Morgunblaðið - 30.03.2008, Page 20
lífshlaup
20 SUNNUDAGUR 30. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Ég kom hingað 21. júní1989,“ segir Elba NunesAltuna og brosir blítt.„Ég kom af því ég gift-
ist Íslendingi, Magnúsi Valgarðs-
syni,“ bætir hún við.
Ég er stödd á heimili þeirra hjóna
við Mjölnisholt og satt best að segja
minnir Elba mest á ástríðublómið
holdi klætt, þar sem hún situr á móti
mér með dökk og blikandi augu og
sitt suður-ameríska fas og litaraft.
Þessi áhrif eru kannski líka frá
hinum litríku myndum sem hún hef-
ur komið með frá heimalandi sínu
Perú og hengt upp á íslenskan stein-
vegg í Reykjavík.
„Hann Magnús er málarameistari
og við kynntumst í Perú. Hann var
þar í ferðalagi; að láta draum sinn
rætast – skoða Perú. Hann hafði lesið
mikið um það land frá unga aldri.
Faðir hans var málarameistari og
átti málningarfyrirtæki og þrjá syni
sem allir urðu húsamálarar eins og
hann.
Þegar Magnús kom var mikið um
hryðjuverk á þessu svæði. Fyrir
þeim stóð Skínandi stígur, sem var
mjög vinstri sinnaður hryðjuverka-
hópur og frægur sem slíkur.
Þessi hópur hafði mikil áhrif í Perú
og víðar, ekki síst í hópi háskólafólks.
Foreldrar Magnúsar voru því
mjög áhyggjufullir þegar hann ákvað
að fara á þessar slóðir en Magnús
sagðist ekki vera hræddur við að
deyja. „Ef ég dey þá dey ég – en
þetta er minn draumur og ég fer.“
Þegar hann lagði af stað til Perú í
Suður-Ameríku vissi hann aðeins að
þar var lýðveldi þar sem bjuggu um
22 milljónir manna, spænskumæl-
andi og flestir rómversk-kaþólskrar
trúar. Hann hafði sannfrétt að helstu
borgir væru á láglendisbelti við
ströndina. Upp af henni ganga svo
Andesfjöllin með sínum eyðimörkum
og frjósömum dölum.
Magnús lagði leið sína til höfuð-
borgarinnar, Lima, en þar voru þá
tæplega 6 milljónir íbúa.
Einn þeirra var Elba Nunes Alt-
una, sem fæddist 2. október 1949 og
var því tæplega fertug þegar þau
hittust á kaffihúsi í Mira Florens.
„Þetta er flott hverfi og þangað fór
ég með vinkonu minni einu sinni í
mánuði, þegar við höfðum fengið út-
borgað – við vorum ekki með svo há
laun,“ segir Elba brosandi.
„Þarna er mikið af fínum kaffi-
húsum. Ég var kennari í Lima,
kenndi í tíu ár í stærsta menntaskóla
borgarinnar sálfræði og heimspeki,
það er mín aðalgrein. Ég fékk mína
menntun í háskóla í norðurhluta
Perú, þar sem ég fæddist. En svo fór
ég til Lima til framhaldsnáms, ég
lærði þar að kenna börnum með sér-
þarfir, einkum einhverfum börnum. Í
Perú er merk stofnun fyrir einhverfa
sem heitir Súlíma. Aðferðir sem þar
eru notaðar hef ég notað með góðum
árangri hér á Íslandi. Auk mín hefur
ein frú sem vinnur í Kópavogi lært
við umrædda stofnun þessa aðferð til
að kenna einhverfum. Súlima-
aðferðin er bandarísk að uppruna og
gengur út á að nota tónlist, dans og
mataræði. Þarna læra ekki allir sem
vilja heldur bara allir sem geta. Til
þess að tileinka sér þessa aðferð þarf
í Perú að hafa list- og sköpunarhæfi-
leika og geta dansað, sungið og leikið.
Þessir eiginleikar eru nýttir til að ná
sambandi við hina einhverfu.
Þetta nám tekur tvö ár en ég lauk
aðeins fyrra árinu. Ég lærði að dansa
og syngja en ég leik ekki á hljóðfæri
og er ekki mjög góð í að skapa með
höndunum.“
Þótt Elba sé kannski ekki góð í að
búa til hluti með höndunum er hún
flink að nota þær til að leggja áherslu
á orð sín.
Á kaffihúsi í Mira Florens
Mitt í samræðum okkar kemur
ung dóttir hennar í dyragættina.
Móðir hennar stendur upp, hækkar
róminn og mælir hratt á spænsku.
Ég skil bara orðið Guðrún.
Elba sest aftur en dóttirin hverfur
á brott eftir að hafa sent mér afbrigði
af hinu bjarta og suðræna brosi móð-
ur sinnar. Ég hverf aftur til Mira
Florens á kaffihúsið þar sem þau
kynntust, Elba og Magnús.
„Ég kom og ég sá hann einan
þennan dag. Hann var svo fallegur og
ljós yfirlitum. Við Magnús fórum að
tala saman og ég bauð honum heim
til mín. Okkur fannst gaman að tala
saman. Hann kom og við urðum
ágætir vinir. Svo fór hann til Íslands
en við töluðum saman í síma og send-
um stundum bréf. Hann tilkynnti
mér að hann langaði til að koma til
Perú og kynnast mér betur. Ég var
mjög spennt. Ég var búin að gera
mér grein fyrir að Magnús væri
traustur maður og orðheldinn.
Hann kom aftur til Perú og þá urð-
um við kærustupar. Við trúlofuðum
okkur og Magnús vildi að við byggj-
um í Perú. En til að búa þar og reka
fyrirtæki þarf að hafa viðskiptahæfi-
leika. Ég sá að draumur okkar um að
stofna þar fyrirtæki var ekki raun-
hæfur. Sjálf er ég ekki mikil bísn-
ismanneskja – annars væri ég rík. Ég
sagði: „Magnús, þú ert ókunnugur
hér og ég get ekki hjálpað, því ég er
ekki með „bísnishæfileika“. Þá
ákváðum við að fara til Íslands. Ég
var ófrísk að eldri dóttur okkar. Fyr-
ir átti ég einn son sem ég kom með
með mér til Íslands, þá 13 ára gaml-
an. Magnús hafði áður verið giftur og
átti tvö börn af fyrra hjónabandi. Við
settumst í fyrstu að í Sólheimunum,
hjá tengdamóður minni og þegar
barnið fæddist skírðum við það
Rannveigu eftir ömmu Magnúsar og
Elbu eftir mér.“
Ekkert „metró“ engin kaffihús
Ég spyr hvort kvenmannsnafnið
Elba sé dregið af eyjunni Elbu?
„Já, þetta er algengt nafn á konum
í Perú og dregið af nafni eyjarinnar
Elbu, þar sem Napóleon Bonaparte
dvaldist eftir að hann var sviptur
völdum,“ segir Elba og brosir.
Hún kvað það hafa verið mikil um-
skipti að flytja til Íslands. „Ég kom í
júní, það var gott veður og besti árs-
tíminn en samt fannst mér kalt.
Magnús keyrði mig um alla borgina
og sýndi mér allt sem hann gat. En
ég sagði: „Magnús, ég vil búa í höf-
uðborginni, ekki í svona bæ, ég er
borgarstúlka.“ Þá sagði hann mér að
þetta væri höfuðborgin. Ég varð al-
veg hissa, þetta var fyrir tuttugu ár-
um og það var ekkert „metró“ engin
almennileg kaffihús – engar stórar
byggingar. Varla var hægt að fá hér
mat fyrir venjulegt fólk – ekkert sem
ég var vön að borða.
Magnús varð örvæntingarfullur og
ég skammaðist mín fyrir ókurteisina.
Ég rifjaði upp landafræðina, ég vissi
að Ísland var eyja, en ég hélt að hér
væri líkara því sem ég hafði heyrt
um í Evrópu, ég vissi ekki að hér
væri allt svona lítið og sveitalegt.
Ég hitti heldur ekki marga sem
töluðu spænsku.
Það kom sér vel að ég er sterk,
bæði andlega og líkamlega. Þrátt
fyrir kuldann hér hef ég varla fengið
kvef síðan ég fluttist hingað.
Borðaði ekki íslenskan mat
Það bjargaði miklu hve tengda-
móðir mín tók mér vel og var góð við
mig. En ég gat ekki borðað matinn
sem hún bjó til. Hann var svo harð-
gerður. Hún eldaði gamaldags mat,
fiskbollur, kjötbollur, læri í ofni, slát-
ur og allt þetta. Mér fannst þetta
ekki matur. Ekkert krydd. Ég hugs-
aði með mér að hún kynni ekki að
elda. Ég var ófrísk og borðaði varla
neitt. Magnús hafði áhyggjur af mér
og eftir að barnið fæddist var mjólk-
in mín ekki nægilega næringarrík
fyrir það. Ég varð að gefa Rannveigu
litlu barnamjólk.
En eftir þrjá mánuði fór ég að
borða. Ég fór að vinna á veitinga-
staðnum Ítalíu og veitingamaðurinn
sagði við mig að mér væri frjálst að
búa til salat eftir mínu höfði úr öllu
því hráefni sem þarna væri að finna.
Ég skar niður alls konar grænmeti,
kryddaði það og brasaði og fór að
borða. Ég eldaði bara fyrir mig, milli
þess sem ég vaskaði upp og gerði þau
verk sem mér voru ætluð.
Mér fannst þetta skrítið líf. Ég
hafði verið kennari við menntaskóla
og kennt börnum með sérþarfir. Nú
var ég þarna að elda fyrir mig og
sinna eldhússtörfum. Það kom sér
vel að ég var andlega sterk.
Ég hafði búið í góðu húsnæði í
Lima, átti íbúð á góðum stað. Mér
fannst það fínt, ég kom úr stórum
systkinahópi, þriðja elst af níu systk-
inum. Pabbi var dáinn þegar ég fór
til Íslands en mamma var ennþá lif-
andi, komin yfir áttrætt.
Ég var alltaf ákveðin í að láta
drauma mína rætast. Í Lima vann ég
auk kennarastarfsins hjá ríku fólki
til að fá laun í dollurum, kenndi börn-
um þess og vann auk þess í þriðju
vinnunni, í öðrum skóla. Allt þetta
gerði ég til að geta keypt mér íbúð í
Lima. Það tókst en ég seldi hana fyr-
ir tíu árum. Þá keyptum við Magnús
þetta húsnæði hér. Hann hafði safn-
að sér nokkurri upphæð og við not-
uðum hana til sem útborgun í okkar
fyrstu íbúð í Reykjavík.
Við vorum níu mánuði hjá tengda-
mömmu, svo leigðum við íbúð á
Reynimel í fjögur ár. Eitt ár leigðum
við í Fellahverfi, þar líkaði mér alls
ekki. Svo keyptum við í Strandaseli,
þar líkaði mér ekki heldur. Þá keypt-
um við þessa íbúð og hér er ég
ánægð. Ég er mikið fyrir mannlíf og
vil geta gengið niður í bæ, þar sem
fólkið er. En hér fer fólk lítið út, það
er svo kalt.
Í mínu heimalandi er fólk mikið úti
við – ungt fólk, hjón, foreldrar með
börn sín – allir úti að ganga um götur
og stíga.“
Sálfræðin hjálpar í kennslu
En hvað með starfsferil Elbu hér á
landi?
„Eftir að hafa unnið stuttan tíma á
veitingastaðnum Ítalíu fór ég að
vinna á elliheimilinu Grund og þaðan
fór ég til starfa á leikskólanum Æg-
isborg. Þar vann ég sem sérkennari
og þroskaþjálfari. Síðan fór ég að
kenna spænsku við fjölbrautarskóla
Suðurnesja, í Námsflokkum Reykja-
víkur og hjá Mími. Nú kenni ég í
tveimur grunnskólum.
Það hefur hjálpað mér mikið í
kennslunni að hafa lært sálfræði. Ég
hef ekki lent í neinum agavanda-
málum, kannski á sálfræðiþekkingin
sinn þátt í því. Ég og nemendur mínir
semjum bara,“ segir Elba og brosir.
Indíánar eru frumbyggjar Perú og
þegar ég horfi á brosandi andlit Elbu
finnst mér það bera sterk einkenni
þess kynstofns.
„Ég er mikið blönduð, í æðum mín-
um rennur blóð bæði Spánverja og
indíana,“ segir Elba.
„Pabbi er hálfur Spánverji og
amma mín, móðir pabba, var indíáni.
Svipmót hennar er sterkt meðal okk-
ar systkinanna. Einn bróðir minn
þótti latur, pabbi hélt því fram að let-
in væri arfur frá Spánverjum.“ Nú
hlær Elba hjartanlega.
Ég skoða mannamyndirnar sem
hafðar eru uppi við á heimilinu. Með-
al þeirra er brúðkaupsmynd af Elbu
og Magnúsi. Hún er orðin upplituð og
litirnir óskýrir. „Við giftum okkur í
Perú. Hann Magnús er 100% maður,
traustur og stendur alltaf við orð sín.
En enginn er fullkominn. Magnús
er ekki rómantískur, en það er ég aft-
ur á móti. Ef mig langar að gráta þá
græt ég. Í Perú er fólk hvatt til að
sýna tilfinningar sínar. Magnús
grætur ekki, það þykir ekki gott á Ís-
landi að karlmenn gráti. Það þýðir
ekki að hann hafi ekki sterkar tilfinn-
ingar, hann tjáir þær bara ekki. Við
höfum fengið mjög ólíkt uppeldi.
Mér finnst óskaplega gaman að
dansa en Magnús dansar aldrei.
Hann syngur heldur aldrei – en ég
syng. Þá segir hann: „Uss, Elba.“
Sem betur fer er íbúðin okkar á
tveimur hæðum, þá get ég sungið og
dansað á neðri hæðinni en hann verið
uppi í friði á meðan.“
Söngur Elbu!
En hvaða lög skyldi Elba syngja?
Í hverri manneskju býr
Morgunblaðið/Golli
Suðræn Elba Nunes Altuna er glæsilegur fulltrúi Perú hér á landi.
Undir suður-amerískri sól kynntist Elba Nunes Alt-
una Magnúsi Valgarðssyni og svo fór að hún giftist
honum og fluttist til Íslands. Guðrún Guðlaugsdóttir
ræddi við Elbu um líf hennar og starf, sem sann-
arlega hefur orðið talsvert öðruvísi en hún gerði ráð
fyrir þegar hún fór eitt sinn sem oftar með vinkonu
sinni á kaffihús í Lima fyrir réttum 20 árum.
» Ég er öðruvísi en
íslenskar mæður.
Ég er ekki mjög
ströng en ég vil að
börn og unglingar
hlusti á fullorðna. Svo
taka þau sínar ákvarð-
anir sjálf.
Heimaþorpið Í Chiclayo, heimaþorpi Elbu er mikið um blóm og söng.