Morgunblaðið - 24.02.2008, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 24.02.2008, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2008 57 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Félagsmiðstöðin er opin virka daga kl. 9-16.45. Félag eldri borgara í Kópavogi | Að- alfundur félagsins verður 8. mars kl. 14. Venjuleg aðalfundarstörf. Reikn- ingar félagsins liggja frammi á skrif- stofu félagsins, Gullsmára 9. Félag eldri borgara, Reykjavík | Dansleikur kl. 20. Caprí tríó leikur fyr- ir dansi. Leikhópurinn Snúður og Snælda frumsýna kl. 14 í Iðnó Flutn- ingana eftir Bjarna Ingvarsson og inn í sýninguna er fléttað atriðum úr Skugga-Sveini eftir Matthías Joh- umsson. Næstu sýningar verða 27. febr. 2.-6. og 9. mars og hefjast kl. 14. Félagsheimilið Gjábakki | Góugleði verður 29. feb. kl. 14. Nemendur Kópavogsskóla syngja inn gleðina, Sigurður Flosason fer með gam- anmál, Stefán Stefánsson tenor syng- ur nokkur lög og Glóðarfélagar bregða á leik í stafagríni. Vöffluhlað- borð. Félagsstarf Gerðubergs | Skatt- stofan veitir framtalsaðstoð 10. mars. Þriðjud. 18. mars er leikhúsferð í Þjóðleikhúsið á leikritið ,,Sólarferð", sýning hefst kl. 14 (breyttur tími). Skráning hafin á staðnum og í síma 575-7720. Strætisvagnar S4, 12 og 17 stansa við Gerðuberg. Hraunbær 105 | Framtalsaðstoð verður 11. mars kl. 9-12, skráning á skrifstofu eða í síma 411-2730. Hvassaleiti 56-58 | Góugleði verður 29. febrúar – hlaupársdag. Húsið opn- að kl. 18, fordrykkur, matur, söngur og dans undir stjórn Þorvaldar Halldórs- sonar. Skráning á staðnum eða í síma 535-2720. Hæðargarður 31 | Félagsvist, þegar amma var ung, Bör Börsson, fram- sögn, skapandi skrif, Müllersæfinga, hláturklúbbur, draumadísir, páfagauk- ur, baráttuhópur um bætt veðurfar, ókeypis tölvuleiðbeiningar, Íslend- ingasögurnar í öndvegi og Ivanof 5. mars. Sími 568-3132. Íþróttafélagið Glóð | Pútt í Sporthús- inu á mánu- og miðvikudögum kl. 9.30. Hringdansar í Kópavogsskóla á þriðjudögum kl. 14.20. Ringó í Smár- anum á miðvikudögum kl. 12 og í Snælandsskóla á laugardögum kl. 9.30. Línudans í Húnabúð, Skeifunni 11, Rvk. kl. 17. Uppl. í símum 564-1490 og 554-2780. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun er ganga frá Egilshöll kl. 10. Vesturgata 7 | Farið verður á leikritið Flutningarnir eftir Bjarna Ingvarsson með Snúð og Snældu fimmtudaginn 6. mars kl. 14. Farið verður kl. 13.15. Skráning í afgreiðslu. Vesturgata 7 | Skattstjórinn í Reykjavík veitir framtalsaðstoð mánudaginn 10. marz frá kl. 9-12. Nánari upplýsingar og skráning í síma 535-2740. Þórðarsveigur 3 | Aðstoð við skatt- framtal 2008 verður veitt föstudag- inn 14. mars kl. 9-10.30. Þeir sem hafa hug á að nýta sér þessa þjónustu geta pantað tíma í síma 891-6056. Kirkjustarf Bústaðakirkja | Starf eldri borgara er á miðvikudögum kl. 13-16.30. Spilað, föndrað og handavinna. Hafið sam- band við kirkjuvörð í síma 553-8500 ef bílaþjónustu er óskað. Dómkirkjan | Kolaportsmessa kl. 14 í Kaffi Port. Frá kl. 13.30 er fyrirbæn- arefnum safnað undir tónlist frá Þor- valdi Halldórssyni. Prestar, djáknar og sjálfboðaliðar leiða stundina. Mið- borgarstarfið. Fella- og Hólakirkja | Góugleði verð- ur 27. febr. kl 18.30 í safnaðarheimili kirkjunnar. Hátíðarkvöldverður og fjölbreytt dagskrá, söngur, dans og harmonikkuspil. Verð 2.500 kr. Skráning í síma 557-3280. Fríkirkjan Kefas | Sunnudagaskóli kl. 11. Kennsla, söngur, leikir o.fl. Almenn samkoma kl. 14. Sigrún Einarsdóttir prédikar, lofgjörð, barnastarf og fyrir- bænir. Að samkomu lokinni verður kaffi og samfélag. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Engl- ish service at 12.30 pm. Entrance from the main door. Preacher: Pastor Freddy Filmore. Almenn samkoma kl. 16.30. Alfasamkoma, ræðumaður Vörður Leví Traustason, Gospelkór Fíladelfíu leiðir söng. Aldursskipt barnakirkja, börn 1–13 ára. Laugarneskirkja | Harðjaxlar halda fund kl. 13 undir handleiðslu sr. Hildar Eirar Bolladóttur og Stellu Rúnar Steinþórsdóttur. Óháði söfnuðurinn | Tónlistarmessa kl. 14. Nemendur frá Listaháskóla Ís- lands flytja fjölbreytta tónlist á hin ýmsu hljóðfæri og meðlimir Vox Aca- demica syngja. Ræðumaður verður Skúli Svavarsson kristniboði. Barna- starf á sama tíma. Kvenfélagskonur koma saman eftir messu til að ræða undirbúning Bjargarkaffis. 95ára afmæli. Nítíu ogfimm ára er í dag 24. febrúar Jón Salómon Jónsson frá Flateyri, nú til heimilis á Hrafnistu í Hafnarfirði. Í til- efni afmælisins tekur Jón á móti ættingjum og vinum á milli kl. 15 og 18 í Félagsheim- ilinu Gullsmára 13. 80ára afmæli. Áttræðurer í dag, 24. febrúar, Valtýr Sæmundsson kennari. Hann fagnar þessum tímamótum með fjölskyldunni og verður að heiman. 60ára afmæli. Sextugurverður þriðjudaginn 26. febrúar Gísli Blöndal, ráð- gjafi, námskeiðshaldari og far- arstjóri, Álakvísl 26, Reykja- vík. Af því tilefni tekur hann á móti vinum, vandamönnum, samstarfsfélögum og sam- ferðafólki í gegnum árin á skemmtistaðnum ORGAN, Hafnarstræti 1-3 (bakhúsi), þriðjudaginn 26. febrúar kl. 17 til 19. dagbók Í dag er sunnudagur 24. febrúar, 55. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Sá sem trúir á mig, - frá hjarta hans munu renna lækir lifandi vatns, eins og ritningin segir. (Jh. 7, 38.) Ísland Panorama er frjáls fé-lagasamtök sem styðja mótunfjölþjóðlegs og fjölmenning-arlegs samfélags og taka af- stöðu gegn fordómum vegna uppruna, útlits eða trúar. Félagið er um þessar mundir að hefja átaksverkefni; veggspjalda- herferð til að vekja almenning til um- hugsunar um fordóma gegn útlend- ingum. Hættuleg þróun Akeem Cujo Oppong er formaður félagsins: „Með átakinu minnum við á táknrænan hátt á að þó að við séum ólík að utan erum við inni við beinið öll eins,“ segir Akeem, en veggspjaldi fé- lagsins verður dreift til skóla um allt land, til fyrirtækja og til stofnana ríkis og bæja. „Atburðir í íslensku samfélagi síð- ustu vikur og mánuði, þar sem fólk af erlendum uppruna hefur orðið fyrir barðinu á kynþáttafordómum og jafn- vel líkamsárásum eru mikið áhyggju- efni. Nauðsynlegt er að sýna samstöðu í baráttunni gegn kynþáttafordómum, og gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir að atburðir eins og við höfum orðið vitni að geti endurtekið sig,“ seg- ir Akeem. „Ofbeldi má aldrei sam- þykkja eða hundsa, hvað þá þegar of- beldið stafar af tilefnislausu hatri og beinist gegn blásaklausu fólki.“ Þörf fyrir umræðu Að sögn Akeems kallar Ísland Pano- rama eftir að fram fari opinská um- ræða um fordóma: „Fordómar eru nær alltaf sprottnir af fáfræði og skilningsskorti. Íslendingar eru upp- lýst þjóð og vel menntuð með sterka réttlætis- og siðferðiskennd og liggur í eðli þeirra að koma vel fram við náungann. Því ætti að vera auðsótt að uppræta hér þann vanda sem rasismi er.“ Ísland Panorama var stofnað í mars 2006 og er félagið öllum opið. Starf- semin er fjármögnuð með styrkjum frá einkaaðilum og með opinberum framlögum. Finna má nánari upplýsingar um starfsemi Island Panorama á heima- síðu félagsins á slóðinni www.island- panorama.is. Þar eru m.a. upplýsingar um hvernig má styrkja við starfið og gerast meðlimur í félaginu. Samfélag | Átak á vegum Ísland Panorama gegn kynþáttafordómum Öll eins inni við beinið  Akeem Cujo Op- pong fæddist í Ghana 1971. Hann lauk mennta- skólanámi frá Akra og stundaði nám í félagsvís- indum við Univers- ity of Ghana. Akeem hefur starf- að sem ráðgjafi, við unglingastarf, sem túlkur og við gestamóttökustörf. Hann er nú unglingaleiðbeinandi og hefur verið formaður Ísland Pano- rama frá stofnun félagsins árið 2006. Akeem er kvæntur Jóhönnu Maríu Oppong Jóhannesdóttur bankastarfs- manni. Kvikmyndir MÍR-salurinn | Stalker, kvikmynd Andrei Tarkovskýs frá 1979, sem byggð er að hluta á skáldsögu eftir rússnesku bræðurna Arkadý og Boris Strúgatský, verður sýnd kl. 15. Enskur texti. Aðgangur ókeypis. Sýningarskrá fyrir mars og apríl liggur frammi. Frístundir og námskeið Málaskólinn LINGVA | Námskeið í spænsku fyrir byrjendur hefst aftur á morgun kl. 18. Uppl. á www.lingva.is eða í síma 561-0315. Kennt í Odda, HÍ. Yoga Shala Reykjavík | Tveggja daga námskeið þar sem farið er í grundvallaratriðin í tantrískri erótík 1.-2. mars. Nánar á serafim- @natha.dk Fyrirlestrar og fundir Askja - Náttúrufræðihús HÍ | Næsta fræðsluerindi HÍN verður haldið 25. febrúar kl. 17.15 í stofu 132, Öskju. Þá mun dr. Jón Eiríks- son jarðfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskólans flytja erindi sem hann nefnir: Setlög, lífríki og hafstraumar við Norðurland frá ísöld til okkar daga. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Bókasafn Kópavogs | Fyrirlestraröð um ástina stendur yfir. 28. feb. talar Þorgrímur Þráinsson um hvernig á að gera makann ham- ingjusaman. Hefst kl. 17.15 og er ókeypis aðgangur. Næsta erindi verður 6. mars, þá gefur Katrín Jónsd. svipmyndir úr ástarsögu samkynhneigðra og 13. mars talar Óttar Guðmundss. um ástina og dauðann. Eirberg | Jóhanna Björk Briem MA í uppeldis- og menntunarfræði flytur fyrirlestur hjá Rannsóknastofnun í hjúkrunarfræði, stofu C-201, Eiríksgötu 34, kl. 12.10-12.50. Greint er frá viðhorfum for- eldra til fósturskimana, upplifun foreldra að eignast fatlað barn og viðmót heilbrigðisstarfsfólks. Kristniboðssalurinn | Félagsfundur kl. 20. Guðbjörg Jóna Guð- laugsdóttir hjúkrunarfræðingur og djáknakandidat fjallar um efnið: Að mæta andlegum og trúarlegum þörfum sjúklinga, aðstandenda og starfsmanna – er það draumsýn? Jón Jóhannsson djákni flytur hugvekju. Kaffiveitingar í fundarlok. Seðlabanki Íslands | Málstofa 25. febrúar kl. 15 í fundarsal. Máls- hefjandi er Már Guðmundsson aðstoðarframkvæmdarstjóri pen- inga- og hagfræðisviðs Alþjóðagreiðslubankans í Basel (BIS). Er- indi hans ber heitið Hnattvæðing og peningastefna. Árvakur/Ómar Seðlabanki Íslands. OFBELDI karla gegn konum verður á dagskrá nám- stefnu sem haldin verður í New York 26. febrúar. Þrír nor- rænir ráðherrar taka þátt í námstefnunni. Námstefnan er haldin í tengslum við þing Sameinuðu þjóðanna um stöðu kvenna (CSW). Nyamko Sabuni jafnréttisráðherra Svíþjóðar setur námstefnuna og ræðir framkvæmdaáætlun sænsku stjórnarinnar til að koma í veg fyrir ofbeldi karla gegn konum, ofbeldi sem tengist heiðri og kúgun og ofbeldi al- mennt. Stefan Wallin jafnréttisráðherra Finnlands og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra Íslands, taka einnig þátt í námstefnunni. Tekur þátt í námsstefnu um ofbeldi karla gegn konum Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Málþing um aðgengismál Grand Hótel við Sigtún 1. hæð 3. mars 2008 kl. 16-19.30 Efni málþings: Fjallað verður um aðgengismálin í víðum skilningi, s.s. um textun á íslensku efni í sjónvarpi, myndböndum og kvik- myndum, hvað gerir tónmöskvi og hvar á hann að vera, ritt- úlkun/táknmálstúlkun og réttur einstaklinga til túlkunar. Einnig er fjallað um heyrnarskerðinguna og áhrif hennar, tæknina, skólakerfið og vinnumarkaðinn. Sýning og kynning verður á heyrnar-og hjálpartækjum og öðrum sérútbúnaði. Sýningin opnar kl. 15.30 Markhópur: Heyrnarskertir/lausir, aðstandendur þeirra og ekki síður fagfólk, samstarfsmenn, vinnuveitendur og embættismenn sem tengjast málaflokkunum í starfi. Aðgengi fyrir alla. Tónmöskvi, rittúlkur, táknmálstúlkur Kaffiveitingar-námskeiðsgögn Húsið opnar 15.30. Verð 1000 krónur Fólk er hvatt til að skrá sig á netinu: heyrnarhjalp@centrum.is Heyrnarhjálp, Langholtsvegur 111, 104 Reykjavík Sími: 5515895 • Fax: 5515835 • Veffang: heyrnarhjalp.is Heyrnarhjálp býður til málþings …um aðgengi fólks með heyrnarfötlun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.