Morgunblaðið - 30.03.2008, Síða 30
menning
30 SUNNUDAGUR 30. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Skrifstofur okkar í
Reykjavík og Hafnarfirði
eru opnar alla virka daga
frá kl. 9-17
Runólfur Gunnlaugsson viðskiptafr., lögg. fast.- og skipasali
Kristín Pétursdóttir, lögg. fasteignasali, Ásmundur Skeggjason, lögg. fasteignasali
Sími: 533 6050 www.hofdi.is
Til sýnis í dag skemmtilegt ein-
býlishús á einni hæð ásamt bíl-
skúr. Húsið er 127,8 fm og bíl-
skúrinn 32 fm, alls 159,8 fm.
Rúmgóður bílskúr með hita,
rafmagni og snyrtingu, hefur
verið notaður sem vinnustofa
listamanns og mætti auðveld-
lega útbúa litla íbúð. Stór, skjól-
sæl og sólrík lóð og mjög gott
bílastæði. Þetta er eign sem
bíður upp á ýmsa möguleika.
Verð 39,9 millj.
Húsið er til sýnis í dag frá kl. 14 til 15.
Upplýsingar veitir Runólfur frá Höfða í síma 892 7798.
Kársnesbraut 123 - Einbýli
Opið hús í dag frá kl. 14 til 15
ÁRIÐ 1999 vann Biljana Srbljanovic
Ernst Toller-verðlaunin, sem kennd
eru við samnefnt leikskáld. Það var í
fyrsta skipti sem höfundur utan
Þýskalands hlaut þau og má segja að
það hafi verið að mörgu leyti viðeig-
andi að Srbljanovic hafi fallið sá heið-
ur í skaut. Líkt og Toller er hún há-
pólitísk og leikritastíll hennar
flokkast greinilega undir expressjón-
isma, form sem Toller og fleiri þróuðu
í Þýskalandi rétt eftir heimsstyröld-
ina fyrri. Þó að nútíma leikhús geti
rakið rætur sínar til expressjónisma
hefur hreinn expressjónismi ekki ver-
ið vinsæll meðal leikhúsgesta. Í stað
þess að leggja áherslu á raunveru-
leikann, atburðarás eða söguþráð er
það algengara í expressjónískum
leikritum að ýta undir það sem er
huglægt. Frásagnarstíllinn getur oft
verið ljóðrænn og stundum er hann
jafnvel mikilvægari en það sem er
sagt. Það er freistandi að líkja þess-
um verkum við gátu sem áhorfandinn
getur leyst að hluta, en heild-
armyndin er alltaf skemmtilega óljós.
Það gerir það að verkum að þeir
sem búast við því að fylgjast með
skýrri sögu eða framvindu í Engi-
sprettum munu verða fyrir von-
brigðum. Það eru samtals ellefu per-
sónur í leikritinu og þó að meira en
helmingur þeirra sé í sömu fjölskyldu
er Engisprettur ekki beinlínis fjöl-
skyldusaga. Í leikskránni segir leik-
stjórinn Þórhildur Þorleifsdóttir að
stykkið sé bæði „marglagað“ og
„táknrænt“ en viðurkennir þó að í
Austur-Evrópu kunni fólk að vera
„vanara en við að lesa í tákn og greina
dulda merkingu, eins og þegar er tal-
að undir rós eða þegar einn þanki er
settur inn fyrir annan“. Amman sem
aðalpersónan Nadežda talar sífellt
um er til dæmis ekki manneskja held-
ur stendur hún „greinilega fyrir
Júgóslavíu eða júgóslavnesku þjóð-
ina“ að sögn Þórhildar. Ástæðuna
fyrir því að myndin af ömmunni verð-
ur „ruglingsleg, tætingsleg, eiginlega
óskiljanleg“ segir Þórhildur vera þá
að „enginn skilur hvað gerðist
þarna“. Það kann að vera, en hvað
þarf áhorfandinn að vita mikið til að
skynja hvað er að gerast í Engi-
sprettum?
Sýningin hófst með smáræðu í til-
efni Alþjóðlega leiklistardagsins eftir
Benedikt Erlingsson sem hæddist að
þeirri hugmynd að leiklist gæti skap-
að frið í heiminum. Kannski hefðum
við frekar átt að fá fyrirlestur um ríki
fyrrverandi Júgóslavíu, eða að
minnsta kosti um leikskáldið Biljönu
Srbljanovic? Ég verð að viðurkenna
að þó mér skildist að margt væri
táknrænt, þá var ég í miklum vand-
ræðum að giska á hvað var táknað.
Ég er ekki einu sinni viss af hverju
stykkið heitir Engisprettur. Þegar ég
fletti serbneska orðinu upp á netinu
fann ég að „skakavci“ er einnig nafn á
litlu þorpi í Bosníu Herzegovínu og að
„kobilice“ er króatíska orðið fyrir
engisprettur og að sýningin hjá
European Theatre Convention bar
titilinn Kobilice ali moj oce igra loto
(Engisprettur eða pabbi minn vann í
lottó). Mér er einnig sagt að það sém-
jög algengt að heyra í þessum pödd-
um við strendur Serbíu.
Það má hins vegar segja að í mörg-
um tilfellum skiptir það engu máli.
Það var allavega nóg að skoða í ynd-
islegri leikmynd hannaðri af Vytau-
tus Narbutas sem snýst frá senu til
senu en býður alltaf uppá eitthvað
nýtt og eftirtektarvert og eins fékk
eyrað nægju sína í tónlistinni eftir
Giedrius Puskunigis. Leikurinn var
einnig mjög góður. Sólveig Arnars-
dóttir sem leikur Nadeždu og Þórunn
Lárusdóttir sem leikur Dödu voru þó
öflugastar í annars mjög sterkum
hópi. Sólveig geislaði af einlægni og
Þórunn af tilgerð og sköpuðu þær
skemmtilegt jafnvægi á milli sín. Þór-
unn Karitas skilaði hinni tólf ára
Alegru ágætlega og var sérstaklega
áhrifamikil í ballettatriðinu. Guðrún
Gísladóttir og Anna Kristín Arn-
grímsdóttir léku vel en hlutverk
þeirra voru ef til vill ekki eins vel út-
færð af leikskáldinu. Hjá karlleik-
urunum var Pálmi Gestsson með
skemmtilegasta hlutverkið en Friðrik
Friðriksson, Hjalti Rögnvaldsson,
Arnar Jónsson og Eggert Þorleifsson
áttu allir góða spretti. Svo má ekki
gleyma Gunnari Eyjólfssyni sem
tókst að segja margt þrátt fyrir að
vera þögull nánast allan tímann.
Má kalla
allt ömmu
sína?
Martin Stephen Regal
Leiklist
Þjóðleikhúsið
Höfundur: Biljana Srbljanovic. Tónskáld:
Giedrius Puskunigis. Leikstjóri: Þórhildur
Þorleifsdóttir. Þýðing: Davíð Þór Jóns-
son. Leikmynd: Vytautas Narbutas. Bún-
ingar: Filippía I. Elísdóttir. Lýsing: Lárus
Björnsson. Leikarar: Anna Kristín Arn-
grímsdóttir, Arnar Jónsson, Eggert Þor-
leifsson, Friðrik Friðriksson, Guðrún
Snæfríður Gísladóttir, Gunnar Eyjólfsson,
Hjalti Rögnvaldsson, Pálmi Gestsson,
Sólveig Arnarsdóttir, Þóra Karítas Árna-
dóttir og Þórunn Lárusdóttir.
Engisprettur
Á sviði Þjóðleikhússins „Þeir sem búast við því að fylgjast með skýrri
sögu eða framvindu í Engisprettum munu verða fyrir vonbrigðum. “
TÓNSKÁLDIN Antonín Dvorák (1841–1904)
og Pjotr Ilíts Tchaikovsky (1840–1893), nánast
jafnaldrar, nutu báðir mikilla vinsælda meðan
þeir lifðu, fulltrúar rómantískrar tónlist-
arstefnu nítjándu aldarinnar. Enda hljómuðu
bæði verkin sem flutt voru á tónleikum Sinfón-
íuhljómsveitar Norðurlands eflaust kunn-
uglega í eyrum margra tónleikagesta.
Fiðlukonsertinn í a-moll samdi Dvorák 1883
fyrir einn frægasta fiðluleikara 19. aldarinnar,
Joseph Joachim, sem lék hann þó aldrei. Kons-
ertinn hefst á örstuttum inngangi hljómsveit-
arinnar sem fiðluleikarinn tekur fljótlega und-
ir og þar kemur strax í ljós að konsertinn er
ætlaður fiðluleikara með mikla tækni og færni.
Með glæsilegri innkomu sýndi Elfa Rún að
hún var fullfær í glímuna við þetta verkefni.
Hin mörgu stef sem hljóma í konsertinum
mótaði hún einkar fallega og nýtur þar ef til
vill reynslu sinnar og kunnáttu í flutningi bar-
okktónlistar en árið 2006 hlaut hún fyrstu
verðlaun í Bach-tónlistarkeppninni í Leipzig.
Það gæti verið freistandi að hella sér í tilfinn-
ingasama túlkun á slíku rómantísku verki en
flutningur Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands
og Elfu Rúnar var hófsamur og hlýr og fór
aldrei yfir strikið en innihaldið komst samt vel
og fallega til skila.Konsertinn er viðkvæmur í
samspili, á köflum næstum eins og kamm-
ertónlist eða samtöl milli hljómsveitar og ein-
leikara. Undirrituð hefði stundum óskað að
heyra hljómsveitina taka betur undir ang-
urvær stef fiðluraddarinnar eða svara glettn-
islegu og fjörmiklu stefi hennar af meiri krafti,
sérstaklega í þriðja kaflanum. Í heildina var
flutningur SN undir stjórn Guðmundar Óla þó
heildstæður og sannfærandi og angurvær
stemning, gleði og hlýja sem einkennir tónlist
Dvoráks kom vel fram. Einleikarinn Elfa Rún
naut sín vel, lék af miklu öryggi og þroska og
var hver hending mótuð af natni og smekkvísi.
Hún hefur afar hlýjan tón og hárnákvæma in-
tónasjón og túlkun hennar á þessum gull-
fallega fiðlukonsert var bæði einlægur og
sannfærandi.
Það var nokkur spenna í lofti þegar flutn-
ingur fjórðu sinfóníu Tchaikovskys hófst enda
ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur
með vali hennar á efnisskrána. Sinfóníuna
samdi Tchaikovsky á árunum 1877–1878 sem
voru umbrotaár í lífi hans. Hann giftist en varð
afar vansæll og hjónabandið stóð í stuttan
tíma. Í kjölfar þess tók auðug rússnesk ekkja,
Nadeshda von Meck, hann undir verndarvæng
sinn og studdi hann fjárhagslega næstu árin
sem gerði honum kleift að stunda tónsmíðar af
kappi. Fjórðu sinfóníuna tileinkar hann ein-
mitt frú N. v. Meck.
Guðmundur Óli stýrði hljómsveitinni af ör-
yggi og smekkvísi, hraðaval var sannfærandi
og spennan hélst í loftinu allan tímann. Í sin-
fóníunni má skynja mikinn tilfinningahita,
miklar sveiflur milli trega og gleði. Málmblás-
ararnir blésu inngangsstefið hraustlega og síð-
an tóku strengirnir við með hið tregafulla stef
fyrsta kaflans. Hinum margvíslegu blæbrigð-
um bæði dapurleika og fjörs sem heyra má í
fjórðu sinfóníunni kom hljómsveitin vel til
skila þrátt fyrir að hún hafi ekki mörgum liðs-
mönnum á að skipa og kirkjan ef til vill ekki sá
tónleikasalur sem best hæfir slíkri tónlist.
Eins og fyrr sagði voru tónskáldin Dvorák
og Tchaikovsky samtímamenn en engu að síð-
ur eru verk þeirra mjög ólík,verk Tchaikov-
skys eru full af krafti, dulúð og litríku tónmáli
en verk Dvoráks eru öll einfaldari, opnari og
auðskiljanlegri. Hljómsveitinni tókst mjög vel
að koma þessum mismun til skila, í sinfóníu
Tchaikovskys sýndi hljómsveitin virkilega
hvað í henni býr og það geislaði af henni kraft-
ur og spilagleði. Frá blásurunum hljómaði
hvert sólóstefið á fætur öðru með bravúr og
strengjaleikarar tókust á við tónstiga upp og
niður á fleygiferð en ekki síður margs konar
blæbrigði í tón og túlkun. Útkoman var glæsi-
leg veisla fyrir eyru tónleikagesta.
Mikill meirihluti þeirra hljóðfæraleikara
sem skipaði Sinfóníuhljómsveit Norðurlands á
þessum tónleikum er búsettur á Norður- og
Austurlandi, tónlistarmennirnir komu alla leið
austan úr Reyðarfirði og vestan úr Skagafirði.
Glerárkirkja var þéttsetin og mörgum tón-
leikagesta hefur örugglega dottið í hug að efn-
isskráin og flytjendur hefðu notið sín betur í
stærra húsi. Það verður því tilhlökkunarefni
að hlýða á Sinfóníuhljómsveit Norðurlands í
hinu veglega menningarhúsi sem nú er verið
að reisa á Akureyri. Hljómsveitin hefur dafnað
og eflst ár frá ári og það var stórkostlegt að
heyra hana flytja þessa glæsilegu og krefjandi
efnisskrá á fimmtánda starfsári sínu. Íslend-
ingar geta verið stoltir af Sinfóníuhljómsveit
Norðurlands sem hefur sannað að norðan
heiða, utan höfuðborgarsvæðisins, er bæði
efniviður og áheyrendur til að halda úti sinfón-
íuhljómsveit.
Veisla á skírdag
TÓNLIST
Glerárkirkja, Akureyri
Skírdagstónleikar. Fiðlukonsert í a-moll, op. 53 eftir
Antonín Dvorák og sinfónía nr. 4 í f-moll, op. 36, eftir
Pjotr Ilíts Tchaikovsky. Flytjendur: Sinfóníu-
hljómsveit Norðurlands ásamt einleikara á fiðlu,
Elfu Rún Kristinsdóttur. Hljómsveitarstjóri:
Guðmundur Óli Gunnarsson.
Fimmtudagur 20. mars 2008, kl. 16.
Sinfóníutónleikar
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Af æfingu „Einleikarinn Elfa Rún naut sín
vel, lék af miklu öryggi og þroska og var hver
hending mótuð af natni og smekkvísi.“
Sigríður Helga Þorsteinsdóttir