Morgunblaðið - 09.03.2008, Side 50

Morgunblaðið - 09.03.2008, Side 50
50 SUNNUDAGUR 9. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jóhanna BóelSigurðardóttir fæddist í Njarðvík 15. ágúst 1921. Hún lést á hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlíð í Kópa- vogi 31. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Sig- urður Böðvarsson frá Þorleifsstöðum í Rangárvallasýslu, f. 14. september 1893, d. 22. ágúst 1968, og Steinunn Magn- úsdóttir frá Nýlendu á Eyr- arbakka, f. 25. maí 1898, d. 10. des- ember 1985. Þau skildu. Systkini Jóhönnu eru Guðmundur, f. 11. febrúar 1920, d. 26. nóvember 1984, Böðvar Helgi, f. 13. ágúst 1922, d. 3. september 1929, Magnea dóttir Rannveigar, Kolfinna Katla, og 3) Þuríður Hearn, f. 14. nóv- ember 1983. Jo Ann giftist Jóni Kristjáni Brynjarssyni 15. maí 1999. Jóhanna Bóel og Samuel Em- mett skildu árið 1959 og þá flutti Jóhanna Bóel heim til Íslands með Jo Ann og hafa þær búið hér síðan. Jóhanna hóf störf á Kópavogs- hæli 1. janúar 1961, hóf þar nám og útskrifaðist sem gæslusystir árið 1963. Jóhanna starfaði á Kópa- vogshæli til ársins 1989. Hinn 17. júní 1994 var Jóhanna Bóel heiðr- uð, fyrir störf sín í þágu þroska- heftra, hinni íslensku fálkaorðu. Hinn 18. maí 2005 var Jóhanna Bó- el gerð að heiðursfélaga í Þroska- þjálfafélagi Íslands fyrir frum- kvöðlastarf í þágu þroskaþjálfa. Útför Jóhönnu Bóelar fór fram 8. febrúar, í kyrrþey að hennar ósk. Ingibjörg, f. 29. ágúst 1925, d. 3. nóvember 2006, og Svava, f. 18. október 1927. Jóhanna Bóel gift- ist Samuel Emmett Hearn jr. 5. júlí 1945 og þau fluttust til Bandaríkjanna. Dótt- ir þeirra er Jo Ann Hearn, f. 25. sept- ember 1953, maki Magnús Kjartansson, f. 2. júní 1951, þau skildu. Börn þeirra eru: 1) Jóhanna Bóel Bergmann Hearn, f. 31. janúar 1973, gift Guðjóni Bergmann, barn þeirra Daníel Logi, fyrir átti Jó- hanna Bóel dótturina Báru Stein- unni, 2) Kjartan Hearn, f. 10. júní 1977, kvæntur Rannveigu Jóns- dóttur, dóttir þeirra Iðunn Ösp og Amma mín, ég á þér svo mikið að þakka. Þessa dagana streyma fram minningar um ljúfar samverustund- ir okkar. Mér fannst svo gaman að fá að gista hjá ömmu Hönnu. Ég fékk greiðan aðgang að klæðaskáp þínum og klæddi mig upp í kjólunum sem þú áttir og vafði mig meira að segja inn í eldhúskappa og alltaf var ég jafn glæsileg að þínu mati. Við nöfn- urnar fórum svo saman í bæinn, far- arskjótinn var strætó þar sem þú tókst aldrei bílpróf og þá var ekki hægt annað fyrir svona hefðardöm- ur en að fá sér kakó og vöfflur á Hressingarskálanum. Yndislegar stundir. Ég á margar minningar sem ég get yljað mér við þegar sökn- uðurinn hellist yfir. Umfram allt vil ég minnast þess sem þú veittir mér til að takast á við lífsgönguna sem getur verið torfarin og brött á milli þess sem allt gengur vel. Amma mín, þú sýndir aga, kjark og kærleika í lífi og starfi. Að eiga fyrirmynd eins og þig hefur gefið mér þann styrk og trú á að ég geti látið drauma mína rætast. Þú sýndir kjark og þor með því að ferðast til Ameríku í lok stríðsins til að vera með afa, aðlagast framandi aðstæð- um og enn meiri kjark þegar þú komst aftur heim til Íslands með mömmu til að hefja nýtt líf. Þú fannst köllun þína í starfi með þroskaheftum einstaklingum sem nutu góðs af kærleika þínum og þrautseigju sem þú nýttir til að berj- ast fyrir tilveru þeirra. Á deild 20 á Kópavogshæli varð ég vitni að ein- stakri umönnun sem þú veittir börn- unum og hugsaði hvað það var nú gott að þú værir þarna hjá þeim, því þú værir svo góð. Ég hafði alltaf ver- ið stolt af starfsvali þínu en þér var veitt sönn viðurkenning á ævistarfi þínu hinn 17. júní 1994, þegar þér var veitt fálkaorðan fyrir störf þín í þágu þroskaheftra. Þér þótti vænt um viðurkenninguna en vildir nú ekki vera að flagga henni. Um það leyti sem þú hættir að vinna fæddist Bára Steinunn dóttir mín. Við bjuggum hjá þér í nokkur góð ár. Mikið hafðir þú gaman af því og þið urðuð svo nánar, þú og langömmu- barnið þitt. Þú þreyttist aldrei á því að segja frá þegar Bára var að koma inn til þín á nóttinni „með dængina og doddann“. Á síðari árum þegar Daníel Logi kom í heimsókn til þín á Skjólbrautina, vissi hann alveg að amma Hanna átti handa honum ein- hvern mola, annað hvort nammi eða hann fékk að rölta upp í eldhús og fá kex. Daníel og Bára eiga um sárt að binda þessa dagana því þú hefur átt svo mikið í þeim og söknuðurinn er mikill. Daníel er svo ánægður að hann eigi góða mynd af þér þar sem þú ert farin til Guðs. Annað slagið kemur hjá honum „en ég elska ömmu Hönnu svo mikið“ en svo minnist hann þess að þú og Gulli afi eru hjá Guði og þá er hann sáttur. Þig hlakkaði svo mikið til að fá að vita hvort barnið sem ég geng með væri stelpa, þig grunaði það. Þú hafðir rétt fyrir þér en ég náði ekki að segja þér frá því. Við höfum alltaf verið nánar, borið sama nafn, þannig það var við hæfi að þú laukst ævi- göngu þinni á afmælisdaginn minn. Amma mín, ég þakka þér fyrir gjafirnar sem þú veittir mér og ég mun hafa aga, kjark og kærleika að leiðarljósi þegar ég tekst á við fram- tíðina. Þín nafna, Jóhanna Bóel. Nú leggur þú á hinn ljósa vog, sem liggur á milli stranda. Þér verður fagnað af vinum, þar sem verðir himnanna standa, sem alkomnum bróður, úr útlegð, heim af eyðimörk reginsanda. En þín við minnumst með þökk í hug sem þess sem við líkjast viljum. Og fetum veginn í fótspor þín, hve fátt og smátt, sem við skiljum. Það léttir þá raun að rata heim í reynslunnar hörkubyljum. (Kristján frá Djúpalæk.) Þegar ég las yfir þetta ljóð, staldr- aði ég við tvær línur: „En þín við minnumst, með þökk í hug / sem þess sem við líkjast vilj- um.“ Það er ekki ofsögum sagt að það væri gott að líkjast Hönnu, svo hjálpsöm, fórnfús og góð var hún. Hún var þroskaþjálfi að mennt og vann mörg ár á Kópavogshæli. Þeg- ar maður hugsar til baka hvarflar að manni hversu mörg börn hún átti, hún leit á sína vistmenn sem sín börn, það voru börn sem mig minnir að hafi verið fjölfötluð og þurftu þar af leiðandi mikla umönnun. Ekkert var of gott fyrir þau, það sýndi vinna hennar með þau og oft voru vanda- málin í huga hennar þegar heim var komið. Enda fundu aðstandendur hvað að þeim snéri. Þeir stóðu fyrir því að hún fékk viðurkenningu fyrir gott og fórnfúst starf. Fálkaorðan var henni veitt 17. júní 1994 og hafi einhver orðið hissa þá var það hún. Henni fannst hún ekkert hafa til unnið, en aðrir sáu það og henni þótti mjög vænt um þessa viðurkenningu. Það voru 6 ár á milli okkar systr- anna, það gat orðið viss meiningar- munur á þessum árum, en aldrei fundum við það, ég man aldrei að okkur hafi orðið sundurorða. Ekki það að við höfðum sjálfstæðar hugs- anir og vilja, en það varð aldrei að ágreiningsefni. Hún var ein af þeim sem allt vildu gera fyrir aðra og var alltaf tilbúin. Hún fékk þó sinn skammt af mót- læti og sjúkdómum, en alltaf reis hún upp, þar til nú, þegar aldur og veikindi höfðu betur. Um árabil bjó hún með móður okkar og hugsaði um hana. Ég hefi oft þakkað henni fyrir hversu góð hún var við mömmu en það er aldrei ofþakkað, ég vil enn og aftur færa henni þakkir fyrir allt sem hún gerði fyrir hana, sem hefði kannski átt að deilast á mig líka. Ég veit að góður Guð hefur tekið vel á móti henni, og nú er hún laus við öll veikindi og amstur. Ég þakka þér öll árin elsku Hanna mín og megi Guð geyma þig og styrkja fjölskyldu þína. Svava systir. Við leggjum blómsveig á beðinn þinn og blessum þær liðnu stundir er lífið fagurt lék um sinn og ljúfir vinanna fundir en sorgin með tregatár á kinn hún tekur í hjartans undir. Við þökkum samfylgd á lífsins leið þar lýsandi stjörnur skína og birtan himneska björt og heið hún boðar náðina sína en Alfaðir blessar hvert ævinnar skeið og að eilífu minningu þína. (Vigdís Einarsdóttir.) Það fyrsta sem okkur systrunum dettur í hug þegar við hugsum um Hönnu frænku er hvað hún var alltaf góð. Góðmennskan gjörsamlega skein af henni. Það var alltaf stutt í brosið og henni þótti svo vænt um þau skipti sem við komum í heim- sókn, sem við vildum að hefðu getað verið fleiri. Við þökkum þér sam- fylgdina, elsku Hanna, og biðjum góðan Guð að geyma þig og styrkja fjölskyldu þína. Bára Hlín og Svava Huld. Jóhanna var eftirminnileg kona, bæði góð og glöð sem sinnti sínu starfi betur en nokkurn getur grun- að sem ekki fékk að kynnast því. Við fjölskyldan urðum þeirrar gæfu að- njótandi að fá að kynnast Jóhönnu sem deildarstjóra á hjúkrunardeild Kópavogshælis, deild 20. Óli sonur okkar sem dvaldist þar mestan hluta ævi sinnar, fluttist með okkur frá Svíþjóð um fimm ára ald- ur, mikið fatlaður og mjög veikur, þannig að líf hans hékk oft á blá- þræði. Það er okkur mjög minnis- stætt þegar við komum með hann um miðja nótt inn á deild 20, illa haldinn eftir ferðalag sem varð langt og strangt vegna seinkana og nið- urfellinga á flugi. Þarna tók Jóhanna við honum og fleira gott fólk, en hún mætti alveg sérstaklega til að taka við nýju barni inn á sitt heimili, en þau urðu öll hennar sem dvöldust þar. Eins og við kynntumst Jóhönnu var hún bæði lítil og fíngerð að sjá, en þeim mun risavaxnari í verkum sínum. Að okkar mati hafði hún ein- hverja sérgáfu og innsýn þegar kom að umönnun fatlaðra einstaklinga. Í okkar tilfelli varð það næstum kraftaverk sem gerðist, en á ör- skömmum tíma breyttist Óli úr illa höldnum sjúklingi, í barn sem fór að braggast. Þetta hafði þau áhrif á líf okkar fjölskyldunnar, að líkja má við umbyltingu. Fötlun Óla var samt áfram til staðar, en afleiðingar henn- ar breyttust gjörsamlega bæði fyrir hann og okkur. Jóhanna var ekki síður skilnings- rík á aðstöðu fjölskyldna barnanna, enda hafði hún átt langa og stranga en gæfuríka ævi, þar sem gæfa hennar var fyrst og fremst hennar smíðaverk. Jóhanna var þroskaþjálfi að mennt, deildarstjóri deildar 20 á Kópavogshæli, upp undir tvo áratugi en vann mun lengur við umönnun fatlaðra. Við lok starfsævi Jóhönnu var hún sæmd fálkaorðunni úr hendi Vigdís- ar Finnbogadóttur, og er sennilega enn ein af fáum hversdagshetjum sem hlotið hafa þann heiður fyrir störf sín sem unnin eru af einstakri færni, auðmýkt og í kyrrþey. Þannig vildi hún líka ljúka sínu jarðlífi, en hún hafði óskað eftir því að verða jarðsungin í kyrrþey. Við fjölskyldan, og við vitum að við tölum einnig fyrir fjölda annarra foreldra og systkina, sendum dóttur Jóhönnu, Jo Ann og allri fjölskyldu Jóhönnu okkar innilegustu saknað- ar- og samúðarkveðjur. Megi minn- ingin um einstaka manneskju lengi lifa. Unnur Ólafsdóttir og Þórarinn Eldjárn. Haft hefur verið á orði að það sé eins með verðleikana og fljótin. Þeim mun dýpri sem þau eru, þeim mun hljóðar falla þau. Jóhanna Sig- urðardóttir þroskaþjálfi var gott dæmi um það. Yfirbragð hennar bar vott um hógværð og æðruleysi, ör- yggi og festu. Þannig birtist hún mér frá fyrsta degi. Ég var tuttugu og fjögurra ára þegar mér var út- hlutað plássi á sjúkradeild barna- deildar Kópavogshælis til starfs- þjálfunar í námi við Þroskaþjálfaskóla Íslands. Ég vissi ekki þá að framundan var reynslu- tími sem átti eftir að móta líf mitt og viðhorf til frambúðar. Viðfangsefni starfsins voru að annast ung lang- veik og mikið fötluð börn. Mér verð- ur oft hugsað til þessa tíma. Hvernig ég varð endurtekið vitni að heilindum, kærleika og styrk Hönnu og áhrifum fordæmisins sem hún jafnan sýndi. Í vinnubrögðum hennar var að finna einhverja þá visku sem erfitt er að öðlast í fræð- unum einum sér. Að horfast daglega í augu við lífsbaráttu fatlaðra lang- veikra barna hafði meitlað skýr grundvallarviðhorf og mótað hjarta- lagið. Hanna var einn af fyrstu þroska- þjálfum landsins. Starfsstéttar sem hefur valið að taka sér stöðu með fötluðu fólki í lítt sýnilegum störfum og of fáir skynja hversu verðmæt eru. Stéttar sem þrátt fyrir að hafa fáa innanborðs hefur áorkað að gjör- bylta lífsskilyrðum fatlaðra og að- standenda þeirra. Hanna er í hópi nokkurra for- göngumanna eins og Sesselju á Sól- heimum og Önnu Þórarins sjúkra- þjálfara sem, þó gengnir séu, setja enn mark sitt bæði á fólk og fræði innan málefna fatlaðra. Þeir létu verkin tala, gengu ófá aukaskrefin. Þeir gerðu það sem þeir gerðu – ein- faldlega vegna þess að það var rétt! Það átti seinna fyrir mér að liggja að kenna við Þroskaþjálfaskóla Ís- lands og svo á Þroskaþjálfabraut Kennaraháskóla Íslands. Í þeim störfum tel ég til forréttinda að hafa vitnað og tekið þátt í störfum eins og á deild tuttugu og notið leiðsagnar Hönnu. Ég veit ég tala fyrir munn margra þroskaþjálfa þegar ég þakka af heil- um hug óeigingjarnt lífstarf í þágu fatlaðra barna og þá hvatningu sem þroskaþjálfastéttin hlýtur að finna í hugsjónum hennar og góðum verk- um. Aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð. Kristín Lilliendahl. Jóhanna Bóel Sigurðardóttir ✝ Helgi Þorvalds-son fæddist á Bakka í Ölfusi 14. júní 1921. Hann lést 1. febrúar síðastlið- inn á sjúkrahúsi Sel- foss. Foreldrar hans voru Málfríður Sig- urðardóttir frá Eyr- arbakka, f. 16. mars 1898, d. 29. júlí 1978, og Þorvaldur Jónsson frá Alviðru í Ölfusi, f. 25. apríl 1894, d. 30. okt. 1955. Systkini Helga eru Steinþóra, f. 25. júlí 1922, d. 13. des. 1991, Sigurjón, f. 15. sept 1924, Guð- geir, f. 27. apríl 1926, d. 21. des. 1988, Margrét Sig- ríður, f. 1928, lést sama ár, Sigurður, f. 24. sept. 1934, og Þorbjörg Hulda, f. 21. feb. 1940. Helgi bjó með for- eldrum sínum frá 1930 á Gamla- Hrauni á Eyr- arbakka og áfram eftir lát þeirra til dauðadags. Útför Helga fór fram frá Eyr- arbakkakirkju 9. febrúar. Hinn 9. febrúar sl. var sveitarhöfð- inginn Helgi Þorvaldsson bóndi á Gamla-Hrauni II jarðsettur á Eyrar- bakka. Undirritaður naut þeirra for- réttinda að vera tvö sumur í sveit hjá Helga og Málfríði móður hans, og á þeim báðum margt að þakka frá þeim tíma: Varð fyrir áhrif þeirra að sönn- um landsbyggðarmanni og vini Suð- urlands. Vinirnir í Kópavogi fóru flestir í sveit á sumrin, og því mikill fengur að Hulda systir Helga og svil- kona Ragnhildar systur gat útvegað pláss fyrir drenginn á Eyrarbakka til að upplifa ekta sveitalíf og fullorðnast við að hleypa heimdraganum. Heimilið á Gamla Hrauni var sann- arlega vel rekið: Allt í föstum skorð- um og á sínum stað; matmálstímar, mjaltatímar, vinnutími og verklag sem seint líður úr minni, og umgengni og þrifnaður til fyrirmyndar. Dagarn- ir hófust undantekningalaust á hafra- graut og lýsi, síðan þéttsetnir verk- um, enda ekkert slór liðið. Lífsklukkan á Gamla- Hrauni gekk í takt við náttúruna, og búskapurinn sjálfbær og lífrænn, þótt með gamla laginu væri. Rafmagn á bænum, en ekki eina einustu mótorvél eða bíl að finna. Kartöfluræktin fastur liður og næringin í jarðveginum bæði kúa- mykja og þari sem skilaði Helga vænni uppskeru og stórum kart- öflum: Plægt með hestum, síðan sett niður og tekið upp með höndunum, en kartöflurnar keyrðar heim í hús á hestvagni. Annan hvern dag farið með mjólkina á mjólkurpallinn við þjóðveginn sömuleiðis á hestvagni. Heyjað með hestasláttuvélum, þar sem tveir hestar voru við vélina; rakstrarvél og snúningsvél, en heima- smíðaður heyvagn með dráttarklár- um beitt fyrir til að koma göltunum heim í grjóthlaðna hlöðuna. Helgi var hagleiksmaður mikill og ófá klukkuverkin, sjónaukarnir og vélarnar sem hann gerði við fyrir sveitunga sína. Hann útbjó meira að segja sjálfur eigin rafmagnsgirðingu til þess að halda kúnum innan nýgres- is en bar fyrst kúahland á túnið til að auka sprettuna. Helgi naut nærver- unnar við sjóinn og brimið við Eyr- arbakka, án síma eða sjónvarps og lét sig dreyma um að gera upp súðbyrtan bát sem hann átti í bátaskýlinu, og dyttaði að yfir vetrartímann. Ekki er undirrituðum kunnugt um hvort bát- urinn fór á flot. En sjóvarnargarður- inn við bæinn rofnaði stundum í mikl- um óveðrum á veturna svo að flæddi inn á bæjartúnin og Helgi gerði við sjálfur. Návistin ein við þessi stór- brotnu náttúruöfl nægileg áminning til þess að halda sig á þurru landi fóst- urjarðarinnar. Þrisvar í viku var drengurinn sendur á hjóli til Eyrar- bakka til að versla í Laujabúð og KÁ, ná í blöðin til Péturs veðurathuganda og kaupa fisk. Í lok heyskapar fórum við Helgi saman á hestvagni til Eyr- arbakka og náðum í gróft salt fyrir heyið í hlöðunni. Forréttindi að upp- lifa þessa fornu búsetuhætti við hlið Helga bónda, og leitt að hafa ekki bor- ið gæfu til að halda sambandinu: En minningin um dyggan vin og uppal- anda lifir í hjarta drengsins, er eitt sinn rambaði á fjörur hans og aldrei varð samur aftur: Eins minningin um hagleik sunnlensks bónda, seiglu hans og tryggð við óblíða sjávarjörð forfeðra sinna. Páll Björgvinsson. Helgi Þorvaldsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.