Morgunblaðið - 30.03.2008, Blaðsíða 2
ÍSLEIFUR Jónsson, verkfræð-
ingur og fyrrum stjórnandi Jarð-
borana ríkisins, segir í grein í
Morgunblaðinu í dag að besta
lausnin í málefnum Sundabraut-
ar sé að hætta við lagningu henn-
ar og breikka þess í stað Vest-
urlandsveginn í þrjár til fjórar
akreinar. Ef Sundabraut sé nauð-
synleg þá sé skynsamlegast að
leggja hana ofan sjávar.
Í grein sinni bendir Ísleifur á að Esjan sé syðsta fjallið úr gamla berginu, sem
sé miklu eldra og þéttara en bergið á Suðvestur- og Suðurlandi. Sunnlenska
bergið leki líka miklu meira og því sé mjög hæpið að skynsamlegt sé að grafa
jarðgöng undir sjávarmáli á svæðinu.
„Ég legg því til að engin jarðgöng undir sjávarmáli verði leyfð á svæðinu frá
Kjalarnesi að Vatnajökli næstu milljón árin að minnsta kosti,“ skrifar Ísleifur
og áréttar skoðun sína: „Bönnum öll jarðgöng undir sjó frá Kjalarnesi að Vatna-
jökli.“ | 34-35
Varar við
Sundabraut
2 SUNNUDAGUR 30. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann
Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi,
gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur
Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Bjarna Ólafsson
bjarni@mbl.is
SÉ raunin sú að óprúttnir spákaup-
menn reyni vísvitandi að þrýsta
niður gengi krónunnar og íslenskra
hlutabréfa er hugsanlegt að hægt
sé að leggja fyrir slíka kóna gildru,
að sögn blaðamanns Financial Tim-
es að því er fram kemur í grein
sem birt er í blaðinu.
David Ibison var árið 1998
fréttastjóri viðskiptafrétta blaðsins
South China Morning Post, sem
gefið var út á ensku í Hong Kong.
Svæðið hafði þá nýlega horfið und-
an breskri stjórn og undir kín-
verska. Í kjölfarið sætti gjaldmiðill
Hong Kong, dollarinn, árásum spá-
kaupmanna og hlutabréfamarkaður
landsins sömuleiðis.
Gengi Hong Kong-dollarans var
tengt við gengi Bandaríkjadals og
Segir hann að eftirmarkaður með
skuldabréf íslensku viðskiptabank-
anna sé lítill og velta með bréfin
ekki mikil. Við slíkar aðstæður sé
hægt að þrýsta skuldatryggingará-
laginu á bréfin upp og veikja þar
með trú fjárfesta á bönkunum sjálf-
um. Segir hann að tryggingarálagið
nú sé miklu hærra en fjárhagsleg
staða bankanna gefi ástæðu til og
geti það bent til þess að markaðs-
misnotkun sé um að kenna. Spá-
kaupmennirnir geti með öðrum
orðum notað eftirmarkaðinn til að
þrýsta hlutabréfaverði bankanna
niður og græða á því að skortselja
hlutabréfin.
Veltir hann því upp þeirri spurn-
ingu hvort hægt sé að leggja fyrir
spákaupmennina gildru líkt og gert
var í Hong Kong fyrir áratug með
kaupum yfirvalda á hlutabréfum í
kauphöll.
Kong stórtöpuðu þegar gjaldmið-
ilinn og hlutabréfin hækkuðu og
fljótlega hættu árásir spákaup-
mannanna.
Markaðsmisnotkun
Ibison segir að þótt aðstæður í
Hong Kong árið 1998 og á Íslandi
nú séu ekki þær sömu séu til staðar
möguleikar fyrir spákaupmenn að
græða á því að leika á markaðinn.
höfðu spákaupmennirnir uppgötvað
leiðir til að misnota þessa tengingu
til að þrýsta niður gengi bæði
Hong Kong-dollarans og þarlendra
hlutabréfa. Græddu spákaupmenn-
irnir á því að veðja á lækkun hluta-
bréfanna, sem á viðskiptamáli kall-
ast að skortselja.
Telur Ibison Seðlabanka Íslands
geta lært af því hvernig seðlabanki
Hong Kong tók á þessum vanda.
Bankinn gerði á skömmum tíma
stórinnkaup á þarlendum hluta-
bréfum, að andvirði um 8% af
heildarvirði félaga í kauphöllinni í
Hong Kong, og þrýsti þar með
verði hlutabréfa upp. Samtímis
greip bankinn inn í gjaldeyrismark-
aðinn með svipuðum afleiðingum og
gerði lýðum ljóst að hann væri
reiðubúinn að gera slíkt aftur. Þeir
spákaupmenn sem höfðu skortselt
dollarann eða hlutabréf í Hong
Seðlabankinn leggi gildru
fyrir spákaupmennina?
FT segir Íslendinga geta lært af viðbrögðum seðlabanka Hong Kong við atlögum
Í HNOTSKURN
»David Ibison var fréttastjóriviðskiptafrétta South China
Morning Post 1998 sem gefið var
út á ensku í Hong Kong.
»Hann skrifar grein í FinancialTimes og telur Seðlabanka Ís-
lands geta lært af viðbrögðum
seðlabanka Hong Kong.
LÖGREGLAN í Borgarnesi stöðv-
aði akstur ungs manns á fjórða tím-
anum aðfaranótt laugardags vegna
gruns um ölvunarakstur. Það væri
vart í frásögur færandi nema fyrir
þær sakir að um kvöldmatarleytið á
föstudag var sami maður stöðv-
aður, þá fyrir að aka undir áhrifum
fíkniefna.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni hefur maðurinn alls verið
kærður fimm sinnum frá áramótum
fyrir akstur undir áhrifum lyfja.
Hann hefur þó ekki verið sviptur
ökuréttindum, sökum þess að mál
hans er enn á leið gegnum dóms-
kerfið, en sinn tíma tekur að rann-
saka blóðsýni.
Tekinn fimm
sinnum frá
áramótum
AÐFARANÓTT laugardags var
„hefðbundin“, að sögn varðstjóra
hjá lögreglunni á höfuðborg-
arsvæðinu. Drykkjulæti og slags-
mál, bæði við veitingahús í mið-
borg Reykjavíkur og í heima-
húsum – engar alvarlegar
líkamsárásir þó. Þá þurfti lögregla
að hafa afskipti af fimm ökumönn-
um vegna gruns um ölvun við
akstur.
Á Akureyri var framið innbrot á
sjöunda tímanum í gærmorgun.
Karlmaður á þrítugsaldri braust
inn í þjónustukjarna fyrir geðfatl-
aða en hafði ekki erindi sem erf-
iði. Með erfiði sínu tókst honum
þó að vinna töluverðar skemmdir.
Lögregla hafði hendur í hári
mannsins skömmu eftir innbrotið.
„Hefðbundið“
hjá lögreglu
KULDINN hefur eflaust bitið í kinnar hlaup-
aranna sem tóku þátt í árlegu vormaraþoni Fé-
lags maraþonhlaupara í gærmorgun.
Hlaupið var ræst við rafveitustokkinn í Elliða-
árdal og leyndi ákafinn sér ekki í svip hlaup-
aranna er þeir lögðu af stað í langa ferð. Leiðin
lá um Fossvoginn og Ægisíðuna eins og venja
hefur verið undanfarin ár.
Í ár var á annan tug keppenda skráður til þátt-
töku í heilu maraþoni, sem er rúmir 42 kílómetr-
ar, en á sjöunda tug keppenda var skráður í hálft
maraþon.
Morgunblaðið/G.Rúnar
Maraþonhlauparar við rásmarkið
„VIÐ ERUM rétt að fara af stað og
ákváðum m.a. að skoða ákveðin mál,
s.s. almenna launaþróun. Annars er
helst frá því að segja að við leggjum
áherslu á sömu atriði, þ.e. við og
ríkið. Hvort við finnum svo sömu
leiðir er annað mál,“ segir Signý Jó-
hannsdóttir, sviðsstjóri opinberra
starfsmanna hjá Starfsgreinasam-
bandi Íslands, um fund með samn-
inganefnd ríkisins sl. föstudag, en
kjarasamningur starfsmanna hjá
ríkinu innan aðildarfélaga SGS er
laus á morgun.
Signý segir ljóst að mjög erfitt sé
að semja við núverandi aðstæður í
efnahagslífinu og er samninga-
nefndin í annarri stöðu en sú er
samdi við Samtök atvinnulífsins 17.
febrúar sl. „Við höfum tekið ákvörð-
un um að fara rólega af stað og sjá
hvernig framvindan verður. Ef
þetta er viðvarandi ástand erum við
í allt annarri stöðu.“
Næsti samningafundur er fyrir-
hugaður 10. apríl næstkomandi.
Vaktavinna slítandi
Líkt og komið hefur fram er lögð
áhersla á að hækka lægstu laun sér-
staklega og vinna að auknum kaup-
mætti. Auk þess þarf heildarend-
urskoðun á vinnufyrirkomulagi
vaktavinnufólks, enda hafi það sýnt
sig að vaktavinna sé fremur slítandi
en annað fyrirkomulag. Þá telur
SGS nauðsynlegt að efla starfs-
menntun enn frekar og það nám
sem nýtist í starf.
Gunnar Björnsson, formaður
samninganefndar ríkisins, segir of
snemmt að segja til um framgang
viðræðna. Hann er þó sammála Sig-
nýju hvað varðar áherslurnar og
segir þær ekki svo ólíkar. „Það get-
ur í sjálfu sér gefið fyrirheit um að
hægt sé að ná saman á þokkalega
raunsæjum nótum.“
Staðan allt önnur en í
samningum ASÍ og SA
SGS fundaði með samninganefnd ríkisins fyrir helgi
BÁSAFJÓSUM hefur fækkað mikið
á undanförnum árum og hefur í
staðinn fjósum með legubása,
þ.e.a.s. fjósum þar sem kýrnar
ganga um lausar, fjölgað mikið.
Þetta kemur fram í skýrslu sem
Landbúnaðarháskóli Íslands hefur
unnið fyrir Landssamband kúa-
bænda, en á síðustu fjórum árum
hefur básafjósum fækkað úr 86% í
70%.
Einnig kemur fram að legubása-
fjós með mjaltaþjónum eru að jafn-
aði með hæstu meðalnytina og er
það breyting frá árinu 2005 þegar
básafjós með mjaltabás voru
afurðamestu bú landsins. Þau eru
einnig stærst með 60 kýr.
Básafjósum
fækkar