Morgunblaðið - 30.03.2008, Side 14

Morgunblaðið - 30.03.2008, Side 14
Borgartún 35 • 105 Reykjavík • sími 511 4000 • fax 511 4040 • utflutningsrad@utflutningsrad.is www.utflutningsrad.is Matvælasýningin SIAL 2008 Útflutningsráð Íslands vill kanna áhuga íslenskra fyrirtækja á þátttöku í SIAL matvælasýningunni í Frakklandi sem haldin verður 19. til 23. október 2008. Árið 2006 voru 140.000 gestir frá 100 löndum og 5.500 sýnendur tóku þátt. Stærstur hluti sýnenda er þátttakendur í svokölluðum þjóðarbásum, og er stefnt að myndarlegum íslenskum þjóðarbási. Vöruflokkar og vefur SIAL sýningarinnar Fjölmargir vöruflokkar eru á matvælasýningunni SIAL og eru þeir helstir: mjólkurafurðir, óáfengir drykkir, áfengir drykkir, íblöndunarefni, ferskt kjöt, villibráð, ferskur fiskur, skelfiskur, konfekt, kex, lífrænar vörur, heilsuvörur svo eitthvað sé nefnt. Upplýsingar má finna á vefsíðunni http://en.sial.fr. Áhugasamir um þátttöku eða nánari upplýsingar eru hvattir til að hafa samband sem fyrst við Berglindi Steindórsdóttur, berglind@utflutningsrad.is eða í síma 511 4000. P IP A R • S ÍA • 8 06 70 Dagana 19.-23. okt. 2008 09.30 Ávarp Guðlaugs Þ. Þórðarsonar heilbrigðisráðherra 10.00 Heilbrigðisþjónusta í dreifbýli – Sigurður Guðmundsson landlæknir 10.45 Hlé 11.00 Sjónarhorn lækna – Óttar Ármannsson, formaður Félags landsbyggðalækna 11.35 Sjónarhorn hjúkrunarfræðinga – Anna Björg Aradóttir, hjúkrunarfræðingur hjá Landlæknisembættinu 12.20 Hádegishlé 13.00 Kynning á starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands Ásgerður Gylfadóttir og Ester Þorvaldsdóttir hjúkrunarstjórar og Guðrún Júlía Jónsdóttir framkvæmdastjóri 14.00 Vinnuhópar 14.45 Hópar skila niðurstöðum 15.30 Lokaorð – Ásta Möller formaður Heilbrigðisnefndar Alþingis 16.00 Fundarlok Fundarstjóri: Árni Rúnar Þorvaldsson, forseti bæjarstjórnar og formaður Heilbrigðis- og öldrunar- ráðs Hornafjarðar. Upplýsingar um flug Þátttakendur geta flogið fram og til baka milli Reykjavíkur og Hornafjarðar samdægurs. Flugfélagið Ernir flýgur á fimmtudögum kl. 7.30 frá Reykjavík til Hafnar og frá Höfn til Reykjavíkur kl. 17.30 síðdegis. Síminn hjá Flugfélaginu Ernir er 562 4200 og netfangið er www.ernir.is. Skráning: olafia@hornafjordur.is Bæjarstjórn Hornafjarðar Málþing um heilbrigðismál á landsbyggðinni í Nýheimum á Höfn í Hornafirði 3. apríl 2008 Dagskrá: 14 SUNNUDAGUR 30. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ TAKMÖRKUN Á MEÐFERÐ VIÐ LOK LÍFS um það bil sex hundruð manns dáið árlega af völdum þess vágests hér á landi. Valgerður segir sjúklinga sína sem skrifað hafa Lífsskrá teljandi á fingrum annarrar handar. Trúaðri en aðrar þjóðir Hún hefur hugleitt hvers vegna svo fáir hafa stigið þetta skref. „Ég held að skýringin sé að hluta til fólg- in í því að við Íslendingar erum trú- aðri en margar aðrar þjóðir enda þótt við séum ekki kirkjusækið fólk. Nefni ég til samanburðar Svía en þar starfaði ég um tíma. Fyrir vikið berum við virðingu fyrir því sem við getum ekki stjórnað. Kannski helg- ast það af trú og kannski bara af óblíðri náttúru og veðurfarinu í land- inu. Hér ríkir auðmýkt gagnvart náttúruöflunum sem er meira áber- andi en í öðrum löndum. Að vísu hef- ur þetta verið að breytast á síðustu árum samfara vaxandi efnis- og ein- staklingshyggju en er samt sem áð- ur ríkjandi í þjóðarsálinni.“ Valgerður segir þessa afstöðu þjóðarinnar líka endurspeglast í því að umræða um líknardráp hafi aldrei farið á flug á Íslandi. „Í mörgum löndum eru til félög sem berjast fyr- ir líknardrápi en slík félög hafa aldr- ei verið stofnuð hér.“ Vilhjálmur segir það í flestum til- vikum auðvelda málið þegar skýr skrifleg fyrirmæli liggja fyrir frá hendi hins sjúka. Það sé þó ekki al- gilt. „Vandinn við fyrirmælin er sá að aðstæður geta verið ófyrirséðar. Mál geta þróast með öðrum hætti en sjúklingurinn sá fyrir. Þetta er auð- vitað einfalt mál þegar fyrirmæli sjúklingsins eru í samræmi við hið faglega mat en stangist það á flækist málið. Það er óneitanlega vandasöm staða þegar eitthvað í fyrirmælum sjúklings er farið að stríða beinlínis gegn hagsmunum hans þegar á hólminn er komið.“ Hægt er að afturkalla Lífsskrána hvenær sem er snúist mönnum hug- ur. Komi upp sú staða að sjúklingur hafi gleymt því eða honum ekki gef- ist ráðrúm til að gera það segir Sig- urður það almennu regluna að heil- brigðisstarfsfólk leiði Lífsskrána hjá sér enda hafi hinn sjúki upplýst að- standendur um breyttan vilja sinn. Liggi vilji sjúklings ekki fyrir kemur til kasta heilbrigðisstarfs- fólks og aðstandenda sé hinn sjúki ekki fær um að taka ákvarðanir sjálfur. Við þær aðstæður segir Sig- urður vilja aðstandenda vega mjög þungt. „Séu aðstandendur mjög ein- dregið á einhverri skoðun er mjög erfitt að ganga gegn henni. Vilji að- standenda skiptir miklu máli og heil- brigðisstarfsfólk forðast í lengstu lög að auka sorg þeirra eða þján- ingu.“ Sigurður segir ágreining sára- sjaldan koma upp við þessar að- stæður en það geti þó gerst. Allra leiða sé þá leitað til sátta. „Skilj- anlega á fólk stundum erfitt með að hugsa rökrétt við þessar aðstæður og það kemur fyrir að aðstandendur eru með hugmyndir sem standast hvorki siðferðis- né læknisfræðilega. Þessi mál eru mjög erfið og hafa far- ið fyrir dómstóla í Bandaríkjunum. Til allrar hamingju eru engin dæmi um það hér á landi og okkur er um- hugað um að svo verði ekki. Lækn- isfræði almennt á ekkert erindi inn í dómsali. Þess í stað reynum við að fara aftur og aftur yfir málin með að- standendum og freista þess að leysa þau. Það hefur iðulega tekist að lok- um. En þessi mál geta verið gíf- urlega erfið.“ Það er reynsla Valgerðar við þess- ar aðstæður að aðstandendur hafi til- hneigingu til að treysta dómgreind læknisins, rétt eins og sjúklingurinn sjálfur. „Í mörgum tilvikum horfa aðstandendur upp á heilsu sjúklings- ins hraka og sjá svo ekki verður um villst að meðferð skilar ekki lengur árangri. En auðvitað á alltaf ein og ein fjölskylda erfitt með að sætta sig við að dregið sé í land. Það eru erf- iðustu málin,“ segir hún. Vilhjálmur segir brýnt að rugla takmörkun á meðferð við lok lífs ekki saman við líknardráp sem sé mun róttækari og umdeildari aðgerð, þar sem beinlínis og vísvitandi er bund- inn endi á líf fólks meðan takmörkun á meðferð við lok lífs er viðurkennd aðferð, einskonar endahnútur á hinni eiginlegu læknismeðferð. Upp á yfirborðið Allir binda viðmælendur Morg- unblaðsins vonir við að umræðan um takmörkun á meðferð við lok lífs og lífshættulega sjúkdóma almennt komi í auknum mæli upp á yfirborðið hér á landi á næstu árum. Þegar hafi verið stigið skref í rétta átt. Valgerður hefur starfað á líkn- ardeildinni frá árinu 1999 og segir margt hafa breyst á þeim tíma. „Fyrstu árin höfðu margir aðstand- endur orð á því að deildin ætti ekki að heita líknardeildin, þetta væri svo hræðilegt orð. Fólk tengdi orðið líkn við lík og dauða en ekki hjálp og að- stoð í erfiðleikum eins og það merkir í raun og veru. Nú heyrist þetta ekki lengur. Hugsanleg skýring á því er sú að fólk þekkir betur til. Það er umræðunni að þakka. Nú þurfum við bara að halda áfram á sömu braut.“ » Skiljanlega á fólk stundum erfitt með að hugsa rökrétt við þessar aðstæður og það kemur fyrir að aðstandendur eru með hugmyndir sem standast hvorki siðferðis- né læknisfræðilega. Þessi mál eru mjög erfið. „Það er mikið áfall að greinast með alvarlegan sjúkdóm, hvort sem það er krabbamein eða ein- hver annar sjúkdómur, og fólk fer ósjálfrátt að hafa áhyggjur af ýmsu tagi. Þá þykir því oft gott að ræða við þriðja aðila, jafnvel með maka sín- um, og algengt er að prestar komi inn í þá vinnu. Stóra spurningin við þessar aðstæður snýr iðu- lega að fjölskyldunni. Hvað verður um mitt fólk? Hvernig mun því farnast þegar ég verð farinn? Það er mun algengara að fólk ræði þessi mál við okkur en áhyggjur sínar af lokastigum læknis- meðferðarinnar. Í mörgum tilvikum hefur fólk sætt sig við eigin dauða en hefur áfram áhyggjur af sínum nánustu alveg fram í andlátið,“ segir séra Bragi Skúlason sjúkrahúsprestur. Hann segir það þó koma fyrir að sjúklingar spyrji hann álits á því hvort takmarka eigi með- ferð við lífslok. „Í meginatriðum er trúarlega svarið við þeirri spurningu hið sama og lækna- vísindin myndu gefa, þ.e. við styðjum ekki með- ferð sem þjónar ekki hagsmunum sjúklings. Af því leiðir að við gerum ekki athugasemdir við það að meðferð sé hætt, þyki einsýnt að hún skili ekki lengur árangri.“ Bragi segir að þeir sem eru ungir að glíma við alvarlega sjúkdóma standi yfirleitt frammi fyrir annars konar verkefnum en þeir sem eldri eru. Þá reyni alvarleg veikindi barna verulega á for- eldra enda geri fólk almennt ráð fyrir því að koma börnum sínum til fullorðinsára. Hvað verður um mann? Hann segir trúarlegar spurningar iðulega vakna við þessar aðstæður. „Hvað er að deyja? Hvað verður um mann? Þá á fólk stundum eftir að gera upp ýmis mál, jafnvel gömul mál sem aldrei hafa verið rædd eða afgreidd. Allt skiptir þetta máli þegar fólk finnur að hinsta stundin er í nánd. Þá getur sjúkdómsferli verið ákaflega erfitt, bæði fyrir sjúklinginn og hans nánustu. Sjúklingar geta breyst í útliti, persónuleikinn tekið breytingum o.s.frv.“ Eitt af því sem Bragi getur þurft að ræða við skjólstæðinga sína er ótti þeirra við kviksetn- ingu sem hann segir algengari en margan grun- ar. „Þegar þessi ótti kemur upp hef ég þá vinnu- reglu að greina lækni frá því þannig að þetta sé hreinlega skráð í sjúkraskrá viðkomandi sjúk- lings. Það er mjög mikilvægt að vinna á móti þessum ótta.“ FJÖLSKYLDAN HELSTA ÁHYGGJUEFNI SJÚKRA Morgunblaðið/Ásdís Prestur „Stóra spurningin snýr iðulega að fjöl- skyldunni,“ segir séra Bragi Skúlason.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.