Morgunblaðið - 29.03.2008, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.03.2008, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2008 17 Amsterdam. AFP. | Leiðtogar múslíma í Hollandi hvöttu í gær trúbræður sína í öðrum löndum til að ráðast ekki á Hollendinga eða hollensk sendiráð til að mótmæla stuttmynd sem hollenski þingmaðurinn og hægrimaðurinn Geert Wilders hefur birt á netinu. Í stuttmyndinni, sem nefnist „Fitna“, gagnrýnir Wilders íslam, birtir myndir af hryðjuverk- um íslamskra öfgamanna og tengir þau við vers í Kóraninum. Stjórnvöld í löndum múslíma for- dæmdu myndina. Jórdanskir fjöl- miðlar sögðust ætla að höfða mál gegn Wilders og skoruðu á alla Jórd- ana að kaupa ekki hollenskar vörur í mótmælaskyni. Þeir hvöttu einnig stjórn Jórdaníu til að íhuga þann möguleika að slíta stjórnmálasam- bandi við Holland. Um 5% íbúa Hollands, eða um 850.000 manns, eru múslímar. Um 38% þeirra eru af tyrkneskum ætt- um en 31% marokkóskum. Mohamed Rabbae, leiðtogi samtaka hollenskra Marokkómanna, hvatti múslíma í öðrum löndum til að ráðast ekki á hollensk sendiráð eða Hollendinga. „Árás á Holland er árás á okkur,“ sagði Rabbae. Jan Peter Balkenende, forsætis- ráðherra Hollands, fordæmdi stutt- myndina og hrósaði hollenskum múslímum fyrir að bregðast við henni „með mikilli reisn“. Múslímar hvattir til að ráðast ekki á Hollendinga Reuters Umdeild mynd Stuttmynd Geerts Wilders mótmælt í Amsterdam. BANDARÍSK- AR herþotur gerðu í gær sprengjuárásir á liðsmenn Mahdi- hersins í borginni Basra í Suður- Írak þar sem íraskar öryggis- sveitir hafa barist við vopnaða stuðningsmenn sjíaklerksins Moq- tada al-Sadr. Nær 170 manns liggja í valnum eftir átök öryggissveitanna og liðsmanna Mahdi-hersins í Basra, hverfum sjíta í Bagdad, Hilla, Kut og Nasiriyah. Alþjóðlegar hjálparstofnanir sögðust hafa miklar áhyggjur af ástandinu í Basra og hvöttu örygg- issveitirnar og Mahdi-herinn til að hætta átökunum til að greiða fyrir flutningi á hjálpargögnum til borg- arinnar. Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, hét því að halda áfram hern- aðinum gegn liðsmönnum Mahdi- hersins þrátt fyrir harða mótspyrnu þeirra, mótmæli stuðningsmanna þeirra og mikið mannfall. Forsætisráðherrann veitti íbúum Basra frest til 8. apríl til að afhenda vopn sín gegn greiðslu. Þriggja daga frestur, sem liðsmenn Mahdi-hers- ins í Basra höfðu fengið til að afvopn- ast, rann út í gær. George W. Bush Bandaríkjafor- seti fagnaði aðgerðum írösku örygg- issveitanna og sagði þær sanna að stjórnin í Bagdad gæti varið sig. Býður greiðslu fyrir vopn Nuri al-Maliki SVARTA svaninum Petru og hjóla- bátnum hennar hefur verið sleppt á ný út á vatn í námunda við dýragarð- inn í Münster í Þýskalandi. Fyrir nokkrum árum varð Petra svo hrifin af bátnum, sem er í svanslíki, að hún fékkst ekki til að yfirgefa hann þegar átti að færa hana yfir í dýragarðinn til vetrardvalar. Hjólabáturinn var því færður með henni. Petra felldi hug til raunverulegs svans fyrir nokkru, en er sá svanur brást henni ákvað hún að taka upp samband sitt við hjólabátinn að nýju. Forstjóri dýragarðsins segir full- snemmt að segja til um hvort Petra muni halda tryggð við bátinn til framtíðar. Svanur elsk- ar hjólabát Par Petra sæl með bátnum sínum. MPA meistaranám í opinberri stjórnsýslu Stjórnmálafræðideild www.mpa.hi.is FÉLAGSVÍSINDASVIÐ HÁSKÓLI ÍSLANDS 2008 – 2009 Umsóknarfrestir 15. apríl og 5. júní Möguleg sérhæfing á ellefu fagsviðum Háskóla Íslands • Umhverfisstjórnun • Lýðheilsuvísindum • Stjórnun menntastofnana • Stjórnsýslurétti • Alþjóðasamskiptum • Hagnýtum jafnréttisfræðum • Evrópurétti • Umhverfis- og auðlindarétti • Upplýsingastjórnun og rafrænum samskiptum • Þjóðarétti • Viðskipta- og skattarétti Nýttu þér faglegan styrk og fjölbreytni Háskóla Íslands Einnig er boðið upp á diplómanám í opinberri stjórnsýslu sem svarar misserisnámi, og fjarnám Ítarlegur kynningarbæklingur fáanlegur og nánari upplýsingar á: www.mpa.hi.is Ei nn , t ve ir og fl rír 3 67 .0 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.