Morgunblaðið - 24.02.2008, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 24.02.2008, Blaðsíða 63
það næsta. Þegar maður tekur eitt- hvað upp þá hugsar maður með sér hvort maður geti klippt það og hvernig hægt sé að blanda það.“ Og það er vissulega meira ævintýri að vinna við heimildarmyndir. „Það er venjulega bara ein taka og svo hleypurðu út um allt með upp- tökutæki og finnur hvaða hljóð eru forvitnileg á staðnum sem þú ert á.“ En leiknu myndirnar eru hins vegar töluvert fjölskylduvænni og vinnutíminn eðlilegri. Nema mynd- in sem þú ert að vinna við sé Apocalypse Now! Þótt Berger hafi ekki farið til Filippseyja, þar sem myndin var tekin, þá eyddi hann tveimur árum ævi sinnar í mynd- ina. „Þetta var fyrsta Víetnam- stríðsmyndin. Það voru ekki til nein hljóð á lager úr þessu stríði. Öll skotfæri höfðu breyst, skrið- drekarnir, flugvélarnar og þyrl- urnar voru öðruvísi, við þurftum að taka allt upp aftur. Við fórum á heræfingar í eyðimörkinni og tók- um upp.“ Hann rifjar upp atriði í myndinni þar sem nokkrir hermenn eru á leið upp á í báti, það er þögn sem er skyndliega rofin af mikilli sprengingu sem fær bíóið til að titra. Mennirnir verða fyrir flug- skeytaárás. Fyrsta flugskeytið sem heyrist í flaug rétt framhjá eyra Bergers á heræfingunni þar sem hann stóð fullnálægt með upp- tökutæki sitt, nær en hann hafði ætlað sér. Graskerið verður limmósína Hljóðmenn eru sjaldnast mikið í sviðsljósinu – en Berger hefur þó fjórum sinnum staðið á sviði fyrir framan gervalla heimsbyggðina og tekið við Óskarsstyttu. „Þetta er eins og í Öskubusku. Graskerið kemur heim til þín og breytist í limmósínu, það eru blóm í hótelher- berginu, gjafakörfur og matur og partí út um allt. Svo ferðu aftur heim, limmósínan breytist aftur í grasker og þú mætir aftur í vinn- una daginn eftir eins og ekkert hafi í skorist.“ Og hvað er mikilvægast að muna í ræðunni? „Það er auðvitað mik- ilvægast að þakka eiginkonununni, annars ferðu ekkert aftur heim. En þeir gefa þér 30 sekúndur, það er stórt sjónvarp fyrir framan þig sem telur niður, rautt ljós og hljóm- sveitarstjórnandi sem bíður eftir að þagga niðrí þér – og það eru kannski fjórir saman að taka á móti verðlaunum.“ En þrátt fyrir allar stórmynd- irnar síðustu þrjátíu ára verður honum tíðrætt um fyrstu ástina, heimildarmyndirnar. „Það var sterk hefð fyrir pólitískum heim- ildamyndum í San Francisco og ná- grenni,“ segir Berger sem hefur aðeins einu sinni gert mynd í Los Angeles og oftast klippt þær á heimaslóðum sínum í San Franc- isco. „Fólk var mjög upptekið af stjórnmálum og vildi breyta heim- inum. En undir lok áttunda áratug- arins tók einstaklingshyggjan við og þessar hugmyndir um sam- félagsábyrgð og að breyta heim- inum týndust svolítið. Það hafði líka verið hægt að fá styrki til að gera heimildarmyndir en sá pen- ingur hvarf, Reagan og hans menn vildu ekki gera myndir sem tóku á samfélagsmeinum.“ En með að- gengilegri tækni og vaxandi óánægju með Bush-stjórnina hefur það þó breyst á síðustu árum. Leyndardómar tilviljunarinnar Nýjasta mynd Bergers er Leyndardómar Snæfellsjökuls. Þegar hann var í miðjum klíðum við að vinna myndina fékk hann boð frá Dögg Mósesdóttur, tenga- dóttur góðrar vinkonu hans, um að vera í dómnefnd kvikmyndahátíðar á Grundarfirði. Hann fletti upp bænum á Google Earth og sá að hann var fáeina kílómetra frá Snæ- fellsjökli. „Einhver er að reyna að segja mér eitthvað. Og þess vegna er ég kominn hingað, á kvikmyndahátíð sem er sjálfsagt ein sú minnsta í heiminum.“ En þaðan er stutt á toppinn, eins og Berger veit manna best. Stórt verkefni Þótt Berger hafi ekki farið til Filippseyja, þar sem Apoca- lypse Now! var tekin, þá eyddi hann tveimur árum ævi sinnar í myndina. Einfalt „Þú ert nýkominn frá Kúbu, ertu ekki til í að sjá um hljóðið í Kúbuatriðunum í Godfather II?“ Þannig gerast kaupin víst í Hollywood. asgeirhi@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2008 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.