Morgunblaðið - 29.03.2008, Qupperneq 48
Hafði aldrei fyrirhitt
jafn mikið af svölum
mönnum á einum og sama
staðnum … 52
»
reykjavíkreykjavík
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
UPPSETNING Vesturports á
Kommúnunni eftir Lukas Mood-
ysson sem sýnd er í Borgarleikhús-
inu um þessar mundir verður sýnd
í Mexíkó dagana 9. til 18. apríl.
Fyrst verða þrjár sýningar í höf-
uðborginni Mexíkó en svo verða
þrjár sýningar í Guadalajara,
heimabæ Gaels García Bernal sem
leikur eitt af aðalhlutverkunum í
sýningunni. Bernal er stórstjarna í
Mexíkó og þarf því engum að koma
á óvart að nú þegar er uppselt á
allar sýningarnar sex í heimalandi
hans, en alls voru um 12.000 miðar
í boði. Sami leikhópur setur verkið
upp í Mexíkó og í Reykjavík en á
sýningunum í Guadalajara mun
Ilmur Kristjánsdóttir taka við hlut-
verki Elenu Anaya sem þarf frá að
hverfa vegna hlutverks í bíómynd.
Síðustu sýningar á Kommúnunni í
Borgarleikhúsinu verða í kvöld og
svo 3. og 4. apríl. Aðsókn að sýn-
ingunni hefur verið mjög góð og
var því gripið til þess ráðs að flytja
hana af Nýja sviðinu yfir á Stóra
sviðið síðustu sýningardagana. Sýn-
ingin í kvöld verður að vísu á Nýja
sviðinu þar sem Jesus Christ Su-
perstar verður sett upp á því stóra.
Leikstjóri Kommúnunnar er Gísli
Örn Garðarsson.
Seldu 12.000 miða í Mexíkó
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Kommúnan Nokkrir af leikurunum í sýningunni sem eru á leið til Mexíkó.
Óvænt starfs-
reynsla bættist
við ferilskrá
starfsmanna
Hellisheiðarvirkj-
unar um páska-
helgina þegar
starfsmennirnir tóku að sér auka-
hlutverk í stuttmynd Gaels Garcia
Bernal sem hann vinnur nú að fyrir
Sameinuðu þjóðirnar. Bernal nýtur
hjálpar kvikmyndafyrirtækisins
True North við gerð myndarinnar
en hún segir frá einum af átta lang-
tímamarkmiðum Sameinuðu þjóð-
anna sem samþykkt voru af 189
ríkjum árið 1990 og lúta að heilsu-
fari, fæðuöflun, menntun og meng-
un svo eitthvað sé nefnt. Stefnt er
að því að þessum markmiðum verði
náð fyrir árið 2015. Með aðalhlut-
verk í stuttmyndinni fara þeir Ingv-
ar E. Sigurðsson og Atli Rafn Sig-
urðsson.
Ingvar E og Atli Rafn
í góðum félagsskap
Það á ekki af hljómsveitinni Dal-
ton að ganga, en eins og fram kom
á dögunum skarst söngvari sveit-
arinnar á hálsi í líkamsárás sem
hann varð fyrir á Höfn í Hornafirði
um síðustu helgi. Var hann þá flutt-
ur með sjúkraflugi til Reykjavíkur
þar sem gert var að sárum hans.
Hlaut hann 50 spor á hálsi en hafði
áður en yfir lauk misst um tvo lítra
af blóði. Nú í gær henti það svo
hljómsveitina á meðan hún lék á há-
degistónleikum í Versló að eldur
kviknaði í rútu hennar sem stóð
fyrir utan skólann. Ef hægt er að
finna jákvæðan flöt á þessum
skakkaföllum þá er hann sá að æ
fleiri spyrja nú: Hvaða hljómsveit
er þetta eiginlega?
Hrakfallabálkar
Eftir Einar Fal Ingólfsson
efi@mbl.is
ELÍN Hansdóttir myndlistarkona var önnum kaf-
in við að sparsla upp í rifur á um 60 metra löngum
gangvegi, sem hún var að
byggja í Berlín, þegar hringt
var í hana. Seinni partinn í gær
opnaði hún síðan sýningu á
þessari stóru innsetningu í
Maribel Lopez Gallery; inn-
setningu sem fyllir upp í öll
þrjú rými gallerísins. Á listahá-
tíð 2005 vakti verk Elínar at-
hygli, en þar byggði hún göng í
gegnum Edinborgarhúsið á
Ísafirði.
„Þetta er áþekkur strúktúr en byggður öðruvísi
og myrkur inni í honum, nema á nokkrum stöðum
kemur birta inn um rifur,“ segir Elín.
Sýningarstjórinn Ellen Blumenstein skrifar um
innsetningu Elínar og segir að gestir týni áttum
þar sem gangurinn hlykkjast um, verði óöruggir
og fyllist óöryggiskennd. Göngin „sikksakka“
gegnum rýmin og enda í þröngum myrkum spíss.
Um verkið óma hljóð eftir Úlf Hansson. Er ferða-
lagið um þetta rými óþægilegt?
„Örugglega, eins og margt annað,“ segir Elín.
„Það fer eftir fólki. Þetta er langur gangur.
Galleríið er á fallegum stað, undir lestarteinum
við Spree-ána, þar sem vatnið liggur alveg að
gluggunum. En ég loka fyrir útsýnið, mig langaði
til að láta áhorfandann hverfa inn í myrkrið.“
Myndlist sem ferli
– Í verkum þínum virkjar þú áhorfandann.
„Það er mergur málsins. Ég byggi þennan
strúktúr og hann er tól, ekki tilbúið listaverk. Ég
hef mikinn áhuga á myndlist sem ferli en ekki ein-
hverri endavöru.
Ég eyði miklum tíma í að smíða þessar innsetn-
ingar, þetta eru tíu tíma vinnutarnir í fimmtán
daga; þetta ferli er mér kært. Ég á þannig allt
öðruvísi samband við verkin en gestirnir.“
– Er ekki sárt að sjá verkin rifin sundur eftir að
áhorfendur hafa upplifað þau?
„Nei, ég sé ekkert eftir þeim. Verkið er ekki
það sem stendur eftir í rýminu. Fyrir mig er verk-
ið upplifunin við að smíða það, og svo lifir það
vonandi áfram í minningu fólks.“
Þúsundir bóka – lifandi þjóðsögur
Í Landsbókasafni – Háskólabókasafni hefur á 4.
hæðinni verið stillt upp verki Elínar, BOOK-
SPACE. Er um að ræða 1.000 bækur sem síðasta
hálfa árið hafa verið lánaðar út í Borgarbóksafni
og fólki boðið að skrifa á þær, teikna eða tjá sig.
„Ég varð undrandi að sjá hversu margt fallegt
var komið í bækurnar, mikil heimspeki. Svo eru
aðrar 1.000 bækur í bókasöfnum hér í Þýskalandi.
Hugmyndin er að bækurnar verði allt að 15.000 í
allt, og verði lánaðar út í 10 til 15 ár í viðbót. Þá er
hugmyndin að safna þeim saman; ég lít á útkom-
una sem umfangsmikið skjalasafn, einhverskonar
lifandi þjóðsögur,“ segir Elín.
Hverfa í myrkrið
Elín Hansdóttir hefur byggt 60 metra löng og myrk göng í galleríi sínu í Berlín
Ljósmynd/Elín Hansdóttir
Þoka Hluti af myndverki sem tengist sýningu Elínar, Path, sem var opnuð í gær.
Elín Hansdóttir
■ Í dag kl. 14.00 – Örfá sæti laus
Maxímús Músíkús - Tónsprotatónleikar
Músin Maxímús Músíkus villist inn á æfingu og tónleika hljómsveitar-
innar. Tónleikar í tilefni af útkomu samnefndrar barnabókar Hallfríðar
Ólafsdóttur flautuleikara með myndum eftir Þórarin Má Baldursson
víóluleikara. Valur Freyr Einarsson leikari segir söguna af Maxímúsi,
trúðurinn Barbara lítur við og Maxímús sjálfur kemur í heimsókn. Á
efnisskránni eru m.a. Bolero eftir Ravel og fyrsti kaflinn úr fimmtu
sinfóníu Beethovens. Hljómsveitarstjóri: Bernharður Wilkinson
■ Fim. 3. apríl kl. 19.30
Einstakur gestur
Robert Levin er einhver merkasti tónlistarhugsuður okkar tíma. Hann
leikur píanókonsert nr. 3 eftir Beethoven og spinnur sína eigin
kadensur.
■ Fös. 4. apríl kl. 21.00
Heyrðu mig nú!
Öðruvísi upplifun af sinfóníutónleikum. Stuttir tónleikar þar sem lista-
mennirnir kynna verkin og partí í anddyri Háskólabíós á eftir. Róbert
Levin leikur píanókonsert eftir Beethoven og spinnur út frá lögum sem
tónleikagestir leggja til. Heppnir tónleikagestir vinna iPod í boði FL
Group.
Miðasala
S. 545 2500
www.sinfonia.is