Morgunblaðið - 24.02.2008, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 24. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
Aðalfundur Tryggingamiðstöðvarinnar hf. verður
haldinn mánudaginn 3. mars 2008 kl. 14.00
í húsakynnum félagsins, Aðalstræti 6, Reykjavík.
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/T
M
I
41
14
3
02
/0
8
Aðalfundur 2008
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á síðastliðnu starfsári.
2. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár ásamt skýrslu endurskoðenda
lagður fram til staðfestingar.
3. Ákvörðun um ráðstöfun tekjuafgangs félagsins, þ.m.t. greiðslu arðs.
4. Ákvörðun um tillögu stjórnar um starfskjarastefnu félagsins.
5. Ákvörðun um þóknun til stjórnar.
6. Kosning stjórnar félagsins.
7. Kjör endurskoðenda (endurskoðunarfélags).
8. Önnur mál löglega fram borin.
Framboð til stjórnar skal tilkynna skriflega til félagsstjórnar, Aðalstræti 6, Reykjavík,
skemmst fimm dögum fyrir aðalfundinn. Í tilkynningunni skal greina nafn
frambjóðanda, kennitölu, heimilisfang, upplýsingar um aðalstarf, önnur
stjórnarstörf, menntun, reynslu og hlutafjáreign í félaginu, hagsmunatengsl við
helstu viðskiptaaðila og samkeppnisaðila félagsins, sem og hluthafa sem eiga
meira en 10% í félaginu.
Reikningar félagsins og tillögur liggja frammi á aðalskrifstofu hluthöfum til sýnis viku
fyrir fundinn, en verða síðan afhent ásamt fundargögnum til hluthafa á fundarstað.
Stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar hf.
TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN / Aðalstræti 6 / 101 Reykjavík / Sími 515 2000 / www.tm.is
Aðalfundur TM
HÁKLASSÍSK tónlist og selló-
leikari á heimsmælikvarða voru á
boðstólum á síðustu tónleikum
Sinfóníuhljómsveitarinnar, þar
sem leikin voru þrjú verk eftir
merkustu skáld þess tíma; Mozart,
Haydn og Beethoven. Forleik-
urinn úr Töfraflautunni var leik-
inn fagmannlega af hljómsveitinni
í upphafi tónleika undir góðri
stjórn Eivinds Aadlands. Dýna-
mískar tæknibrellur Mozarts bár-
ust hins vegar dauflega til eyrna
þeirra sem sátu í aftari helmingi
salar.
Aldrei hefur hljómburður að-
alsalarins í Háskólabíói gramist
mér meira en þegar hinn ungi og
glæsilegi þýski sellóleikari Daniel
Müller-Schott hóf leik í einu
mesta stórvirki sellóbókmennt-
anna. Ég þori að fullyrða að lágt
tíðnisvið hljóðfærisins og ómur
hinnar hógværu, klassískt skipuðu
hljómsveitar hafi skilað sér illa til
verulegs fjölda áheyrenda. Þetta
var sérstaklega bagalegt í ljósi
þess að tónlist þessa tíma byggist
fyrst og fremst á skynjun hennar,
umfram tilfinningu.
Müller-Schott lék áreynslulaust
af léttleika og mikilli mýkt þar
sem túlkunin var ávallt í góðu
samræmi við tónlistina. Í stíl hans
skiptust á barokk-fraseringar með
hröðum bogastrokum, flúri og
sparlegu víbratói þegar það átti
við, og fyllri og ástríðufyllri tónn
seinni tíma rómantíkur. Hægur
miðkaflinn var leikinn af mikilli
ástúð og lokakaflinn af dirfsku
sem ekki var ógnað af minnstu
tónstöðuörðugleikum, jafnvel á
efsta tíðnisviðinu. Hraðar hend-
ingar hljómuðu dásamlega stökkar
og ferskar í eyrum og allir frasar
voru náðarsamlega mótaðir af
góðu innsæi. Dynjandi lófataki að
loknum konsertinum var fylgt eft-
ir með aukalaginu Prayer, fyrsta
kaflanum úr From Jewish Life
eftir Ernest Bloch. Müller-Schott
lék af miklum innblæstri og komst
verkið frábærlega til skila án pí-
anóundirleiksins.
Eftir hlé tók við Sveitasinfónía
Beethovens sem frumflutt var á
sögufrægum tónleikum fyrir tæp-
um 200 árum, eins og drepið var á
í texta efnisskrár. Fyrsta og öðr-
um kafla fylgdi að vísu kómísk
hóstasinfónía áheyrenda sem
minnti á flensutíðina sem nú ríkir.
Í heildina var hljómsveitin mjög
samstillt í leik sínum þrátt fyrir
örlitla ósamheldni í fiðludeildinni,
einkum í lok viðkvæmra úr-
vinnslufrasa. Hinn óvænti og allt
að því háðski fuglasöngur, sem
heyrist í lok hæga kaflans og á sér
hvergi samsvörun annars staðar í
verkum tónskáldsins, verður ein-
ungis til þess að leggja áherslu á
hversu verk hans eru annars
meistaralega vel samin.
Haydn í ferskum flutningi
TÓNLIST
Háskólabíó
Forleikur að Töfraflautunni eftir Wolfgang
Amadeus Mozart, Sellókonsert í D-dúr,
Hob. VIIb nr. 2 eftir Joseph Haydn, og Sin-
fónía nr. 6 í F-dúr, op. 68, eftir Ludwig van
Beethoven. Sinfóníuhljómsveit Íslands
lék undir stjórn Eivinds Aadlands. Ein-
leikari: Daniel Müller-Schott, selló.
Fimmtudaginn 21. febrúar kl. 19.30.
Sinfóníutónleikarbbbmn
Alexandra Kjeld
Ljósmynd/Sonja Werner
Léttleiki og mýkt „Müller-Schott lék áreynslulaust af léttleika og mikilli
mýkt þar sem túlkunin var ávallt í góðu samræmi við tónlistina.“
Á neðri hæð Startart listamanna-
húss stendur nú yfir sýning Hrafn-
hildar Ingu Sigurðardóttur, Í forsal
vinda.
Þetta eru sjávarmyndir sem
myndgera veður og byggir listakon-
an ímyndirnar á æskuminningum
þar sem hún stóð á brún Krísuvík-
urbjargs og starði á brimið. Óneit-
anlega dáleiðandi athöfn sem flestir
Íslendingar ættu að kannast við.
Rær Hrafnhildur á nokkuð kunn-
ugleg mið í málverkinu og er róm-
antískur blær yfir verkunum sem
nær allt frá J.M.W. Turner til Ians
McKeevers eða Pat Steir.
Gætir eilítils skreytis í annars ex-
pressjónískum handtökunum sem
gefur myndunum útlit leiktjalda-
mynda, sérstaklega er það birtan
sem er ótrúverðug og virkar eins og
í „stúdíói“ (sem reyndar skapar
vissa tegund af dramatík).
Hins vegar gefa litaflæði og kröft-
ug efnistökin þessu formlausa
myndefni heilmikið líf og fer sér-
staklega vel um stærri strigana í for-
salnum, „Kólga“, „Blikur“ og „Belj-
andi“. Minni myndir í litlu bakrými
njóta sín síður.
Kunnugleg mið Dramatískur, rómantískur blær er yfir málverkunum.
Veðurbarinn strigi
MYNDLIST
Startart listamannahús
Opið þriðjudaga til laugardaga frá 13-17.
Sýningu lýkur 5. mars. Aðgangur
ókeypis.
Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir
bbmnn
Jón B. K. Ransu
Skólavörðustíg 21, Reykjavík
sími 551 4050
Glæsileg
brúðarrúmföt
í úrvali
Sími 551 3010