Morgunblaðið - 30.03.2008, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 30.03.2008, Qupperneq 10
10 SUNNUDAGUR 30. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ TAKMÖRKUN Á MEÐFERÐ VIÐ LOK LÍFS það gildir einu, hún gæti alveg eins verið sönn. Einhvers staðar í heim- inum stendur fólk frammi fyrir ákvörðun af þessu tagi á degi hverj- um. Ákvörðun upp á líf og dauða. Mið tekið af öðrum löndum Sigurður Guðmundsson land- læknir segir umræðuna um tak- mörkun á meðferð við lok lífs hafa hafist fyrir alvöru hér á landi fyrir tæpum tveimur áratugum og verið í deiglunni síðan. „Það kom margt öfl- ugt fólk að umræðunni á sínum tíma en á engan er hallað þó ég nefni sér- staklega Pálma Jónsson öldr- unarlækni og Hildi Helgadóttur hjúkrunarfræðing. Þau unnu mjög ötullega að þessum málum og gera enn,“ segir Sigurður. Hann segir menn ekki hafa verið að finna upp hjólið heldur hafi þeir fyrst og fremst tekið mið af því hvernig þessum málum er háttað í öðrum löndum. „Fyrirmyndin var að mestu sótt til Bandaríkjanna, en þar höfðu þessi mál verið til umræðu lengi og alllöng reynsla komin á leið- beiningar um meðferð við lífslok. þar höfðu mörg okkar kynnst þessari hugmyndafræði, kostum hennar og gildrum.“ Í kjölfarið voru gefnar út leiðbein- ingar árið 1996 (sem lesa má á blað- U ng kona liggur á sjúkrabeði sínu. Hún er með æxli við heila og tvísýn aðgerð stendur fyrir dyrum. Henni er ljóst að brugðið getur til beggja vona. „Bíði ég varanlegan heilaskaða vil ég að þú sjáir til þess að mér verði ekki haldið áfram á lífi,“ segir hún við náinn vin og þrýstir hönd hans þéttingsfast. „Láttu ekki svona, þetta mun allt fara vel,“ segir vinurinn og reynir af veikum mætti að vera sannfærandi. Vitaskuld hefur hann ekki hugmynd um það. Ekki frekar en sjúkling- urinn sjálfur. „En ef,“ áréttar unga konan og leggur þunga áherslu á seinna orðið. „Þú verður að lofa mér! Hætti heil- inn að starfa vil ég ekki lifa.“ Vininum vefst tunga um tönn. Ábyrgð hans er mikil og hann vill ekki þurfa að taka ákvörðun á þess- um tímapunkti. Ljósið hefur enn ekki slokknað. Á endanum lætur hann þó undan. Horfir í augu vin- konu sinnar og kinkar hægt en örugglega kolli. Þessi upplifun er ekki raunveru- leg, heldur úr sjónvarpinu. Úr þætti sem höfundur datt inn í meðan á vinnslu þessarar greinar stóð. En síðu 12) og segir Sigurður þær í stöðugri endurskoðun. „Þessar leið- beiningar eru ekkert þúsundáraríki. Það sem átti við árið 1996 þarf ekki endilega að eiga við í dag. Þess vegna er nauðsynlegt að ræða þessi mál reglulega og breyta áherslum þyki þess þurfa.“ Vilhjálmur Árnason, prófessor í heimspeki við heimspekideild Há- skóla Íslands, tók þátt í gerð téðra leiðbeininga en hann var á þeim tíma formaður siðaráðs landlæknis. Hans reynsla er sú að takmörkun með- ferðar við lok lífs hafi ekki verið um- deilt mál á Íslandi. Almenn sátt ríki um það og fyrir vikið sé umræðan ekki áberandi í samfélaginu. „En það er mikilvægt að hver kynslóð eigi sína umræðu um þetta mál,“ segir Vilhjálmur. Vilji sjúklinga ræddur í tíma Landlæknir segir umræðuna hafa gert það að verkum að bæði heil- brigðisstarfsfólk annars vegar og sjúklingar og aðstandendur þeirra hins vegar séu meðvitaðri um mik- ilvægi þess að ræða vilja sjúklinga um takmörkun meðferðar í tíma enda sé það réttur hvers og eins, samkvæmt landslögum, að andlát fari fram á eins virðulegan hátt og við verður komið. „Þetta helst í © Ansgar Photography/zefa/Corbis ÞEGAR ÞJÁNINGIN EIN ER EFTIR „Betra er að deyja virðulega en deyja skamm- samlega,“ segir Hákon jarl í Flóamannasögu. Líklega mælir hann fyrir munn flestra. Hugsunin um að kveðja þetta líf með tignarbrag verður eðli málsins samkvæmt áleitnari þegar fólk er dauðvona og öll ráð læknisfræðinnar á þrotum. Við þær aðstæður hljótum við að vera sammála um að meðferð eigi eingöngu að beinast að því að dauðdagi verði eins þjáningarlaus og með eins mikilli reisn og kostur er. Koma þá jafnvel til greina ákveðnar takmarkanir á meðferð sem að öðru jöfnu gætu lengt líf? Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.