Morgunblaðið - 29.03.2008, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MARS 2008 45
árnað heilla
ritstjorn@mbl.is
Félagsstarf
Félag eldri borgara, Reykjavík |
Dansleikur á sunnudagskvöld kl. 21.
Ath. breyttan tíma. Klassík leikur fyrir
dansi
Félagsheimilið Gjábakki | Krumma-
kaffi kl. 9 og Hana-nú-ganga kl. 10.
Félagsstarf Gerðubergs | Alla virka
daga er fjölbreytt dagskrá, m.a. opnar
vinnustofur og spilasalur, dans, kór-
starf o.m.fl. Postulínsnámskeið hefst
þriðjud. 8. apríl kl. 13, kennari Sig-
urbjörg Sigurjónsd. Þriðjud. og föstud.
er létt ganga um nágrennið. Mánu-
daga og miðvikudaga kl. 9.50 eru
vatnsleikfimiæfingar í Breiðholtslaug.
Hæðargarður 31 | Müllersæfingarnar
kl. 9.15, Bör Börsson kl. 11 í Baðstof-
unni á þriðjudögum. Bókmenntafólk
er minnt á Akureyraferð 14.-16. maí,
kíkið við í morgunkaffi í Betri stofunni
og kynnið ykkur dagskrána. Lista-
smiðjan er alltaf opin, uppl. í Ráða-
gerði í s. 568 3132.
Íþróttafélagið Glóð | Ringó í Snæ-
landsskóla, Víðigrund, kl. 9.30-10.30,
uppl. í síma 564 1490.
Kvenfélag Garðabæjar | Félagsfundur
verður 1. apríl í Garðaholti kl. 20.
Kaffinefnd kvöldsins skipa hverfi 2, 4,
13 og 20, kaffinefnd mætir kl. 19.
Stjórnin.www.kvengb.is.
Kirkjustarf
Hvammstangakirkja | Gospelmessa
sunnudaginn 30. mars kl. 11, gospelkór
Akureyrar og Gospelkórinn KICK ann-
ast tónlistina.
Kolaportið | Helgihald er í Kolaport-
inu kl. 14. Fyrirbænum er safnað frá kl.
13.30, á meðan Þorvaldur Hall-
dórsson leikur sálma og ýmis lög, eig-
in og annarra. Sr. Bjarni Karlsson pre-
dikar. Prestar, djáknar og
sjálfboðaliðar leiða stundina. Mið-
borgarstarfið.
90ára afmæli. Sunnudaginn30. mars verður níræður
Ragnar Björnsson, fæddur í Vet-
urhúsum á Jökuldalsheiði frosta-
veturinn mikla 1918, Breiðvangi
28 Hafnarfirði, fyrrverandi mat-
sveinn. Ragnar tekur á móti gest-
um á afmælisdaginn í sal Flens-
borgarskóla milli kl. 16 og 18.
Gjafir og blóm afþökkuð en söfn-
unarbaukur Karlakórs Þrasta
mun verða á staðnum.
Brúðkaup | Gefin voru saman í hjónaband
15. mars síðastliðinn Kristrún Guðmunds-
dóttir og Ævar Freyr Ævarsson. Þau eyða
hveitibrauðsdögunum á Kanaríeyjum.
dagbók
Í dag er laugardagur 29. mars, 89. dagur ársins 2008
Orð dagsins: Því getum við öruggir sagt: Drottinn er minn hjálpari, eigi mun ég óttast. Hvað geta mennirnir gjört mér? (Hebr. 13, 6.)
Endurmenntun HÍ býðurupp á stutt námskeiðnæstkomandi mánudagum fósturskaða vegna
áfengisneyslu á meðgöngu, áhrif
hans á einstaklinga og hvað starfs-
menn heilbrigðiskerfis og hegning-
arkerfis þurfa að vita.
Þar flytur erindi Kathryn Kelly
sem unnið hefur við rannsóknir og
ráðgjöf á þessu sviði í samstarfi við
háskólann í Washington.
Eitt barn af hundrað
„Um eitt af hverjum hundrað
börnum fæðist skaðað vegna áfeng-
isneyslu móður. Áfengisneyslan
skaðar heilaþroskann og getur skað-
inn verið skeður áður en móðirin ger-
ir sér grein fyrir að hún er ólétt enda
geta hjá flestum konum liðið 30 dag-
ar frá getnaði þar til vart verður frá-
vika í tíðahring og í sumum tilvikum
geta liðið tveir mánuðir til viðbótar
þar til ólétta er staðfest. Á þessum
tíma getur hversdagsdrykkja valdið
fóstrinu skaða,“ útskýrir Kathryn.
Áhrifin birtast einkum í skertri
dómgreind og námshæfileikum en
Kathryn segir einstaklinga með
skaða af þessu tagi einnig vera í
meiri hættu á að ánetjast fíkniefnum:
„Nýleg sænsk rannsókn sýndi fram á
tengsl áfengisneyslu móður á með-
göngu og slakari námsárangurs og
starfsframa á fullorðinsaldri. Rann-
sókn var jafnframt gerð á ungum af-
brotamönnum í Bresku Kólumbíu í
Kanada og kom í ljós að um 23%
þeirra sýndu einkenni þess að hafa
orðið fyrir skaða á fósturstigi vegna
áfengis,“ útskýrir Kathryn. „Önnur
rannsókn sýndi fram á að af þeim
einstaklingum sem orðið hafa fyrir
skaða af þessu tagi hafa um 60%
komist í kast við lögin og um 50%
verið vistaðir í fangelsi, á geðdeild
eða verið lagðir inn á fíknarmeðferð-
arstofnun.“
Þörf á vitundarvakningu
Kathryn segir því ekki aðeins mik-
ilvægt að væntanlegar mæður séu
meðvitaðar um þau áhrif sem áfeng-
isdrykkja á meðgöngu getur haft á
þroska barnsins þeirra, heldur þurfi
fagaðilar í löggæslu, dómskerfi og
heilbrigðiskerfi að gera sér grein fyr-
ir þeim möguleika að einstaklingar í
þeirra umsjá kunni að hafa orðið fyr-
ir slíkum skaða og geti þess vegna
þurft á sérstökum úrræðum að
halda.
Námskeiðið er frá kl. 8.30 til 11.30
í húsnæði Endurmenntunar, Dun-
haga 7. Finna má nánari upplýsingar
á slóðinni www.endurmenntun.hi.is
Heilsa | Fyrirlestur um víðtæk áhrif fósturskaða vegna áfengisneyslu
Þurfa sérstaka meðferð
Kathryn
Kelly fæddist í
Wichita í Kan-
sas árið 1936.
Hún lauk BA-
gráðu í fé-
lagsfræði frá
ríkisháskól-
anum í Loui-
siana og á að
baki áratuga-
langan feril sem skilorðseftirlits-
fulltrúi en er nú verkefnastjóri Fe-
tal Alcohol and Drug Unit við
háskólann í Washington. Kathryn á
tvær dætur.
Tónlist
Bar 11 | Númer Núll og Viðurstyggð fremja
rokk og læti á Bar 11 í kvöld. Vesenið hefst kl.
22.30, fáið eyrnatappa lánaða hjá ömmum
ykkar og slammið.
Norræna húsið | Íslensk fagotttónlist á
15:15-tónleikum kl. 15:15 á sunnudag. Kristín
Mjöll Jakobsdóttir fagottleikari frumflytur
einleiksverk eftir Önnu Þorvaldsdóttur og
Atla Heimi Sveinsson og leikur ásamt Guð-
rúnu Óskarsdóttur semballeikara verk eftir
Þorkel Sigurbjörnsson og Jónas Tómasson.
Myndlist
Norræna húsið | „Norrænar hugrenningar
frá Mexíkó“ er heiti sýningar dönsku text-
íllistakonunnar Trine Ellitsgaard. Sýningin
stendur til 6. apríl. Listakonan hefur verið
búsett í Mexíkó sl. tuttugu ár og bera verkin
á sýningunni það með sér. Nánari upplýs-
ingar á www.nordice.is.
Skemmtanir
Reiðhöll Fáks í Víðidal | Stórsýningin Æsk-
an og Hesturinn 2008 fer fram í Reiðhöll-
inni í Víðidal helgina 29.-30. mars og er
þetta 17. sýningarárið. Tvær sýningar verða
hvorn dag, kl. 13 og 16. Fyrir hönd Æskunnar
og hestsins.
SÁÁ félagsstarf | Félagsvist og dans verður
í Von, Efstaleiti 7, í dag. Vistin hefst kl. 20,
og dansað verður að henni lokinni. Hljóm-
sveitin Furstarnir leikur fyrir dansi.
Mannfagnaður
Breiðfirðingafélagið | Félagsvist í Breiðfirð-
ingabúð sunnudaginn 30. mars kl. 14. Þriðji
dagur í þriggja daga keppni. Sjá nánar á
heimasíðunni www.bf.is.
Kvikmyndir
Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs | Al-
þjóðleg kvikmynda- og vídeólistahátíð byrj-
ar í dag í Sláturhúsinu – Menningarsetri á
Egilsstöðum kl. 20. Um 100 myndir verða
sýndar í vikunni, dagskrá má finna á heima-
síðunni www.700.is.
Fyrirlestrar og fundir
Kvenfélagið Fjallkonurnar | Fundur verður
þriðjudaginn 1. apríl kl. 20, í safnaðarheimili
Fella- og Hólakirkju. Umræðuefnið er hreyf-
ing og hollur matur.
Tjarnarbíó | Málþing um Elías Mar. Þingið
hefst með gönguferð kl. 13.30, leið-
sögumaður er Hjálmar Sveinsson. Málþingið
hefst kl. 14, þá verða flutt 5 erindi um skáld-
sögur hans og útgefanda; um íslenskt sam-
félag eins og það birtist í sögum hans. Einn-
ig verður rætt um hina leyndardómsfullu
frásögn Þórðar Sigtryggssonar sem Elías
skráði á árunum 1960-1965.
Frístundir og námskeið
Mímir símenntun ehf. | Ensku- og spænsk-
unámskeið hefjast hjá Mími símenntun í
byrjun apríl. Skráning í síma 580 1808 og á
www.mimir.is.
FRÉTTIR
LIÐ Cambridge-háskóla tók á hon-
um stóra sínum á æfingu í gær fyrir
róðrarkeppni á móti Oxford-há-
skóla sem er af mörgum talin lang-
lífasti íþróttaviðburður í heimi, en
hún fer fram í dag í 154. skipti.
Keppnin er ómissandi liður í ensku
samkvæmislífi og fjöldi fólks mætir
til þess að hvetja sitt lið.
Reuters
Halda við hefðinni
Í DAG, laugardag, klukkan 13, hef-
ur verið boðað til mótmæla fyrir ut-
an kínverska sendiráðið við Víðimel
í Reykjavík. Tilgangur mótmælana
er tvíþættur samkvæmt tilkynningu
frá fundarboðendum; að þrýsta á
kínversk yfirvöld að virða mann-
réttindi Tíbeta og hleypa alþjóðleg-
um mannréttindasamtökum inn í
landið og að sýna Tíbetum stuðning
í þeirra baráttu fyrir frelsi í sínu
eigin landi.
Mótmæli við sendiráð
FASTEIGNAFÉLAGIÐ Festar
ehf hefur sent frá sér eftirfarandi
yfirlýsingu:
„Á undanförnum dögum hefur
því margsinnis verið haldið fram á
opinberum vettvangi að eigendur
gamalla húsa í miðborg Reykjavík-
ur láti þau standa auð og drabbast
niður til þess að niðurrif þeirra
verði heimilað. Nú síðast mátti sjá
þetta álit í yfirlýsingu frá Torfu-
samtökunum, og voru áform Festa
um nýbyggingar á svokölluðum
Hverfisgötureit meðal annars gerð
þar að umtalsefni.
Í tilefni þessarar umræðu vilja
Festar koma því á framfæri að fé-
lagið hefur um langa hríð átt í við-
ræðum við borgaryfirvöld um
heildstæða uppbyggingu á reitnum
og í sameiginlegri yfirlýsingu
Festa og Skipulagssjóðs Reykja-
víkurborgar frá febrúar 2007 kem-
ur fram að gert er ráð fyrir endur-
skoðun á deiliskipulagi hans.
Markmið þessa samstarfs er að
finna lausn sem líkleg er til að
sætta ólík sjónarmið um útlit og
byggingarmagn í löngu tímabærri
endurreisn miðborgarinnar. Hluti
þeirra húsa sem fjarlægð verða
voru keypt af Skipulagssjóði til
niðurrifs og áformað er að nokkur
önnur hús á reitnum verði jafn-
framt fjarlægð. Hagsmunir Festa
af því að láta þau standa auð með
tilheyrandi sjónmengun og slysa-
hættu eru því engir.
Því miður hafa pólitískir svipti-
vindar síðustu missera í stjórn-
kerfi borgarinnar valdið ófyrirséð-
um töfum í viðræðum Festa og
borgaryfirvalda. Af þeim ástæðum
hefur skapast óþægilegt millibils-
ástand sem vonandi mun ljúka hið
allra fyrsta. Festar taka undir þær
áhyggjur af öryggismálum í mann-
lausum húsum sem komið hafa
fram að undanförnu og undirstrika
að af hálfu félagsins er eindreginn
vilji til að fjarlægja húsin tafar-
laust og ganga frá lóðum þeirra
með viðunandi hætti þar til bygg-
ingarframkvæmdir geta hafist.
Samkvæmt gildandi verklags-
reglum borgaryfirvalda fæst hins
vegar ekki heimild til niðurrifs
fyrr en skipulagsráð hefur sam-
þykkt teikningar af því sem byggt
verður í staðinn.
Festar óskuðu fyrr í vikunni eft-
ir fundi með slökkviliðsstjóra um
öryggismál í þeim húsum sem nú
bíða niðurrifs. Að tilmælum hans
hafa Festar tekið ákvörðun um að
loka þeim eins vel og auðið er. Á
það er hins vegar bent að aldrei er
hægt að útiloka innbrot í auð hús
né heldur hugsanlega íkveikju eða
önnur skemmdarverk í þeim. Vel
lokað hús varnar fólki vissulega
inngöngu en það getur líka lokað
fólk inni ef neyðarástand skapast.
Kirfileg lokun húsanna getur því
orðið mikil slysagildra, bæði fyrir
hugsanlegt hústökufólk og t.d.
slökkviliðsmenn sem þar þyrftu að
athafna sig.
Þess vegna láta Festar í ljós von
um að fá sem allra fyrst heimild til
að fjarlægja þau hús sem borg-
aryfirvöld hafa þegar tekið
ákvörðun um að verði rifin. Ein-
ungis þannig verður yfirvofandi
hættu á frekari óhöppum eytt auk
þess sem ásýnd svæðisins yrði við-
unandi þar til nýframkvæmdir
geta hafist.“
Festar loka húsum
á Hverfisgötureit
LEIKLISTARNÁMSKEIÐ fyrir
fullorðna hefst fimmtudaginn 3. apríl
og eru allir 16 ára og eldri velkomnir.
Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja
fá útrás fyrir sköpunargleðina í
spuna og leik og hefur dreymt um að
leika og þá sem hafa eitthvað leikið
og vilja rifja upp. Þá geta þeir sem
ætla sér í frekara leiklistarnám einn-
ig skráð sig og er boðið upp á auka-
nám fyrir þá sem ætla að sækja um
leiklistarskóla, hvort sem er hér
heima eða erlendis. Á námskeiðinu
verða kenndar almennar leiklist-
aræfingar, framsögn og framkoma
en aðaláherslan verður lögð á sköp-
unargleði og tjáningu. Kennarar eru
leikarar og leiklistakennarar. Leik-
listartímarnir verða á fimmtudögum
kl. 20-22 í Bolholti 4, 4. hæð. Nám-
skeiðið kostar 18.000 kr. og verður
einu sinni í viku í fimm vikur, segir í
fréttatilkynningu. Frekari upplýs-
ingar fást á iceolof@hotmail.com.
Leiklistarnámskeið
fyrir fullorðna