Morgunblaðið - 09.03.2008, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 9. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Knattspyrna | Everton tapaði í Evrópukeppninni í vikunni, en í ensku deildinni er liðið til alls líklegt, ekki síst vegna
markahróksins Yakubus Aiyegbenis. Firring | Fræga fólkið er með almenning inni á gafli og hvert ógæfuspor er
nánast í beinni. Erlent | Kostnaðurinn við Íraksstríðið er gjörsamlega kominn úr böndum. Nú er verðmiðinn 3.000.000.000.000 dollarar.
Eftir Orra Pál Ormarsson
orri@mbl.is
Enska knattspyrnan erhvorki fyrir kveifar nékerlingar. Þá er vita-skuld átt við karlkyns
kerlingar. Eigi að síður hefur al-
mættið sjaldan lagt jafn-hressi-
lega í og þegar það skóp nígeríska
miðherjann Yakubu Aiyegbeni
sem nú leikur með úrvalsdeild-
arliði Everton. Varnarmenn
hrynja bókstaflega af þessum ber-
serki eins og flugur og gildir einu
þótt teflt sé fram annáluðum helj-
armennum eins og Sol gamla
Campbell, svo sem kom í ljós í
rimmu Everton og Portsmouth á
Goodison Park um liðna helgi.
Yakubu hefur slegið í gegn hjá
Everton eftir að hann kom fyrir
metfé, 11,25 milljónir sterlings-
punda, frá Middlesbrough í ágúst
síðastliðnum. Hann skoraði strax í
fyrsta leik, gegn Bolton Wande-
rers, og hefur ekki litið um öxl
síðan. Gert 18 mörk í 28 leikjum í
öllum keppnum og stefnir nú
ótrauður að því að verða fyrsti
leikmaður Everton til að rjúfa
tuttugu marka múrinn í meira en
tvo áratugi. Það var enginn annar
en Gary Lineker sem vann það af-
rek síðast en hann skoraði 30
mörk á sínu fyrsta og eina tímabili
á Goodison Park 1985-86.
Fóðrið Jakann og
hann mun skora
„Fóðrið Jakann og hann mun
skora,“ syngja þeir bláklæddu há-
stöfum í stúkunni um þessar
mundir en gælunafn Yakubus, The
Yak, liggur vel við þýðingu. Hann
stendur sannarlega undir nafni.
Það hefur verið gaman að fylgjast
með umræðum stuðningsmanna
Everton á spjallrásum í vikunni og
ljóst að Jakinn er kominn í dýr-
lingatölu á Goodison. „Yakubu
virkar betri en Lineker. Hann er
auðvitað rétt að byrja en hugs-
anlega er hann besti miðherji
Everton síðan Dixie Dean var og
hét,“ sagði kokhraustur aðdáandi
á heimasíðu félagsins en fyrir þá
sem ekki vita er Dixie Dean lík-
lega mesti markaskorari allra
tíma í ensku knattspyrnunni.
Gerði 349 mörk í 399 leikjum fyrir
Everton á árunum 1925-37. Það er
sannarlega ekki leiðum að líkjast!
David Moyes, hinn einbeitti
knattspyrnustjóri Everton, segir
Yakubu hafa tekið stórstígum
framförum í vetur. „Áður hvíldi
markaskorun aðallega á Andy
[Johnson] og Tim [Cahill] og til-
gangurinn með því að fá Yakubu
hingað var að fjölga mörkunum.
Það hefur tekist. En hann er ekki
bara að raða inn mörkum, leikur
hans hefur á heildina litið batnað
til muna síðan hann gekk til liðs
við okkur. Hann nýtur þess að
leika knattspyrnu og er orðinn lið-
inu ákaflega mikilvægur. Allir sem
koma hingað þurfa líka að laga sig
að vinnuumhverfinu og það hefur
Yakubu gert,“ sagði Moyes við
heimasíðu Everton í vikunni.
Hleypur af sér skó og sokka
Fyrir utan markaframlagið hef-
ur Yakubu verið óþreytandi að
vinna fyrir liðið – hefur hlaupið af
sér skó og sokka í hverjum leikn-
um af öðrum. Það brá því engum í
brún þegar hann skaut upp koll-
inum í stöðu vinstri bakvarðar í
miðjum leik gegn Brannverjum í
og Yakubu sektaður um tveggja
vikna laun – einhverjar tíu millj-
ónir króna. Moyes hefur nefnilega
eins og landi hans frá Skotlandi,
Sir Alex Ferguson hjá Manchest-
er United, tamið sér ekkerthelvít-
iskjaftæði-nálgunina í starfi. Eitt
skal yfir alla ganga.
Þetta mál var samt ekki fyrr
dautt að Moyes tókst að móðga
nígeríska knattspyrnusambandið
– og jafnvel alla þjóðina – með
kaldhæðnislegum ummælum eftir
að Yakubu varð fyrsti leikmaður
Everton til að skora þrennu í Evr-
ópuleik gegn Brann 21. febrúar
síðastliðinn. Þá hraut honum af
vörum, væntanlega í gríni, að Ya-
kubu væri bara 25 ára gamall, all-
tént á nígerískan mælikvarða. „Sé
það raunverulegur aldur hans á
hann mörg góð ár fyrir höndum.“
Ósamræmi í ártölum
Sem kunnugt er hefur nígeríska
knattspyrnusambandið oftar en
einu sinni verið staðið að því að
segja ranglega til um fæðingarár
leikmanna. Besta dæmið er Oba-
femi Martins, miðherji Newcastle
United, sem komst í fréttirnar
haustið 2005 þegar glöggir menn
veittu því athygli að á heimasíðu
nígeríska knattspyrnusambands-
ins var hann sagður sex árum
eldri en almennt var talið. Ítalskir
fjölmiðlar, þar sem Martins lék á
þeim tíma, trúðu þessum upplýs-
ingum eins og nýju neti og Mart-
ins var í kjölfarið úthrópaður sem
svindlari og var málið allt hið
vandræðalegasta fyrir miðherj-
ann. Þegar betur var að gáð kom
aftur á móti í ljós að hér var um
handvömm að ræða af hálfu níger-
íska knattspyrnusambandsins sem
baðst auðmjúklega afsökunar.
Krefjast afsökunarbeiðni
Í þessu ljósi kemur ekki á óvart
að Nígeríumenn stökkvi upp á nef
sér þegar aldur leikmanna ber á
góma. Í kvörtunarbréfi nígeríska
knattspyrnusambandsins til þess
enska segir m.a.: „Þessi ummæli
eru ótvíræð móðgun við heila
þjóð, fjölmennustu svörtu þjóð í
heimi ef því er að skipta, og við
krefjumst skilyrðislausrar afsök-
unarbeiðni frá hr. Moyes. Um-
mælin eru ekki aðeins til þess fall-
in að gera leikmann okkar,
Yakubu Aiyegbeni, að athlægi
heldur gæti einnig dregið úr
markaðsvirði hans sem atvinnu-
manns í knattspyrnu og skert
samningsstöðu annarra nígerískra
leikmanna.“
David Moyes hefur ekki enn
brugðist við beiðninni.
Berserksgangur beljakans
Reuters
Jakinn Yakubu fagnar enn einu markinu ásamt félögum sínum í Everton-liðinu, Tim Cahill og Leon Osman. Verð-
ur Nígeríumaðurinn fyrsti leikmaður félagsins til að rjúfa tuttugu marka múrinn síðan Gary Lineker 1985-86?
KNATTSPYRNA»
Evrópukeppni félagsliða á dögun-
um.
Þetta var kappinn ekki þekktur
fyrir hjá sínum fyrri félögum,
Portsmouth og Middlesbrough, og
stuðningsmenn Everton eru sann-
færðir um að þeir eigi þátt í um-
skiptunum. „Yak þráir að vera
elskaður og hann varð því að til-
einka sér Everton-nálgunina. Hér
berjast menn til síðasta blóðdropa.
Það er frábært að sjá þessa breyt-
ingu á honum og sá er í essinu
sínu,“ skrifaði stuðningsmaður í
vikunni. Og annar tók ekki lítið
upp í sig: „Ég tæki Yak fram yfir
Ronaldo hvenær sem er!“
Einmitt það. Og Yakubu er ekki
síður ánægður með Everton en
Everton með hann. „Ég held í
augnablikinu að þetta sé eitt besta
lið sem ég hef spilað með,“ tjáði
hann sjónvarpsstöð félagsins á
dögunum.
Sjálfstraustið í lagi
Og ein helsta dyggð miðherjans
er til staðar – sjálfstraustið. „Í
hvert sinn sem ég fæ knöttinn trúi
ég því að ég geti komið honum í
netið,“ segir hann. „Það er hlut-
verk mitt sem framherja og ég hef
yndi af því. Ég tek einn leik fyrir í
einu og vonast til að verða áfram á
skotskónum. Mér er ljóst að ég
var keyptur til að skora mörk og
fann fyrir pressunni í upphafi en
núna er hún horfin. Ég veit líka að
skori ég ekki eru margir aðrir
leikmenn í liðinu þess umkomnir.
Þá er gott að vita af skæðum
framherjum á varamannabekkn-
um. Það heldur manni við efnið.“
Það gerir árangur Yakubus enn
áhugaverðari að hann þurfti að
bregða sér af bæ í janúar til að
verja heiður Nígeríu í Afríku-
keppninni í Gana og missti fyrir
vikið af fjórum þýðingarmiklum
vikum í úrvalsdeildinni. Við heim-
komuna var eins og hann hefði
aldrei farið frá. Kappinn hélt bara
uppteknum hætti – að skora mörk
og vinna eins og hestur.
Raunar var Moyes lítið eitt rjóð-
ur í vöngum þegar Yakubu sneri
heim frá Gana. Leikmaðurinn kom
nefnilega seinna en um var samið.
Það mál var þó útkljáð á auga-
bragði í reykmettuðu bakherbergi
Í HNOTSKURN
»Yakubu Aiyegbeni fæddist íBenínborg í Nígeríu 22. nóv-
ember 1982 og er því 25 ára.
»Hann lék með liðinu JuliusBerger í heimalandi sínu og
Maccabi Haifa og Hapoel Kfar
Saba í Ísrael áður en hann kom
til Englands árið 2003.
»Yakubu hefur gert 73 mörk í171 deildarleik fyrir
Portsmouth, Middlesbrough og
Everton sem þýðir að hann er
markahæsti Afríkumaðurinn í
ensku knattspyrnunni frá upp-
hafi vega.
»Hann hefur skorað 16 mörk í36 landsleikjum fyrir Nígeríu
frá árinu 2000.
Nígeríski miðherjinn Yakubu Aiyegbeni vinnur eins og hestur og raðar inn mörkum fyrir sprækt lið
Everton í ensku úrvalsdeildinni og er jafnvel nefndur í sömu andrá og Gary Lineker og Dixie Dean
VIKUSPEGILL»
ÞAÐ er ekki tekið út með sældinni
að vera „hitt liðið“ í Bítlaborginni
og freista þess að spjara sig í
skugga sigursælasta félags enskrar
knattspyrnu frá upphafi, Liverpool.
Everton hefur þó á löngum köflum
leyst þetta vanþakkláta verkefni
vel af hendi. Hefur t.a.m. orðið níu
sinnum Englandsmeistari en aðeins
Liverpool (18), Manchester United
(16) og Arsenal (13) hafa gert bet-
ur. Síðast lyfti Everton meistarabikarnum vorið 1987
og síðasti bikarinn sem félagið kom með heim á Goo-
dison Park var enski bikarinn árið 1995.
Hinn 44 ára gamli Skoti David Moyes tók við liðinu
árið 2002 og enda þótt sveiflur hafi verið nokkrar í
hans tíð hefur hann á heildina litið náð góðum ár-
angri. Þannig lenti Everton í fjórða sæti í úrvals-
deildinni veturinn 2004-05 og öðlaðist þátttökurétt í
forkeppni Meistaradeildarinnar. Liðið var hins vegar
svo óheppið að draga einn erfiðasta andstæðinginn í
hattinum, Villarreal frá Spáni, og féll fyrir vikið á
inntökuprófinu inn í sjálfa Meistaradeildina.
Nú eru menn staðráðnir í að bæta um betur. Fyrir
umferð helgarinnar sat Everton í fimmta sæti deild-
arinnar, með sama stigafjölda og grannarnir í Liver-
pool, og framundan er að líkindum æsispennandi ein-
vígi um hið eftirsótta sæti, líkt og fyrir þremur árum
þegar Everton skildi stóra bróður eftir í öngum sín-
um í fimmta sætinu. Í það skipti brá Liverpool hins
vegar á það ráð að vinna Meistaradeildina og komst
fyrir vikið inn bakdyramegin um haustið. Nú hefur
verið girt fyrir þann möguleika.
Barátta allt til enda
„Við erum staðráðnir í að láta þá hafa fyrir hlut-
unum allt til enda mótsins,“ sagði Moyes vígreifur
eftir góðan sigur á Portsmouth í síðustu umferð en
Everton laut síðast í gras í deildinni gegn Arsenal 29.
desember.
Miðherjinn Yakubu tók í sama streng: „Markmiðið
er að setja pressu á Liverpool og það hefur okkur
tekist. Við höfum trú á því að við getum náð fjórða
sætinu og munum leggja okkur alla fram til að gera
það.“
Harry Redknapp, hinn gamalreyndi knatt-
spyrnustjóri Portsmouth, segir að fyrir mótið hafi
hann ekki haft trú á því að neitt félag ætti möguleika
á því að komast upp á milli hinna fjögurra stóru en
nú sé alls ekki hægt að útiloka að Everton geri það.
„Merseyside-félögin eiga eftir að berast á bana-
spjót fram á vorið og þetta verður tvísýnt,“ segir
Redknapp og bætir við að Everton eigi tromp á
hendi. „Yakubu getur gert gæfumuninn. Hugsanlega
verður hann til þess að Everton hafnar í fjórða sæti
en ekki því fimmta.“
Everton og Liverpool etja kappi í deildinni á An-
field 30. mars næstkomandi.
Hyldýpið milli fjögur og fimm
David Moyes