Morgunblaðið - 24.02.2008, Blaðsíða 28
tengsl | systurnar Elma Lísa og Nína Björk Gunnarsdætur
28 SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Elma Lísa Nína Björk er ákaflega
opin og frökk manneskja. Hún er
algjörlega ófeimin og kemur manni
alltaf í gott skap. Hún hlær líka
rosalega hátt, það hvellir í henni.
Fyrir vikið er hún mjög vinsæll
gestur á gamansýningum í leikhúsi.
Smitar allan salinn á augabragði.
Nína er voðalega góð manneskja
og góður vinur. Bjáti eitthvað á er
hún ævinlega fyrst á staðinn. Það
má algjörlega stóla á hana.
Nína hefur alltaf staðið þétt við
bakið á mér og ef einhver hallmælti
mér í æsku var hún umsvifalaust
komin með hnefann á loft. Einu
sinni fóru einhverjar stelpur að tala
illa um mig í strætó svo að Nína
heyrði til og það lá við handalög-
málum. Hún vandaði þeim víst ekki
kveðjurnar. Nína er ekki mann-
eskja sem liggur á skoðunum sín-
um.
Systra- og systkinatengsl eru
ótrúlega sterk og ég er mjög þakk-
lát fyrir að eiga systkini. Ég myndi
gera hvað sem er fyrir systkini
mín.
Við systurnar vorum allar mjög
samrýmdar í æsku og Nína vildi
helst alltaf vera utan í mér og mín-
um vinkonum. Ég hafði, eins og
gengur með eldri systur, mismikinn
skilning á því. Samt var oftast gam-
an að hafa hana með og hún hefur
alltaf gengið inn í mína vinahópa og
verið aufúsugestur í saumaklúbb-
um.
Það skemmdi heldur ekki fyrir
að sem börn og unglingar höfðum
við sömu áhugamál, m.a. dans og
fyrirsætustörf. Ég var alltaf að
keppa í freestyle-dansi á unglings-
árunum og þótt Nína hefði ekki
aldur til að horfa á keppnirnar
tókst henni einhvern veginn alltaf
að smygla sér inn. Nína gerir það
sem hún ætlar sér.
Við vorum mjög skapandi sem
börn, alltaf að búa eitthvað til.
Taka upp á segulbandsspólur
o.s.frv. Þá var oftar en ekki glatt á
hjalla og Nína fór iðulega á kost-
um.
Það hefur alltaf farið mikið fyrir
Nínu. Hún er mikill grallari og var
mjög uppátækjasamt, stríðið og
hreinskilið barn. Einu sinni kom
hún að mér og vinkonu minni þar
sem við vorum að fikta við að
reykja – níu ára gamlar – og hljóp
beint heim og klagaði í mömmu. Ég
reiddist þá en í dag er ég henni
þakklát.
Ég var ein í herbergi á æsku-
heimili okkar, þar sem ég er elst,
en Nína og Tinna saman. Á tímabili
langaði okkur Nínu að vera saman í
herbergi og eina nóttina stálumst
við til að flytja Tinnu yfir til mín,
svo ég gæti verið hjá Nínu. Það
tókst ekki betur til en svo að við
misstum hana í gólfið. Sem betur
fer varð henni ekki meint af því.
Nína hefur alltaf verið fín í
tauinu og var á tímabili kölluð Nína
fína. Snemma beygist krókurinn og
ég man eftir henni pínulítilli í Mela-
skóla rosalega fínni. Á þeim árum
þótti henni fátt skemmtilegra en
stelast í föt af mér. Nína hefur allt-
af haft sinn stíl og skorið sig úr
fjöldanum.
Við vorum báðar í fyrirsætustörf-
um um tíma og eyddum meðal ann-
ars einu sumri í Aþenu ásamt And-
reu Róberts. Ætli ég hafi ekki
verið nítján ára og Nína sextán.
Það var frábær lífsreynsla en við
vorum komnar með talsverða
heimþrá undir lokin, sérstaklega
Nína enda var hún svo ung.
Við höfum átt margar góðar
stundir saman í útlöndum og það
var frábært að heimsækja hana til
Danmerkur um árið en þar bjó
Nína í eitt og hálft ár meðan hún
var að læra ljósmyndun.
Gallar Nínu eru fáir og smáir.
Því verður þó ekki mælt í mót að
hún er svolítill sveimhugi. Getur
verið utan við sig. Í miðjum sam-
tölum veitir maður því stundum at-
hygli að hún er komin eitthvert allt
annað. Fólk sem þekkir hana veit
um hvað ég er að tala!
Við Nína erum í mjög góðu sam-
bandi í dag. Við hittumst kannski
ekki á hverjum degi en heyrumst
reglulega. Ég fæ strákinn hennar,
Egil Orra, stundum lánaðan, fór til
að mynda með hann á Gosa um síð-
ustu helgi. Egill Orri er alveg frá-
bær strákur og augasteinn móður
sinnar. Nína er góð móðir, þau Eg-
ill Orri eiga mjög fallegt samband.
Framtíðin blasir við Nínu Björk.
Ég bjóst alltaf við því að hún færi
út í eitthvað skapandi. Hún er al-
veg frábær ljósmyndari og ég
reikna fastlega með að hún láti
frekar að sér kveða á því sviði. Þar
held ég að hún geti náð langt, bæði
er hún klár og svo er hún með afar
gott auga. Það á líka ljómandi vel
við hana að vera í sjónvarpi. Ég hef
mikla trú á Nínu og styð hana í öllu
sem hún tekur sér fyrir hendur.
Kemur manni alltaf í gott skap
Yngismeyjar Elma og Nína byrjuðu snemma að brosa í myndavélina.
»Nína hefur alltaf
staðið þétt við bakið
á mér og ef einhver hall-
mælti mér í æsku var
hún umsvifalaust komin
með hnefann á loft.
Árvakur/Kristinn Ingvarsson
Elma Lísa Gunnarsdóttir
fæddist 7. september 1973.
Hún vakti ung athygli sem
dansari og fyrirsæta og út-
skrifaðist úr leiklistardeild
Listaháskóla Íslands árið
2001. Hún hefur leikið í
ýmsum leiksýningum, kvik-
myndum, stuttmyndum og
sjónvarpsþáttum. Þessa
dagana leikur Elma Lísa í
uppfærslu Þjóðleikhússins
á Baðstofu Hugleiks Dags-
sonar og er að hefja æfing-
ar á nýjum söngleik eftir
Hallgrím Helgason, Ástin
er diskó, sem frumsýndur
verður í Þjóðleikhúsinu í
vor. Þá fer hún með hlut-
verk í nýjum sjónvarps-
þætti, Ríkinu, sem tekin
verður til sýninga á Stöð 2
síðar á árinu. Eiginmaður
Elmu er Reynir Lyngdal
kvikmyndaleikstjóri og á
hún eina stjúpdóttur, Unu
Margréti, sex ára.
Nína Björk Gunnarsdóttir
fæddist 21. október 1976.
Hún vakti ung athygli sem
fyrirsæta en starfar í dag
sem ljósmyndari og stílisti.
Nína Björk hefur líka unn-
ið við sjónvarp, var m.a.
með innslög í þættinum
Veggfóður á Stöð 2, og
gæti hugsað sér að starfa
meira á þeim vettvangi í
framtíðinni. Hún nam ljós-
myndun í Danmörku og
hyggur á frekara ljós-
myndanám. Skoða má ljós-
myndir hennar á heimasíð-
unni ninabjork.is. Nína
Björk á einn son, Egil Orra
Árnason, sjö ára, og er í
sambúð með Matthíasi Ás-
geirssyni, meistaranema í
byggingarverkfræði.
Foreldrar Elmu og Nínu
eru Gunnar Þór Indriðason
og Elín Sjöfn Sverrisdóttir.
Þær eiga tvö yngri systk-
ini, Tinnu Dögg (f. 1979) og
Sverri Þór (f. 1985). Eldri
bróðir þeirra, Sverrir (f.
1969), lést í bílslysi aðeins
sjö ára að aldri.