Morgunblaðið - 24.02.2008, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.02.2008, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Skólavörðustíg 12, Bergstaðastrætismegin, sími 551 9090 Næg bílastæði, bílastæðahúsið Bergstaðir Ekkert stöðumælagjald um helgar PS. Þú getur sparað þér sporin! Heimsendingarþjónusta, símar 561 3030 og 551 9090 Konudagsblómaúrvalið er hjá okkur Kvöldverður á Kaffi Reykjavík fylgir konudagsblómvendinum frá okkur Haming juóskir á konud aginn! Í tilefni konudag sins bjóð um við þ ér að bo rða á Kaffi Re ykjavík Með kve ðju Valur og Binni Gildir ú t góuna, alla dag a, lau. o g sun. fy rir kl. 2 0 2 fyrir 1 BÆJARYFIRVÖLD á Seltjarn- arnesi hafa lengi barist hatramm- lega gegn lágvöruverðsverslun Bónuss á Seltjarnarnesi. Í löngu og ítarlegu viðtali við Jónmund Guð- marsson, bæjarstjóra á Seltjarn- arnesi, í Morgunblaðinu 17. febrúar sl. var meðal annars rætt um brott- hvarf verslunar Bónuss úr bæj- arfélaginu. Því miður fór Jónmund- ur bæjarstjóri ítrekað með rangt mál og sneri raunar ýmsu á hvolf, hvað varðar samskipti Bónuss við Seltjarnarnes í gegnum árin. Í nokkur ár hefur verið vitað að hús- næðið sem hýsti verslun Bónuss á Hrólfsskálamel yrði rifið vegna nýs skipu- lags á svæðinu. Óhætt er að segja að for- svarsmenn sveitarfé- lagsins hafi vísvitandi skipulagt Bónus út af Seltjarnarnesi, án þess að skeyta nokk- uð um þau lífsgæði sem óneitanlega eru falin í því að búa nærri lágvöruverðsverslun. Þyrp- ing þróunarfélag, sem er tengt Baugi Group, hóf vinnu fyrir Bónus við greiningu á möguleikum til upp- byggingar á verslun og þjónustu á Hrólfsskálamel. Farið var yfir nið- urstöðu bindandi íbúakosninga um nýtingu Hrólfsskálamels og Suður- strandar. Í þeirri tillögu sem varð fyrir valinu er gert ráð fyrir bland- aðri byggð og varð niðurstaðan sú að þarna væri ekki svigrúm til upp- byggingar á öflugu verslunarsvæði. Eina stórverslunin á Seltjarn- arnesi í dag er því Hagkaup við Eiðistorg, en eins og bæjarstjórinn veit manna best býr sú verslun við mikil þrengsli í um 30 ára gömlu húsnæði. Vegna þessa getur versl- unin ekki boðið viðskiptavinum sín- um upp á það vöruúrval og þá þjón- ustu sem þeir óska eftir og eigendur fyrirtækisins vilja veita. Skiljanlega hafa viðskiptavinir komið fram með kvartanir þar að lútandi. Uppbygging á Eiðistorgi Seinni hluta árs 2006 vann Þyrp- ing, í samvinnu við Seltjarn- arnesbæ, tillögur um mögulega uppbyggingu versl- unar á Eiðistorgi fyrir Bónus og Hagkaup. Var m.a. kannað hvort verslun Hagkaupa kæmist fyrir í nýju húsnæði á lóð, þar sem nú er bensínstöð Orku og að Bónus færi í nú- verandi húsnæði Hag- kaupa. Í ljós kom að ekki er gerlegt að koma verslunum Hag- kaupa og Bónuss fyrir á svæðinu m.a. vegna takmarkaðs landrýmis, þrengsla og ófullnægjandi aðkomu. Það er miður, þar sem eigendum Bónuss og Hagkaupa er mikið í mun að efla starfsemi fyrirtækj- anna með stærri verslunum og bættri þjónustu við íbúa á svæðinu í takt við þróun byggðar á vest- urhluta höfuðborgarsvæðisins. Ákvörðun um að engin frekari upp- bygging yrði á Eiðistorgi af hálfu Bónuss og Hagkaupa var því tekin þar sem annmarkarnir eru slíkir að ekki var talinn grundvöllur fyrir frekari framkvæmdum. Undirritaður átti þó nokkra fundi með bæjarstjóranum, til þess að ræða þessi mál og reyna að tryggja að íbúar Seltjarnarness og vesturhluta Reykjavíkur gætu áfram nálgast ódýra og góða dag- vöru, án þess að keyra bæjarhlut- anna á milli. Skemmst er frá því að segja að Jónmundur gerði lítið til þess að greiða götu viðskiptavina Bónuss. Landfylling við Norðurströnd Nánari rannsóknir Þyrpingar leiddu fljótlega í ljós að vænlegur kostur til uppbyggingar verslunar og þjónustu væri landfylling norð- anmegin Norðurstrandar, á bæj- armörkum Seltjarnarness og Reykjavíkur. Þar væri hægt að byggja upp öfluga þjónustu fyrir íbúa Seltjarnarness og Vest- urbæjar Reykjavíkur. Hagkaup, Bónus og aðrar verslanir kæmust þarna fyrir og það svæði sem losn- aði á Eiðistorgi gæti farið undir aðra byggð. Þyrping gerði að auki tillögur um að Bónusverslun yrði staðsett á lóð við Austurströnd þar sem nú er bensínstöð og að Hagkaupsversl- unin yrði staðsett við Eiðistorg. Fljótlega kom í ljós að forsvars- menn olíufélagsins höfðu ekki áhuga á að selja lóðina, auk þess sem rannsóknir sýndu að þessi kostur væri ekki eftirsóknarverður þar sem lítið rými er fyrir bílastæði og ljóst væri að Hagkaup og Bónus yrðu áfram hvort á sínum staðnum. Slíkt er óheppilegt fyrir umferð á svæðinu, þar sem samlegðaráhrif af nýtingu bílastæða tapast. Það var því ákveðið af hálfu Þyrpingar að skoða hugmynd um landfyllingu enn frekar og leggja tillögu fyrir skipulagsyfirvöld á Seltjarnarnesi um 22.000 fermetra landfyllingu norðan við Eiðs- granda. Það ber að taka fram að svæðaskipulag höfuðborgarsvæð- isins gerir m.a. ráð fyrir slíkum möguleika. Á landfyllingunni er gert ráð fyrir um 4.000 m² Hag- kaupsverslun, um 1.200 m² Bón- usverslun og um 1.200 m² rými fyr- ir aðrar minni verslanir og þjónustu ásamt rúmlega 200 bíla- stæðum. Fjölmargir aðilar hafa komið að máli við undirritaðan og lýst yfir áhuga á því að leigja versl- unarhúsnæði undir litlar verslanir, kæmi til uppbyggingar á landfyll- ingu við Norðurströnd. Tillögur Þyrpingar eru mjög metnaðarfullur. Þær taka tillit til mögulegrar útivistar í tengslum við göngu- og hjólreiðastíga sem fyrir eru við ströndina og lögð er mikil áhersla á að byggingarnar falli vel inn í umhverfið, að húsin verði lág- reist og að skjólveggir norð- anmegin á fyllingunni hylji þá starfsemi sem fram fer baka til við slíkar verslanir, s.s. vörumóttöku og fleira. Til að gera langa sögu stutta var tillögum Þyrpingar hafnað af skipulags- og mannvirkjanefnd Sel- tjarnarnesbæjar. Rökin voru eink- um þau að bæjaryfirvöld hefðu ný- lega lokið við gerð aðalskipulags sem gerði ekki ráð fyrir landfyll- ingu og að ekki væri, að mati for- svarsmanna Seltjarnarness, áhugi á meðal bæjarbúa fyrir slíkri land- fyllingu. Rógsherferð gegn tillögunum Það skal áréttað að í sömu andrá og Þyrping lagði fram sínar tillögur um landfyllingu við Austurströnd, voru uppi hugmyndir annarra aðila um landfyllingu við Suðurströnd á Seltjarnarnesi sem mættu mikilli andstöðu í bæjarfélaginu. Í júní- mánuði árið 2005 var Seltirningum gefinn kostur á að kjósa um skipu- lagstillögur fyrir Hrólfsskálamel annars vegar og Suðurströnd hins vegar. Alls greiddu 1.727 atkvæði eða 52% atkvæðisbærra á Seltjarn- arnesi. Ekki var verið að kjósa um landfyllingu við Norðurströnd. Sjálfsagt er að draga þá ályktun að hugmyndirnar varðandi Suður- ströndina hafi vegið þungt hjá Sel- tirningum. Þá er ekki loku fyrir það skotið að rógsherferð hlutdrægra einstaklinga – sem ráðist var í fyrir umræddar kosningar – hafi skilað árangri. Til þess að rugla fólk í rím- inu tók einhver upp á því að dreifa til íbúa bæjarfélagsins myndum með upplýsingum sem skrum- skældu tillögur Þyrpingar fyrir Norðurströndina. Þar hafði meðal annars hæð hugsanlegrar versl- unarmiðstöðvar verið hækkuð um nærri helming og útlitið var í engu samræmi við tillögur Þyrpingar. Andstaða frá upphafi Eins og áður segir hafa forsvars- menn Bónuss og Hagkaupa ítrekað átt fundi með Jónmundi bæj- arstjóra vegna þá væntanlegs flutnings Bónuss, en ekkert orðið ágengt. Í umræddu viðtali kom fram að það hefði verið einhliða ákvörðun Bónus að fara. Bæjaryf- irvöld sögðu upp leigusamningi við Bónus án þess að bjóða nokkrar lausnir. Bónus hafði ekkert val. Forsvarsmenn fyrirtækisins ósk- uðu eftir tillögum að lausnum og funduðu með bæjarstjóra án nokk- urra viðbragða. Bæjaryfirvöld buðu Högum á sínum tíma að kaupa á markaðsverði land undir verslun fyrir Bónus á Hrólfs- skálamel. Eins og Íslendingar vita eru verslanir Bónuss þannig rekn- ar að álagningu og allri umgjörð er haldið í algjöru lágmarki og aug- ljóst að verslunin myndi aldrei standa undir slíkri fjárfestingu á þeim eftirsótta og dýra stað. Nú kynni einhver að spyrja hvort kostnaður við landfyllingu sé ekki mikill og mun meiri en lóð við Hrólfsskálamel. Það væri vissulega rétt athugasemd en er þó fljót- svarað: Með því að hafa bæði versl- un Hagkaupa og Bónuss á henni og rými fyrir minni verslanir og þjón- ustu jafnast kostnaður út á fleiri aðila og myndi ekki vera byrði fyrir verslunareigendur og enn síður viðskiptavini fyrirtækjanna. Það er umhugsunarvert að strax þegar forráðamenn Bónuss lögðu fram óskir um verslunarrekstur á Seltjarnarnesi árið 1992, urðu þeir varir við að slíkar hugmyndir nutu ekki hylli allra forvígismanna í bæj- arfélaginu. Hvers vegna er ekki gott að átta sig á. Það er í raun óskiljanlegt að Jónmundur og vinir hans skuli gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma í veg fyrir að íbúar Seltjarnarness njóti þeirrar kjarabótar sem verslanir Bónuss óneitanlega eru. Hvað vak- ir fyrir slíku fólki? Í þessu sam- bandi er rétt að hafa í huga nýlega könnun sem framkvæmd var af Capacent. Þar kom fram að af þeim sem tóku afstöðu, töldu 77,47% íbúa á Seltjarnarnesi mikilvægt eða mjög mikilvægt að Bónus væri með verslun á Seltjarnarnesi. Sem íbúi á Seltjarnarnesi til langs tíma trúi ég því ekki að Seltirningar líði það til lengdar að sveitarfélaginu sé stjórnað af manni sem berst hat- rammlega gegn hagsmunum íbú- anna. Um landfyllingu og Bónusverslun á Seltjarnarnesi Jóhannes Jónsson skrifar um samskipti Bónus við ráðamenn á Seltjarnarnesi » Sem íbúi á Seltjarn- arnesi til langs tíma, trúi ég því ekki að Sel- tirningar líði það til lengdar að sveitarfé- laginu sé stjórnað af manni sem berst hat- rammlega gegn hags- munum íbúanna. Jóhannes Jónsson Höfundur er kaupmaður. Myndin sýnir hvernig hugsanlegar verslanir Bónuss og Hagkaupa hefðu litið út ef ráðist hefði verið í landfyllingu við Norðurströnd Seltjarnarness.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.