Morgunblaðið - 29.03.2008, Síða 4
4 LAUGARDAGUR 29. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Fjármálaráðherra hefur fyrirhönd íslenska ríkisins gertkröfur í þjóðlendur á vest-anverðu Norðurlandi
sunnanverðu. tekur svæðið yfir hluta
Suður-Þingeyjarsýslu, þ.e. sunnan
og vestan Fnjóskár, hluta Eyjafjarð-
arsýslu, þ.e. sunnan Hörgár að
Öxnadalsá, en síðan sunnan Öxna-
dalsár og Öxnadalsheiðar. Í Skaga-
firði nær kröfusvæðið yfir svæði sem
áður töldust til hreppanna Akra-
hrepps, Lýtingsstaðahrepps og
Seyluhrepps og hluta Austur-Húna-
vatnssýslu, þ.e. Bólstaðarhlíðar-
hrepp hinn forna vestur að Blöndu.
Óbyggðanefndin hefur fengið
kröfugerðina í hendur og kallar nú
eftir kröfum þeirra sem kunna að
eiga öndverðra hagsmuna að gæta
og hafa þeir þrjá mánuði til að koma
kröfum sínum á framfæri.
Nánar er þjóðlendukrafa ríkisins
þannig að því er fram lemur í til-
kynningu Óbyggðanefndar að í Suð-
ur-Þingeyjarsýslu er gerð krafa til
hluta Bleiksmýrardals vestan
Fnjóskár og sunnan Skarðsár, vest-
ur að sýslumörkum Eyjafjarðar-
sýslu, og suður til öræfa.
Í Eyjafjarðarsýslu er m.a. gerð
krafa til svokallaðs Almennings
sunnan Gönguskarðs, Tungnafjalla,
afréttarsvæða Fram-Eyfirðinga
fram af Sölvadal, til Núpufells- og
Þormóðsstaðadals og Æsustaðat-
ungna, hálendisins sunnan Klaufár í
botni Eyjafjarðar, afréttarsvæðanna
Sneisar, Strúgstungu og Hvassa-
fellsdals, til hálendisins milli Eyja-
fjarðardals og Öxnadals, þ.m.t. við
Glerárdalshnjúk, Súlur, Vindheima-
jökul, Tröllafjall, Bægisárjökul, til
afréttar á Þverárdal, Almennings á
Öxnadal, Seldalsfjalls og hluta Nýja-
bæjarafréttar allt suður til öræfa að
mörkun kröfulýsingarsvæða á
miðhálendinu.
Krefst Eyvindastaðarheiðar
Í Skagafjarðarsýslu nær þjóð-
lendukrafa til hluta svokallaðrar
Silfrastaðaafréttar í Norðurárdal,
sunnan Krókárgerðis og í Kinna-
fjalli, Nýjabæjarafréttar, Hofsaf-
réttar og Eyvindarstaðaheiðar, allt
suður til öræfa suður um Hofsjökul,
að mörkum kröfulýsingarsvæða á
miðhálendinu.
Að loknum kröfulýsingarfresti eft-
ir þrjá mánuði fer fram heildarkynn-
ing á kröfum sem standa mun í einn
mánuð.
Þjóðlendukröfum lýst á
sunnanverðu Norðurlandi
!" #
$!
%
&!"
#
'(
)(
Fjármálaráðherra gerir
fyrir hönd íslenska rík-
isins meðal annars kröfu
til að Eyvindarstaðaheiði
og Nýjabæjarafrétt
allt suður um Hofsjökul
verði lýst þjóðlenda
og mörg fleiri svæði.
STURLA Böðvarsson, forseti Al-
þingis, segist í yfirlýsingu bera fullt
traust til umboðsmanns Alþingis.
„Vegna spurninga frá fjölmiðlum
um þau ummæli, sem fjár-
málaráðherra lét nýlega falla í bréfi
til umboðsmanns Alþingis um störf
hans, vil ég taka það fram að ég
ber fullt traust til umboðsmanns
Alþingis í hans mikilvægu störfum.
Ég minni jafnframt á að núverandi
umboðsmaður var endurkjörinn til
næstu fjögurra ára í des. sl. og
hlaut þá einróma stuðning Alþingis.
Aðalatriði þessa máls er að mínu
mati að umboðsmaður Alþingis fái
starfsfrið til að ljúka athugun sinni
á því máli, sem til hans hefur verið
vísað, og geti gefið álit sitt á því
eins og lög segja til um.
Ég vonast einnig til að við frek-
ari meðferð málsins hjá umboðs-
manni leysist sá ágreiningur sem
nú er uppi og fullt traust geti ríkt
milli þingmanna og ráðherra ann-
ars vegar og umboðsmanns Alþing-
is hins vegar enda er það forsenda
þess að embætti umboðsmanns geti
sinnt hlutverki sínu og álit hans
geti verið stjórnsýslunni til halds
og trausts,“ segir í yfirlýsingu
Sturlu.
Fullt traust
til umboðs-
manns
SIGURÐUR
Þórðarson ríkis-
endurskoðandi
hefur með bréfi til
forseta Alþingis
óskað eftir því að
láta af störfum frá
og með 1. júlí nk.
að því er fram
kemur í tilkynn-
ingu frá Alþingi.
Sigurður var
fyrst ráðinn ríkisendurskoðandi um
mitt ár 1992 og hefur því gegnt emb-
ættinu í 16 ár þegar hann lætur af
störfum. Sigurður var áður vararík-
isendurskoðandi eða allt frá 1987 er
Ríkisendurskoðun var færð undir
Alþingi. Skv. lögum um Ríkisendur-
skoðun mun forsætisnefnd Alþingis
ráða nýjan ríkisendurskoðanda til
sex ára.
Ríkisendur-
skoðandi
hættir
Sigurður
Þórðarson
„ÉG er mjög ánægður með fram-
takið, mér finnst það alveg frá-
bært,“ segir Stefnir Helgason, 78
ára íbúi við Hlíðarveg í Kópavogi.
Stefnir er meðal þeirra eldri borg-
ara sem fengu heimsókn frá mats-
manni sem tók út öryggisaðstæður
heima við. Stefnir er ekkjumaður
og býr í einbýlishúsi.
„Hann kom hér og athugaði lang-
an lista af atriðum. Reykskynjara,
handrið, gólfteppi, gólfmottur og
margt fleira. Einnig grandskoðaði
hann eldhúsið með tilliti til stað-
setningar á eldavél og örbylgjuofni,
eldvarnarteppi og fleiri hlutum.
Það er eðlilegt að þetta sé allt sam-
an skoðað, ekki síst í eldri húsum,“
segir Stefnir, en hann er stjórn-
armaður í Félagi eldri borgara í
Kópavogi.
Virðingarvert framtak
Ekki var talið að gera þyrfti
breytingar á heimili hans, en hann
segist þó feginn að hafa fengið full-
vissu fyrir því að ekki séu slysa-
hættur á heimilinu. „Mér finnst
þetta nauðsynlegt fyrir fólk sem
vill búa heima hjá sér lengi. Þetta
átak er virðingarvert því fólk á
ekki að þurfa að búa við hættur,
hvorki duldar eða augljósar, heima
hjá sér,“ segir hann.
Mjög ánægður
með framtakið
Morgunblaðið/Valdís Thor
Ánægður Stefnir segist hafa fengið fullvissu fyrir því að öryggisatriði
væru í lagi á heimilinu, en hjá honum þurfti ekki að gera breytingar.
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
HÁTT í 900 heimili eldri borgara í
Kópavogi hafa nú verið yfirfarin
með hliðsjón af öryggisþáttum og
aðstæður fólks á þeim heimilum
metnar með tilliti til mögulegrar
þarfar fyrir aðstoð félagsmálayfir-
valda. Í þeim hluta verkefnisins
var aðgætt hvort fólk væri einmana
eða byggi við slæmar aðstæður.
Niðurstaðan hvað það varðar var
sú að 20 heimili þörfnuðust frekari
skoðunar hjá félagsmálayfirvöld-
um. Verkefnið var unnið á árinu
2007 í samstarfi við Slysavarna-
félagið Landsbjörg og Securitas.
Megintilgangurinn var sá að
draga úr slysum aldraðra, en í til-
kynningu frá Kópavogsbæ segir að
fallslys í svefnherbergjum eða
setustofu, flest tengd hálu gólfi, lé-
legri lýsingu og lausum mottum
séu algengasta tegund slysa.
Heimili án slökkvitækja
algeng
Helstu niðurstöður könnunar-
innar voru m.a. þær að aðkoma að
húsum var í flestum tilfellum í
góðu lagi, neðsta þrep í tröppum
innanhúss var í næstum 20% til-
vika ekki nógu greinilegt og gat
þar af leiðandi skapað hættu á falli.
Oft vantaði staman límborða
fremst á þrep innandyra í sama til-
gangi.
Í ljós kom að einungis 16% eldri
borgara í Kópavogi nota öryggis-
hnapp og að brunavörnum var
ábótavant. Í 30% tilfella vantaði
slökkvitæki eða íbúar kunnu ekki á
það. Í 7% tilvika heyrðist ekki í
reykskynjurum í öllum herbergj-
um, enda daprast heyrn oftar en
ekki með árunum. Var bætt úr því,
eins og segir í tilkynningunni, með
því að fjölga skynjurum í viðkom-
andi íbúðum. Þá þóttu aðstæður í
svefnherbergjum langoftast í góðu
lagi en gerð var athugasemd við að
fleiri mættu nota næturljós.
Íbúum boðnar
öryggisvörur
Framkvæmd verkefnisins var
sem fyrr segir í höndum Slysa-
varnafélagsins Landsbjargar. Hjá
þeim sem þáðu heimsókn var farið
yfir öryggisatriði og íbúum boðnar
öryggisvörur frá Securitas á kostn-
aðarverði. Auk þess var skipt um
rafhlöður í reykskynjurum. Íbú-
arnir fengu einnig afhenta bækl-
inga um starfsemi Kópavogsbæjar
í þágu eldri borgara. Jafnframt var
afhentur bæklingur um öryggis-
hnappinn sem Securitas þjónustar.
Þeir sem fengu heimsókn voru á
aldursbilinu 75 ára til 96 ára gaml-
ir.
Bæjaryfirvöld í Kópavogi gerðu átak í öryggis- og félagsmálum eldri borgara
Tæplega 900
heimili metin
Í HNOTSKURN
»886 af 1.300 heimilum eldriborgara í Kópavogi þáðu ör-
yggisheimsókn frá matsmanni.
»Ekki voru eldvarnarteppi í59% eldhúsa heimilanna, en
jafnframt höfðu pottar nýlega
gleymst á heitum hellum í 19%
tilvika.
»Ekkert handfang var viðsturtu eða baðkar á rúmlega
helmingi heimilanna og ekki
hitastillir á blöndunartækjum í
16% tilvika, svo eitthvað sé nefnt.
ÞRETTÁN umsóknir bárust um
embætti sýslumannsins í Kópavogi
en umsóknarfrestur rann út 25.
mars síðastliðinn. Dóms- og kirkju-
málaráðherra skipar í embættið frá
og með 1. júní til fimm ára í senn.
Umsækjendur eru: Birna Sal-
óme Björnsdóttir, aðstoðardeildar-
stjóri hjá sýslumanninum í Reykja-
vík, Bogi Hjálmtýsson, staðgengill
og fulltrúi sýslumannsins í Hafn-
arfirði, Brynjar Kvaran, staðgeng-
ill og skrifstofustjóri sýslumanns-
ins í Kópavogi, Drífa Pálsdóttir,
skrifstofustjóri í dóms- og kirkju-
málaráðuneytinu, Guðgeir Eyjólfs-
son, sýslumaður í Keflavík, Halla
Bergþóra Björnsdóttir, lögfræðing-
ur í dóms- og kirkjumálaráðuneyt-
inu, Halldór Frímannsson, sér-
fræðingur – lögmaður á
fjármálasviði Reykjavíkurborgar,
Karl Gauti Hjaltason, sýslumaður í
Vestmannaeyjum, Kristín Völund-
ardóttir, sýslumaður á Ísafirði,
Ólafur Hallgrímsson, staðgengill
og fulltrúi sýslumannsins á Ísa-
firði, Sigríður Eysteinsdóttir, lög-
lærður fulltrúi í sifja- og skipta-
deild sýslumannsins í Reykjavík,
Úlfar Lúðvíksson, staðgengill og
skrifstofustjóri sýslumannsins í
Reykjavík, Þuríður Árnadóttir,
deildarstjóri hjá sýslumanninum í
Reykjavík.
13 umsóknir
♦♦♦
♦♦♦