Morgunblaðið - 30.03.2008, Side 22

Morgunblaðið - 30.03.2008, Side 22
skólastarf 22 SUNNUDAGUR 30. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ N anna Hlíf Ingvadóttir fór í framhaldsnám hjá Carl Orff Insti- tut í Salzburg í Aust- urríki og bjó þar ásamt eiginmanni og tveimur dætr- um í fimm ár, þar til fjölskyldan fluttist heim fyrir þremur árum. Hún stofnaði, ásamt Elfu Lilju Gísladóttur og Kristínu Valsdóttur, SÓTI, Samtök Orff-tónmennta á Íslandi, og er Nanna Hlíf formaður félagsins. Samtökin hafa haldið ut- an um fjölda sumarnámskeiða fyrir kennara um allt land. Skapandi kennsluaðferðir „Þegar ég varð tónlistarkennari, áttaði ég mig á að tónlist og hreyf- ing eru mér eðlislæg. Í náminu kynntist ég hugmyndum um hvort tveggja og þá má segja að tilgang- inum hafi verið náð,“ segir Nanna Hlíf. „Það truflar mig að hafa of mikið skipulag, ég ligg ekki yfir bókunum, eins og margir halda, ég á tvö börn og eiginmann og þarf að horfa á „Aðþrengdar eiginkonur“ eins og aðrir. Í kennslu lít ég til þess í hvernig skapi við erum sem hópur með tilliti til þess hvort best sé að tromma, nudda eða fara með rímur. Ég get leyft mér þetta flæði, en hefði ekki getað það áður en ég fór í framhaldsnámið. Ég kenndi í fimm ár áður en ég fór út í nám, þar sem ég lærði margt nýtt og spennandi. Orff kallar kennslu- fyrirkomulagið nálgun en ekki að- ferða- eða hugmyndafræði, því ef maður er skapandi í starfi verður maður alltaf að halda áfram, en má ekki festast í hugmyndum manns sem er fæddur fyrir heimsstyrjöld- ina fyrri,“ segir Nanna Hlíf. Hljóðfærin eru kölluð Orff-hljóð- færi, margir þekkja þau og þau eru víða notuð í tónlistarkennslu- stofum. Kennsluaðferðir Nönnu eru fjöl- breyttar og samræmast fjölgreind- arkenningu Howards Gardners. Þær snúast um að greind- arhugtakið eigi að ná yfir alla getu fólks til að vinna úr upplýsingum og skapa eitthvað nýtt; samkvæmt henni er því ekki bara til ein gerð greindar heldur átta og jafnvel fleiri tegundir. Gardner flokkar greindirnar í málgreind, rök- og stærðfræðigreind, rýmisgreind, líkams- og hreyfigreind, tónlistar-, samskipta-, sjálfsþekkingar- og umhverfisgreind. „Þótt undanfarin tíu ár eða svo hafi mikið verið fjallað um fjöl- greindir Gardners, eigum við enn langt í land að flokkun hans sé fylgt eftir í skólastarfi og mismun- andi þörfum barna mætt. Það gengur ennþá of mikið út á það að við lærum á einn ákveðinn hátt, nefnilega út frá málgreind og rök- og stærðfræðigreind. Ef nemandi lærir betur í gegnum hreyfingu, sköpun og ævintýri þá á það að vera réttur hans. Ég verð vör við að börn njóta sín sérstaklega vel í tónlist. Nemandi sem nær ekki samhljóm í bekk, nær ef til vill samhljóm í gegnum tónlist. Kannski er tónlistarkennslustundin eina skiptið í vikunni sem hann lendir ekki í árekstrum. Það er ómetanlegt fyrir barn sem á erfitt með tjáningu,“ segir Nanna Hlíf. Virðing borin fyrir eigin menningu Um þessar mundir er íslenskri menningu sýnd mikil virðing, hún er áberandi og vinsæl. Flest börn kunna gamlar íslenskar vísur eins og jólasveinavísur Jóhannesar úr Kötlum. „Ég fékk gott menningaruppeldi. Sem barn var ég félagi í Þjóð- dansafélaginu, lærði á píanó og söng í Hamrahlíðarkórnum. Þrátt fyrir alla kunnáttu sá ég ekki nægilega vel hvað menning okkar var rík að vísum og kvæðum. Í náminu fann ég fyrir vott af minni- máttarkennd, enda var ég farin að þekkja meira af afrískum lögum en íslenskum. Skólafélagar mínir báðu mig um að kenna þeim eitthvað ís- lenskt, en mér fannst ég ekki getað kennt þeim vikivaka, það var ekk- ert skemmtilegt. Það er svo margt merkilegt í menningu okkar sem ég ekki sá. Það er til dæmis sérstakt að svona margir kunni sömu lögin, allir Ís- lendingar kunna að syngja Hafið bláa hafið, Krummi svaf í klettagjá, og Hani krummi, hundur, svín. Öll mjög falleg lög, taktskipt og í kirkjutóntegundum. Félögum mín- um frá öllum heimshlutum fannst þetta stórmerkilegt, slíkt þekktu þeir ekki í sinni menningu. Núna er mitt aðalmarkmið að kenna lög frá Íslandi, mér finnst ástæðulaust að ég kenni lög frá Afríku þegar minn menningar- heimur er svona ríkur. Nemendur mínir njóta þess að syngja íslensk- ar rímur. Mörgum finnst sérstakt að strákar í sjötta og sjöunda bekk njóti þess að syngja rímur frá 15. og 16. öld. En við gerum ýmislegt annað, til dæmis dönsuðum við tyrkneskan þjóðdans í morgun. Við í Vesturbæjarskóla erum í tónlistarsamfélagi, og á bekkjar- kvöldum búum við til íslensk lög og flytjum rímur, þá syngja guttarnir okkar til að mynda einsöng. Nem- endur eru sterkir og hljóðlátir áhorfendur, sem hafa alist upp við leik og sköpun í gegnum tónlistar- kennslu. Þetta er þeirra veruleiki og þeim finnst engin hugmynd asnaleg,“ segir Nanna Hlíf. Íslenska langspilið „Orff lagði mikla áherslu á að fólk bæri virðingu fyrir menningu sinni, þjóðararfi, tungumáli og sagnaarfi. Hann átti allar Íslend- ingasögurnar og var heillaður af þeim. Eitt af „menningar- hljóðfærum“ okkar er langspilið, það er stórmerkilegt hljóðfæri sem væri gaman að einfalda og kenna Skapandi tónlistarnám Morgunblaðið/Árni Sæberg Nanna Hlíf Ingvarsdóttir Ef nemandi lærir betur gegnum hreyfingu, sköpun og ævintýri þá á það að vera réttur hans. Nemendur Vesturbæjar- skólans spila svo töfrandi og taktfasta tónlist að ætla mætti að slíkt væri aðeins á færi barna í tón- listarnámi samhliða skóla. Flutningurinn er í anda tónskáldsins Carls Orffs, sem lagði til að pí- anóið yrði sett til hliðar og nemendur spiluðu á hljóðfæri á borð við tré-, lang- og klukkuspil. Soffía Guðrún Kr. Jó- hannsdóttir hreifst af kennsluaðferðum tónlist- arkennarans, Nönnu Hlífar Ingvadóttur, og ræddi við hana um kennsluhætti, sköpun og íslenskan tónlistararf. » Okkar íslenska lang- spil er merkilegt hljóðfæri sem væri gam- an að einfalda og kenna nemendum á. Áhugasamir nemendur Karen Eir Einarsdóttir og Sverrir Páll Einarsson. » Vesturbæjarskóli er opnari skóli en geng- ur og gerist og því mætti ætla að það hent- aði honum vel að vera móðurskóli tónlistar. Það væri ekki þar með sagt að allt þyrfti að ganga út á tónlist. ÞAU bekkjarsystkinin Sverrir Páll Einarsson og Karen Eir Einars- dóttir eru í fjórða bekk. Þau eru ekki í öðru tónlistarnámi eins og er, en eru mjög áhugasöm um tón- list og hljóðfærin sem þau spila á. „Við spilum á klukkuspil og tré- spil, alt og sópran-langspil,“ segja þau. „Mér finnst skemmtilegast að spila á sópran, því það er hærri tónn. Við eigum flest okkar uppá- halds hljóðfæri,“ segir Karen. En er námið ekkert erfitt? „Altinn getur stundum orðið svolítið erfiður, og tónlistar- tímarnir breytast mjög hratt hjá okkur. Fyrst getur maður allt, en um leið og við erum búin að læra eitthvað þá bætist nýtt við. Og þetta getur verið snúið, en ef mað- ur man tónana þá er þetta ekkert mál,“ segir Sverrir. En er Nanna skemmtilegur kennari? „Nanna er rosalega fyndin og skemmtilegur kennari, og stundum leyfir hún okkur að ráða hvað við gerum. Hún er mjög góð, alls ekki svo ströng og hún hjálpar okkur að læra réttu tónana. Hún segir að við þurfum bara að hitta á einn eða tvo rétta tóna,“ segir Karen. En eru einhver hljóðfæri vin- sælli en önnur? „Það er dálítið rifist um að spila bassann, þá er takturinn sleginn, hann er auðveldastur,“ segir Kar- en. „Við spiluðum svolítið af spænskum lögum og önnur útlensk lög, en við tókum stökk og lærðum fleiri íslensk lög,“ segir Sverrir. Karen segist hafa mjög gaman að því að spila í tímum og fjótlega byrjar hún í tónlistarnámi. Sverrir nýtur þess að fara í hreyfing- arleiki sem Nanna kennir þeim. „Þegar vel gengur að spila á skólaskemmtunum þá er lang- skemmtilegast að spila Rauna- mædda risann og Móðir mín í kví kví,“ segja þau. Sverrir Páll Einarsson og Karen Eir Einarsdóttir, nemendur í fjórða bekk Klukkuspil, tréspil og langspil

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.