Morgunblaðið - 09.03.2008, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 09.03.2008, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. MARS 2008 59 KVIKMYNDIN Fiðrildið og köf- unarbjallan er byggð á sjálfs- ævisögu Jean-Dominiques Baubys, fyrrverandi ritstjóra franska tískutímaritsins Elle, en hún lýsir reynslu hans eftir að hann fékk heilablóðfall og lamaðist frá toppi til táar. Bauby gat einungis hreyft annað augað, og tjáði sig með því að blikka augnlokinu. Áður en Bauby fékk heilablóðfallið hafði hann gert útgáfusamning við bókaforlag í París um að gefa út skáldsögu sem átti að vera til- brigði við Greifann af Monte Cristo eftir Alexandre Dumas. Eftir að áfallið dundi yfir ákvað Bauby að halda sig við þá ákvörð- un að skrifa bók, sem varð að allt annars konar fangasögu – sögu manns sem lýsir því hvernig það er að vera læstur inni í eigin lík- ama. Í kvikmyndaaðlögun sinni á sögu Baubys beitir Julian Schna- bel kvikmyndalegum sjón- arhornum á meistaralegan hátt til þess að tjá reynslu sögumannsins. Þar rennur auga myndavélarinnar á löngum köflum saman við auga sjúklingsins, sem sér heiminn og umhverfi sitt frá takmörkuðu sjónarhorni. Þegar hann tárast óskýrist myndin og þegar hann blikkar til þess að segja já eða nei lokast fyrir skjáinn í augnablik. Inn í frásögnina er jafnframt spunnið endurlit Baubys, þar sem hann rifjar upp sitt fyrra líf, sam- skipti við sína nánustu og aðdrag- anda áfallsins. Þar er sögð saga manns sem neyðist til að endur- skoða samband sitt við umheiminn á augabragði og reyna að finna leið til að sætta sig við aðstæður sínar og leita frelsis í eigin hug- arheimi og lífsviðhorfum. Því ferli er lýst á átakanlegan hátt í heillandi frásögn Baubys og hug- vitssamlegri og oft heillandi myndrænni túlkun Schnabels. Fiðrildið og köfunarbjallan er ein- stök kvikmynd sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Einstök „Fiðrildið og köfunarbjallan er einstök kvikmynd sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.“ Sögumaðurinn er læstur í eigin líkama. Fanginn í turninum Heiða Jóhannsdóttir KVIKMYNDIR Regnboginn (Græna ljósið) Leikstjórn: Julian Schnabel. Mathieu Amalric, Emmanuelle Seigner, Marie-Josée Croze o.fl. Frakkland/BNA, 112 mín. Fiðrildið og köfunarbjallan (Le Scaphandre et le papillon) bbbbb LISA Marie Presley, einkabarn rokkkóngsins, á von á sínu þriðja barni, með fjórða eiginmanninum, Michael Lockwood. Eldri börnin, sem eru 18 og 15 ára, eignaðist hún með fyrsta eiginmanninum. Þau skildu árið 1994 og sama ár gengu hún og Michael Jackson í hnappheld- una. Hjónabandið endaði með skiln- aði 18 mánuðum síðar og var óleys- anlegum ágreiningsefnum kennt um. Þriðji eiginmaðurinn var leikarinn Nicholas Cage, þau skildu eftir þrjá mánuði. Lisa Marie Presley, sem er fertug, vinnur, um þessar mundir að sinni þriðju hljómplötu. Reuters Prinsessan Lisa Marie Presley er hún kom heim til Graceland í fyrra. Presley á von á sér SVIKAHRAPPAR munu hafa notað kennitölu Kurt Cobains, fyrrverandi söngvara og lagahöfundar hljóm- sveitarinnar Nirvana, og stofnað 188 greiðslukorta- reikninga í nafni ekkju hans, Co- urtney Love. Meðal annars keyptu þeir hús í New Jersey fyrir meira en 200 milljónir króna, bíla og ýmislegt ann- að góss. Love, sem áður söng með hljóm- sveitinni Hole, mun hafa hitt fulltrúa lögreglunnar fyrr í vikunni eftir að rannsóknarmenn á hennar vegum komust að því að hundruð milljóna hafa horfið af reikningum hennar á síðustu fimm árum. Eftir sjálfsvíg Cobains árið 1994, erfði Love höfundarréttinn af 98 hundraðshlutum tónlistar Nirvana. Meira en 62 milljónir eintaka hafa selst af plötum hljómsveitarinnar og mun dánarbú Cobains hagnast um nokkra milljarða árlega. Meginþorri fjárins rennur í sjóð fyrir dóttur Cobains og Love, Frances Bean, sem er nú 14 ára gömul. Sviku stórfé af Courtney Love Love og dóttirin.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.