íslandsmiðum. Með því móti
gætu sjómenn haldið veiðum áfram í því millibils-
ástandi sem ríki þar til loðnan komi aftur í leit-
irnar. Minnir Sævar á að áður hafi komið ár þar
sem enga loðnu var að finna. „Það var ekkert veitt
1983 og 1992, ef ég man rétt. Tveimur árum
seinna voru menn að veiða milljón tonn. Þannig að
auðvitað vonar maður að eitthvað svoleiðis lagað
gerist,“ segir Sævar og kallar eftir markvissari
aðgerðum stjórnvalda sem nýtist sjómönnum
beint enda séu sjómenn þeir sem verði fyrir mest-
um skellinum.
Sjómenn alvarlega hugsi
hvort þeir geta haldið áfram
Árvakur/Kristinn
Formaður Sjómannasambands Íslands vill sjá auknar veiðar á Íslandssíldinni
ÞESSIR tveir félagar gengu léttir í bragði á Seltjarn-
arnesi í gær og nutu vetrarríkisins.
Að eiga hund er eins og að hafa einkaþjálfara á
heimilinu, sem sér til þess daglega að eigandinn fái
góða hreyfingu. Þó að það sé mannanna verk að fara
með hundana í góða göngutúra má í sjálfu sér segja að
hundinum sé að þakka að hreyfingin er dagleg og
regluleg því hann vill sína göngu hvernig sem viðrar.
Vellíðan fylgir ætíð í kjölfarið á góðum göngutúr með
góðum félaga.
Árvakur/RAX
Með einkaþjálfaranum á gangi
„AF LESTRI skýrslunnar sést að hún er af-
ar vel unnin og greinilega mikil undirbún-
ingsvinna að baki. En þeirri vinnu er lokið
og því fæ ég ekki séð hvers vegna nefndin
ætlar að taka sér þrjú ár í að rannsaka önn-
ur vist- og meðferðarheimili,“ segir Jóhanna
Guðrún Agnarsdóttir, sem dvaldi í tíu ár á
„fjölskylduheimilinu“ í Kumbaravogi, um yf-
irlýsinu forsætisráðherra á föstudag þess
efnis að Breiðavíkurnefndinni svonefndu hafi
verið falið að fjalla um önnur vist- og með-
ferðarheimili og ráðgert sé að sú vinna geti
tekið um þrjú ár.
Alls voru fjórtán börn í varanlegri vistun
á heimilinu á fyrri starfstíma þess, frá 1945
til 1957, og var Jóhanna og tvö systkini
hennar á meðal þeirra. Hún segir uppeldis-
aðferðir á heimilinu hafa verið frumstæðar
og einkennst af ströngum aga og mikilli
vinnu. Aukinheldur gekk þar laus barnaníð-
ingur sem nýtti sér bágborið sálarástand
drengja á heimilinu. Sá hefur játað gjörðir
sínar en var ekki ákærður þar sem brot
hans eru fyrnd.
Ósátt við greingargerð
forstjóra Barnaverndarstofu
„Auðvitað vil ég fá afgerandi yfirlýsingu
um að Kumbaravogur verði rannsakaður. Í
ljósi allra þeirra upplýsinga sem komið hafa
fram, t.d. játningarinnar um kynferðisbrot,
hlýtur það að vera ofarlega á forgangslist-
anum,“ segir Jóhanna sem vandar forstöðu-
manninum ekki kveðjurnar.
Jóhanna óttast að máli Kumbaravogs
verði sópað undir teppið og segir yfirlýsingu
forsætisráðherra aðeins ýta undir þann ótta.
„En vel að merkja þá höfum við Mannrétt-
indadómstól Evrópu og munum ekki hika
við að leita þangað ef þörf krefur. Við erum
með mikið af gögnum þar sem margt mis-
jafnt kemur fram og munum vissulega
beita,“ segir Jóhanna og vísar með orðum
sínum til sín og systkina sinna.
Í skýrslu Breiðavíkurnefndarinnar sem
kynnt var á föstudag er meðal annars grein-
argerð eftir Braga Guðbrandsson, forstjóra
Barnaverndarstofu, um barnavernd og upp-
eldisstofnanir. Jóhanna segist afar hneyksl-
uð á því sem þar kemur fram er varðar
„fjölskylduheimilið“ í Kumbaravogi, sem
bendi til þess að Bragi leggi blessun sína yf-
ir þá starfsemi sem fram fór þar.
Í greinargerðinni segir m.a.: „Hér var lík-
lega um að ræða fyrstu fjölskyldureknu upp-
eldisstofnunina á Íslandi og var áhersla lögð
á kristilegt uppeldi, enda þau hjón mjög trú-
uð. Í blaðaviðtölum við Kristján [Friðbergs-
son, forstöðumann heimilisins] frá þessum
tíma lagði hann gjarnan áherslu á að um
hlýlegt heimili væri að ræða en ekki stofn-
un. Þetta rekstrarform þykir í dag börnum
hagfelldast sem þurfa á langtímameðferð
fjarri kynforeldrum sínum að halda.“
Kumbaravogsbörn vilja að „fjölskylduheimilið“ verði rannsakað sem fyrst Þau eru
ósátt við að Breiðavíkurnefndin muni taka sér þrjú ár í að rannsaka önnur vistheimili
Vilja meira afgerandi yfirlýsingu
OPIÐ er á skíðasvæðunum í Bláfjöll-
um og Skálafelli um helgina, en þar
er gott færi að sögn forsvarsmanna
skíðasvæðanna. Allar lyftur í Blá-
fjöllum voru opnar í gær sem og
diskalyfturnar í Skálafelli, en þær
hafa ekki verið opnar sl. þrjú ár.
Þá hefur einnig verið opið í Hlíð-
arfjalli.
Gott skíðafæri
í Bláfjöllum
ÍSLENSK stjórnvöld hafa ekki enn
orðið við tilmælum ráðherranefndar
Evrópuráðsins varðandi fullnustu
dóms Mannréttindadómstóls Evr-
ópu frá haustinu 2004 en farið verð-
ur yfir málið með fullnustudeildinni
í lok næsta mánaðar.
Ráðherranefnd Evrópuráðsins
telur eðlilegt að íslensk stjórnvöld
hafi samband við félaga í Lífeyr-
issjóði sjómanna, sem urðu fyrir
ákveðinni skerðingu á lífeyrisrétt-
indum vegna lagasetningar 1994, og
upplýsi þá um hugsanlegan rétt til
bóta í kjölfar dóms haustið 2004. Þá
komst Mannréttindadómstóll Evr-
ópu að þeirri niðurstöðu að íslenska
ríkið hefði brotið gegn mannrétt-
indasáttmála Evrópu með því að
svipta íslenskan sjómann bótalaust
áunnum og virkum lífeyrisréttind-
um með lagasetningu.
Á heimasíðu ráðherranefndarinn-
ar kemur fram að 53 íslenskir
sjóðsfélagar eigi hugsanlega rétt á
bótum vegna fyrrnefndrar skerð-
ingar. Hingað til hefur afstaða ís-
lenskra stjórnvalda verið sú að þau
eigi ekki að hafa samband við þessa
menn og hefur verið vísað til þess
að ógerningur sé að finna þá sem
þurftu að þola nákvæmlega sömu
skerðingu og kærandinn í fyrr-
greindu máli. Einnig hefur verið
nefnt að dómurinn hafi verið þýdd-
ur á íslensku og birtur á heimasíðu
dómsmálaráðuneytisins. Ragna
Árnadóttir, skrifstofustjóri í dóms-
og kirkjumálaráðuneytinu og stað-
gengill ráðuneytisstjóra, segir jafn-
framt að farið verði yfir málið á
fundi með fullnustudeild Evrópu-
ráðsins í lok mars.
Ógerningur
að verða við
tilmælunum
Óljóst með fullnustu
dóms frá árinu 2004
SKIPULAGÐRI leit að bandarísk-
um flugmanni Piper Cherokee-flug-
vélar, sem leitað hefur verið frá því á
fimmudag SSA af landinu, hefur ver-
ið hætt. Vonskuveður var á svæðinu í
gær. Leitað hefur verið á öllu því
svæði sem gera má ráð fyrir að
björgunarbátur flugvélarinnar fynd-
ist, miðað við veðurfarslegar aðstæð-
ur og sjólag. Leitarsvæðið var af-
markað eftir útreikningum sértæks
leitarforrits sem tekur mið af áætl-
uðum lendingarstað vélarinnar á
sjónum og mögulegu reki.
Skipulagðri
leit hætt
♦♦♦
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
hefur dæmt karlmann á fertugsaldri
í 30 daga fangelsi fyrir að slá annan
mann í höfuðið með biljarðkjuða inni
á veitingastað í Reykjavík. Sá sem
sleginn var fékk skurð þvert yfir
ennið og á augabrún.
Maðurinn, sem ráðist var á, sagð-
ist hafa ætlað að rukka mann um
skuld en skuldarinn brugðist illa við
og fengið félaga sinn til að lúskra á
honum. Sá tók biljarðkjuða, hélt um
mjóa endann og sveiflaði honum af
afli í andlit mannsins. Fram kemur í
dómnum að árásarmaðurinn á að
baki langan sakarferil og hefur m.a.
verið dæmdur fyrir skjalafals nánast
á hverju ári frá árinu 1993.
Skuldarinn
brást illa við