Morgunblaðið - 09.03.2008, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 09.03.2008, Qupperneq 18
18 SUNNUDAGUR 9. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ Knattspyrna | Everton tapaði í Evrópukeppninni í vikunni, en í ensku deildinni er liðið til alls líklegt, ekki síst vegna markahróksins Yakubus Aiyegbenis. Firring | Fræga fólkið er með almenning inni á gafli og hvert ógæfuspor er nánast í beinni. Erlent | Kostnaðurinn við Íraksstríðið er gjörsamlega kominn úr böndum. Nú er verðmiðinn 3.000.000.000.000 dollarar. Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is Enska knattspyrnan erhvorki fyrir kveifar nékerlingar. Þá er vita-skuld átt við karlkyns kerlingar. Eigi að síður hefur al- mættið sjaldan lagt jafn-hressi- lega í og þegar það skóp nígeríska miðherjann Yakubu Aiyegbeni sem nú leikur með úrvalsdeild- arliði Everton. Varnarmenn hrynja bókstaflega af þessum ber- serki eins og flugur og gildir einu þótt teflt sé fram annáluðum helj- armennum eins og Sol gamla Campbell, svo sem kom í ljós í rimmu Everton og Portsmouth á Goodison Park um liðna helgi. Yakubu hefur slegið í gegn hjá Everton eftir að hann kom fyrir metfé, 11,25 milljónir sterlings- punda, frá Middlesbrough í ágúst síðastliðnum. Hann skoraði strax í fyrsta leik, gegn Bolton Wande- rers, og hefur ekki litið um öxl síðan. Gert 18 mörk í 28 leikjum í öllum keppnum og stefnir nú ótrauður að því að verða fyrsti leikmaður Everton til að rjúfa tuttugu marka múrinn í meira en tvo áratugi. Það var enginn annar en Gary Lineker sem vann það af- rek síðast en hann skoraði 30 mörk á sínu fyrsta og eina tímabili á Goodison Park 1985-86. Fóðrið Jakann og hann mun skora „Fóðrið Jakann og hann mun skora,“ syngja þeir bláklæddu há- stöfum í stúkunni um þessar mundir en gælunafn Yakubus, The Yak, liggur vel við þýðingu. Hann stendur sannarlega undir nafni. Það hefur verið gaman að fylgjast með umræðum stuðningsmanna Everton á spjallrásum í vikunni og ljóst að Jakinn er kominn í dýr- lingatölu á Goodison. „Yakubu virkar betri en Lineker. Hann er auðvitað rétt að byrja en hugs- anlega er hann besti miðherji Everton síðan Dixie Dean var og hét,“ sagði kokhraustur aðdáandi á heimasíðu félagsins en fyrir þá sem ekki vita er Dixie Dean lík- lega mesti markaskorari allra tíma í ensku knattspyrnunni. Gerði 349 mörk í 399 leikjum fyrir Everton á árunum 1925-37. Það er sannarlega ekki leiðum að líkjast! David Moyes, hinn einbeitti knattspyrnustjóri Everton, segir Yakubu hafa tekið stórstígum framförum í vetur. „Áður hvíldi markaskorun aðallega á Andy [Johnson] og Tim [Cahill] og til- gangurinn með því að fá Yakubu hingað var að fjölga mörkunum. Það hefur tekist. En hann er ekki bara að raða inn mörkum, leikur hans hefur á heildina litið batnað til muna síðan hann gekk til liðs við okkur. Hann nýtur þess að leika knattspyrnu og er orðinn lið- inu ákaflega mikilvægur. Allir sem koma hingað þurfa líka að laga sig að vinnuumhverfinu og það hefur Yakubu gert,“ sagði Moyes við heimasíðu Everton í vikunni. Hleypur af sér skó og sokka Fyrir utan markaframlagið hef- ur Yakubu verið óþreytandi að vinna fyrir liðið – hefur hlaupið af sér skó og sokka í hverjum leikn- um af öðrum. Það brá því engum í brún þegar hann skaut upp koll- inum í stöðu vinstri bakvarðar í miðjum leik gegn Brannverjum í og Yakubu sektaður um tveggja vikna laun – einhverjar tíu millj- ónir króna. Moyes hefur nefnilega eins og landi hans frá Skotlandi, Sir Alex Ferguson hjá Manchest- er United, tamið sér ekkerthelvít- iskjaftæði-nálgunina í starfi. Eitt skal yfir alla ganga. Þetta mál var samt ekki fyrr dautt að Moyes tókst að móðga nígeríska knattspyrnusambandið – og jafnvel alla þjóðina – með kaldhæðnislegum ummælum eftir að Yakubu varð fyrsti leikmaður Everton til að skora þrennu í Evr- ópuleik gegn Brann 21. febrúar síðastliðinn. Þá hraut honum af vörum, væntanlega í gríni, að Ya- kubu væri bara 25 ára gamall, all- tént á nígerískan mælikvarða. „Sé það raunverulegur aldur hans á hann mörg góð ár fyrir höndum.“ Ósamræmi í ártölum Sem kunnugt er hefur nígeríska knattspyrnusambandið oftar en einu sinni verið staðið að því að segja ranglega til um fæðingarár leikmanna. Besta dæmið er Oba- femi Martins, miðherji Newcastle United, sem komst í fréttirnar haustið 2005 þegar glöggir menn veittu því athygli að á heimasíðu nígeríska knattspyrnusambands- ins var hann sagður sex árum eldri en almennt var talið. Ítalskir fjölmiðlar, þar sem Martins lék á þeim tíma, trúðu þessum upplýs- ingum eins og nýju neti og Mart- ins var í kjölfarið úthrópaður sem svindlari og var málið allt hið vandræðalegasta fyrir miðherj- ann. Þegar betur var að gáð kom aftur á móti í ljós að hér var um handvömm að ræða af hálfu níger- íska knattspyrnusambandsins sem baðst auðmjúklega afsökunar. Krefjast afsökunarbeiðni Í þessu ljósi kemur ekki á óvart að Nígeríumenn stökkvi upp á nef sér þegar aldur leikmanna ber á góma. Í kvörtunarbréfi nígeríska knattspyrnusambandsins til þess enska segir m.a.: „Þessi ummæli eru ótvíræð móðgun við heila þjóð, fjölmennustu svörtu þjóð í heimi ef því er að skipta, og við krefjumst skilyrðislausrar afsök- unarbeiðni frá hr. Moyes. Um- mælin eru ekki aðeins til þess fall- in að gera leikmann okkar, Yakubu Aiyegbeni, að athlægi heldur gæti einnig dregið úr markaðsvirði hans sem atvinnu- manns í knattspyrnu og skert samningsstöðu annarra nígerískra leikmanna.“ David Moyes hefur ekki enn brugðist við beiðninni. Berserksgangur beljakans Reuters Jakinn Yakubu fagnar enn einu markinu ásamt félögum sínum í Everton-liðinu, Tim Cahill og Leon Osman. Verð- ur Nígeríumaðurinn fyrsti leikmaður félagsins til að rjúfa tuttugu marka múrinn síðan Gary Lineker 1985-86? KNATTSPYRNA» Evrópukeppni félagsliða á dögun- um. Þetta var kappinn ekki þekktur fyrir hjá sínum fyrri félögum, Portsmouth og Middlesbrough, og stuðningsmenn Everton eru sann- færðir um að þeir eigi þátt í um- skiptunum. „Yak þráir að vera elskaður og hann varð því að til- einka sér Everton-nálgunina. Hér berjast menn til síðasta blóðdropa. Það er frábært að sjá þessa breyt- ingu á honum og sá er í essinu sínu,“ skrifaði stuðningsmaður í vikunni. Og annar tók ekki lítið upp í sig: „Ég tæki Yak fram yfir Ronaldo hvenær sem er!“ Einmitt það. Og Yakubu er ekki síður ánægður með Everton en Everton með hann. „Ég held í augnablikinu að þetta sé eitt besta lið sem ég hef spilað með,“ tjáði hann sjónvarpsstöð félagsins á dögunum. Sjálfstraustið í lagi Og ein helsta dyggð miðherjans er til staðar – sjálfstraustið. „Í hvert sinn sem ég fæ knöttinn trúi ég því að ég geti komið honum í netið,“ segir hann. „Það er hlut- verk mitt sem framherja og ég hef yndi af því. Ég tek einn leik fyrir í einu og vonast til að verða áfram á skotskónum. Mér er ljóst að ég var keyptur til að skora mörk og fann fyrir pressunni í upphafi en núna er hún horfin. Ég veit líka að skori ég ekki eru margir aðrir leikmenn í liðinu þess umkomnir. Þá er gott að vita af skæðum framherjum á varamannabekkn- um. Það heldur manni við efnið.“ Það gerir árangur Yakubus enn áhugaverðari að hann þurfti að bregða sér af bæ í janúar til að verja heiður Nígeríu í Afríku- keppninni í Gana og missti fyrir vikið af fjórum þýðingarmiklum vikum í úrvalsdeildinni. Við heim- komuna var eins og hann hefði aldrei farið frá. Kappinn hélt bara uppteknum hætti – að skora mörk og vinna eins og hestur. Raunar var Moyes lítið eitt rjóð- ur í vöngum þegar Yakubu sneri heim frá Gana. Leikmaðurinn kom nefnilega seinna en um var samið. Það mál var þó útkljáð á auga- bragði í reykmettuðu bakherbergi Í HNOTSKURN »Yakubu Aiyegbeni fæddist íBenínborg í Nígeríu 22. nóv- ember 1982 og er því 25 ára. »Hann lék með liðinu JuliusBerger í heimalandi sínu og Maccabi Haifa og Hapoel Kfar Saba í Ísrael áður en hann kom til Englands árið 2003. »Yakubu hefur gert 73 mörk í171 deildarleik fyrir Portsmouth, Middlesbrough og Everton sem þýðir að hann er markahæsti Afríkumaðurinn í ensku knattspyrnunni frá upp- hafi vega. »Hann hefur skorað 16 mörk í36 landsleikjum fyrir Nígeríu frá árinu 2000. Nígeríski miðherjinn Yakubu Aiyegbeni vinnur eins og hestur og raðar inn mörkum fyrir sprækt lið Everton í ensku úrvalsdeildinni og er jafnvel nefndur í sömu andrá og Gary Lineker og Dixie Dean VIKUSPEGILL» ÞAÐ er ekki tekið út með sældinni að vera „hitt liðið“ í Bítlaborginni og freista þess að spjara sig í skugga sigursælasta félags enskrar knattspyrnu frá upphafi, Liverpool. Everton hefur þó á löngum köflum leyst þetta vanþakkláta verkefni vel af hendi. Hefur t.a.m. orðið níu sinnum Englandsmeistari en aðeins Liverpool (18), Manchester United (16) og Arsenal (13) hafa gert bet- ur. Síðast lyfti Everton meistarabikarnum vorið 1987 og síðasti bikarinn sem félagið kom með heim á Goo- dison Park var enski bikarinn árið 1995. Hinn 44 ára gamli Skoti David Moyes tók við liðinu árið 2002 og enda þótt sveiflur hafi verið nokkrar í hans tíð hefur hann á heildina litið náð góðum ár- angri. Þannig lenti Everton í fjórða sæti í úrvals- deildinni veturinn 2004-05 og öðlaðist þátttökurétt í forkeppni Meistaradeildarinnar. Liðið var hins vegar svo óheppið að draga einn erfiðasta andstæðinginn í hattinum, Villarreal frá Spáni, og féll fyrir vikið á inntökuprófinu inn í sjálfa Meistaradeildina. Nú eru menn staðráðnir í að bæta um betur. Fyrir umferð helgarinnar sat Everton í fimmta sæti deild- arinnar, með sama stigafjölda og grannarnir í Liver- pool, og framundan er að líkindum æsispennandi ein- vígi um hið eftirsótta sæti, líkt og fyrir þremur árum þegar Everton skildi stóra bróður eftir í öngum sín- um í fimmta sætinu. Í það skipti brá Liverpool hins vegar á það ráð að vinna Meistaradeildina og komst fyrir vikið inn bakdyramegin um haustið. Nú hefur verið girt fyrir þann möguleika. Barátta allt til enda „Við erum staðráðnir í að láta þá hafa fyrir hlut- unum allt til enda mótsins,“ sagði Moyes vígreifur eftir góðan sigur á Portsmouth í síðustu umferð en Everton laut síðast í gras í deildinni gegn Arsenal 29. desember. Miðherjinn Yakubu tók í sama streng: „Markmiðið er að setja pressu á Liverpool og það hefur okkur tekist. Við höfum trú á því að við getum náð fjórða sætinu og munum leggja okkur alla fram til að gera það.“ Harry Redknapp, hinn gamalreyndi knatt- spyrnustjóri Portsmouth, segir að fyrir mótið hafi hann ekki haft trú á því að neitt félag ætti möguleika á því að komast upp á milli hinna fjögurra stóru en nú sé alls ekki hægt að útiloka að Everton geri það. „Merseyside-félögin eiga eftir að berast á bana- spjót fram á vorið og þetta verður tvísýnt,“ segir Redknapp og bætir við að Everton eigi tromp á hendi. „Yakubu getur gert gæfumuninn. Hugsanlega verður hann til þess að Everton hafnar í fjórða sæti en ekki því fimmta.“ Everton og Liverpool etja kappi í deildinni á An- field 30. mars næstkomandi. Hyldýpið milli fjögur og fimm David Moyes
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.