Morgunblaðið - 24.02.2008, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.02.2008, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Skráning hefst 8:30 og málþinginu lýkur 16:30. Í boði verða áhugaverð erindi um:  Skólastarf fyrir og eftir Olweus  Einelti minnkar jafnt og þétt. Hvað gerum við?  Hlutverk Olweusaráætlunarinnar við sameiningu skóla  Olweusaráætlunina 2002-2008  Hlutverk Olweusarverkefnisins í í teymisvinnu Að málþingi loknu verða veitingar í boði. nánar á olw eus.is Eftir hádegi verða fjölbreyttar málstofur. Málþing um Olweusarverkefnið haldið í SKRIÐU í nýbyggingu Kennaraháskólans við Stakkahlíð 29. febrúar 2008 GEIR H. HAARDE ótrúlegur sveigjanleiki og mögu- leikar á miklu meiri viðbragðsflýti en víða annars staðar, t.d. í ESB. Það getur skipt sköpum þegar nýj- ar aðstæður skapast. Þetta á bæði við um hið opinbera kerfi, stjórn- sýsluna, og fyrirtækin – að geta verið fljót að snúa sér við og bregðast við nýjum aðstæðum. Hér er stutt á milli manna og auðvelt að vera í sambandi.“ Engin patentlausn til – Talað hefur verið um að smæð krónunnar hamli íslensku efna- hagslífi. Þú hefur sagt að ekki komi til greina að taka einhliða upp evru, en stendur til að taka stefnu Sjálfstæðisflokksins varð- andi aðild að ESB aftur til skoð- unar? „Það eru engin áform um það. Ekki er nema tæpt ár síðan skilað var glænýrri úttekt á þessum mál- um í skýrslu Evrópunefndarinnar þar sem þessi mál eru rannsökuð og reifuð til hlítar. Ekkert hefur gerst í umhverfinu sem kallar á endurskoðun á þessari afstöðu. Í ríkisstjórninni eru uppi ólík við- horf, við viðurkennum það, og á meðan er samkomulag um að hreyfa sig ekki gagnvart ESB á þessu kjörtímabili. Það er mjög mikilvægt að menn rugli ekki saman þeim efnahags- aðstæðum, sem við horfumst í augu við núna, við það sem kynni að fylgja aðild að ESB. Slík aðild er engin lausn á þeim vanda sem við er að fást í dag vegna þess að það tæki mörg ár að undirbúa að- ild að ESB og myntbandalaginu ef menn tækju stefnuna á það. En auðvitað er það rétt, sem kemur fram í spurningu þinni, að smæð krónunnar sem gjaldmiðils er ókostur. En samt ekki eins mik- ill ókostur og myndi fylgja ESB- aðild eins og sakir standa. Ég hef lagt á það áherslu að þessi ákvörð- un hljóti að byggjast á hags- munamati en ekki tilfinningasemi. Krónan er ekkert ýkja gömul sé litið til Íslandssögunnar allrar en hún er hinsvegar mikilvægt tæki sem við notum til að greiða fyrir viðskiptum og sem mælieiningu í þeim.“ – Myndast þá ekki tvöfalt hag- kerfi? „Nei. Við höfum hins vegar í nokkur ár heimilað fyrirtækjum að gera upp reikninga sína í erlendum gjaldmiðli. Og þú verður að athuga að 219 fyrirtæki nýta sér það, en þar af notast 112 við Bandaríkja- dollar, 77 evruna, 21 sterlingspund og svo eru ýmsir aðrir gjaldmiðlar notaðir í þessu skyni af færri fyr- irtækjum, m.a. norsk króna, jen og Kanadadollar. Álviðskipti fara öll fram í dollurum og eru mjög vax- andi um þessar mundir, þar með gjaldeyristekjur í dollurum. Ferða- þjónusta og flugstarfsemi fer fram í dollurum og við erum stór á því sviði. Sjávarafurðir okkar eru ekki aðeins seldar í evrum, heldur einn- ig pundum og jenum, auk dollara. Við verðum að sætta okkur við að það er engin patentlausn í þessu og horfast í augu við staðreynd- irnar sem liggja fyrir.“ – Tregða Seðlabankans til að lækka stýrivexti og peninga- málastefnan hefur sætt gagnrýni. „Stýrivextirnir eru háir vegna þess að verðbólga hefur verið mik- il. Við teljum góðar líkur á því að með kjarasamningum sé búið að skapa grundvöll fyrir vaxtalækkun. Hvað varðar umgjörðina um pen- ingamálastefnuna er hún ekki ýkja gömul og tæplega komin full reynsla á hana. Það eru heldur ekki margar leiðir færar en auðvit- að eigum við að vera opin fyrir betri möguleikum ef þeir eru fyrir hendi.“ – Þú tekur ekki undir gagnrýni á Seðlabankann? „Nei, ég hef reyndar þá stefnu að tjá mig ekki um vaxtaákvarðan- ir hans. Seðlabankinn er og á að vera sjálfstæður gagnvart rík- isstjórninni og það er ekki heppi- legt að ráðamenn gagnrýni stefnu bankans opinberlega.“ – Telurðu hættu á gengishruni krónunnar? „Ég tel þá hættu ekki fyrir hendi.“ Breyti ekki um stjórnunarstíl – Eftir því hefur verið tekið að þingmenn og ráðherrar Samfylk- ingarinnar hafa talað opinberlega fyrir málum sem ganga í berhögg við stefnu samstarfsflokksins og jafnvel ríkisstjórnarinnar. „Við horfumst í augu við þá staðreynd að flokkarnir hafa ekki sömu stefnu í ýmsum málum, þ.m.t. Evrópumálum. En kveðið er á um málamiðlanir þar sem þeirra er þörf í stjórnarsáttmála okkar og hann gildir þar til annað verður ákveðið. Hvað varðar yfirlýsingar ein- stakra manna tökum við þær mis- jafnlega hátíðlega. Það er ekkert skrýtið að flokkur, sem ekki hefur áður komist í ríkisstjórn, með ein- staklinga sem ekki hafa verið ráð- herrar, vilji láta í sér heyra. Við hin höfum kannski minni þörf fyrir það eins og sakir standa. Það er svo smekksatriði hvað menn ganga langt í að lýsa skoðunum í málum, sem vitað er að ekki er samstaða um í ríkisstjórn. Sjálfstæðismenn hafa haft þann háttinn á að vera ekki að flagga slíkum málum og ég held að það fari best á því. Stjórnarsamstarfið hefur gengið ljómandi vel. Við höfum þurft að takast á við óvænt áföll á borð við kreppu á fjármálamörkuðum heims og gríðarlegan aflabrest hér heima, jafnframt því að hrinda stefnuyfirlýsingunni í framkvæmd. Það er ekki hægt að skrifa inn í stjórnarsáttmála nema lítinn hluta þeirra mála sem tekist er á við. Margt óvænt kemur upp og þá reynir á samstarf flokka. Ég tel að vel hafi til tekist og nefni sem dæmi samstarfsyfirlýsinguna vegna kjarasamninganna, en að baki henni lá mikil vinna rík- isstjórnarflokkanna og einnig gott samstarf við aðila vinnumarkaðar- ins.“ – Þú hefur verið gagnrýndur fyrir að ganga ekki nógu ein- arðlega fram í erfiðum málum sem leiðtogi flokksins. „ Það hefur hver maður sinn háttinn á og mér hefur gengið vel að vinna með fólkinu í Sjálfstæð- isflokknum og öðrum samstarfs- mönnum mínum í stjórnmálum. Og ég hyggst ekkert breyta um stjórnunarstíl þó að hann falli ekki öllum í geð. Ég ber mig að við að stjórna ríkisstjórninni og flokknum eins og best hæfir persónuleika mínum og læt hvorki andstæðinga mína né almannatengslamenn segja mér fyrir verkum.“ – Áttirðu að grípa með meira af- gerandi hætti inn í deilurnar sem mynduðust í borgarstjórn? „Nei.“ – Er álver að rísa í Helguvík? „Umhverfið er breytt að því leyti að ákvarðanir um uppbygg- ingu á þessu sviði eru ekki lengur stjórnvaldsákvarðanir með sama hætti og eitt sinn var. Um þetta gilda ákveðnar leikreglur og ef fyr- irtæki vill fara út í starfsemi af þessu tagi er sú ákvörðun við- skiptalegs eðlis af þess hálfu, en hlýtur samt að byggjast á þeim al- mennu skilmálum sem sett eru í regluumhverfi um þau mál. Þá verður framkvæmdin að uppfylla skilyrði sveitarfélaga í skipulags- málum, standast umhverfismat og svo þarf að vera búið að tryggja orku til starfseminnar frá orkuselj- endum sem nú eru í samkeppni innbyrðis um viðskipti sem þessi. Þetta er staðan formlega séð en ég leyni því ekki að ég tel að það væri mjög heppilegt fyrir þjóð- arbúskapinn, eins og horfurnar eru núna, að stórframkvæmdir á borð við Helguvík færu af stað og sama má segja um fyrirhugaðar stór- framkvæmdir á Bakka við Húsa- vík, sem að öllum líkindum yrðu tveimur árum síðar. Ekki er því talað um að allt fari í gang sam- tímis. Síðan vitum við að ýmsir fleiri aðilar hugsa sér til hreyfings á þessum markaði sem orkukaup- endur, þar á meðal Alcan í Straumsvík, sem eflaust vill kaupa meira rafmagn en nú er, og síðan nýir aðilar eins og netþjónabú á Keflavíkurflugvelli og hugsanlega fyrirtæki sem vilja byggja upp starfsemi í Þorlákshöfn. Út frá sjónarmiðum um efnahagslegt jafnvægi, sem ríkisstjórninni ber að stefna að, verður að beita al- mennum aðgerðum til að stýra þessu, ekki banna einum að byggja en ekki öðrum. Ég tel að álver á Bakka við Húsavík myndi hafa gríðarlega mikla þýðingu fyrir allt Norðausturland, svæðið í kringum Húsavík og með Vaðlaheið- argöngum hafa áhrif við Eyjafjörð og jafnvel lengra vestur á bóginn.“ – Næst samstaða við Samfylk- inguna, þ.á m. umhverfisráðherra? „Engin ástæða er til að gera því skóna að við getum ekki leyst hugsanlegan ágreining. Og ráð- herrar starfa innan þess lagaum- hverfis sem um ráðuneytin gildir. En vissulega eru skiptar skoðanir innan Samfylkingar og Sjálfstæð- isflokks um hversu æskilegt er að stofna til nýrrar stóriðju. Ef fram- kvæmdin er réttum megin við strikið í umhverfismálum tel ég hinsvegar slíkar framkvæmdir mikilvægar í atvinnuuppbyggingu og tekjuöflun fyrir þjóðarbúið.“ – Telurðu að þjóðin sé móttæki- legri fyrir álveri núna en áður? „Ég held að það blasi við, ef samdráttur er í þjóðarbúskapnum og jafnvel atvinnuleysi í uppsigl- ingu, að þá breytist afstaða al- mennings til atvinnuskapandi framkvæmda.“ ESB ekki fyrirmynd – Hefur afstaða Sjálfstæð- isflokksins breyst til kvótakerfisins í kjölfarið á áliti mannréttinda- nefndar Sameinuðu þjóðanna? „Nei, ekki í grunninn. Ég tel að álitið haggi því ekkert enda er þar talið eðlilegt og réttmætt að stjórna aðganginum að fisk- veiðiauðlindinni og ekki bent á betri leiðir þó að gerðar væru at- hugasemdir við úthlutunina. Auðvitað er kvótakerfið ekki fullkomið, á því eru ýmis göt og frávik, eitt af því er byggðakvót- inn. En nú hafa þeir sem stunda þessa atvinnugrein tekið á sig miklar skerðingar og skerðingar hafa verið algengari en viðbætur á þeim tíma sem kerfið hefur verið í gildi. Þeir sem taka núna á sig þriðjungsskerðingu í þorskafla- heimildum geta ekki búið við óör- yggið sem fylgir því ef þeir geta ekki treyst því að þeir muni njóta þess ávinnings þegar ástandið batnar á nýjan leik. Mikið var talað um kvótakerfið fyrir kosningarnar 2003 en lítið sem ekkert í síðustu kosningum. Ég held að erfitt sé að finna annað kerfi sem tekur þessu fram enda höfum við ekki fundið það hjá öðr- um þjóðum. Þvert á móti hafa menn leitað hingað um fyrirmyndir þegar kemur að því að standa skynsamlega að fiskveiðistjórnun. Í það minnsta getur ESB ekki verið nein fyrirmynd því sameiginlega fiskveiðistefnan hjá þeim hefur siglt í strand og engum árangri skilað.“ Bitbein Geir segir ómögulegt að Íbúðalánasjóður sé endalaust deiluefni. Árvakur/Kristinn Ingvarsson »Ekki ástæða til að gera því skóna að bankar hér séu í hættu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.