Morgunblaðið - 24.02.2008, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2008 37
fámenna hóps ungra róttæklinga, sem íslamskir
öfgamenn hafa fengið í sínar raðir í innflytjenda-
hverfum Þýskalands, Frakklands, Bretlands og
annarra Evrópuríkja? Þeir aldir upp í vestrænu
samfélagi og eiga takmarkaðar rætur í menning-
arheimi foreldra sinna eða afa og ömmu. Þeir hafa
verið hvattir til að samlagast og verða „vestrænir“,
en þegar á hólminn er komið er samfélagið svo fullt
af fordómum að þeir njóta ekki þeirra tækifæra,
sem þeim voru gefin fyrirheit um og jafnaldrar
þeirra af innfæddu foreldri búa við. Þeir fá ekki
vinnu af því að nafnið er útlenskt. Þeir eru litnir
hornauga á götum úti, mæta tortryggni í stofn-
unum. Innflytjendabörnin fá ekki að njóta sín að
verðleikum eins og jafnaldrar þeirra. Það er
kannski ekki að furða að þegar öllum dyrum hefur
verið skellt í andlitið á þeim séu þeir auðveld bráð
fyrir talsmenn öfga og reiði. Það er hins vegar allt
önnur spurning hvort hér sé á ferð sá árekstur sið-
menninga, sem ýmsir halda fram að nú eigi sér
stað í heiminum. Kannski er nær að segja að í þeim
tilfellum er tal um menningarárekstur afbökun á
raunveruleikanum.
Sérfræðingar á Bretlandi eru þeirrar hyggju að
vandinn sé samfélagslegur, en ekki menningar-
eða trúarlegur. Börn innflytjenda hafi orðið á milli.
Þau hvorki skilji né tengist heimi foreldra sinna og
nái ekki fótfestu í hinum nýja heimi. Þetta á vita-
skuld ekki við um alla. Mörg dæmi eru um innflytj-
endur, sem hefur vegnað vel, og hægt er að nota til
að sýna fram á að fullt tilefni er til bjartsýni um að
innflytjendur styrki samfélagið og efli. Það þýðir
hins vegar ekki að hægt sé að horfa fram hjá
vandamálunum, en það þarf líka að skilgreina
vandann með réttum hætti.
Fræðileg umræða um íslam
í veraldlegu samfélagi
E
ins og áður sagði hafa komið fram
kennimenn meðal múslíma, sem
hafa sett fram kenningar um það
hvernig múslímar geti samræmt
trú sína lífi í veraldlegu samfélagi.
Franski fræðimaðurinn rekur
þessa umræðu í bókinni Secularism Confronts Is-
lam (Laïcité face à l’islam), sem kom út í Frakk-
landi 2005 og í enskri þýðingu í fyrra. Þessir kenni-
menn tala um að skilja verði trúna frá
stjórnmálum, jafnvel í þeim skilningi að þannig sé
hægt að bjarga trúnni frá pólitíkinni, frá þeim, sem
nota trúna til að halda völdum í sínum höndum.
Sumir ganga svo langt að segja að ekki þurfi bara
að draga trúna út úr stjórnmálum, heldur út úr
hinu hefðbundna samfélagi vegna þess að hún sé
notuð til að réttlæta félagslega íhaldssemi. Trúin á
þá að frelsa einstaklinginn frá alráðandi ríkisvaldi.
Spurningin er hvernig þetta samræmist hinu ver-
aldlega samfélagi. Á að gera ráð fyrir því að ein-
staklingurinn iðki sína trú með sjálfum sér, en
hætti að reyna að þvinga trúnni og sínum gildum
upp á aðra?
Þá eru einnig komnir fram íslamskir hugmynda-
fræðingar, sem telja að Kóraninn eigi ekki að nota
til að fá svar við öllum spurningum samtímans.
Spurningum um lýðræði, hið veraldlega samfélag,
mannréttindi, jafnrétti karla og kvenna og önnur
sambærileg mál verði að leysa óháð texta Kórans-
ins.
Þetta er sett fram hér til að sýna fram á að innan
íslams gildir ekki aðeins eitt sjónarmið. Það er ekki
bara ein leið möguleg. Íslam þarf ekki að vera
ósættanlegt við hið veraldlega þjóðfélag frekar en
önnur trúarbrögð. Bókstafstrúarmenn einoka ekki
sviðið, þótt orðið hafi vakning meðal þeirra, en það
má einnig segja um önnur trúarbrögð, til dæmis
uppgang kristilegra afla í Bandaríkjunum. Það er
ógerningur að segja hvað verði ofan á í baráttu
hugmyndanna og hún getur tekið langan tíma. Það
er hins vegar alveg víst að þorri múslíma, sem búa í
veraldlegum samfélögum, leitar leiða til að gera
það í sátt við sitt trúarlíf.
Hættan er fólgin í því að skilgreina umræðuna of
þröngt, festast í hugmyndum um að menning og
trú séu eitt, gefa sér að innflytjendur þurfi að kasta
trúnni og menningu sinni til að þrífast í nýju sam-
félagi. Með því er verið að færa öfgamönnum vopn-
in í hendurnar. Umræðan fer fram á þeirra for-
sendum og gagnrýnendanna, sem oft eru ekki
aðeins að reyna að koma höggi á innflytjendurna,
heldur að koma pólitísku höggi á þá, sem hafa varið
fjölmenningarstefnuna eða aðhyllst samlögunar-
stefnuna. Hin hugmyndafræðilega barátta er
nefnilega ekki aðeins á milli „menningarheima“
innfæddra og innflytjendanna, hún snýst um
valdabaráttu þar sem innflytjendamál eru notuð til
að slá pólitískar keilur án þess að hún snúist um
innflytjendur nema að hluta. Fórnarlömbin eru
þeir, sem vilja einfaldlega lifa sínu lífi í sátt við sitt
umhverfi, en fá það ekki vegna öfgamanna í eigin
röðum og gagnrýnendanna, sem sjá aðeins öfg-
arnar, en ekki möguleikana.
Bretar eru nú að reyna að takast á við þessi
vandamál í sínu samfélagi og reyna að finna leiðir
til að hafa betur í baráttunni um hugi og hjörtu
ungmenna. En það er erfitt að öðlast traust að nýju
þegar það á annað borð er brostið. Í garð stjórn-
valda ríkir tortryggni, sem er erfitt að losna við. Þá
ríkir umsátursástand vegna baráttunnar gegn
hryðjuverkum. Það var áfall fyrir breskt samfélag
þegar kom í ljós að meðal hryðjuverkamannanna á
bak við sprengjutilræðin í þremur neðanjarðar-
lestum og strætisvagni í London 7. júlí 2005 voru
einstaklingar fæddir og uppaldir á Bretlandi. Ógn-
in kom ekki að utan, heldur innan frá. Lögreglan
leitar hryðjuverkamanna í röðum múslíma, en vill
samt hafa góð tengsl við múslímasamfélagið.
Hvernig fer saman eftirlit og samlyndi? Múslímar
eiga að vera vinir og bandamenn, en um leið er
óvinarins leitað í þeirra röðum. Lögreglan hefur
reynt að vinna á þessari mótsögn með því að fá í
sínar raðir lögregluþjóna úr hópi múslíma og auka
nærveruna í þeirra hverfum og samfélögum til að
sýna að hún sé á þeirra bandi og að reyna að takast
á við sameiginlegt vandamál.
Málflutningur öfga
leiðir í blindgötu
E
n það er ekki nóg að efla löggæsl-
una og tengja hana samfélögum
innflytjenda. Það þarf líka að
vinna á fordómunum og búa til
kerfi, sem gerir ungu fólki af öll-
um stigum kleift að komast áfram
í lífinu – koma í veg fyrir að það festist í gildru fá-
tæktar, atvinnuleysis og vonleysis. Þetta á ekki að-
eins við á Bretlandi, heldur í öllum þeim löndum,
sem nú glíma við vandamál vegna innflytjenda.
Fyrsta skrefið er að átta sig á því að um sameig-
inleg vandamál er að ræða og oft eru þau þjóð-
félagsmein fremur en að vera sprottin af ólíkri
menningu eða trúarbrögðum. Það þarf að nálgast
vandann í samvinnu við hópana, sem um ræðir, en
ekki þrátt fyrir þá. Hófsamir múslímar þurfa
stuðning í baráttunni við þrýsting bókstafstrúar-
mannanna. Yfirlýsingar um að íslam samræmist
einfaldlega ekki hinum vestræna heimi leiða aðeins
inn í blindgötu. Það er engin hjálp fólgin í því að
segja að vandamálið sé óleysanlegt. Það ýtir frem-
ur undir vandann og beinir sjónum frá því að til eru
leiðir til að múslímar geti iðkað sína trú í verald-
legum samfélögum rétt eins og kristnir menn og
gyðingar án þess að það kosti úlfúð og væringar og
leiði til áreksturs siðmenninga eða leiði til þess að
fórna þurfi mannréttindum og hugmyndum um
jafnrétti kynjanna á altari fjölmenningarhyggju.
» Ótækt er að gefa afslátt af mannréttindum af tillitssemi viðmenningu eða trúarbrögð. Það jafngildir því að tilteknir
einstaklingar í samfélaginu séu sviptir þeim réttindum vegna
þess eins hvaða hópi þeir tilheyra. Það gengur ekki að konur
njóti ekki lögbundinna og stjórnarskrárvarinna réttinda vegna
þess eins að þær búi í samfélagi innflytjenda úr röðum músl-
íma.
rbréf
Reuters
Eldar loga Slökkviliðsmaður berst við eld í Værebro-grunnskólanum í Værløse, skammt fyrir norðan Kaupmannahöfn. Mikið hefur verið um íkveikjur í Danmörku eftir að skopmyndir af Múhameð
spámanni, sem á sínum tíma voru birtar í dagblaðinu Jyllands-Posten, voru endurbirtar í dönskum blöðum og kom til óeirða í hverfum í höfuðborginni þar sem innflytjendur eru fjölmennir.