Morgunblaðið - 24.02.2008, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2008 39
P
R
[
p
je
e
rr
]
2006
Rannsóknamiðstöð Íslands • Laugavegi 13 • 101 Reykjavík • sími 515 5800 • rannis@rannis.is. • www.rannis.is
Ó
sk
að
e
ft
ir
t
iln
ef
ni
ng
um Hvatningar-
verðlaun
Vísinda-
og tækniráðs
Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs eru árlega veitt vísindamanni
sem snemma á ferlinum þykir hafa skarað fram úr og skapað væntingar
um framlag í vísindastarfi er treysti stoðir mannlífs á Íslandi.Verðlaunin
voru fyrst veitt árið 1987 í nafni Rannsóknarráðs ríkisins, á 50 ára afmæli
atvinnudeildar Háskóla Íslands.
Verðlaunin eru tvær milljónir króna.
Tilnefningar mega koma frá öllum sviðum vísinda, tækni og fræða.Tilnefna má vísindafólk
sem starfar á Íslandi við háskóla, rannsóknarstofnanir, fyrirtæki eða er sjálfstætt starfandi.
Öllum sem eru í aðstöðu til að meta störf einstakra vísindamanna er heimilt að koma
með tilnefningar til verðlaunanna. Með tilnefningu fylgi ferilskrá vísindamannsins.
Við mat á tilnefningum til verðlaunanna er tekið tillit til námsferils viðkomandi vísindamanns,
sjálfstæðis, frumleika og árangurs í vísindastörfum að loknu námi; ritsmíða, einkaleyfa og
framlags í störfum á alþjóðavettvangi svo og annarra vísbendinga um líklegan árangur
af störfum viðkomandi. Sérstaklega er litið til brautryðjandastarfs í vísindum. Þá er litið
til faglegs framlags til starfsfélaga á vinnustað og miðlunar þekkingar til íslensks samfélags.
Almennt er miðað við að þeir sem koma til álita séu ekki eldri en 40 ára, en tekið er
tillit til tafa sem kunna að verða á ferli vísindamanns vegna umönnunar barna.
Fimm handhafar verðlaunanna skipa dómnefnd: Jakob K. Kristjánsson, framkvæmdastjóri
Tækniseturs Arkea ehf., Svanhildur Óskarsdóttir, rannsóknardósent á Stofnun Árna
Magnússonar, Steinunn Thorlacius, sérfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu, Freysteinn
Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, og Hilmar Janusson,
þróunarstjóri Össurar hf.
Frestur til að skila inn tilnefningum er til og með 14. mars 2008.
Tilnefningum og upplýsingum um feril tilnefndra skal skilað til Rannís,
Laugavegi 13, 101 Reykjavík, eða með tölvupósti á
netfangið rannis@rannis.is.
8
Á SÍÐASTA degi Myrkra músíkdaga, sem ný-
lega eru afstaðnir, voru haldnir rómaðir tón-
leikar með kunnugu samspilstvíeyki. Þó að öll
verk efnisskrárinnar myndu flokkast undir
óræðan nútímatónlistarhatt eru engu að síður
rúmlega tuttugu ár milli þeirra og fátt sameig-
inlegt með þeim þegar upp er staðið. Byrjað
var á dúói Jóns Nordals, „Myndum á þili“, sem
hefur skotið rótum í efnisskrám íslenskra selló-
leikara. Bryndís Halla og Anna Guðný léku alla
fjóra kaflana af miklu öryggi og með góðri
snerpu, enda hafa þær margoft flutt verkið frá
því að það heyrðist fyrst fyrir sextán árum.
Næsta verk á efnisskránni var eitt það
yngsta sem undirrituð hefur heyrt eftir Hauk
Tómasson, en hann hefur átt farsælan tón-
skáldsferil í um tvo áratugi. „Eter“ er einleiks-
sellóstykki sem tónskáldið samdi um það leyti
sem námsferlinum lauk og var því áhugavert
að heyra þróun í tónsmíðastíl hans. Síðari verk
Hauks hafa einkennst af mikilli og hnitmiðaðri
orkumyndun og -losun, en hér virtist orku-
dreifingin jafnari. Verkið naut sín þó eins og
best var á kosið í þróttmiklum flutningi Bryn-
dísar Höllu.
Lokaverkin tvö voru eftir Atla Heimi Sveins-
son. Hinu fyrsta var kippt úr þriðju óperu
hans, Tunglskinseyjunni. Um var að ræða
magnþrungið og draumkennt millispil sem
vafalaust hefur margfalda þýðingu í réttu sam-
hengi. Undirrituð átti því miður ekki kost á að
sjá óperuna þegar hún var síðast sýnd í heild
sinni í Þjóðleikhúsinu fyrir tæpum 11 árum.
Það vill af einhverjum ástæðum loða við ís-
lenskar óperur að ef þær á annað borð eru
frumfluttar hér á landi þá eiga þær sjaldnast
afturkvæmt á fjalirnar. Nú liggur fyrir vilja-
yfirlýsing bæjarstjórnar Kópavogs um bygg-
ingu óperuhúss þar í bæ, og fer þá vonandi ný
og farsælli þróun af stað. Að minnsta kosti bíð-
um við öll spennt.
Í lok tónleikanna var ný sellósónata síðast-
nefnda tónskáldsins frumflutt, en hún sam-
anstendur af átta míníatúrum sem renna
ánægjulega í gegn vegna fjölbreytileika þeirra;
frá mögnuðum forleik og frjálslegum hend-
ingaslettum yfir í m.a. léttgeggjaða og húm-
oríska tangósveiflu og ljúfsára fegurð. Og þetta
er ýmist í frjálsum eða bundnum tíma. Að
verkunum ólöstuðum var tvíeyki þeirra Önnu
Guðnýjar og Bryndísar Höllu líklega meginað-
dráttarafl tónleikanna, enda er þær stöllur lítt
þekktar fyrir annað en að skila verkum frá sér í
hámarksgæðum.
Glænýtt og nýlegt
TÓNLIST
Salurinn, Kópavogi
Bryndís Halla Gylfadóttir, selló, og Anna Guðný Guð-
mundsdóttir, píanó, léku verk eftir Jón Nordal, Hauk
Tómasson og Atla Heimi Sveinsson. Sunnudaginn
10. febrúar kl. 20.
Tíbrá og Myrkir músíkdagar
Alexandra Kjeld
EINU sinni áður hefur kvenmað-
ur stjórnað Stórsveit Reykjavík-
ur og var sú ekki af verri end-
anum, sjálf Maria Schneider, sem
nú er einn fremsti stórsveit-
arhljómsveitastjóri djassins og
afburða tónskáld og útsetjari.
Maria var undir sterkum áhrifum
frá hinu impressjóníska tónamáli
Gil Evans, en hefur tekist að
skapa sér sinn eigin stíl í áranna
rás. Nafna hennar Babtist hin
þýska, sem nú stjórnaði Stórsveit
Reykjavíkur við flutning eigin
verka hefur mikið lært af Evans
og Schneider, en er þó um margt
ólík þeim.
Fyrsta verkið á efnisskránni,
og það besta, var mínísvítan
Minotaurus, þar sem Kjartan
Valdimarsson gegndi veigamiklu
hlutverki og frábær var tenging
hans milli málmgjallandi fyrri-
hluta og mjúks seinni hluta þar
sem flautur voru í aðalhlutverki;
Cecil Taylor og Rachmaninoff
komu uppí hugan en fyrst og
fremst Kjartan, sem brilleraði
þetta kvöld þótt Stórsveitin væri
í aðalhlutverkinu. Blue Picture
inspírerað af Dalimálverki var á
evrópskum nótum og Kjartan
Hákonarson blés fínan flýgilhorn-
sóló. Edvard Lárusson var heitur
á gítarinn og tenging hans milli
annars og þriðja þáttar Ibizus-
vítu Mariu, sem var frumflutt á
tónleikunum, var bæði það
spænskasta og besta í því tón-
verki. Fancy Blues var ellington-
ískur á köflum og Woodyard-
bragur á Jóa Hjörleifs við
trommurnar. Óskar barítón, Stef-
án tenór og Snorri trompet með
fína sólóa sem féllu áheyrendum
vel í geð. Stundum voru frjálsir
kaflar í verkunum með miklu
glissi og mishljómum og minntu
oft á undanfara hljómleika er
menn stemma og hita upp. Aftur
á móti hafði allt glissið og óreið-
an hlutverki að gegna í verki
Mariu um Avur-hraðbrautina í
Berlin. Lokalagið var Goodbye
með þykkum evanískum hljómum
og lauk þar einum bestu Stór-
sveitartónleikum vetrarins.
Af sjaldheyrðum sólistum skal
nefna Eyþór Kolbeins á básúnu
og Ara Braga á flygilhorn, sem
stóðu sig með sóma.
Maria
Babtist
stjórnar
Stórsveit-
inni
TÓNLIST
Ráðhús Reykjavíkur
19. febrúar 2008
Stórsveit Reykjavíkur undir stjórn Mariu
Babtist. bbbbn
Vernharður Linnet