Morgunblaðið - 30.03.2008, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 30.03.2008, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 30. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Andlát Ólafar Pét- ursdóttur er mikill harmur þeim er nutu þeirra forréttinda að fá að kynnast henni, bæði í leik og starfi. Hörmulegt slys hefur leitt hana á fund skapara síns löngu fyrr en nokkurn gat órað fyr- ir – löngu áður en eðlilegt er fyrir nokkurn mann að kveðja jarðlífið. Margir verða eflaust til þess að fjalla um æviskeið Ólafar en með henni er genginn mikilfenglegur persónuleiki, en fyrst og fremst elskulegur einstaklingur og vinur. Ólöf var einn stofnfélaga Rótarý- klúbbsins Reykjavík miðborg árið 1994, en hann er fyrsti klúbburinn á Íslandi sem hefur eitt af megin- markmiðum sínum að stuðla að jöfnum hlut kynjanna innan sinna vébanda. Þetta lýsir meira en margt jafnræðishugsjóninni sem einkenndi Ólöfu. Leiðir okkar lágu fyrst og fremst saman á þeim vettvangi og komst ég fljótt að raun um að þar fór kona sem gott var að kynnast og heiður að mega kalla félaga sinn. Ég færi eiginmanni Ólafar, Frið- riki, og dætrunum tveimur, ásamt öllum sem nú eiga um sárt að binda, innilegar samúðarkveðjur vina þeirra í Rkl. Reykjavík miðborg og bið góðan Guð að varðveita þau og styrkja í sorginni. Oddrún Kristjánsdóttir, forseti Rkl. Reykjavík miðborg. Fallin er frá Ólöf Pétursdóttir, mikil vinkona okkar fjölskyldunnar. Ólöf var einstök mannkosta manneskja sem er sárt saknað. Hún var stór í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Hún var glæsileg svo eftir var tekið og við náin kynni fann maður betur alla hennar miklu mannkosti, hlýju, greind, listræna hæfileika, skipulagshæfni og vilja- styrk. Enda náði hún langt í starfi þar sem hún naut mikils trausts og virðingar. Í nánu samstarfi um mörg ár höfum við hjónin og fjöl- skylda okkar fengið að kynnast og njóta allra þessara kosta hennar. Samt er hægt að undrast þann ótrú- lega viljastyrk og andlegt þrek sem hún sýndi í afar erfiðum veikindum eftir hörmulegt slys sem hún varð fyrir í september 2006. Hún var jafnan fær um að benda á það sem áunnist hafði og gefa af sér ekki síð- ur en þiggja. Það var undravert að fylgjast með þeim árangri sem hún náði að lifa með reisn og vinna sigra með sína miklu fötlun. Hún naut einstakrar umönnunar fjölskyldu sinnar og vina. Ógleymanleg er stundin þegar Ingibjörg dóttir hennar sýndi það mikla framtak að skapa og sauma marga kjóla sem boðnir voru upp til að afla fjár til kaupa á dýru æfingatæki fyrir Grensásdeild. Með þessu framtaki fyllti hún móður sína gleði og stolti sem fjölskyldan og vinir nutu með henni. Megi góður guð veita fjölskyldu hennar þrek á erfiðum tímum. Blessuð sé minning hennar. Arnþrúður og Stefán. Nokkru eftir hið sviplega fráfall Péturs Benediktssonar kom ég fyrst á Vesturbrún 18. Ég átti er- indi við ekkju hans Mörtu Thors sem hafði boðið mér í heimsókn, en Pétur og Marta höfðu verið ein af nánustu vinum foreldra minna. Upp frá þessu fór ég að venja komur mínar á heimili Mörtu og kynntist fljótt tveimur töfrandi ungum kon- um, systrunum Ólöfu og Guðrúnu. Þó ég væri barn að aldri og þær í menntaskóla eða komnar í háskóla- nám sýndu þær mér einstakan Ólöf Pétursdóttir ✝ Ólöf Péturs-dóttir fæddist í París 8. júlí 1948. Hún lést á end- urhæfingardeild LSH á Grensási 20. mars síðastliðinn og var jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík 29. mars. áhuga og hlýju, rétt eins og ég væri ein af fjölskyldunni. Ólöf hafði þá kynnst lífs- förunauti sínum Frið- riki Pálssyni og þau voru þá að koma sér fyrir í kjallaranum á Vesturbrún. Í lífinu skiptir öllu máli hvaða fólki við kynnumst og hverjir verða okkur fyrir- myndir. Vináttubönd- in sem hnýttust á þessum árum voru sterk og hafa verið mér ómetanleg allar götur síðan. Þó samverustund- ir okkar Ólafar hafi verið færri en við hefðum sjálfsagt báðar kosið fann ég alltaf þegar við hittumst einstaka vináttu og styrk, staðfest- ingu á því að ég átti hana að. Stundum er sagt að við fáum ekki stærri verkefni í lífinu en við erum manneskjur til að glíma við. Hvort sem þetta er ætíð rétt eða ekki fá mestu manneskjurnar vissulega oft stærstu og erfiðustu verkefnin, en þær vaxa líka mest af því að takast á við þau. Eftir hörmulegt slys fyrir nokkrum misserum tókst Ólöf á við meiri erfiðleika en flestir reyna í líf- inu. Í þeim sýndi hún þá miklu mannlegu reisn og sálarstyrk sem hún hafði til að bera. Milli fjölskyldna okkar Ólafar hefur ríkt djúp vinátta og sterk tengsl í áratugi eða allt frá því feður okkar kynntust fyrst í London á stríðsárunum og er þeir síðar störf- uðu saman í Landsbankanum. Nú þegar komið er að leiðarlokum minnumst við einstakrar konu sem hverfur okkur sjónum allt of fljótt og vottum við Friðriki, dætrum hans og Ólafar, Guðrúnu systur hennar og öðrum ástvinum okkar dýpstu samúð. Salvör Nordal. Hetja er fallin frá. Það er varla hægt að lýsa Ólöfu Pétursdóttur öðruvísi. Þegar ég heimsótti hana eftir að hún hafði lent í hinu hörmu- lega slysi geislaði af henni jákvæðn- in og umhyggjan gagnvart sam- ferðamönnum sínum. Hún hafði sterkan persónuleika og mikla út- geislun og það var gefandi að fylgj- ast með henni og njóta samvista við hana. Ólöf málaði olíumyndir eftir slysið af miklu listfengi og minnist ég einstaklega fallegrar blóma- myndar sem ég sá hjá henni. Hún sagði mér frá mynd sem hún hafði málað af hesti með fjallið Þríhyrn- ing í baksýn sem ég hlakkaði mikið til að sjá vegna þess að hestar og náttúran höfðuðu svo sterkt til okk- ar beggja. Fjölskylda hennar, Frið- rik eiginmaður hennar, dæturnar tvær Marta María og Ingibjörg Guðný og Guðrún systir hennar sýndu henni fádæma stuðning og ástúð eftir slysið og gerðu henni kleift að snúa heim með reisn og gáfu henni þannig mikið. Ég held að við séum öll ríkari af því að hafa kynnst styrk hennar og ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast þessari glæsilegu konu. Fyrir hönd fjölskyldu minnar votta ég Friðriki, dætrum þeirra tveimur, systrum hennar, Guðrúnu og Ragnhildi, sem býr í Noregi, og fjölskyldu dýpstu samúð. Minningin um hana verður lengi í hugum höfð. Katrín S. Briem. Ef við, sem í dag kveðjum Ólöfu Pétursdóttur, trúum því á annað borð að tilvera okkar þjóni vitræn- um tilgangi í stærra samhengi hlut- anna, þá getum við verið þess full- viss að líf hennar eftir slysið hörmulega þjónaði slíkum tilgangi. Í minningunni er Ólöf sveipuð björtu ljósi. Þannig var hún þegar ég sá hana fyrst í ágústmánuði 1997. Þannig var hún enn þegar ég sá hana síðast: Ég hljóp upp stigann á Grensásdeildinni og átti ekki von á öðru en að hitta hana rúmliggj- andi eins og áður. Mér til undrunar og gleði mætti ég henni uppréttri í stól við enda stigans, þar sem hún heilsaði með sínu bjarta brosi, æðrulaus og hnarreist sem aldrei fyrr. Það er ógleymanleg mynd. Frá Ólöfu stafaði hlýja og styrkur sem gerði að verkum að mér þótti vænt um hana frá fyrsta degi sam- starfs okkar. Ég er og verð alltaf þakklátur fyrir það traust sem hún sýndi mér, þann stuðning sem hún veitti mér í upphafi starfsferils míns, þau ráð sem hún gaf mér og síðast en ekki síst þá vinsemd og vináttu sem hún sýndi bæði í orði og verki. Ég minnist margra góðra samtala okkar um lífið og tilveruna. Í þeim samtölum birtist heilsteypt- ur persónuleiki hennar, andlegur styrkur, dómgreind og skynsemi. Að öllu þessu bjó hún í hetjulegri baráttu við fötlun sína. Lífsvilji hennar og baráttuþrek er okkur hinum til eftirbreytni. Ólöf Pétursdóttir skipaði sérstakt heiðurssæti í mínum huga þar sem virðing og væntumþykja voru efst á blaði. Ég er þakklátur fyrir að hafa átt hlutdeild í þeirri birtu sem frá henni stafaði. Fjölskyldu hennar og ástvinum, sem stóðu svo fast við bak hennar, sendi ég hugheilar samúðarkveðjur. Arnar Þór Jónsson. Dómstólar eru um margt óvenju- legar stofnanir þar sem hver og einn dómari virðist næsta einráður um hvernig hann hagar störfum sín- um. Stjórn dómstóls lýtur og um margt sérstökum lögmálum jafnvel þótt ekki komi meira til, svo sem grundvallarbreytingar á dómstóla- skipan og réttarfari. Það ríkti held- ur engin lognmolla yfir Héraðsdómi Reykjaness, næststærsta héraðs- dómi landsins, þegar Ólöf Péturs- dóttir dómstjóri réð mig þar til starfa sem dómarafulltrúa haustið 1995. Og þótt áhöfnin væri ekki allt- af samtaka, hélt stofnunin vel sjó og stefnu undir hennar stjórn. Hér tala verk Ólafar fyrir héraðsdóm best sínu eigin máli. Ólöf var umfram allt glæsilegur stjórnandi sem lét ekki upphlaup og úrtölur hafa áhrif á sig. Skoðanir manna mat hún eftir gildi sínu, en ekki eftir vinsældum eða nafnbótum þeirra sem þær settu fram. Hún hafði til að bera hugrekki til að taka óvinsælar ákvarðanir, hvort heldur var gagnvart þeim sem töldust yfir eða undir hana settir. Þessi rökvísi fór saman við hlýju og djúpan skiln- ing á mannlegum aðstæðum sem kom ekki síst í ljós þegar taka þurfti ákvörðun um mikilvæga hagsmuni fólks. Ólöf Pétursdóttir sýndi mér ekki aðeins það traust að ráða mig til starfa, fela mér ýmis vandasöm verkefni og leiða mig mín fyrstu skref í dómstörfum. Hún stóð einnig þétt við bakið þegar kom að vanda- sömum ákvörðunum og ekki síður þegar ýmsir hugðu sér gott til glóð- arinnar og reyndu að beita hinn ný- bakaða fulltrúa þrýstingi við emb- ættisstörf sín. Á síðasta fundi okkar Ólafar féll það enn einu sinni í henn- ar hlut að gefa mér góð ráð og stappa í mig stálinu. Skipti þá engu að þá var hlutskipti okkar svo ójafnt komið að ég var að taka við nýju starfi erlendis og taldist ganga flest í haginn, en Ólöf háði daglega bar- áttu fyrir lífi sínu. Slíkur maður var Ólöf ... Skúli Magnússon. Það var mikið rigningarsumar þegar við Ólöf sátum í mosagrænum pollagöllum í stúlknahópi og flokk- uðum trjáplöntur í bakka á vegum Skógræktar ríkisins. Ætli ég hafi ekki verið á fjórtánda ári en Ólöf tveimur árum eldri. Ég hafði á orði að margt yndislegra mætti finna sér til dundurs í svona tíð, en Ólöf atyrti unglinginn og sagði að það væri skynsamlegra að starfa af heilum hug, nema ég ætlaði að hætta. Síðar þetta sama sumar plöntuðum við þessum krílum um holt og móa. Hópurinn okkar Ólafar var kallaður stormsveitin, slíkur var metnaður- inn og vinnugleðin. Eftir á að hyggja kynntist ég þarna í sum- arvinnunni þeim eðlisþáttum Ólafar sem einkenndu líf hennar. Raunsæi, greind, skyldurækni og vinnugleði. Seinna urðum við Guðrún systir hennar skólasystur og bestu vinkon- ur. Þá kynntist ég Ólöfu aftur nýtrúlofaðri Friðriki sínum. Ólöf var ekki leikfélagi okkar Guðrúnar á þessu skeiði, hún var eldri og ráð- settari og setti ofan í við okkur þeg- ar henni ofbauð sveimhyglin. Seinna urðu allir jafnaldrar. En Ólöf var ekki bara ráðsett og ströng eins og okkur unglingunum fannst stund- um. Hún var réttsýn og góð, næm á fólk og mikill mannþekkjari sem hlýtur að hafa gert hana að góðum lögfræðingi. Hún hafði líka gott formskyn og lifði sig inn í liti. Þess bera myndverk hennar vitni. Enda þótt leiðir okkar Ólafar hafi verið ólíkar og við aðeins hist endr- um og eins, var alltaf gott að hittast, við þekktumst og þurftum ekki að útskýra okkur. Eitthvað gamalt og gott batt okkur saman og þá nægir oft að nikka eða hlæja að einhverri vitleysu. Ólöf þurfti að mæta grimmum ör- lögum. Hún hefur legið í hálft annað ár lömuð frá hálsi, eftir sviplegt slys. Í þeirri baráttu reyndi á seiglu Ólafar, raunsæi hennar og jafnaðar- geð. Það má læra mikið af afstöðu hennar í þessum raunum. Hún mat stöðu sína, hellti sér út í ný við- fangsefni, og það sem lýsir henni kannski best, er tillitsemin sem hún sýndi umhverfinu. Hún var fjölskyldu sinni stoð og stytta til hinstu stundar. Nú er fólkið hennar hnípið og sorgmætt eftir mikinn missi. Huggunin er sú, að þau stóðu sem klettur við hlið hennar í þessari bar- áttu og gerðu þennan tíma ekki bara bærilegan, heldur ljáðu honum merkingu og tilgang. Halldóra Thoroddsen. Nú ert þú kvödd í anda blíðum af öllum þeim sem kynntust þér, með ljúfa þökk frá liðnum tíðum, sem lengi er vert að minnst sé hér; og þó að gröfin hylji hold, þitt hrós skal vaka yfir mold. Við trúum því á himna hæðum nú hólpinn lifi andi þinn, og eigi völ á á unaðsgæðum, sem ekki þekkir heimurinn. Og alt sem gott hér gjörðir þú hjá guði launað verði nú. (Jón Þórðarson.) Guð veri með þér, Ólöf mín, og öllu þínu fólki sem umvafði þig með svo óumræðilegri ást, alúð og sam- heldni að leitun er að. Við þökkum fyrir að hafa kynnst þér svona náið og þeim gimsteini sem þú hafðir að geyma. Við sendum fjölskyldunni allri okkar dýpstu samúðarkveðjur. Eygló og Helena. Ég tók fyrst eftir henni á aðal- fundarhófi saltfiskframleiðenda fyr- ir margt löngu, hún var að dansa við eiginmann sinn, Friðrik Pálsson, nýráðinn forstjóra SÍF, þau voru áberandi „flott“ þar sem þau svifu um dansgólfið, bæði glæsileg og Ólöf með þessa einstöku útgeislun, sem ávallt fylgdi henni. Við Ólöf höfum þekkst lengi og átt góðar stundir saman, mest þó eftir að ég tók sæti í stjórn Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, þar sem Friðrik var forstjóri. Ég hafði um árabil notið þess að fara árlega á skíði til Lech í Austurríki og kom Friðrik því svo fyrir að Ólöf kom með mér eitt árið en hún var þá algjör byrj- andi á skíðum. Hún féll strax fyrir þessari skemmtilegu íþrótt og með þrautseigju sinni náði hún á stuttum tíma góðum tökum á skíðunum. Eft- ir þetta fyrsta skipti okkar Ólafar í Lech áttum við eftir að stunda þetta skemmtilega sport saman í mörg ár en fljótlega fylgdu Friðrik og dætur þeirra, Marta María og Ingibjörg Guðný, með. Fyrir þessar samveru- stundir með þeim og fleiri vinum okkar er ég afar þakklát. Ólöf hlaut í vöggugjöf marga góða eiginleika, hún var bráðgreind, dugleg, listræn, skemmtileg, falleg, lítillát, tillitssöm og mjög sjálfstæð kona. Hún var réttsýn og naut virð- ingar sem lögfræðingur og dóm- stjóri, hún var góð hestakona, hún lærði myndlist og málaði árum sam- an með vatnslitum og olíu, hún var líka mikil handavinnukona, saumaði og prjónaði og fylgdi handavinna henni gjarnan á ferðalögum. Það var mikið áfall þegar hún varð fyrir því fyrir einu og hálfu ári að falla af hestbaki með þeim hræði- legu afleiðingum að hún lamaðist fyrir neðan háls. Barátta fjölskyldu hennar fyrir að gera lífið eins bærilegt fyrir Ólöfu eftir slysið og mögulegt var lét engan sem til þekkti ósnortinn. Friðrik, dæturnar og Guðrún systir hennar voru óþreytandi við að finna nýjar leiðir til að henni liði sem best. Sjálf lagði hún sig alla fram með þeirri þrautseigju og elju sem hún bjó yfir að nýta þá tækni og þjálfun sem í boði var til að styrkja sig. Frábært er að sjá árangur hennar með aðstoð Dereks vinar hennar við að mála yndisleg mál- verk en í fötlun sinni náði hún kannski lengst í listsköpun sinni. Sameiginlegur vinur okkar, Orest Zaklynsky læknir, sem starfað hef- ur áratugum saman í Bandaríkjun- um, sagði mér eftir að hafa heimsótt Ólöfu og Friðrik á Grensásdeild nokkru eftir slysið og fylgst með baráttu þeirra í gegnum síma að hann hefði aldrei orðið vitni að jafn miklu æðruleysi og reisn við að tak- ast á við orðin örlög. Tveim vikum fyrir slysið nutu ég og vinur minn þess að vera gestir Ólafar og Friðriks á Hótel Hálandi og er frábært að ylja sér nú við minningar úr þeirri ferð. Ég sé Ólöfu fyrir mér tipla niður að Fagrafossi, kædda svörtum síðbux- um og ljósri jakkapeysu frá 66°N og eins og á SÍF-ballinu forðum allra kvenna glæsilegust, umvafin stór- brotinni íslenskri náttúru. Hennar er sárt saknað. Elsku Friðrik, Marta María, Ingi- björg og Guðrún og fjölskylda, ég bið góðan Guð að vera með ykkur öllum. Rakel Olsen. Hjartahlý hetja er það sem okkur systkinunum dettur fyrst í hug þeg- ar við hugsum til Ólafar. Við áttum því láni að fagna að fá að búa hjá Ólöfu og Friðriki á meðan á námi okkar stóð í Reykjavík og erum því hluti af þeim stóra hópi „þræla“ sem búið hefur á Vesturbrúninni. Þar áttum við okkar annað heimili og verðum ævinlega þakklát fyrir það. Ólöf var mjög atorkusöm kona og í senn yfirveguð. Einstaklega gott var að leita til hennar með hin ýmsu mál. Hún var gædd einstökum hæfi- leikum til að átta sig á aðstæðum annarra og sá ljósu hliðarnar á mál- unum og hlutina í lausnum sem stundum veitti ekki af fyrir óharðn- aðan unglinginn. Ólöf sat aldrei aðgerðalaus, á kvöldin hafði hún prjóna eða aðrar hannyrðir uppi við og urðu þá til mjög fallegar flíkur. Sum kvöld sat hún við vefstólinn og óf á meðan hún sagðist „horfa á sjónvarpið með öðru eyranu“. Aldrei lét hún hlutina frá sér nema hún væri fullkomlega sátt við þá og þá voru þeir líka full- komnir. Gaman var að fylgjast með þegar hún fór að stunda listmálun, þar kom glögglega í ljós hversu mikið náttúrubarn hún var, fram- farirnar voru skjótar og myndirnar fallegar. Eftir slysið í september 2006 sýndi Ólöf hetjulega baráttu svo eft- ir var tekið. Hún var einstök per- sóna sem mikil eftirsjá er að og verður sárt saknað. Við viljum með þessum orðum þakka óeigingjarna umhyggju Ólaf- ar og Friðriks fyrir okkur. Það var afar dýrmætt fyrir foreldra okkar að eiga aðgang að svo góðu heimili fyrir unglingana þegar koma þurfti þeim til framhaldsnáms. Elsku Friðrik, Marta María og Ingibjörg. Við færum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðj- um Guð að styrkja ykkur. Guðný, Einar og Ingunn. Fyrstu kynni mín af Ólöfu Pét- ursdóttur voru þegar hún kom í við-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.