Morgunblaðið - 30.03.2008, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 30.03.2008, Qupperneq 12
12 SUNNUDAGUR 30. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ Leiðbeiningar um takmörkun á meðferð við lok lífs sem Landlæknisembættið og siðaráð landlæknis gáfu út í mars 1996 eru í tíu liðum og fara hér á eftir en mikilvægt þykir að þær séu kynntar öllum hjúkrunarfræðingum, læknum, hjúkrunarnemum og læknanemum við upphaf starfs. 1. Sjálfsákvörðunarrétt sjúklinga ber að virða. Fólk sem á við svipuð vandamál að stríða lítur á þau meðferðarúrræði sem í boði eru mjög mismunandi augum. Engin algild meðferð er til sem hentar öllum ein- staklingum og því verður ætíð að taka mið af persónulegu gildismati fólks. Meðferð skal þó ávallt vera í samræmi við við- urkennd læknisfræðileg markmið. 2. Markmið meðferðar við lok lífs er eins og við aðra meðferð að hjálpa sjúklingi og skaða hann ekki. Aldrei skal veita með- ferð sem þjónar ekki hagsmunum sjúk- linga. Siðferðilega séð er enginn munur á að takmarka, hætta eða hefja meðferð. Meðferð sem lengir líf dauðvona sjúklings án þess að fela í sér lækningu eða líkn er ekki réttlætanleg. 3. Sanngirni og réttlæti við töku ákvarðana verður ætíð að hafa að leiðarljósi. Sjúk- dómur og heildarástand sjúklings ræður mestu um hvort læknandi eða líknandi meðferð er beitt. 4. Tilhögun meðferðar skal ræða við sjúk- ling í tíma. Einnig skal rætt við nánustu aðstandendur hafi sjúklingurinn óskað þess. 5. Ef sjúklingur er ófær um að taka þátt í ákvörðun um takmörkun meðferðar, skal heilbrigðisstarfsfólk leita samráðs við nánustu aðstandendur um ákvörðunina 6. Læknir sjúklings skal hafa samráð við þá heilbrigðisstarfsmenn sem mest hafa sinnt sjúklingnum og þekkja hann best þegar ákvörðun um takmörkun með- ferðar er tekin. 7. Ákvörðunin skal skráð í sjúkraskrá sjúk- lingsins og undirrituð af lækni hans. Þar skal koma fram rökstuðningur fyrir ákvörðuninni. Læknir ritar fyrirmælin ennfremur á fyrirmælablað lækna og hjúkrunarfræðingur skráir þau í fram- vindunótu hjúkrunarfræðinga. 8. Ákvörðun þessi skal tekin við yfirvegaðar aðstæður, sé þess nokkur kostur, þannig að ekki þurfi að taka hana við mjög bráð- ar breytingar á heilsu sjúklings. 9. Ákvörðun þarf að sjálfsögðu að end- urmeta, ef aðstæður sjúklingsins breytast eða ef ófyrirséðar breytingar verða í sjúk- dómsþróun. 10. Verði ágreiningur milli heilbrigðisstarfs- fólks innbyrðis eða þess og aðstandenda skal leita álits þverfaglegrar siðanefndar sjúkrahúss eða landlæknis. Í leiðbeiningunum er einnig fjallað um end- urlífgun og hvaða atriði hafa ber í huga þeg- ar tekin er ákvörðun um hvort beita skuli endurlífgun eða ekki. Spurt er þriggja spurn- inga.  Er sjúklingnum hagur af endurlífgun þeg- ar litið er á þróun sjúkdóms og lífslíkur?  Er líklegt að líf sjúklings eftir endurlífgun yrði óbærilegt jafnvel þótt unnt væri að lengja það eitthvað?  Er ákvörðunin í samræmi við vilja sjúk- lingsins? SJÁLFSÁKVÖRÐUNARRÉTT SJÚKLINGA BER AÐ VIRÐA »Sanngirni og réttlæti við töku ákvarð- ana verður ætíð að hafa að leiðarljósi. Morgunblaðið/Ásdís hendur við líknandi meðferð sem felst ekki endilega í því að lengja líf- ið heldur hefur það að markmiði að gera síðustu metrana í lífinu eins bærilega og hægt er,“ segir land- læknir. Valgerður Sigurðardóttir, yf- irlæknir á líknardeild Landspítala, er líka þeirrar skoðunar að brýnt sé að taka umræðuna upp sem fyrst í veikindaferlinu. Ræða opinskátt um takmörkun á meðferð eins fljótt og auðið er og helst meðan sjúkling- urinn er sjálfur í ástandi til að taka ákvarðanir og dauðinn ekki handan við hornið. „Því veikari sem sjúk- lingurinn er þeim mun erfiðara er að ræða þessi mál.“ Valgerður segir það reynslu sína að algengara sé að krabbameins- læknar ræði fyrr í ferlinu við sjúk- linga sína um að sjúkdómurinn geti verið lífshættulegur en til dæmis hjartalæknar. „Það deyja samt ekk- ert færri úr þeim sjúkdómum en krabbameini. Kannski helgast þetta af því að hjartalækningum hefur fleygt gífurlega fram á und- anförnum áratugum. Margt fólk sem fór í hjartaaðgerð fyrir 20 til 30 ár- um er enn við góða heilsu. Það breytir samt ekki því að æskilegt er að ræða þessi mál opinskátt eins fljótt og auðið er,“ segir Valgerður og bætir við að á mörgum elli- og hjúkrunarheimilum sé farið yfir þessi mál með fólki fljótlega eftir að það kemur til dvalar. Meðaldval- artími fólks á hjúkrunarheimilum er um tvö ár. „Hafi þessi mál verið rædd fyrr í ferlinu er auðveldara að taka upp umræðuna þegar aðstæður breytast.“ Fyrirmæli um útför algeng Algengt er að fólk gefi fyrirmæli um útför sína og í fæstum tilvikum er það feimnismál. Talað er um það af virðingu og aðstandendur kosta kapps um að virða óskir hins látna. Að áliti Sigurðar eru fyrirmæli um takmörkun læknismeðferðar angi á sama meiði. „Eini munurinn er sá að hefðin fyrir fyrirmælum varðandi útför er ríkari.“ Í þessum efnum segir Vilhjálmur Árnason einkum miðað við tvennt út frá siðfræðilegu sjónarmiði. Annars vegar velferð sjúklingsins og hins vegar sjálfræði hans. „Þegar lækn- ismeðferð er orðin gagnslaus fyrir sjúklinginn og er ekki lengur í hans þágu er rangt að halda henni áfram enda þótt meðferðin skili ef til vill ennþá ákveðnum árangri, þ.e. geti haldið sjúklingnum lengur á lífi. Þetta á sérstaklega við ef meðferðin er í ofanálag íþyngjandi, þ.e. eykur kvalir og lengir dauðastríð,“ segir Vilhjálmur. Þá kemur sjálfræðishugmyndin inn í myndina. „Þá er mjög mik- ilvægt að búið sé að ræða við sjúkl- inginn, þegar því er við komið, og hafa hann með í ráðum. Þetta er eðli málsins samkvæmt ákvörðun sem erfitt er að taka undir pressu eða í tímaþröng.“ Vilhjálmur segir hvað erfiðustu ákvörðunina að líkindum snúast um næringu. Á hvaða tímapunkti á að hætta að gefa sjúklingi hana? „Það er eitt að hætta tæknilegri lækn- ismeðferð en annað að hætta að gefa sjúklingi næringu því hún er í okkar huga táknræn fyrir endalokin. Það getur hins vegar verið erfitt að greina á milli hins tæknilega og hins hversdagslega þegar sjúklingar geta ekki lengur matast og fá einungis næringu gegnum æð. Í sumum til- vikum getur næring beinlínis verið íþyngjandi fyrir sjúkling, þ.e. lengt dauðastríð hans. Það er því mik- ilvægt að fólk sé vel upplýst.“ Brýnt að upplýsa sína nánustu Sjálfsákvörðunarréttur sjúklinga veltur vitaskuld á því að þeir hafi andlega burði til að taka ákvarðanir. Sigurður segir stærstu skilaboðin þau að sjúklingar ræði þessi mál við sína nánustu og hafi þá upplýsta um sinn vilja áður en veikindi ágerast. Það geti dregið úr þjáningu aðstand- endanna sem er víst næg fyrir þegar ástvinur fellur frá. „Þetta er ekki að- eins í þágu hins sjúka heldur tryggir líka að aðstandendur séu sáttir því það er hreint ekki auðvelt fyrir þá að vera settir í þá aðstöðu að taka af- stöðu til þess þegar á hólminn er komið hvort hætta eigi meðferð vegna alvarlegs sjúkdóms eða halda henni áfram.“ Í þessu skyni hefur Landlækn- isembættið líka tekið í notkun svo- kallaða Lífsskrá. Það er eyðublað sem fólk, heilbrigt sem veikt, getur fyllt út hvenær sem er á lífsleiðinni þar sem það gefur yfirlýsingu um hvað það vill eða vill ekki að gert sé við það að gefnum tilteknum kring- umstæðum við lífslok. Lífsskrá má nálgast á heimasíðu Landlækn- isembættisins, landlaeknir.is, undir flipanum „eyðublöð“. Sigurður nefnir sem dæmi ein- stakling með endastigs lungna- þembu. „Hann getur ákveðið að næst þegar hann lendir í verulegum vandræðum vilji hann ekki láta setja barkarennu ofan í sig og setja sig í öndunarvél. Eins getur maður með endastigs hjartasjúkdóm, þar sem líkur á því að hægt sé að koma viðkomandi til bærilegs lífs eru engar, ákveðið að hafna endurlífgun.“ Í þessu sambandi segir land- læknir mikilvægt að sjúklingurinn hafi skrifað upp á vottað skjal, Lífs- skrá eða sambærilegt skjal, sem heilbrigðisstarfsfólk hefur greiðan aðgang að. Þá er mikilvægt að sjúk- lingurinn hafi bent á ákveðinn ein- stakling, ættingja eða vin, sem hann lítur á sem fulltrúa sinn komi til erf- iðra ákvarðana eftir að viðkomandi hættir að geta tekið ákvarðanir sjálfur. Fáir nýtt sér Lífsskrána Að sögn Sigurðar hafa fáir fært sér Lífsskrána í nyt, aðeins á annað hundrað manns. „Það var nokkur umræða um Lífsskrána fyrst eftir að við kynntum hana fyrir þremur til fjórum árum en síðan hefur því mið- ur lítið farið fyrir henni.“ Valgerður segir þetta stafa af því að Íslendingar hafi upp til hópa ekki sérstakar óskir varðandi takmörkun meðferðar þegar nær dregur lífs- lokum. Þess í stað hafi þeir tilhneig- ingu til að treysta dómgreind lækna sinna og sætta sig við ákvarðanir þeirra. Eða eins og máltækið segir, enginn má sköpum renna. Valgerður segir einn og einn sjúkling afþakka meðferð af sjálfsdáðum á lokastigi sjúkdóms en það sé mikill minni- hluti. Flestir sjúklingar sem leggjast inn á líknardeildir eru veikir af krabbameini og undanfarin ár hafa Landlæknir „Ágreiningur kemur sárasjaldan upp,“ segir Sigurður Guðmundsson. Morgunblaðið/Árni Sæberg Heimspekingur „Velferð sjúklings og sjálfræði skipta mestu máli,“ segir Vilhjálmur Árnason Morgunblaðið/Golli Yfirlæknir „Íslendingar eru trúaðri en margar aðrar þjóðir,“ segir Valgerður Sigurðardóttir. TAKMÖRKUN Á MEÐFERÐ VIÐ LOK LÍFS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.