Morgunblaðið - 09.03.2008, Qupperneq 58
Það er alltaf óþægi-
legt þegar plata
er komin út á netið áður
en hún kemur út … 64
»
reykjavíkreykjavík
Eftir Gunnhildi Finnsdóttur
gunnhildur@mbl.is
ÞAU ERU öll komin úr leikhús-
fjölskyldum, krakkarnir sem leika í
Kommúnunni í Borgarleikhúsinu.
Aron Brink Sigurjónsson, Rafn
Kumar Bonifacius, Ingibjörg Sóllilja
Baltasarsdóttir og Urður Bergs-
dóttir hafa líka öll talsverða reynslu
af leikstörfum þrátt fyrir að vera
aðeins tólf og þrettán ára. Rafn
Kumar lék í Kalla á þakinu í Borg-
arleikhúsinu og Ingibjörg Sóllilja
byrjaði mjög snemma. „Já ég lék í
Frostrósamyndbandi og svo þegar
ég var bara þriggja mánaða þá lék
ég lítinn strák sem var verið að
skíra í Djöflaeyjunni.“ Urður hefur
unnið við talsetningu, hún lék Lúsíu
í Töfralandinu Narníu og Gloríu í
Happy Feet og Aron lék í leikritinu
Sitji guðs englar í Þjóðleikhúsinu.
„Það var samt ekkert stórt hlutverk,
ég leik miklu stærra hlutverk í
Kommúnunni,“ segir hann.
Þau eru öll í sínu stærsta hlut-
verki hingað til í Kommúnunni. Þar
skiptast strákarnir tveir á að leika
villinginn Tet og stelpurnar bregða
sér til skiptis í hlutverk hinnar hlé-
drægu Evu. Tet og Eva búa í komm-
únunni þar sem foreldrar þeirra
reyna að lifa í samræmi við hug-
sjónir hippatímans.
Ljót föt og leiðinleg músík
Líferni hippanna í verkinu kemur
þeim undarlega fyrir sjónir. Urður
er á báðum áttum um það hvað
henni finnst um kommúnulífið. „Mér
finnst það bara mjög spennandi,
maður er eitthvað svo frjáls og
þannig. En samt er þetta líka óhugn-
anlegt, kynlíf út í eitt og eiturlyf,“
segir hún og hryllir sig.
Strákarnir þurfa ekkert að hugsa
sig um og segjast alls ekki spenntir
fyrir þessum tilraunum kynslóðar
afa sinnar og ömmu. En af hverju
ætli fólk hafi viljað búa svona sam-
an? „Til þess að hafa einhvern fé-
lagsskap og til þess að standa sam-
an,“ segir Rafn Kumar.
„Ljót föt og geðveikt leiðinleg
músík,“ er álit Ingibjargar Sóllilju á
málinu. Hún er heldur ekki hrifin af
mataræðinu á heimilinu, en Eva
borðar þrjár máltíðir í leikritinu.
„Ég reyni að borða eins lítið og ég
get af þessum bjúgum þarna,“ segir
Ingibjörg, en Urður lætur sig hafa
það. „Ég gleypi þau í mig því ég er
svo svöng alltaf.“
Gaman að gleðja fólk
Strákarnir eru ekki búnir að
ákveða hvort þeir leggi leiklistina
fyrir sig, en Urði hefur langað til
þess að verða leikkona síðan hún
var lítil. „Mér finnst það svo sérstakt
að vera leikkona og eitthvað svo
gaman að geta glatt fólk,“ segir hún
og Ingibjörg tekur í sama streng.
Þær eru dætur leikaranna Bergs
Þórs Ingólfssonar og Baltasars Kor-
máks og hafa alltaf verið heillaðar
af starfinu í leikhúsinu. „Ég hef allt-
af verið svo öfundsjúk út í krakka
sem fá að leika í leikritum og var
alltaf að biðja pabba um að finna
leiksýningu fyrir mig til að leika í.
Svo fréttum við af þessari og ég fór í
prufu og náði,“ segir Urður. „Já það
var einmitt þannig,“ segir Ingi-
björg, sem viðurkennir líka að hafa
suðað í pabba sínum að fá að vera
með í leikritum án árangurs. „Hann
segir bara að maður sé ekkert að
búa til leiksýningu fyrir börnin sín,
það er bara þannig.“
En finna þau fyrir öfund félag-
anna nú þegar þau eru sjálf að leika
í leikriti? „Stundum þegar maður
þarf að fara úr tímum til þess að
fara á æfingu þá öfunda þau mann
svolítið,“ segir Aron og Ingibjörg
hefur aðeins fundið fyrir henni líka.
„Þær horfa bara á eftir mér með ill-
um augum, stelpurnar í Austurbæj-
arskóla sem fóru í prufu.“ Flestir
jafnaldranna eru þó ánægðir fyrir
þeirra hönd.
Krakkarnir segjast ekki finna fyr-
ir sviðsskrekk, nema kannski á allra
fyrstu sýningunum. Þeim finnst öll-
um gaman að standa á sviðinu, enda
sé leikritið skemmtilegt og mikið
hlegið. „Það fer reyndar eftir því
hver er að horfa. Salurinn er mjög
mismunandi,“ segir Rafn hugsi eins
og þaulreyndur leikari. „Það er líka
alltaf skemmtilegt á æfingum og
svona, því við förum alltaf í fótbolta
áður en við sýnum, allur leikhóp-
urinn.“
Tvær Evur og tvöfaldur Tet
Morgunblaðið/Valdís Thor
Á sviði Ingibjörg Sóllilja Baltasarsdóttir, Rafn Kumar Bonifacius, Aron Brink Sigurjónsson og Urður Bergsdóttir
Upprennandi leik-
hússtjörnur skipta
með sér verkum í
Kommúnunni
» „Mér finnst það svo sérstakt að
vera leikkona og eitt-
hvað svo gaman að
geta glatt fólk.“
RÚMLEGA þrjátíu tónlistaratriði
hafa verið staðfest á Aldrei fór ég
suður – rokkhátíð alþýðunnar sem
verður haldin á Ísafirði dagana 21.
og 22. mars. Hátíðin verður haldin
í gömlu Eimskipa- og Ríkisskipa-
skemmunni við Ásgeirsbakka Ísa-
fjarðarhafnar og fer hver að verða
síðastur að útvega sér svefnpláss
þessa páskahelgi ef eitthvað er að
marka Hálfdán Bjarka Hálfdáns-
son, verkefnisstjóra hátíðarinnar.
„Já, heldur betur, ég held að það
sé allt að verða upppantað á Ísa-
firði en það eru margir góðir gisti-
staðir í bæjunum í kring. Það er
vert að benda fólki á það að hægt
er að nálgast allar upplýsingar um
gististaði á heimasíðu okkar, aldr-
ei.is.“
Hvernig leggst hátíðin svo í ykk-
ur?
„Mjög vel. Við fengum nátt-
úrlega myndarlegan aukastyrk frá
Eyrarrósinni auk þess sem Flug-
félag Íslands, Glitnir og Síminn
styðja vel við bakið á okkar.
Skemman gafst mjög vel í fyrra og
hún er skemmtilega hrá eins og
tónleikastaðir eiga að vera.“
SSSól og Sprengjuhöllin
Eru Ísfirðingar almennt ánægðir
með hátíðina?
„Fólki er alls ekki sama. Það er
mikið um … ja, ég veit nú ekki
hvort maður á að kalla þetta af-
skiptasemi eða ábendingar en það
er gaman að fólki sé ekki sama. En
það er líka mikið meira um að
vera, svo sem Skíðavikan og annað.
Páskar hafa alltaf verið málið á
Ísafirði,“ segir Hálfdán Bjarki að
lokum.
Á meðal þeirra sem fram koma á
hátíðinni í ár eru: Bob Justman,
Hjaltalín, Retro Stefson, Sprengju-
höllin, XXX Rottweilerhundar,
Sign, SSSól, Mysterious Marta,
Megas og Senuþjófarnir, Dísa,
Hraun, Morðingjarnir, Skakkam-
anage, Karlakórinn Ernir með Ótt-
ari Proppé, Múgsefjun, Ben Frost,
Sudden weather change, Vax, Vil-
helm, Hellvar, Hjálmar, Biogen,
Skátar, Ultra mega teknóbandið
Stefán, Steintryggur, Lára Rúnars-
dóttir, Benny Crespos gang, Flat-
eyrar-rapp o.fl.
Meira en 30 sveitir staðfestar
Tæpar tvær vikur í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður
Morgunblaðið/Jim Smart
SSSól Langt er síðan sveitin lék síð-
ast á Ísafirði og þar er menn farnir
að lengja í gott, „je“ frá Helga.
Do you want to study
Computer Science or IT?
Grundtvigs Allé 88
Sønderborg
Tlf. 45 7412 4141
www.sdes.dk
● Do you want to study in Denmark?
● Do you want to study in Denmark in an international environment?
● Are you looking for education which give good job possibility after
graduation?
● Are you interested in computers and IT?
● Are you looking for a short education at university level?
Do as Hrund Brynjólfsdóttir and other brave young students.
Every year The Academy for Business and Technical studies in Sønderborg
Denmark welcomes students from Iceland. Come and join us! Sønderborg
has an active "Íslendingafélag".
Visit our website www.sdes.dk to read more of your future in Denmark.