Morgunblaðið - 24.02.2008, Blaðsíða 58
58 SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Lögga, læknir og lögfræðingur
Kippan
ÞÓ SVO AÐ ÉG HAFI STOLIÐ FRÁ GÓÐGERÐASAMTÖKUM
FYRIR LANGVEIK BÖRN OG NOTAÐ PENINGANA TIL
AÐ FARA Í SEX VIKNA FRÍ TIL LAS VEGAS ÞÁ ÞÝÐIR
ÞAÐ EKKI AÐ ÉG SÉ SLÆM MANNESKJA
ÞÓ AÐ MÉR SÉ ILLA VIÐ AÐ SPÁ FYRIR
UM ÞAÐ HVAÐ DÓMURINN Á EFITR AÐ SEGJA...
ÞÁ HELD ÉG AÐ ÞAÐ ÞÝÐI EINMITT AÐ
ÞÚ SÉRT SLÆM MANNESKJA
SPURNINGAÞÆTTIR Á STEINÖLD YOU ARE THE
MISSING LINK...
GOODBYE
Æ, NEI! ÞAÐ LÍTUR ÚT
FYRIR AÐ TÖLVUPÓSTURINN
SÉ AFTUR BILAÐUR
UGLA SEM Á
ERFITT MEÐ
SVEFN ÉG HEF EKKISOFIÐ Í
ALLAN DAG!
LÆKNIR, HVAÐ SAGÐIR
ÞÚ AÐ BLÓÐÞRÝSTINGURINN
MINN VÆRI HÁR?
ERTU AÐ NOTA TÖLVUNA
MÍNA TIL AÐ SKOÐA
TÖLVUPÓSTINN ÞINN?
KENNDU ÞEIR ÞÉR
EKKI NEITT Í
HLÝÐNISSKÓLANUM?
SVARTHOL Í MYNDASÖGU...
dagbók|velvakandi
Rafmengun!
Ég hef ritað nokkrar greinar í
morgunblaðið undanfarið ásamt Halli
Hallssyni varðandi jarðbindingar,
rafmengun og reglugerð um raf-
orkuvirki. Ég las áhugaverða grein
eftir Gest Gunnarsson tæknifræðing
þ. 10.2.2008 og vissi þá að ég hefði séð
einhvers staðar svar við þeirri spurn-
ingu sem hann varpaði fram í grein
sinni og var svohljóðandi: „Sólin
sendir frá sér eindir (m.a. prótónur
og nevtrónur), segulsvið jarðar fang-
ar hluta þeirra einda sem hingað ber-
ast og verður hluti orku þeirra sýni-
leg sem norðurljós. Er mögulegt að
flökkustraumar í byggingum fangi
svona eindir og husanlega hættulegri
eindir (geimgeislun) sem eru lengra
að komnar? Geta svona eindir runnið
eftir steypustyrktarjárni eins og ljós
eftir ljósleiðara?“
Eftir nokkra leit fann ég hvar ég
hefði lesið svarið en það var í fyr-
irlestri Valdemars Gísla Valdemars-
sonar frá því í Norræna húsinu þann
29.4. 1997 en þar kemur fram í seinni
hluta fyrirlestrar hans svarið við
spurningu Gests Gunnarssonar. „Nú
eru blikur á lofti um að þessar rann-
sóknir séu að taka óvænta stefnu.
Denis Henshaw prófessor hjá Há-
skólanum í Bristol hefur sýnt fram á
áður óþekkta eiginleika rafsviðs.
Honum hefur tekist að sýna fram á að
rafsvið hefur aðdráttarkraft sem
veldur því að háspennulínur og raf-
magnshlutir með hátt rafsvið soga til
sín rykagnir, rakaagnir og örveirur.
Þetta hefur gerbreytt myndinni sem
unnið er eftir í rannsóknum á þætti
háspennulína. Þessar rannsóknir
Denis Henshaws hafa verið studdar
með rannsóknum í háskólanum í
Bergen í Noregi. Þar var sýnt fram á
að efnamengun í jarðvegi væri meiri
undir háspennulínum en fjær þeim.
Þetta sýnir að í nágrenni við há-
spennulínur er meiri mengun en ann-
ars staðar og erlendis þýðir það upp-
söfnun á geislavirku radongasi (sem
hefur verið sýnt fram á) og hættu-
legum kemiskum efnum sem svífa um
í lofti. Þetta gæti ef til vill útskýrt
tíðni barnahvítblæðis þar sem há-
spennulínur eru og má þá segja að
það eigi ekki við hér á landi. Enn-
fremur hafa Denis Henshaw og fé-
lagar sýnt fram á að bakteríur drag-
ast að rafsviði. Hann hannaði
sérstaka límborða sem safna sýn-
ishorni úr loftinu og límdi á venjuleg-
an hárblásara sem hafður var í sam-
bandi inni í baðherbergi. Þessi tilraun
var endurtekin með hárblásarann
ótengdan. Tíminn var jafnlangur og
öll skilyrði þau sömu. Niðurstöður
sýndu svo ekki var um villst að bakt-
eríur voru mun fleiri í sýnishorninu
sem tekið var með blásarann í sam-
bandi en ekki. Þetta mætti hugs-
anlega heimfæra yfir á svefnherbergi
með útvarpsvekjara á náttborðinu.
Mikið rafsvið,- mikið af bakteríum?
Jafnframt mætti velta því fyrir sér
hvort þetta eigi ekki við ryksöfnun í
heimilistækjum eins og t.d. sjón-
vörpum, útvörpum og hljómflutn-
ingstækjum. Rafsviðið sem myndast
inni í þessum tækjum og kring um
þau, soga til sín ryk og óhreinindi og
að viðbættum fituögnum frá elda-
mennsku eða sígarettum gerir það
þessi tæki að eldsmat. Það kemur að
því að neisti hleypur í rykinu og
kveikir í.“
Þetta er mjög gagnleg umræða og
það sérstaklega í ljósi þess að fréttir
hafa verið um að setja háspennulínur
í jörðu. Aðilar hafa einungis verið að
horfa til fagurfræðilegs þáttar í
þessu samhengi en ekki til þess
hvaða áhrif það hafi á jarðárur. Hvað
með háspennulínur sem nú þegar
liggja í jörðu allt í kringum okkur í
borginni? Brynjólfur Snorrason
frumkvöðull á Akureyri hefur verið
að skoða þessi mál og ég veit að hann
á til mikið af gögnum varðandi þessi
atriði sem hann hefur verið að skoða
bæði hérlendis og erlendis síðastliðin
20–30 ár. Það er áhugavert að sjá að
háskólarnir eru að komast að sömu
niðurstöðu og Brynjólfur Snorrason
gerð fyrir allnokkrum árum. Er
hugsanlegt að við getum komist
lengra hér á Íslandi í þessum rann-
sóknum heldur en þeir í útlöndum?!
Ég er þess fullviss að ef við drögum
saman góðan hóp ýmissa vísinda- og
áhugamanna úr ýmsum stéttum
þjóðfélagsins getum við verið þessir
útlendingar sem senda frá okkur nið-
urstöður sem vekja heimsathygli.
Þessar umræður eru mjög gagnlegar
og mikil þörf á að komast að ein-
hverjum niðurstöðum með frekari
rannsóknum. Fjöldi fólks er að
kvarta um rafmengun í sínum húsum
en vísindin segja að það sé nú ekkert
að marka fólkið því að það geti verið
svo margt annað sem getur haft áhrif
á vanlíðan annað en rafmagn. Þrátt
fyrir þetta er fólk að fullyrða að það
sofi miklu betur í sumarbústaðnum
en á heimili sínu í borginni. Heimilin
eru að upplifa: að perur endast óeðli-
lega stutt, lampabúnaður ofhitnar og
skemmist, hiti í rafmagnsstrengjum,
hiti í rafmagnstöflum, blikk á dimm-
um og flökt í flúrperum, rafeinda-
búnaður er að endast illa, tölvur eru
að bila óeðlilega mikið, rykhnoðrar
myndast á 1-2 sólarhringum og
svefnleysi. Er fólk að upplifa álíka
hluti sem það getur sagt okkur frá?
Hefjum rannsóknir!
Svanbjörn Einarsson
Bsc. rafmagnstæknifræði
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og
13–15 | velvakandi@mbl.is
Í dag byrjar Góa samkvæmt gömlu norrænu tímatali. Var sá dagur tileink-
aður húsfreyjunni en er nú oftast kallaður Konudagur.
Í gamalli veðráttuspá segir: Ef hún Góa öll er góð/öldin má það muna,/
þá mun Harpa hennar jóð/ herða veðráttuna.
Búist er við rysjóttu veðri fram eftir viku. Haldi svo áfram og gangi þessi
gamla spá gengur eftir, þá gætu bjartsýnustu blómræktendur farið að
huga að gróðrinum í mildum Hörpumánuði.
Góa byrjar - Konudagur
Fréttir í tölvupósti