Morgunblaðið - 30.03.2008, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. MARS 2008 23
Landbúnaðarháskóli Íslands
Hvar er laxinn í sjónum?
Rannsóknir á sjávardvöl laxins með nýjustu tækni
Þekking á laxi í ferskvatni er orðin mjög góð. Þekking á
lífsferli laxins í sjó er minni. Miklar breytingar hafa orðið
á endurheimtum laxa í sjó, og mikil afföll stórlaxa valda
áhyggjum. Mjög kostnaðarsamt er að rannsaka lax í sjó með
beinum hætti, þar sem rannsóknartími skipa er mjög dýr.
Veiðimálastofnun hefur á síðustu árum aukið rannsóknir á laxi
í sjó. Vorið 2005 hófst metnaðarfullt verkefni eftir nokkurra ára
undirbúning. Sleppt var mælimerktum laxaseiðum og skiluðu
fyrstu laxarnir sér til baka sem fullorðinn lax, sumarið 2006 og
svo sumarið 2007. Merkin koma frá fyrirtækinu Stjörnu Odda
og er um nýja þróun að ræða. Merkin mæla og skrá hita og
dýpi í sífellu. Þar sem lax er uppsjávarfiskur er unnt að nýta
gögn um yfirborðshita sjávar, meðal annars frá gervitunglum.
Þannig er hægt að rekja far laxins í hafinu í fyrsta skipti. Greint
verður frá þessum rannsóknum og fyrstu niðurstöður sýndar.
Málstofa LbhÍ
Mánudaginn 31. mars
klukkan 15
Ársal, Hvanneyri
Fyrirlesari:
Sigurður
Guðjónsson
Sigurður Guðjónsson er forstjóri
Veiðimálastofnunar. Hann lauk prófi
í líffræði frá Háskóla Íslands 1980, og
meistaraprófi í líffræði frá Dalhousie
University, Halifax, Nova Scotia í Kanada
1983. Þá lá leiðin til Oregon þaðan sem
Sigurður lauk doktorsprófi í fiskifræði
1990. Sigurður hefur verið í fullu starfi hjá
Veiðimálastofnun síðan 1985, í fyrstu sem
sérfræðingur og síðar sem deildarstjóri uns
hann tók við núverandi starfi 1997. Sigurður
hefur stundað ýmsar rannsóknir á laxfiskum
hér á landi.
nemendum á. Finnar eiga hljóðfæri
sem er fimm strengja og ekki ólíkt
langspilinu. Þetta gamla hljóðfæri
var tekið og einfaldað og stór banki
í Finnlandi tók sig til og styrkti
gerð hljóðfæranna og gaf öllum
skólum landsins. Gaman væri ef
slíkt gerðist hér heima, þá mætti
til dæmis kenna þessa frægu fim-
mund okkar. Langspilið er okkar
þjóðarspil. Það er vissulega erfitt
að stilla það, en kannski mætti ein-
falda það,“ segir Nanna Hlíf.
Vesturbæjarskóli
móðurskóli tónlistar
Vesturbæjarskóli er orðinn
þekktur sem tónlistarskóli. Hann
er móðurskóli í drengjamenningu
og hefur það verkefni gengið mjög
vel. En uppi hafa verið hugmyndir
um að ganga skrefi lengra og gera
skólann að móðurskóla tónlistar.
Einnig eru uppi flóknari hug-
myndir um að skipta skólum í
hverfum niður eftir styrk og getu
hvers og eins. Þá gætu skólar verið
málaskólar, listaskólar, raun-
greinaskólar, blandaðir skólar og
svo framvegis. Slíkar hugmyndir
eiga upp á pallborðið víða í Evr-
ópu.
„Vesturbæjarskóli er opnari
skóli en gengur og gerist og því
mætti ætla að það hentaði honum
vel að vera móðurskóli tónlistar.
Það væri ekki þar með sagt að allt
þyrfti að ganga út á tónlist. Nem-
endur geta aldrei tapað á því að
vera í grunnskóla sem er með tón-
list, tungumál eða heimspeki að
leiðarljósi. Ég er draumóramann-
eskja, ég veit að þetta eru þung
skref að stíga, en ætti að geta
gengið upp með eldmóði og vinnu,“
segir Nanna Hlíf.
En hvaðan kemur henni eldmóð-
urinn og krafturinn?
„Ég er heppinn að líkjast ömmu,
sem verður 99 ára gömul í apríl,
nýhætt í danstímum og ennþá al-
veg í fullu fjöri. Hún er glöð og ég
er svolítið svoleiðis, ég vakna alltaf
glöð. Auðvitað á ég mínar stundir
en mér finnst gaman að vinna
þessa vinnu og hún hefur verið
lærdómsrík.“
Unnið af hugsjón
er úrelt hugtak
Kennarastarfinu fylgir álag og
ábyrgð, en mörgum finnst þeir
ekki fá borgað miðað við ábyrgðina
sem þeir hafa.
„Þegar ég kom heim að námi
loknu var ég alveg ákveðin í því að
vinna í grunnskóla þar sem nem-
endum gæfist kostur á að kynnast
faginu. Ég hef trúað því stað-
fastlega að ef mér tækist að kenna
eins og ég var búin að móta kennsl-
una í höfðinu, myndu langflestir
nemendur upplifa sig sem virka
þátttakendur í tónlistariðkun.
Margir, m.a. kollegar mínir, undr-
uðust þá ákvörðun mína að fara í
grunnskólakennslu eftir að hafa
lokið meistaranámi í Orff Institut
og spurðu hvers vegna ég færi ekki
í að kenna við„æðri“ stofnanir, s.s.
tónlistarskóla eða skóla á há-
skólastigi. Þessar vangaveltur
gerðu mig ákveðnari í að halda
þeirri stefnu sem ég einsetti mér.“
Af hverju eru skólar barnanna
okkar aftast í virðingarstiganum?
„Kennarar eru komnir svo mikið
aftur úr í launum, eins og allir vita
bitnar það almennt á sýn fólks á
skólastarf. Það er mikil þversögn,
því kennarar vinna stanslaust að
því að bæta skólastarf og end-
urmennta sig.
Ég hef unnið 3 ár í Vesturbæj-
arskóla og notið hverrar mínútu,
en þetta hefur aðeins gengið upp
fjárhagslega með því að vinna
aukavinnu í Kramhúsinu á laug-
ardögum. Ég er með rúmlega
stöðugildi í skólanum og svo tvo
hópa í Kramhúsinu, auk þess að
kenna á námskeiðum fyrir kennara
í sumar- og páskafríum. Þetta er
einfaldlega of mikið fyrir eina
manneskju og ég finn að þreytan
er farin að segja til sín. Ég á enga
ósk heitari en að fá að halda áfram
tónlistarstarfinu í Vesturbæj-
arskóla, en til þess þurfa kjörin að
breytast til muna. Ég vona að hug-
arfar stjórnvalda sem og almenn-
ings til þessa starfs sé að breytast,
börnunum okkar til virðingar.“
sof fiajo@gmail.com
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gaman Tónlistarkennslunni í Vesturbæjarskóla fylgir dans og söngur og oft er glatt á hjalla .
Einbeitt Áhuginn leynir sér ekki í andlitum nemendanna.
Forvitin Hvers konar hljóðfæri skyldi þetta vera?
CARL Orff, tónskáld, var fæddur
árið 1895 í München í Þýskalandi.
Hann er þekktastur fyrir Carmina
Burana, sem er það verk sem oftast
er sett á svið í heiminum, talið er að
það sé flutt einu sinni til tvisvar á
dag.
Áhugi Orffs á tónmenntakennslu
vaknaði árið 1920 er hann, ásamt
Dorothee Günther, stofnaði dans-
skóla (hreyfingarskóla) í München.
Hans markmið var að nemendurnir,
hvort sem þeir væru þjálfaðir í tón-
list eða ekki, skyldu taka þátt í að
skapa sína eigin danstónlist í stað
þess að vinna með hefðbundnu pí-
anóundirspili. Hann notaðist við
handtrommur og smærri ásláttar-
hljóðfæri sem til voru í skólanum og
ekki leið á löngu þar til nemendur
fóru að geta snarstefjað í pörum á
píanóið. Hreyfingar dansaranna
urðu síðan innblástur að undirspili.
Þessar hugmyndir og aðferðir urðu
grunnundirstaðan í Orff-hugmynda-
fræðinni eða nálguninni eins og Orff
sjálfur kaus að kalla hugmyndafræði
sína.
Fyrirmynd þeirra hljóðfæra sem
flestir tónmenntakennarar hafa í
skólastofum sínum: sílafónar/staf-
spil, tréspil og klukkuspil, er afrísk
marimba. Orff fékk smið til liðs við
sig til að hanna þau, enda hentar
hljóðfærið vel í tónmenntakennslu
vegna einfaldleika þess. Eins og við
þekkjum hljóðfærin eru þau þannig
hönnuð að hægt er að taka nótur af
þeim, þau eru díatónisk (heiltóna) og
tónarnir eru merktir með bókstöf-
um. Þessi hljóðfæri eru þekkt um
heim allan sem „Orff-hljóðfæri“ og
fyrirfinnst varla sú tónmenntastofa
sem ekki á slík hljóðfæri.
Árið 1961 var Orff Institut stofnað
í Salzburg og er það eina skólastofn-
unin í heiminum sem kennd er við
fræði hans. Tilgangurinn er að bjóða
upp á alþjóðlega stofnun fyrir kenn-
ara og nemendur víðs vegar að úr
heiminum. Stofnunin tilheyrir nú
Mozarteum-háskólanum í Salzburg
og er þar boðið upp á framhaldsnám
fyrir kennara sem og BA-gráðu fyrir
styttra komna. Einnig eru haldin
sumarnámskeið við skólann og hafa
kennarar frá yfir 50 löndum sótt þau
námskeið. Þátttakendur frá ólíkum
menningarheimum hafa deilt hug-
myndum og efni og fundið í því sam-
eiginlega þætti sem og nýjan inn-
blástur. Hefur Orff fyrir löngu
markað spor sín í heimi þar sem fjöl-
menningarmenntun fer vaxandi.
Orff-nálgun í
tónlistarkennslu
TÓNLISTARKENNSLAN í skól-
anum er áberandi og margir halda
að Vesturbæjarskóli sé fyrst og
fremst tónlistarskóli. Stundum í
því samhengi er talað um Nönnu
sem skrautfjöður skólans.
Hildur Hafstað skólastjóri segir
Nönnu gífurlegan feng fyrir skól-
ann og kennara með miklar hug-
sjónir. „Við Nanna höfum rætt það
okkar á milli að gera skólann að
móðurskóla tónlistar. En stundum
hugsa ég hvort kennslan standi og
falli með Nönnu, hún er gjafmild
og kraftmikill kennari og mann-
eskja. Hún er einkar lagin í að sjá
tækifæri til samþættingar og oft
spyr ég mig hvernig maður haldi í
manneskju eins og Nönnu. Hún
hefur einstakt lag á börnunum, í
99% tilvika nær hún til þeirra. Hún
er „primus motor“ í öllu tónlistar-
starfinu og er oft fengin til að
troða upp ásamt börnunum á ýms-
um ráðstefnum, auk þess fer hún
víða út fyrir landsteinanna að
kynna tónlistarstarf skólans,“ seg-
ir Hildur.
Hildur Hafstað, skólastjóri
Vesturbæjarskóla
Skrautfjöður skólans
SANDUR MÖL
FYLLINGAREFNI
WWW.BJORGUN.IS
Sævarhöfða 33,
112 Reykjavík,
sími 563 5600