Morgunblaðið - 30.03.2008, Side 8

Morgunblaðið - 30.03.2008, Side 8
8 SUNNUDAGUR 30. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ Við höfum nú verið að draga saman seglin og minnka við okkur húsnæðið og hokrum nú hér út í horni við eitt skrifborð til að mæta kreppunni, hr. seðlabankastjóri. VEÐUR Franska sjónvarpið hefur tekiðákveðna forystu í baráttunni fyrir því að reyna að tryggja að sjónvarpsútsendingar frá Ólymp- íuleikunum í Kína í sumar verði ótruflaðar og ekki sendar út með neinni seinkun. Hafa forsvars- menn Franska sjónvarpsins gefið til kynna að ef slíkt verði ekki tryggt verði ekki af útsendingum sjónvarpsstöðvarinnar frá Kína.     ÁhyggjurFrakka kviknuðu í kjöl- far þess að Kín- verska sjón- varpið ritskoðaði út- sendingar frá mótmælum Tíb- eta, þegar ól- ympíueldurinn var tendraður í Grikklandi í liðinni viku.     Sneru Frakkar sér til Evrópskasjónvarpssambandsins og fóru fram á að sambandið útvegaði tryggingu frá Kínverjum í þá veru að sjónvarpsútsendingar yrðu beinar og ótruflaðar, jafnvel þótt til mótmæla kæmi. Al- þjóðaólympíunefndin hefur nú óskað eftir slíku fyrirheiti frá Kínverjum.     Þessi barátta Frakka er jákvæðog til fyrirmyndar.     Aðrar sjónvarpsstöðvar í Evr-ópu ættu að taka sér þessa af- stöðu Frakka til fyrirmyndar og leggja þannig tjáningarfrelsinu dýrmæta lið.     Hvað ætlar Sjónvarpið að gera íþessum efnum?     Hvað ætlar Páll Magnússon aðgera?     Ætlar útvarpsstjórinn eitthvaðað gera? STAKSTEINAR Páll Magnússon Hvað gerir Sjónvarpið? SIGMUND                            ! " #$    %&'  ( )                         * (! +  ,- . / 0     + -                                      12       1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (      !"  #  !"  #     !"    $   %         :  3'45;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@).?                  &                            *$BCD                   !"  " # "$%  "   &  '  "   "(%%  ( "   *! $$ B *!   ' ( )"  ( "    %" $ * % <2  <!  <2  <!  <2  ' ")   + # ,-! %.  E                      )   "   !      $ " * +  ,  %  "%     6  2   - . !   "/   "   ,  0 B    . 1" ( !  " ( "     ,  2        /0 %11  %"$ 2 % !$%+ # 3     & Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Guðrún Þóra Hjaltadóttir | 29. mars 2008 Loksins var einhverjum ofboðið Öll vitum við að íslend- ingar standa lítið sam- an þegar brotið er á þeim. Danir eru mjög duglegir að nota sam- stöðu sem vopn á móti til dæmis hækkunum. Þeir hætta að kaupa og þá gerist eitt- hvað. [...] Núna hefur komið saman hópur fólks sem lætur í sér heyra, það er hópur flutningabílstjóra. Þeir berjast ! Meira: gudruntora.blog.is Helgi Jóhann Hauksson | 28. mars 2008 Mikilvæg skilaboð Stjórnvöld hafa flutt hér mikilvæg og skýr skila- boð til umheimsins um að íslensk stjórnvöld geti og muni standa við bakið á íslensku bönk- unum.[...] Sú staða sem nú er komin upp ætti að minna okkur rækilega á að þrátt fyrir allt eru bankarnir að virkja sam- eign þjóðarinnar þ.e. lánstraust og tiltrú okkar, íslenska ríkisins og þjóð- arinnar. Meira: hehau.blog.is Ívar Pálsson | 29. mars 2008 Allt löngu fyrirséð Hrun bankakerfisins og krónunnar, árásir spek- úlanta, ris skuldatrygg- ingaálags og fasteigna- fallið voru löngu fyrirséðar afleiðingar vaxtahækkana Seðla- bankans. [...] Það er á hreinu að háir vextir kalla á gráðuga einnota peningamenn utan úr heimi með milljarðana, plastpok- ann og tannburstann sem svo eru til- búnir að yfirgefa kotið um leið og á reynir. Meira: astromix.blog.is Hrannar Baldursson | 29. mars 2008 Hvað er hamingja? Flest setjum við okkur það markmið að verða hamingjusöm í lífinu, og jafnvel eftir lífið. En til þess að nálgast mark- miðið verðum við að miða á rétta skotmark- ið. Er mögulegt að einhver okkar séu að miða á rangt skotmark? Það held ég. Sumir halda að þeir séu að miða á hamingju þegar þeir í raun eru að miða á farsæld. Leyfðu mér að út- skýra: Undanfarin ár hefur verið í tísku að mæla það hversu hamingjusamar þjóðir eru. Samkvæmt þessu eru þjóðir hamingjusamari eftir því sem að þær uppfylla fleiri félagsleg skil- yrði. Nú er talað um að þjóðir Norð- urlanda séu hamingjusamir vegna fé- lagslega kerfisins sem þeir fengu í arf frá forfeðrum sínum, og í fyrra sprengdi íslenska þjóðin alla skala sem hamingjusamasta þjóð í heimi samkvæmt alþjóðlegri rannsókn á högum þjóða. Ég get ekki að því gert. Ég hristi hausinn yfir svona fréttum. Það er ekki verið að tala um hamingjuna, heldur farsæld. Ég trúi ekki að hægt sé að mæla hamingju þjóðar. Það er hægt að mæla farsæld þjóðar en ekki ham- ingju. Farsæld er mikil eða lítil eftir því hvernig gengur að uppfylla skilyrði og framkvæma verkefni sem bæta ytri aðstæður í lífinu. Farsæld má ekki rugla saman við hamingju. Alls ekki. Manneskja sem tekur sín fyrstu spor í hinu harða lífi og heldur að far- sæld sé það sama og hamingja, sér farsældina fyrir sér og eyðir mörgum árum í að öðlast hana, áttar sig hugs- anlega ekki fyrr en of seint eða aldrei að hún setti sér ónákvæmt markmið. Það eru til ýmsar kenningar um hamingjuna, hvað hún er og hvernig best er að öðlast hana. En í grundvall- aratriðum skiptast skoðanir fólks í tvennt, annars vegar eru það þeir sem telja að hamingja sé eitthvað sem hægt er að höndla, telja og mæla - en þetta kalla ég farsæld, á meðan hinn hópurinn sér hamingjuna sem eitthvað handan okkar skilnings, ósnertanlegt og ómælanlegt - þetta kalla ég hamingju. Ég held að við séum samt í grunninn flest sammála um hvað hamingja er en ruglum bara saman hugtökum af því að við höfum ekki hugsað þau af sömu dýpt. Meira: don.blog.is BLOG.IS FRÉTTIR ÁKVEÐIÐ hefur verið að verja rúmlega 650 milljónum króna til verkefna er lúta að bættum aðbúnaði aldraðra, svo sem með fjölgun hjúkr- unarrýma og breytingum á hjúkrun- arrýmum í fjölbýli í einbýli. Fjármagnið kemur úr Fram- kvæmdasjóði aldraðra en hann fær tekjur af sérstöku gjaldi sem lagt er á skattskylda einstaklinga. Það er fé- lags- og tryggingaráðherra sem ákveður úthlutun úr sjóðnum og fer í þeim efnum að tillögum samstarfs- nefndar um málefni aldraðra. Stærstum hluta fjármagnsins eða um 400 milljónum króna er varið til uppbyggingar 186 nýrra hjúkrunar- rýma sem tekin verða í notkun á næstu fjórum árum. Þá er 75 millj- ónum króna varið til þess að mæta kostnaði við uppbyggingu hjúkrun- arrýma fyrir geðsjúka aldraða. 105 milljónum króna er varið til úrbóta á aðstöðu fyrir starfsfólk og heimilis- menn á fimm hjúkrunarheimilum og 55 milljónum króna er varið til þess að breyta 58 fjölbýlum í 30 einbýli, svo eitthvað sé nefnt. 650 milljónir til að bæta aðbúnað aldraðra PERSÓNUVERND hafa ekki borist erindi vegna upplýsingasöfnunar um hegðunarmynstur greiðslukortahafa, að sögn Sigrúnar Jóhannesdóttur, forstjóra Persónuverndar. Hún sagði að ef beiðni um skoðun á slíkri upplýs- ingasöfnun bærist Persónuvernd frá einstaklingi yrði hún tekin til athug- unar. Sif Sigmarsdóttir skrifaði pistil í Viðskiptablað Morgunblaðsins á fimmtudag. Þar greinir hún frá því að kaupum á flugfari fyrir hana og eig- inmanninn hafi verið hafnað af tölvu í viðskiptabanka hennar. Tölvan hafði greint grunsamlegt hegðunarmynst- ur því að þessu sinni áttu þau hjón að ferðast á betra farrými en þau gera venjulega. Því var kaupunum hafnað! Sigrún sagði að Persónuvernd hefði gert úttekt hjá greiðslukorta- fyrirtækjum sem gáfu út Eurokort og VISA fyrir nokkrum árum. Þá hefði engin vinnsla á neyslumynstri farið fram hjá fyrirtækjunum. Síðar hefði E-kortið komið hjá sparisjóðunum. Hún benti á að þeir sem fengju sér slík kort samþykktu ákveðna vinnslu upplýsinga varðandi hegðunarmynst- ur. Ekki enn í skoðun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.