Morgunblaðið - 30.03.2008, Síða 4
4 SUNNUDAGUR 30. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
7.
T
rúarlegar alvöruspurningar
koma frá grunni mannshugans
og snúast um það, sem allt velt-
ur á.
Þær eru lífsbrýnar í fyllsta
skilningi, „existential“, eins og sagt er á út-
lensku, þ.e. þær beinast að því, sem sker úr
um tilveru manns.
Ég er til. Hvað er að vera til? Er finn-
anlegt svar við því? Hvers vegna er ég til?
Og til hvers?
Er fáanlegt svar, þegar ég spyr þannig,
að ég er sjálfur í húfi? Og öll örlög manns
og heims. Sjálfur í húfi og allt.
Þegar svo er spurt, þá er það Guð, sem
verið er að spyrja um og leita að.
Sú leit er undirrót allra trúarbragða og
dulið eða meðvitað kveikiafl alls trúarlífs.
Vitnisburðirnir um svörin, sem sú leit hef-
ur fengið, eru miklir að vöxtum og margir
mikilfenglegir.
En samhljóða eru þeir ekki. Nema í því
eru allir athyglisverðustu trúarvitnisburðir
einróma, að leitin samkvæmt innsta hugboði
að æðsta svari sé út af fyrir sig ómetanleg
reynsla, sem veiti heilnæma fullnægju og
stuðli áþreifanlega að innri heilsu og
þroska.
Vitnisburðir kristinna manna einna um
það, hvernig þeir leita og hvaða svör þeir
hafa fengið, eru óyfirsjáanlega miklir að
vöxtum. Og að efni til hinar áhrifamestu
heimildir um mannlega reynslu.
Ágústínus segir í Játningum sínum (8.7),
að í einbeittu trúarlífi séu menn að „leita að
því, sem ekki er aðeins meira vert, þá fund-
ið er, heldur er leitin sjálf dýrmætari en
fjársjóðir og ríki veraldar, þótt í höndum
væru, og nautnir líkamans, þótt allar væru í
boði að vild“.
Um þetta er einhugur meðal einlægra
kristinna trúmanna.
Óumdeilanlegt er það, að trú, trúar-
viðhorf, trúarlíf, trúarvissa, er veruleiki í
huga manna. Og næsta fyrirferðarmikil
staðreynd þar.
Sú staðreynd er verðugt og mikilvægt
viðfangsefni fyrir vísindalega athugun og
rannsóknir.
Enda hefur verið um þetta fjallað í lær-
dómsritum, sem varla verður tölu á komið.
En vísindaleg meðhöndlun trúar getur
ekki náð lengra en til áþreifanlegra, jarð-
neskra staðreynda. Allt, sem slík rannsókn
nær til, er innan takmarka raunheimsins.
Öll mannleg reynsla, allur huglægur veru-
leiki, tilheyrir þeim heimi.
En hvort það, sem hugur lifir, samsvarar
eða nær taki á einhverju handan hins svo
nefnda raunheims eða hins áþreifanlega,
jarðneska veruleiks, því svara engin vísindi,
það er ekki þeirra meðfæri. Þau geta ekki
skorið úr því af eða á.
Á þeim mærum, þar sem hugur mannsins
opnast fyrir áhrifum, sem hann telur vera
annars heims, hljóta vísindin að nema stað-
ar og viðurkenna í auðmýkt, að þeirra svið
er þessi heimur.
En vit og fordómalaus raunhyggja hefur
brýnu hlutverki að gegna, þegar kanna skal
og meta veig og gildi þess, sem gerist í
huga eða sál mannsins.
Jafnframt hlýtur allt vakandi vit að við-
urkenna, að mannleg hugsun og reynsla
rúmar djúp, sem engin köld rökhyggja
kannar eða skýrir.
Það hlýtur að teljast sjálfsagt viðhorf
heilbrigðra vísinda að sjá og viðurkenna, að
trú og trúarreynsla er áþreifanlegur og
máttugur veruleiki í mannlegum hug-
arheimi, og loka sig ekki fyrir þeim spurn-
ingum, sem sú staðreynd hlýtur að vekja,
né afgreiða þær með sjálfbirgum hroka.
Rökhugsun og raunsæi eru dýrmæt nauð-
syn á öllum sviðum. Raunvísindin eru mik-
ilfenglegur vitnisburður um áþreifanlegan
árangur af mannlegri leit. Þau hafa leitað
uppi marga ómetanlega lykla að ráðgátum
þess heims, sem við lifum í.
Hugvitssamleg tækni beitir þeim lyklum
með ótvíræðum árangri.
En þeir lyklar ganga ekki að öllum læs-
ingum. Og þegar betur er að gáð blasir það
við, að þeir opna hvergi svo, að maður sjái
og skilji annað en ysta yfirborð á ókann-
anlegu djúpi.
Það er óþarfi að fara út fyrir mannshug-
ann sjálfan, já, mannslíkamann, til þess að
finna þessum orðum stað.
Reyndar hefur mér nægt að horfa á maðk
eða flugu, kónguló eða maur, strá eða mo-
sakló til þess að verða agndofa yfir því,
hvað ég er langt frá því að geta skilið eða
skýrt undur lífsins.
HUGVEKJA
Sigurbjörn
Einarsson
Leit og svör
Ágústínus segir í Játningum sín-
um, að í einbeittu trúarlífi séu
menn að „leita að því, sem ekki er að-
eins meira vert, þá fundið er, heldur er
leitin sjálf dýrmætari en fjársjóðir og
ríki veraldar,..“
»
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
„VIÐ erum búnir að ganga frá því
að við kaupum stjórnklefann,
þ.e.a.s. fremsta hlutann af vélinni,“
segir Hafsteinn Hafsteinsson,
stjórnarformaður Avion Aircraft
Trading, sem er einn styrktaraðila
flugsafnsins á Akureyri. Náðst hef-
ur samkomulag við núverandi eig-
endur Gullfaxa, fyrstu þotu Íslend-
inga, um kaup á fremsta hluta
vélarinnar og hafa samningar þar
um verið undirritaðir. Verður
stjórnklefinn fluttur í heilu lagi til
landsins til varðveislu á flugminja-
safninu.
Eins og fram hefur komið verður
Gullfaxi rifinn í Roswell í Nýju-
Mexíkó í Bandaríkjunum. Hafþór
og fleiri hafa um skeið unnið að því
að fá vélina hingað til lands til varð-
veislu og féllst eigandi vélarinnar á
það í byrjun mars fresta niðurrifinu.
Kaupverðið um 3,1 milljón
Unnið verður að því á næstu fjór-
um til fimm vikum að klippa stjórn-
klefann af skrokknum og undirbúa
flutning hans með skipi til Íslands.
Ætlar
Hafþór að fara til Roswell í byrj-
unn maí til að fylgjast með lokafrá-
gangi fyrir flutninginn.
Hann segir að hópur góðra
manna hafi gefið loforð um að taka
þátt í að fjármagna kaupin og þau
mál séu nú í höfn. Kaupverð stjórn-
klefans er um 40 þúsund dollarar
(rúmar 3,1 milljón ísl. kr.) en þá er
ótalinn umtalsverður kostnaður við
flutning hans frá Houston til Ak-
ureyrar. „Við erum að byrja að
vinna í því,“ segir Hafþór.
Hann segir að gera þurfi endur-
bætur á mælitækjum í stjórnklef-
anum og færa hann til upprunalegs
horfs. Það verði gert í Bandaríkj-
unum. „Þá verður hann nákvæm-
lega eins og hann var þegar vélin
kom til landsins 1967.“
Að sögn Hafþórs er þegar byrjað
að rífa vélina og er búið að taka af
henni hreyflana og fleira. Fremsti
hluti vélarinnar verður svo fluttur
með flutningatrukki til Houston þar
sem hann verður settur um borð í
skip sem siglir með hann til Evrópu
Verður hann væntanlega fluttur
þaðan beint til Reyðarfjarðar og svo
landleiðina til Akureyrar.
Hafþór vonast til að stjórnklefinn
verði kominn á flugminjasafnið fyrir
41 árs afmæli vélarinnar í júní en
Gullfaxi kom fyrst til Íslands laug-
ardaginn 24. júní 1967. „Það er
stefnt að því að senda hann af stað
fyrstu vikuna í maí og síðan er þetta
bara spurning um hvað tekur lang-
an tíma að koma honum sjóleiðina
til Íslands.“
Gengið frá kaupum á
stjórnklefa Gullfaxa
Viðamikill und-
irbúningur fyrir
flutninginn sjóleið-
ina frá Houston til
Akureyrar
Væntanleg Fremsti hluti Gullfaxa, fyrstu þotu í eigu Íslendinga, verður
fluttur til landsins. Gullfaxi markaði upphaf þotualdar á Íslandi er hún
lenti á Reykjavíkurflugvelli 24. júní 1967.
Í HNOTSKURN
» Gullfaxi, fyrsta farþegaþotaÍslendinga, kom til landsins
árið 1967.
» Til stóð að rífa flugvélina íRoswell í Nýju Mexíkó í
Bandaríkjunum nú fyrr í mán-
uðinum en Hafþór Hafsteinsson,
stjórnarformaður Avion Aircraft
Trading, fékk því frestað í tvo
mánuði.
» Í fyrstu var krafist 80 millj-óna króna fyrir vélina en síð-
an samdist um koma stjórnklef-
anum einum hingað til lands.
Mun kostnaður við það vera um
3,1 millj. kr.
TÓMAS Tómasson,
fyrrverandi sparisjóðs-
stjóri í Keflavík, lést á
Heilbrigðisstofnun Suð-
urnesja föstudaginn 28.
mars á 84. aldursári.
Hann var fæddur á
Járngerðarstöðum í
Grindavík hinn 7. júlí
1924. Foreldrar hans
voru Jórunn Tómas-
dóttir húsfreyja og
Tómas Snorrason,
skólastjóri og leiðsögu-
maður. Tómas lauk
stúdentsprófi frá MA
árið 1943 og hefði því
fagnað 65 ára stúdentsafmæli í góðra
vina hópi í vor. Cand. juris prófi lauk
Tómas frá HÍ árið 1950.
Tómas stundaði lögfræðistörf á
Akureyri frá 1950 til 1951 auk þess
að vera jafnframt ritstjóri Íslend-
ings. Hann starfaði sem fulltrúi hjá
Bæjarfógetaembættinu í Keflavík
frá 1954 til 1961 en frá þeim tíma og
fram til þess að hann tók við starfi
sparisjóðstjóra við Sparisjóðinn í
Keflavík árið 1974 rak hann eigin
lögfræðiskrifstofu og fasteignasölu í
Keflavík.
Tómas vann alla tíð ötullega að fé-
lagsmálum. Hann var formaður
Stúdentaráðs HÍ frá 1947 til 1948,
einn af stofnendum Lionsklúbbs
Keflavíkur og fyrsti formaður hans.
Hann var umdæmis-
stjóri Lionshreyfing-
arinnar á Íslandi frá
1960 til 1961. Hann var
einnig einn af stofn-
endum Oddfellow-
stúku í Keflavík árið
1976 og fyrsti yfir-
meistari hennar auk
þess að vera í yfir-
stjórn reglunnar á Ís-
landi.
Tómas var ætíð mik-
ill áhugamaður um
sveitarstjórnarmálefni
og talsmaður samein-
ingar minni sveita-
félaga í stærri einingar. Hann var
bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokk-
inn í Keflavík frá 1954 til 1962 og síð-
an frá 1970 til 1986. Hann var vara-
forseti bæjarstjórnar frá 1954 til 62
en forseti bæjarstjórnar frá 1970 til
86. Hann var formaður bæjarráðs
frá 1954 til 1962.
Tómas sat í margvíslegum nefnd-
um og stjórnum á vegum Keflavík-
urbæjar og í samstarfi sveitarfélaga
á Suðurnesjum. Hann var í mið-
stjórn Sjálfstæðisflokksins frá 1975
til 1979. Árið 1978 var hann kosinn af
Alþingi til setu í stjórnarskrárnefnd.
Eftirlifandi maki Tómasar er
Halldís Bergþórsdóttir. Börn þeirra
eru fimm, barnabörnin níu og barna-
barnabörnin fjögur.
Andlát
Tómas Tómasson
BORGARRÁÐ samþykkti á fundi
sínum sl. fimmtudag að auglýsa til-
lögu á deiliskipulagi útivistarsvæðis
Úlfarsárdals. Í kjölfarið óskaði Ósk-
ar Bergsson, borgarfulltrúi Fram-
sóknarflokks, eftir svörum um hvort
vatnagarður sá sem settur var í mál-
efnasamning fyrsta meirihluta borg-
arstjórnar á þessu kjörtímabili hefði
verið blásinn út af borðinu.
Í fyrirspurn Óskars segir: „Í fyr-
irliggjandi auglýsingu um deiliskipu-
lag útivistarsvæðis Úlfarsárdals er
ekki gert ráð fyrir vatnagarði eins
og fyrri tillögur gerðu ráð fyrir. Að
því gefnu er mikilvægt að fyrir liggi
yfirlýsing frá borgaryfirvöldum um
að ekki standi til að hætta við fyr-
irhugaðan vatnagarð í Úlfarsárdal.“
Óskar vildi jafnframt fá að vita hvar
vatnagarðurinn yrði staðsettur, ef
bygging hans stæði enn til, og hve-
nær skipulagstillögur yrðu kynntar.
Óskar segist fá svör hafa fengið á
fundi borgarráðs en þeim hafi verið
lofað á þeim næsta.
Vatnagarður blásinn af?