Morgunblaðið - 30.03.2008, Síða 33

Morgunblaðið - 30.03.2008, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. MARS 2008 33 Kínverja á sjötta áratugnum sé ógnvekjandi, en í mörgum tilfellum sé ekki hægt að staðreyna hann: „En frásögnum sjónarvotta bera svo nákvæmlega saman að mat Dalai Lama á þessu tímabili virðist óvefengjanlegt: „Tíbetar voru ekki bara skotnir, þeir voru einnig barðir til dauða, krossfestir, brenndir lifandi, drekkt, limlestir, sveltir, kyrktir, hengdir, soðnir lifandi, grafnir lifandi, bútaðir sundur og hálshöggnir.““ Árið 1969 var aftur gerð uppreisn í Lhasa og miklu blóði var úthellt þegar hún var kæfð. Khampa-skæruliðar, sem bandaríska leyniþjónust- an CIA hafði marga hverja þjálfað í skæruliðabúð- um í Colorado og Guam og sent aftur til Kína, börð- ust áfram til 1972. Árið 1987 var aftur gerð uppreisn í Lhasa og hún var brotin á bak aftur. Þegar óeirðir þar sem kraf- ist var sjálfstæðis höfðu staðið yfir í þrjá daga ári 1989 voru sett herlög. Nú voru aðferðirnar hins vegar breyttar. Þótt dæmi væru um grimmdarverk greip herinn ekki til blóðsúthellinga í stórum stíl. Á sjötta og sjöunda áratugnum voru mörg hundruð þúsund Tíbetar settir í fangabúðir. Í Svartbókinni segir að allt að því einn tíundi hluti þjóðarinnar hafi verið fangelsaður og svo virðist sem afar fáir, jafnvel ekki nema tvö prósent, hafi snúið lifandi úr þeim 166 fangabúðum, sem vitað er um og flestar voru í Tíbet og nærliggjandi hér- uðum. „Árið 1984 komst leyniþjónusta Dalai Lama að þeirri niðurstöðu að ætla mætti að 173 þúsund manns hefðu dáið í haldi,“ segir í bókinni. „Heilu klaustursamfélögin voru send í kolanámurnar. Að- stæður í prísundinni virðast hafa verið skelfilegar og sultur, kuldi eða óbærilegur hiti daglegt hlut- skipti fanganna. Það eru jafnmargar frásagnir af aftökum fanga, sem neituðu að hafna hugmyndinni um sjálfstætt Tíbet og til eru um mannát í fang- elsum meðan á stóra stökkinu framávið stóð.“ Menningarlegt þjóðarmorð Þ egar Panchen Lama, næstæðsti leið- togi búddista í Tíbet, mótmælti við Maó Tse Tung vegna hungursneyð- arinnar og kúgunarinnar, sem var að murka lífið úr löndum hans, var honum kastað í fangelsi og settur í stofufangelsi til 1977. Dómnum yfir honum var ekki aflétt fyrr en 1988. Það eru ekki til órækar sannanir fyrir því að Kín- verjar hafi lag á ráðin um að fremja þjóðarmorð og útrýma öllum Tíbetum, en enginn vafi leikur á því að þeir frömdu menningarlegt þjóðarmorð. Þegar menningarbyltingunni lauk voru aðeins 13 af 6.259 stöðum ætluðum til búddatilbeiðslu enn opnir. Flestum hafði verið breytt í herskála, geymslur eða fangelsi. Sumir staðir, sem varðveittust, hafa verið opnaðir á ný. Margir voru algerlega tæmdir og verðmætin, sem í þeim voru – handrit, freskur, málverk, styttur og aðrir munir – voru eyðilögð eða þeim stolið, sérstaklega ef í þeim voru verðmætir málmar. Árið 1973 hafði málmsmiðja ein í Peking brætt 600 tonn af tíbeskum styttum. Árið 1983 fann sendinefnd frá Lhasa 32 tonn af tíbeskum forn- munum í kínversku höfuðborinni, þar á meðal 13.537 styttur. Tilraunin til að má út búddisma fólst einnig í herferð um að skíra öll tíbesk börn kín- verskum nöfnum. Fram til 1979 fór öll kennsla í skólum fram á mandarín.“ Í bókinni segir að hlutfallslega hafi fórnarlömb ofbeldis verið fleiri í Tíbet en almennt í Kína. Þó sé erfitt að trúa þeim tölum, sem útlagastjórn Tíbets hafi gefið út 1984. Hún taldi að 1,2 milljónir Tíbeta hefðu látið lífið eða fjórðungur þjóðarinnar. Enn ósennilegra sé að það geti staðist að 432 þúsund manns hafi látið lífið í bardögum. „En það er hægt að tala um blóðsúthellingar í ætt við þjóðarmorð, vegna þess hve margir áttu í hlut og hvernig óskir og réttindi almennra borgara og fanga voru virtar vettugi og hversu reglulega óhæfuverkin voru framin,“ segir í bókinni. Síðan komast höfundarnir að þeirri niðurstöðu að fórnarlömbin í Tíbet gætu verið um 800 þúsund, sem sé hlutfallslega sam- bærilegt við fjölda fórnarlamba Rauðu kmeranna í Kambódíu. Pol Pot tókst á þremur og hálfu ári að myrða fjórðung þjóðar sinnar með því að svelta hana og pynta. Þegar horft er á blóðsúthellingarnar í Tíbet eftir að kínverskir kommúnistar sölsuðu landið undir sig má ekki gleyma því að gríðarleg grimmdarverk og blóðsúthellingar áttu sér stað um allt Kína. Í Svart- bókinni eru leiddar líkur að því að fórnarlömb kommúnismans í landinu hafi verið 65 milljónir manna. Þetta er slíkur fjöldi mannslífa að ógern- ingur er að gera sér það í hugarlund, en það breytir engu um það sem gerðist í Tíbet og er ekki ólíklegt að hver einasti íbúi landsins hafi misst einhvern sér nákominn í drápsvél kínverskra kommúnista. Þótt blóðþorsti kínverskra yfirvalda hafi slokknað og nú sé reynt að beita mildari aðferðum til að tryggja yf- irráð kommúnistaflokksins er ljóst að þau bera litla virðingu fyrir íbúum landsins. Tíbesk menning er enn í hættu. „Þjóðarmorðsólympíuleikarnir“ er slagorð mótmælenda, sem vilja beita kínversk stjórnvöld þrýstingi til að fá stjórnvöld í Súdan til að binda enda á þjóðarmorðið í Darfur. Ástæðan er sú að engin þjóð á jafnmikil viðskipti við Súdan og Kínverjar og því hafi engin þjóð jafnmikil áhrif þar. Kínverjar virðast tilbúnir til að hlusta á gagnrýni á utanríkisstefnu sína og hafa nú tekið í mál að senda lið frá Sameinuðu þjóðunum til Darfur og gætu jafn vel tekið þátt í verkefninu. Þeir vilja hins vegar ekki afskipti af innanlandsmálum, enda er þar allt í himnalagi, ef marka má Yang Jiechi utanríkisráð- herra: „Kínverjar njóta í einu og öllu allra réttinda og óhefts trúfrelsis.“ Það er sennilega í krafti þessara réttinda, sem andófsmennirnir Yang Chulin, sem lýsti því yfir að Kínverjar þyrftu ekki ólympíuleika heldur borg- araleg réttindi, og Hu Jia, sem berst fyrir aðgerð- um gegn alnæmi og er sakaður um undirróður fyrir vikið, hafa verið dregnir fyrir dóm. Það er senni- lega þess vegna, sem nú fer fram í Tíbet svokölluð menntaherferð í ættjarðarást, sem meðal annars gerir þá kröfu til munka að þeir afneiti Dalai Lama. Kínversk stjórnvöld eru í miklum vanda vegna Tíbet. Þau vilja stjórna ástandinu og umfjöllun um það en ráða ekki við það heldur spóla í sama farinu. Kínverskir ráðamenn þurfa að gæta sín. Þeir vilja ekki að ólympíuleikarnir hverfi í skuggann á mót- mælum vegna ástandsins í Tíbet, en svo óheppilega vill til fyrir þá að skrautsýningin, sem átti að verða lyftistöng, er orðin að tilefni til að beita þá þrýst- ingi. » „En það er hægt að tala um blóðsúthellingar í ætt við þjóð-armorð, vegna þess hve margir áttu í hlut og hvernig óskir og réttindi almennra borgara og fanga voru virtar vettugi og hversu reglulega óhæfuverkin voru framin,“ segir í bókinni. Síðan komast höfundarnir að þeirri niðurstöðu að fórnarlömbin í Tíbet gætu verið um 800 þúsund, sem sé hlutfallslega sam- bærilegt við fjölda fórnarlamba Rauðu kmeranna í Kambódíu. rbréf Reuters Andóf Mótmælandi brennir kínverska fánann í mótmælaaðgerð í Lhasa, höfuðborg Tíbets, 14. mars. Í óeirðum í borginni var eldur lagður að bílum og verslunum. Kínversk stjórnvöld hafa sent her- lið í borgina til að stöðva mótmælin en aðgerðum er haldið áfram í nærliggjandi héruðum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.