Morgunblaðið - 30.03.2008, Side 21

Morgunblaðið - 30.03.2008, Side 21
brot af Guði! MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. MARS 2008 21 „Ég syng lög frá landinu mínu, valsa, tangó, flamingó, þjóðlög. Ég kann líka mikið af lögum sem sungin eru á leikskólum hér. Ég fékk bók með ís- lenskum lögum þegar ég byrjaði að vinna á leikskóla. Skemmtilegasta lagið finnst mér: „Þrír litlir apar sátu upp í tré. Þeir voru að stríða krökkunum, þau ná ekki mér.“ Elba syngur takfast þetta fjörlega lag og leikur með þannig að skyndi- lega er íslenskur vetur langt fjarri en sól og sumar í sjónmáli í stofunni. „Það á að viðhafa hreyfingar og horfa á börnin meðan sungið er,“ seg- ir hún svo alvarleg að söngnum lokn- um. En hún kveðst ekki blanda söng í spænskukennsluna. „En ég er samt með mikinn húmor í kennslunni,“ segir hún. „Ég kenni hóp af öldr- uðum og þar segir fólkið: „Elba er svo mikil leikkona.“ Málfræðin er svo erfið að ég leyfi mér að gera að gamni mínu til að létta efnið.“ Ekki kveðst Elba ennþá hafa eign- ast íslenska vinkonu. „Ég myndi frekar segja að ég hafi átt kollega – félaga,“ segir hún og verður nú hugs- andi á svip. „Mín besta vinkona er spænsk og kennir spænsku eins og ég,“ bætir hún við. Kvenréttindi og Senjórítuskóli „Ég er sammála mörgu því sem Ís- lendingar setja á oddinn. Ég er til dæmis mjög hrifin af viðhorfi þeirra til kvenréttinda. Konur hafa frelsi hér. Þær hafa bæði miklu meiri rétt- indi og frelsi hér heldur en í Perú. Þær segja kannski: „Mig langar til að fara í framhaldsnám í Danmörku,“ og svo gera þær það. Í Perú gengur þetta öðruvísi fyrir sig, draumar þeirra uppfyllast miklu sjaldnar. En konur í Perú ráða þó því sem þær vilja innan fjölskyldunnar. Þar finnst mér fallegt hvað foreldrar njóta mik- illar virðingar. Ég ber ennþá mikla virðingu fyrir því sem foreldrar mín- ar sögðu. Fólk í Perú myndi aldrei segja við foreldra sína: „Það kemur mér ekki við!“ eða „ég geri bara það sem mér sýnist,“ eins og sumir ung- lingar gera hér. Þegar eldri dóttir mín komast á unglingsár fór ég með hana til Perú. Þar kom ég henni fyrir í hálft ár hjá systur minni sem er læknir og svo sendi ég hana í senjór- ítuskóla. Þar var henni kennt að sitja, ganga og tala á þann hátt sem viðeig- andi er. Hún kom mjög ánægð til baka og sagðist skilja mig miklu betur. Hún er nú í sambúð, á barn, er í skóla og er mjög dugleg stúlka. Hún segist ætla að ala barn sitt upp eins og hún var alin upp og ef það gangi ekki ætli hún að senda það til Perú. Við Magnús keyptum fyrir nokkr- um árum hús í Perú. Ég segi alltaf við dætur okkar: „Stelpur, farið þið til Perú og blandið saman menning- unni þar og þeirri íslensku.“ Ég hef sagt þeim margt frá æsku minni og uppvexti í Perú. Ég er öðru- vísi en íslenskar mæður. Ég er ekki mjög ströng en ég vil að börn og ung- lingar hlusti á fullorðna. Svo taka þau sínar ákvarðanir sjálf. Ég tók mína ákvörðun sjálf. Pabbi vildi að ég lærði lögfræði en ég vildi verða kennari. Auðvitað hlustaði ég á hann, en svo tók ég mína ákvörðun. Og ég hef alltaf sagt að þótt ég myndi fæð- ast tíu sinnum myndi ég alltaf vilja verða kennari. Foreldrar kynna leið- irnar – en börnin velja svo sína leið. Ég vildi ekki að dætur mínar gistu hjá vinkonum sínum. Þeim fannst þetta leiðinlegt. Ég sagði: „Við skul- um tala saman.“ Ég útskýrði fyrir þeim að ég þekkti ekki fjölskyldurn- ar sem þær vildu gista hjá, né heldur hvort foreldrarnir væru heima. Magnús var fyrst ekki sammála mér en þegar stelpurnar fór að sýna vanvirðingu þá bað hann mig fyr- irgefningar. Nú segir hann: „Börnin eiga að taka það besta frá Íslandi og það besta frá Perú.“ Úr menntaðri millistétt Elba kveðst koma úr millistétt. „Þetta fer ekki eftir peningum. Fólk getur verið stórríkt en ekki notið virðingar. Svo getur það verið lítt efnað en af góðri og öruggri fjöl- skyldu og notið virðingar. En fátækin er hræðileg hjá sumu fólki í Perú. Ég álít að fólk eigi ekki að eiga börn ef það getur ekki séð þeim fyrir mannsæmandi húsnæði og kjörum. Faðir minn var bakari og átti bak- arí, mamma var heima og hugsaði um heimilið og okkur börnin. Við fengum öll menntun, hvert við sitt hæfi. Mörg okkar eru kennarar, en svo er læknir í hópnum og hermaður. Það sem mér líkar best á Íslandi er að það ríkir hér friður og öryggi. Svo finnst mér fólkið hér fallegt. Mamma kom til Íslands og sagði: „Ef ég væri ung myndi ég giftast á Ís- landi, það eru svo sætir karlmenn þar.“ Hún var hrifin af Magnúsi og góð við hann. Tengdamamma mín var góð við mig sem fyrr sagði, en hún dó því miður alltof fljótt.“ En hvernig skyldi Elbu hafa geng- ið að læra íslensku? „Ég fór aldrei í skóla til að læra ís- lensku. Ég lærði bara af þeim sem voru í kringum mig. Sonur minn var eldfljótur að læra íslensku. Á einu og hálfu ári talaði hann eins og inn- fæddur. Það var tekið viðtal við hann vegna þess hve góða íslensku hann talaði. Honum gekk vel í skóla og er nú í doktorsnámi í efnafræði hér á Ís- landi. Börn Elbu eru nú öll orðin upp- komin. Elsta barnið, sonurinn Carlos sem hún eignaðist í Perú, fæddist 1975, er í sambúð með spænskri stúlku og á eina dóttur. Dætur Elbu og Magnúsar eru Rannveig Elba, sem fæddist 1989, hún er einnig í sambúð og á son, og yngst er Berg- lind Björg, fædd 1991sem enn er í foreldrahúsum. Börn Magnúsar af fyrra hjóna- bandi eru sonur og dóttir. Sonurinn á tvö börn. Hann og fjölskylda hans koma oft til Elbu og Magnúsar. Hefur heimþrá í báðum löndum „Á sumrin erum við í Perú í húsinu okkar. Magnús elskar Perú og vill búa þar. Kannski enda ég aftur í Perú þegar við förum á eftirlaun,“ segir Elba. „En það yrði þó erfitt. Ég myndi sakna barna og barnabarna. Ég vil njóta samvista við þau. Satt að segja hef ég heimþrá í báðum löndunum. Þegar ég er hér langar mig til Perú en þegar ég er þar sakna ég margs frá Íslandi.“ Ég spyr Elbu að lokum hvort hún sé trúuð? „Ég er kaþólsk, bið bænir og hef kennt börnunum mínum bænir. En ég læt þau sjálf um það að finna hvort Guð er til. Stundum hugsa ég um hvernig örlög mín hafa orðið. Það síðasta sem ég ætlaði mér var að yf- irgefa landið mitt og fólkið mitt. Ég hafði það gott og hafði komið mér vel fyrir. Þegar ég var komin hingað í alls konar störf hugsaði ég stundum: „Hvað er ég að gera?“ En ég treysti Guði og Magnúsi – og þó fyrst og fremst sjálfri mér. Ég trúi því að í hverri manneskju búi brot af Guði. Þaðan kemur kraft- urinn í fólk. Það á að treysta sjálfu sér og vera fullvisst um að það geti gert það sem það vill gera. Ég bið Guð að gefa mér vit fyrir sjálfa mig, manninn minn og börnin mín – og til þess að geta lifað í þessu landi – Ís- landi.“ gudrung@mbl.is Systkini Þarna er Elba yst til vinstri ung með fjórum systkinum sínum. Brúðhjón Þau Elba og Magnús giftu sig hjá borg- ardómara í Lima hinn 12. apríl 1988. Kennarinn Elba í miðju nemenmda sinna úr menntaskólanum í Lima. Hún kenndi þar sálfræði og heimspeki um tíu ára skeið. » Það sem mér líkar best á Íslandi er að það ríkir hér friður og öryggi. Svo finnst mér fólkið hér fallegt. Mamma kom til Íslands og sagði: „Ef ég væri ung myndi ég giftast á Íslandi, það eru svo sæt- ir karlmenn þar.“ Hörkutól Samsung M110 farsíminn er nýjasta verkfærið í verkfærakassann. Honum er pakkað inn í sterk- byggða umgjörð sem er bæði ryk- og rakavarin (IP54) og hann er fullur af notadrjúgum aukabúnaði. Samsung M110 – er sannkallað hörku tól. VGA ljósmyndavél Ryk- og rakavarinn (IP54) Bluetooth Innbyggður hátalari Stereó FM-útvarp Vasaljós – með rykgrímu, hjálm og vinnuvettlinga Fæst í helstu símaverslunum landsins Heildsöludreifing og þjónusta: Skútuvogi 12c

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.