Morgunblaðið - 30.03.2008, Page 6

Morgunblaðið - 30.03.2008, Page 6
6 SUNNUDAGUR 30. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR F yrir nær tveim áratugum lýsti ég þeirri skoðun minni á Alþingi, að rétt væri að breyta rík- isútvarpinu í hlutafélag, sem loks náðist fram fyrir rúmu ári. Þetta var umdeild ákvörðun en óhjá- kvæmileg, þar sem útvarpsrekstur hafði verið gefinn frjáls og nýir ljós- vakamiðlar komið til sögunnar. Eigi að síður dafnar ríkisútvarpið vel í vernduðu umhverfi, þar sem veruleg- um hluta tekna þess er eins og áður aflað með sérstökum nefskatti. Auðvit- að skekkir þetta samkeppnina við aðra fjölmiðla. Til þess að eyða tortryggni þótti rétt við meðferð málsins á Al- þingi, að upplýsingalög giltu um starf- semi Ríkisútvarpsins ohf. Nú bregður svo við, að ritstjóri Vís- is leitar eftir upplýsingum um launa- kjör tveggja dagskrárstjóra rík- isútvarpsins, karls og konu, þar sem orðasveimur sé um, að jafnréttislög séu brotin. Undir slíkum grun getur ríkisútvarpið illa legið og alls ekki, ef haft er í huga, hversu hart það hefur gengið fram til að upplýsa mál af þessum toga, þegar aðrar stofnanir eiga í hlut. Úrskurðarnefnd um upp- lýsingamál hefur kveðið upp sinn úr- skurð: Upplýsingarnar skulu látnar í té! En þá bregður svo við, að annar dagskrárstjóranna, Þórhallur Gunn- arsson, felur lögmanni sínum að leggja fram lögbannskröfu á Rík- isútvarpið við því að upplýsingarnar séu veittar. – „Ég ætla sjálfur að fá að stýra því hvenær persónulegar upp- lýsingar um mig eru birtar,“ segir hann kotroskinn. Vel má vera, að hann hafi ekki áttað sig á þeim lögum, sem um Ríkisútvarpið ohf. giltu, þegar hann réð sig til starfa, og vilji ekki una þeim. Það, hversu hart hann bregst við, bendir til þess. Nú þekkjum við það auðvitað gaml- ir blaðamenn, að iðulega eru birtar persónulegar upplýsingar í blöðum eða ljósvakamiðlum í trássi við við- komandi, – eðli sínu samkvæmt. Þá þýðir lítið fyrir litlu Gunnu eða litla Jón að veifa lögbannskröfunni. Fréttin birtist. Og þeim mun meir verður úr henni gert sem lengur er streist á mót. Í lögum um Ríkisútvarpið ohf. segir, að það skuli gæta „fyllstu óhlutdrægni í frásögn, túlkun og dagskrárgerð“. Þetta eru háleit markmið, sem verða undir eins að glamri, ef menn fá það á tilfinninguna að ekki sé við þau staðið. Ég minnist þess síðustu ár mín á Al- þingi, að sérstaklega einn þingmaður, Össur Skarphéðinsson, tortryggði rík- isútvarpið mjög og fréttaflutning þess. Hann sagði, að útvarpið væri undir pólitísku oki og að eigendavald Sjálf- stæðisflokksins yfir því væri meira en eigendavald Baugs yfir þeim fjöl- miðlum, sem undir lægju. En var það svo? Hugleiddu starfsmenn rík- isútvarpsins orð leiðtoga Samfylking- arinnar eða voru þau látin líða um dal og hól eins og blogg á vetrarnóttu? Ríkisútvarpið hlýtur að gæta sóma síns. Það er óþolandi að uppi skuli dylgjur um, að í því húsi séu jafnrétt- PISTILL » Þá þýðir það lítið fyrir litlu Gunnu og litla Jón að veifa lögbannskröfunni. Fréttin birtist. Og þeim mun meir verður úr henni gert sem lengur er streist á móti. Halldór Blöndal Ríkisútvarpið inn í kastljósið islög ekki virt. Sömuleiðis verður að eyða efasemdum um, að dagskrár- stjórar og fréttamenn ríkisútvarpsins gæti fyllstu óhlutdrægni í störfum sín- um. Ég vænti þess, að á aðalfundi Ríkisútvarpsins ohf. verði þessum málum gerð skil og skýrt, hvernig stjórnin fylgist með því, að mark- miðum laganna sé fylgt. Hljóðpistlar Morgunblaðsins, Pétur Gunnarsson les pistilinn HLJÓÐVARP mbl.is „VIÐ hófum grásleppuveiðarnar 15. mars sl. og örugglega væri hægt að fiska ef veður gæfi,“ segir Svafar Gylfason, skipstjóri á Konráði EA 90 í Gríms- ey, um grásleppuveiðarnar að undanförnu. „Við höf- um ekki komist nógu grunnt eins og tíðin er núna. Annars er of snemmt að spá um útkomuna, við fáum þetta 50 til 60 grásleppur, jafnvel 5-6 nátta,“ segir hann. Með Svafari um borð í Konráði EA á grásleppu- vertíðinni eru þeir Sæmundur Ólason og Rúnar Helgi Kristinsson. Of snemmt að spá um útkomuna Morgunblaðið/Helga Mattína Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is VÉLHJÓLAEIGANDINN Guð- mundur Á. Guðlaugsson var hætt kominn á föstudaginn langa, þegar hann var á ferð við fjórða mann á vélhjólum um fjörur Sólheima- sands. Þar lenti hann í ógöngum í flæðarmálinu og mátti litlu muna að hann léti í minni pokann fyrir nátt- úruöflunum þennan dag. Víða eru, að sögn Guðmundar, lítt sjáanlegar hættur sem rétt er að vara fólk við. Ferðafélagarnir voru á tveimur ferðahjólum og tveimur fjórhjólum og keyrðu sem næst flæðarmálinu þar sem gróður er enginn, þar til komið var að ánni Klifandi, að sögn Guðmundar. Þar afréð hann, eftir tvær brokkgengar tilraunir félaga sinna til að komast yfir ána nokkru ofan óssins, að fara yfir hana 50-100 metrum ofan flæðarmálsins. Þar breiðir áin úr sér og virðist hálf- partinn hverfa út í sandinn. Sandurinn á fleygiferð „Við höfðum keyrt yfir sprænur sem hurfu svona út í sandinn fyrr þennan dag. Það virtist ekkert mál,“ segir Guðmundur, sem er vanur ferðamennsku og er m.a. bíl- stjóri hjá björgunarsveitinni Kili á Kjalarnesi. Hann hafi fundið að sandurinn var blautur en ekki áttað sig á þeirri miklu hreyfingu sem var í honum. Þegar út á sandbleyt- una var komið sökk hjólið lítið, en færðist á mikilli ferð í átt til sjávar. „Þetta var kannski 30-50 metra breitt yfir á bakkann hinum megin, en ég átti rúmlega þrjá metra ófarna þegar ég komst ekki lengra,“ segir Guðmundur. Þá var hann kominn svo nálægt sjónum að stór alda lenti á honum og sló hann af hjólinu. Hann hafði þá borist tugi metra til hliðar. Guðmundur fékk þá á sig hverja ölduna á fætur ann- arri, sem kaffærðu hann og drógu úr honum mátt. Að lokum missti hann hjólið frá sér eftir mikla bar- áttu við öldurnar og þurfti hjálp frænda síns og ferðafélaga til að komast upp á bakkann. „Ég var al- veg búinn, og hefði farið út með næstu öldu ef hann hefði ekki stutt mig upp á bakkann,“ segir Guð- mundur. Hann segist hafa misst áttirnar algjörlega í öldurótinu og varla hafa vitað hvaðan á sig stóð veðrið. Hon- um hafi þó orðið hugsað til slyss sem varð í Reynisfjöru sl. vor, þar sem þýskan ferðamann tók út í ölduróti. Guðmundur segir mikil- vægt að hann og aðrir læri af þess- um mistökum. Allir ættu að vara sig á aðstæðum sem þessum. Föstudaginn langa var veður gott og ekkert sem benti til að illa gæti farið. Guðmundur segir duldar hættur af þessu tagi víða að finna. „Menn eiga að passa sig á öllum svona sprænum og sandpyttum í fjörum sem hægt er að festast í. Ef öldurót er fyrir utan geta aðstæður breyst á örskömmum tíma, jafnvel þótt veður sé gott,“ segir hann. Hefði farið út með næstu öldu ef ekki fyrir stuðning félagans ÁKVEÐIÐ hefur verið að hefja við- ræður við Grund um rekstur öldr- unardeildar fyrir heilabilaða á Landakoti. Reksturinn var á dögun- um boðinn út og bárust tvö tilboð. Að sögn Björns Zoëga, lækningafor- stjóra Landspítalans, er tilboð Grundar nálægt áætlun sem gerð hefur verið um rekstrarkostnað deildarinnar. Deildin hefur verið lokuð vegna manneklu á Landakoti undanfarið og liggja sjúklingarnir því á öðrum deildum sjúkrahússins og bíða eftir viðeigandi úrræðum. Miðað við að Grund taki við rekstinum 1. maí Á deildinni sem um ræðir eru 18 rúm og í tilboði Grundar felst allur rekstur deildarinnar, þ.m.t. hjúkrun- arvörur, lyf, læknis- og hjúkrunar- þjónusta, iðjuþjálfun, sjúkraþjálfun, matur og fleira. Landspítalinn út- vegar hins vegar húsnæðið, rúm og önnur tæki. Miðar tilboðið við að Grund taki við rekstrinum 1. maí nk. og út þetta ár með möguleika á framlengingu til 6-12 mánaða. Hugsanlegt er að verkefnið tefjist um mánuð og að deildin verði ekki opnuð fyrr en 1. júní. Auk deildarinnar sem útboðið nær til eru starfræktar sex aðrar öldr- unardeildir við Landspítalann. Ákveðið að ræða við Grund MIKIÐ þarf að hafa fyrir að ná kísilskán af rúðum hóp- ferðabifreiða, að sögn Ágústs Haraldssonar hjá Hópbílum hf. Í lok sumars hefur svo mikið sest á suma bíla að illa sést bæði inn og út. Þó hefur ekki þurft að skipta um rúðu vegna kísilskemmda, enda bílafloti Hópbíla reglulega end- urnýjaður. Auðvelt að verja bílana Páll Thor Leifsson hjá versluninni Bílasmiðnum segist hafa frétt af miklum kísilskemmdum á bílum sem notaðir eru við gerð gufuaflsvirkj- ana. Páll bendir þó á að einföld lausn sé til að verja bíla fyrir skemmdum af þessu tagi, en hægt er að kaupa bílabón og rúðuvörn sem notar svo- kallaða nanó-tækni til að verja bíl- inn. Byggist tæknin á að nota örlitlar efniseindir, sem eru svo smáar að þær koma í veg fyrir að óhreinindi og aðskotaefni geti loðað við yfirborð. Páll segir að margir fínustu bíla- framleiðendur lakki í dag bíla sína með nanó-blandaðri málningu, en einnig má kaupa nanóefni til að bera á bíla og veitir það góða vörn. Þurfa að standa í úðanum Þorsteinn Jóhannsson, sérfræð- ingur hjá Umhverfisstofnun, segist telja líklegt að til að skemmdir verði vegna kísils þurfi bíllinn að standa í gufuúðanum, og situr þá kísillinn eft- ir þegar vatnið gufar upp af bílnum. Þekkir hann sjálfur að hafa baðað sig í heitum potti á Hveravöllum og slett vatni á gleraugu sín sem hann þurrk- aði ekki af fyrr en næsta dag. Hafði þá vatnið skilið eftir sig blett sem ekki var hægt að fjarlægja og hefði hann þurft að skipta um gler. Þorsteinn segir þó mjög ólíklegt að kísill frá borholum í nágrenni höf- uðborgarsvæðisins geti skemmt bíla í þéttbýli, bæði þurfi kísillinn að vera í raka gufustróksins til að setjast fastur, og einnig er gufa frá virkj- unum yfirleitt leidd í gufuskiljur, þar sem kísillinn skilst frá. Þó að brenni- steinsgufur, með tilheyrandi lykt, geti borist til borgarinnar í réttri vindátt þá þurfi ekki að óttast að kís- ill berist með. Kísilskán til vand- ræða Sest á bílrúður í úða frá goshverum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.