Morgunblaðið - 09.03.2008, Page 28

Morgunblaðið - 09.03.2008, Page 28
trúmál 28 SUNNUDAGUR 9. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ U ndanfarnar vikur og mánuði hefur nýja Biblían verið aðgengi- leg öllum lands- mönnum. Langflestir hafa tekið henni afar vel en fáeinir hafa gagnrýnt í fjölmiðlum, oft með stóryrðum sem ekki hæfa vandaðri umfjöllun. Sumt snýr að guð- fræðilegri túlkun, sumt stafar af því að textanum var breytt vegna betri skilnings á hebreska og gríska text- anum, annað snýr einfaldlega að smekk og um hann má deila enda- laust. Erindisbréf þýðingarnefndanna Þýðingarnefnd Gamla testament- isins fékk í upphafi starfs síns í hend- ur erindisbréf til þess að vinna eftir og varð það rauði þráðurinn í allri vinnu nefndarinnar. Lögð var áhersla á að vandað væri til íslensks búnings Biblíunnar ekki síður en að nákvæmlega væri þýtt úr frummál- unum. Jafnframt skyldi tekið tillit til stíls frumtexta og haft í huga að sú biblíuþýðing sem unnið væri að yrði kirkjubiblía og því bæri einnig um stíl að taka tillit til breiðs lesenda- hóps, notkunar í helgihaldi og ís- lenskrar biblíuhefðar. Sama erindis- bréf fékk einnig þýðingarnefnd Nýja testamentisins og það varð báðum nefndunum leiðarljós á oft vandröt- uðum vegi um erfiða og viðkvæma texta, í samskiptum þeirra við þýð- endur og í svörum við athugasemd- um lesenda. Kynningarhefti Strax í upphafi var ákveðið að gefa öllum áhugamönnum um þýðinguna og reyndar landsmönnum öllum kost á að fylgjast náið með störfum þýð- ingarnefndanna. Í því skyni voru gefin út tíu kynningarhefti á árunum 1993-2005, níu með textum Gamla testamentisins og eitt með öllu Nýja testamentinu. Það verður að segjast eins og er að viðbrögð við Gamla testamentisheftunum urðu minni en vænst hafði verið. Talsvert fleiri gerðu athugasemdir við breytingar á Nýja testamentinu. Rétt er að leggja áherslu á að samkvæmt ákvörðun Hins íslenska biblíufélags átti aðeins að endurskoða guðspjöllin og Postulasöguna, sem höfðu komið út í nýrri þýðingu 1981 (sbr. bakhlið tit- ilblaðs) en endurþýða bréfin og Op- inberunarbókina. Miklar breytingar urðu á öllum heftunum frá því að fyrst var farið að vinna með þau og þar til textinn birtist í nýju Biblíunni. Vér eða við, þér eða þið Tvær breytingar vörðuðu alla Biblíuna, annars vegar meðferð tví- tölu og fleirtölu og hins vegar svo- kallað málfar beggja kynja. Í Biblí- unni hafði frá elstu þýðingu og fram til þýðingarinnar 1981 verið greint á milli tvítölu, þegar vísað var til tveggja, og fleirtölu ef fleiri áttu í hlut. Stjórn Hins íslenska biblíu- félags lagði til eftirfarandi breytingu á Gamla testamentinu. 1. Að jafnaði sé notuð fleirtölu- myndin við/okkur í sögutextum, beinni frásögn, lagatextum og prósa. 2. Í litúrgískum textum, sálmum, bænum og ljóðum verði notuð fleir- tölumyndin vér/oss. 3. Þar sem vafi leikur á skal hin forna fleirtölumynd notuð. Í meginatriðum var farið eftir þessari tillögu en með nokkrum frá- vikum þó þar sem þýðingarnefndinni þótti annað fara betur. Hvað Nýja testamentið varðaði tók Hið íslenska biblíufélag þar einnig afstöðu til tví- tölu og fleirtölu. Það lagði til að text- inn yrði almennt í tvítölu nema ræð- ur Jesú, orð engla og bænir og að í bréfunum yrðu lofsöngvar í fleirtölu en textinn að öðru leyti í tvítölu. Þessi breyting var ekki auðveld við- ureignar en nefndin gerði sitt besta til að fara að óskum biblíufélagsins. „Málfar beggja kynja“ Umræðan um „málfar beggja kynja“ í Biblíunni kom ekki upp á yf- irborðið fyrr en nokkrum árum eftir að þýðingarstarfið hófst. Hún snýst um það að mörgum finnst, bæði körl- um og konum, að málfar kirkjunnar sé karllægt og nái ekki til kvenna. Um þetta eru þó alls ekki allir sam- mála. Þýðingarnefnd Gamla testa- mentisins barst í maí árið 2000 bréf frá jafnréttisnefnd kirkjunnar þar sem minnt var á jafnréttisáætlunina og endurskoðun málfars út frá jafn- réttissjónarmiðum. Í bréfi nefnd- arinnar voru tvö atriði óskum hennar til skýringar. Hið fyrra var um notk- un orðsins maður en hitt um að karl- kynsorðum verði stundum breytt í hvorugkyns orð, orðinu sonur verði stundum breytt í barn og bróðir í bróðir og systir eða systkin. Kvenna- kirkjan hefði kosið að gengið hefði verið mun lengra en þýðingar- nefndirnar gerðu. Líti menn opnum augum á nýju þýðinguna sjá þeir að eins stutt var gengið og unnt var í þá átt að breyta málfari þannig að það næði til beggja kynja í þeirri merk- ingu sem nú er lögð í orða- sambandið. Í formála að tíunda kynningar- heftinu voru lesendur beðnir um að taka afstöðu til nokkurra atriða og þeirra á meðal „máls beggja kynja“. Farið var sérstaklega yfir þetta at- riði þegar kynningarheftið var lesið yfir aftur og niðurstaðan varð sú að sambandið góðir bræður var umorð- að í góð systkin, góð trúsystkin eða bræður og systur ef ljóst þótti að verið væri að ávarpa hóp þar sem bæði kynin væru viðstödd. Neðan- máls er tekið fram að í frumtext- anum standi bræður. Meðal þess sem beðið var um at- hugasemdir við var þegar karlkyni fleirtölu var breytt í hvorugkyn fleirtölu ef talið var líklegt að átt væri við bæði kynin. Guðrún Þór- hallsdóttir dósent hefur helst tjáð sig um þessa breytingu í fyrir- lestrum og í fjölmiðlum og mælt gegn henni og Jón Axel Harðarson prófessor ritaði grein í Lesbók Morgunblaðsins skömmu eftir að kynningarheftið birtist og ásakaði þýðingarnefndina fyrir „málfar beggja kynja“ í nýju Biblíunni. Hvorugt hafði sent athugasemdir við texta kynningarheftanna til nefndarinnar eins og óskað var eftir. Grein Jóns Axels svaraði þýðandi Nýja testamentisins, prófessor Jón Sveinbjörnsson, í Lesbókinni og reyndar fleiri atriðum sem unnt er að nálgast í gagnasafni Morgun- blaðsins. Séra Geir Waage birti grein í Morgunblaðinu og sagðist hafa Morgunblaðið/Árni Sæberg Leiðarljós Þýðingarnefnd Gamla testamentisins fékk í upphafi starfs síns í hendur erindisbréf til þess að vinna eftir og varð það rauði þráðurinn í allri vinnu nefndarinnar. Sama erindisbréf fékk einnig þýðingarnefnd Nýja testamentisins og það varð báðum nefndunum leiðarljós. Biblía 21. aldar – gagnrýni svarað Ný þýðing á biblíunni hefur vakið miklar um- ræður í þjóðfélaginu. Þýðingarnefnd Gamla- og Nýja testamentisins bregst hér við athuga- semdum og gagnrýni. Dr. Gunnlaugur A. Jónsson prófessor. Dr. Einar Sigurbjörnsson prófessor. Dr. Gunnar Kristjánsson prófastur. Dr. Guðrún Kvaran prófessor. Séra Sigurður Pálsson, fyrrverandi sóknarprestur. » Löng hefð er fyrir því í íslensku máli að ávarpa bæði kynin í kirkjulegu máli með góð systkin. » Sá sem ötulasturhefur verið að gagnrýna nýja bibl- íuþýðingu og kasta rýrð á starf þýðing- arnefndanna er Jón G. Friðjónsson prófessor. Hann las fjögur af fimm fyrstu heftunum sem út komu á árunum 1993-1997 og gerði ýmsar athugasemdir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.