Morgunblaðið - 29.03.2008, Qupperneq 2
2 LAUGARDAGUR 29. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann
Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi,
gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur
Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
ALÞÝÐUSAMBAND Íslands, Öryrkjabandalag-
ið og Landssamband eldri borgara mótmæla harð-
lega í sameiginlegri ályktun þeirri ákvörðun
stjórnvalda að hækka elli- og örorkulífeyri ein-
ungis um fjögur til fimm þúsund krónur og „krefj-
ast þess að ríkisstjórnin standi við fyrri yfirlýs-
ingar sínar og hækki bætur almannatrygginga til
jafns við kjarasamninga“ en það þýði 18 þús. kr.
hækkun fyrir þá sem séu á lægstu bótunum.
Í ályktuninni kemur fram að meginmarkmið
verkalýðshreyfingarinnar í nýgerðum kjarasamn-
ingum hafi verið að bæta kjör þeirra verst settu í
þjóðfélaginu og í samræmi við það hafi náðst sátt
um hækkun lægstu launa um 18 þús. kr. á mánuði
og hafi verið mikil ánægja með þá niðurstöðu og
ríkisstjórnin lýst yfir ánægju sinni með þessar
áherslur.
„Það þarf enginn að fara í grafgötur um að fjöldi
fólks í hópi öryrkja og aldraðra er meðal þeirra
sem lægstar hafa tekjurnar í okkar þjóðfélagi. Það
skýtur því algerlega skökku við að bætur lífeyr-
isþega eigi í kjölfar nýgerðra kjarasamninga að-
eins að hækka um 4%, sem jafngildir 4.000-5.000
kr. hækkun á lægstu bótum. Hvernig ríkisstjórnin
getur komist að þeirri niðurstöðu að 18.000 króna
hækkun lægstu launa á vinnumarkaði samsvari
hækkun bóta almannatrygginga um 4.000-5.000
kr. á mánuði er óskiljanlegt. Sú upphæð er eins og
við blasir aðeins lítill hluti þess sem samið var um í
kjarasamningunum. Það er því ljóst að ríkisstjórn-
in er með þessari ákvörðun sinni að ganga þvert
gegn grundvallaráherslu og markmiðum kjara-
samninganna – markmiðum sem hún áður hafði
tekið undir og samþykkt,“ segir síðan.
Krefjast 18 þús. kr. hækk-
unar á tryggingabótum
7,4% hækkun lífeyris frá áramótum – Tillögur um lágmarksframfærsluviðmið mótaðar
MEÐALTALSHÆKKUN lægstu launa sam-
kvæmt nýgerðum kjarasamningum ASÍ og SA
nemur um 7% samkvæmt útreikningi fjár-
málaráðuneytisins og hefur ríkisstjórnin ákveð-
ið að hækka lífeyri almannatrygginga um 4% frá
1. febrúar. Hækkunin kemur til viðbótar 3,3%
hækkun um áramót eða sem nemur 9.400 kr.
miðað við óskertar bætur, að því er fram kemur í
tilkynningu stjórnvalda. Þá hefur ríkisstjórnin
ákveðið að láta móta tillögur að sérstöku lág-
marksframfærsluviðmiði fyrir lífeyrisþega og á
það að taka m.a. tillit til hækkunar lægstu launa
í nýgerðum kjarasamningum og liggja fyrir eigi
síðar en 1. júlí 2008
Framfærsluviðmið
BÆNDASAMTÖKIN hafa orðið við
ósk Samkeppniseftirlitsins um af-
hendingu afrita af öllum fundargerð-
um og þingskjölum Búnaðarþings
2008 og afrita af öllum fundargerð-
um, samþykktum, ályktunum, sátt-
um, minnisblöðum og tölvubréfum
sem rituð hafa verið eftir 1. septem-
ber á sl. ári.
Samkeppniseftirlitið óskaði eftir
gögnunum í kjölfar Búnaðarþings,
sem haldið var 2.-6. mars sl., og segir
í bréfi til Bændasamtakanna að
stofnunin telji sig hafa séð vísbend-
ingar þess í fjölmiðlum að Bænda-
samtökin og einstök búnaðar- og bú-
greinasamtök hafi seilst of langt í
hagsmunagæslu fyrir félagsmenn
sína. Er sérstaklega vitnað í frétt
Morgunblaðsins 7. mars sl. undir
fyrirsögninni „Sátt um hækkanir
nauðsynleg.“
Í tilkynningu frá Bændasamtök-
unum segir að samtökin telji að með
málflutningi sínum hafi þau verið að
uppfylla þá skyldu sína að gæta
hagsmuna bændastéttarinnar og
upplýsa neytendur um þróun í verð-
lagsmálum.
Óskuðu eft-
ir gögnum
ÓLÖF Pétursdóttir dómstjóri lést
20. þessa mánaðar en hún lenti í al-
varlegu slysi í september 2006 og
lamaðist frá hálsi. Listmálun hafði
verið eitt helsta áhugamál hennar
um margra ára skeið og hún tók til
við að mála með munninum nokkru
eftir slysið og hélt því áfram allt til
dánardags. Var sú listsköpun henni
til ómældrar ánægju.
Fjölskylda Ólafar hefur nú stofn-
að sjóð, Listasjóð Ólafar, til að
heiðra minningu hennar. Er tilgang-
ur hans að auðvelda hreyfihömluðum
að fást við skapandi list.
Tekið er við framlögum í sjóðinn á
bankareikning 1105-18-640900, kt.
670308-1540.
Af þessu tilefni hefur verið sett
upp í Tjarnarsal Ráðhúss Reykja-
víkur sýning á verkum Ólafar Pét-
ursdóttur bæði frá því fyrir og eftir
slysið og verður hún opin frá kl.
15.00 til 18.00 laugardaginn 29. mars
og frá klukkan 12.00 til 18.00 sunnu-
daginn 30. mars.
Listasjóður
ÓlafarANNAN daginn í röð efndu at-
vinnubílstjórar í gær til mótmæla á
vegum úti með tilheyrandi umferð-
artöfum, helst á höfuðborgarsvæð-
inu en einnig á Reykjanesbraut, á
leið til Suðurnesja. Aðgerðunum er
beint til ráðamanna þjóðarinnar og
verður vart látið af fyrr en hlustað
verður á kröfurnar. Að sögn Sturlu
Jónssonar atvinnubílstjóra eru þær
einfaldar; að álögur á eldsneyti
verði lækkaðar og bætt verði úr
skorti á hvíldaraðstöðu á lands-
byggðinni.
Á fimmtudag voru það eingöngu
bílstjórar vöruflutningabifreiða
sem lokuðu vegum en í gær barst
þeim liðsauki frá sendibílstjórum
og leigubílstjórum. Aðgerðum
verður haldið áfram á mánudag og
segjast bílstjórar enn eiga eftir að
spila út nokkrum trompum.
Blaðamaður fréttavefjar Morg-
unblaðsins, mbl.is, ræddi við
nokkra bílstjóra í Ártúnsbrekku um
hádegisbil í gær og var ekki annað
á þeim að merkja en þeir styddu að-
gerðirnar. Morgunblaðið/Júlíus
Eiga enn
inni tromp
♦♦♦
FLYTJA þurfti bifhjólamann til að-
hlynningar á slysadeild Landspítal-
ans eftir að árekstur varð innan hóps
bifreiða og bifhjóla á Kringlumýrar-
braut í gærkvöldi. Maðurinn hlaut að-
eins minni háttar meiðsl við fallið í
götuna.
Maðurinn var þátttakandi í minn-
ingarathöfn um bifhjólamann, sem
lést í bifhjólaslysi á Kringlumýrar-
braut 21. mars sl., og var borinn til
grafar í gærdag. Bifhjólum og bifreið-
um var ekið í fylkingu frá Hafnarfirði
inn í Reykjavík. Á leiðinni virðist sem
maðurinn hafi ekið bifhjóli sínu aftan
á bifreið og við það kastast af hjólinu.
Að sögn lögreglunnar á höfuðborg-
arsvæðinu kom minningarathöfnin,
eða -aksturinn, henni á óvart og um
tíma var talið að um frekari mótmæli
gegn háu eldsneytisverði væri að
ræða.
Lenti í árekstri inn-
an fylkingar bifhjóla
ÓLAFUR Ragnarsson
bókaútgefandi lést sl.
fimmtudag á líknardeild
Landspítalans, 63 ára að
aldri. Hann fæddist á
Siglufirði 8. september
árið 1944. Foreldrar
hans voru Guðrún Reyk-
dal, húsmóðir og Þ.
Ragnar Jónasson, bæj-
argjaldkeri og fræði-
maður.
Ólafur stofnaði ásamt
eiginkonu sinni bókafor-
lagið Vöku árið 1981,
sem síðar varð Vaka-
Helgafell. Hann var
framkvæmdastjóri þess og síðar
stjórnarformaður Eddu – miðlunar.
Hann var annar stofnenda bókafor-
lagsins Veraldar árið 2005. Ólafur var
lykilmaður í auknum vinsældum
verka Halldórs Laxness eftir að for-
lag hans keypti Helgafell árið 1985.
Hann skrifaði samtalsbók við
Gunnar Thoroddsen forsætisráð-
herra árið 1981. Hann ritstýrði og
skráði skýringar með efni bókanna
Frelsi að leiðarljósi, úrvali úr ræðum
Gunnars Thoroddsens,
1982, og greinasafni
Halldórs Laxness, Af
menníngarástandi,
1986. Ólafur tók saman
og ritaði, ásamt Val-
gerði Benediktsdóttur,
bókina Lífsmyndir
skálds sem fjallar um
æviferil Halldórs Lax-
ness og var gefin út
1992.
Þá skrifaði hann
bókina Halldór Lax-
ness – Líf í skáldskap,
sem gefin var út 2002
og bókina Halldór Lax-
ness – Til fundar við skáldið, sem kom
út síðastliðið haust. Í mars á þessu ári
kemur út fyrsta ljóðabók Ólafs, Agn-
arsmá brot úr eilífð. Ólafur er enn-
fremur höfundur fjölda viðtala og
greina í blöðum og tímaritum og hafði
umsjón með gerð sjónvarpsþátta um
margvísleg málefni.
Ólafur tók verslunarpróf frá Versl-
unarskóla Íslands árið 1963 og nam
gerð kvikmynda- og sjónvarpsefnis
hjá sjónvarpsstöðvum í Danmörku og
Svíþjóð og síðar við Syracuse-háskóla
í New York-ríki í Bandaríkjunum.
Hann var kennari við Barnaskóla
Siglufjarðar á árunum 1964-1965 og
síðan blaðamaður á Alþýðublaðinu.
Ólafur var fréttamaður og dagskrár-
gerðarmaður hjá Sjónvarpinu frá
stofnun þess 1966 til ársins 1976. Þá
var hann ritstjóri dagblaðsins Vísis á
árunum 1976-1980.
Ólafur sat í stjórnum ýmissa
nefnda og ráða í gegnum tíðina, var
m.a. í stjórn Félags kvikmyndagerð-
armanna og í stjórn Félags íslenskra
bókaútgefenda og síðar formaður
þess.
Hann var sæmdur riddarakrossi
hollensku Oranje-Nassau-orðunnar
árið 1994 og riddarakrossi Hinnar ís-
lensku fálkaorðu árið 2006. Á síðasta
ári var hann gerður að heiðursfélaga
Félags íslenskra bókaútgefenda.
Eftirlifandi eiginkona Ólafs er Elín
Bergs og eiga þau tvo syni, Ragnar
Helga og Kjartan Örn.
Morgunblaðið færir aðstandendum
Ólafs samúðarkveðjur og þakkar fyr-
ir farsælt samstarf í áratugi sem aldr-
ei bar skugga á.
Andlát
Ólafur Ragnarsson
HÉRAÐSDÓMARI féllst í gær á
kröfu lögreglu um að framlengja til
18. apríl gæsluvarðhald yfir karl-
manni sem grunaður er um að hafa
ógnað með sprautunál við þrjú rán
og eina ránstilraun í Breiðholti. Líkt
og áður hefur komið fram teljast
málin upplýst, en sökum almanna-
hagsmuna mun maðurinn sitja
áfram í varðhaldi.
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst
þá í gær á kröfu lögreglustjórans á
höfuðborgarsvæðinu að Pólverji,
sem gaf sig fram við lögreglu á
fimmtudag, sæti varðhaldi næstu
þrjár vikur. Sá er grunaður um aðild
að hrottalegri líkamsárás í Keilufelli
í Breiðholti fyrir viku.
Enn liggur ekki fyrir hvers vegna
árásin var gerð.
Sprautunálaræninginn
áfram í gæsluvarðhaldi