Morgunblaðið - 30.03.2008, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. MARS 2008 45
tal til mín um það bil sem ég tók við
starfi skólastjóra við Myndlistaskól-
ann í Reykjavík um miðjan 10. ára-
tuginn. Hún hafði þá þegar lokið
nokkrum áföngum við skólann og
var að kanna hjá mér möguleika í
námsframboði næstu annar fyrir sig
og dætur sínar, en þær voru nem-
endur í barnadeildum. Það er mér
minnisstætt hve þessi glæsilega
kona var áhugasöm og jafnframt
meðvituð um markmið námsins og
gerði kröfur til bæði umhverfis og
sjálfs sín. Hún ræddi við mig hverju
nýr skólastjóri myndi vilja koma til
leiðar og brást við svörum mínum
með hvatningarorðum. Jákvæð við-
brögð og hvatningarorð til umhverf-
isins voru henni einnig töm. Ólöf
stundaði nám við Myndlistaskólann
árum saman, var meðal þeirra sem
sækja námið af miklum áhuga og
koma ár eftir ár, tileinka sér þekk-
ingu í síðdegis- og kvöldnámi, bæta
við sig færni og verða eftir mætti
fullnuma á þennan hátt. Það sem
vakti sérstaka athygli kennara Ólaf-
ar var á hvern hátt hún af mark-
sækni sótti nám sitt og óx af þeirri
ástundun svo eftir var tekið. Hún
var lengst af nemandi í málaradeild-
um og náði athyglisverðum árangri.
Ég kenndi Ólöfu um tíma og segja
má að það sé hverjum kennara lán
og uppörvun að hafa slíkan nem-
anda. Svör hennar við innlögn verk-
efna, kunnátta og áhugi á viðfangs-
efninu leiddu til umræðna innan
nemendahóps þannig að víðara svið
opnaðist og verkefnið féll í breiðari
farveg. Hún var gagnrýnin á eigin
verk og af spannst samtal milli
kennara og nemanda og kom þá í
ljós vandvirkni hennar og sjálfsagi,
vilji til að ljúka öllu eins vel og
mögulegt var. Ólöf hélt áfram námi
en ég sinnti tímabundið öðrum
verkefnum innan skólans. Það var
síðan fyrir rétt fjórum árum, að ég
ásamt öðrum kenndi við framhalds-
deild málunar og var Ólöf meðal
hópsins. Þáverandi skólastjóri Þóra
Sigurðardóttir hafði komið á sam-
vinnu með Reykjavíkurakademíunni
um sýningar á göngum húsnæðis
þeirra, þar sem er gott rými á efri
hæð og var sett upp verkefnakynn-
ing úr málaradeildinni. Ólöf var
meðal þeirra sem sýndu þarna
framúrskarandi vinnu, teikningar,
hugmyndavinnu og málverk, þar
sem litaval var samtímis varkárt og
ögrandi í bland við súrrealisma
verkefnisins. Frá upphafi náms
voru vinnubrögð hennar við mynd-
gerð merkt henni, eins og næm
teikningin eða bjart litaval svaraði
til persónu hennar sjálfrar, á hvern
hátt hún kom fyrir og ég hef hér
lýst, í kennslustundum eða á fund-
um okkar síðar, síðast á Grensás-
deild. Það er einnig þessi næmni og
velvirkni og gáfur sem skapar mynd
hennar í minningunni. Eiginmanni
hennar Friðriki Pálsyni og dætrum
þeirra votta ég dýpstu samúð mína.
Valgerður Bergsdóttir.
Leiðir okkar Ólafar lágu saman
þegar hún starfaði í dómsmálaráðu-
neytinu. Á þeim tíma áttum við
hluta í hesthúsi ásamt félögum okk-
ar. Úr varð að við buðum Ólöfu að-
stöðu fyrir hest í hesthúsinu. Frið-
rik bættist síðar í hópinn, afar
velkominn liðsmaður og félagi og
urðu þau hjón síðar meðeigendur að
nýju hesthúsi og jörðinni Vindási í
Rangárvallasýslu. Þessi hópur hefur
stundað hestamennsku saman í um
30 ár, farið í sumarferðir víða um
land, bæði um byggðir og óbyggðir.
Í minningunni eru þessar ferðir
baðaðar sólskini og blíðu, þótt slag-
viðri hafi stundum tafið för. Ólöf var
duglegur ferðafélagi og laus við all-
an tepruskap. Hún tók til hendi
hvar sem þörf var á. Þótt náttstaður
væri óhrjálegur fjallakofi breyttist
hann fljótt í notalegt skjól með dúk-
uðu borði hlöðnu krásum og skreytt
kertaljósum.
Ólöf var afar listfeng og lagði
stund á myndlistarnám samfara
krefjandi starfi og öðrum tómstund-
um og náði undraverðum árangri.
Prýða margar myndir hennar heim-
ilið á Vesturbrún og fyrir austan.
Frá Vindási séð blasa Vestmanna-
eyjar við. Það var áhugamál að fá
Ólöfu til að mála eina mynd af Eyj-
unum. Að því kom að boðið var á
Hótel Rangá. Þar gat að líta fjöl-
margar vatnslitamyndir af Vest-
mannaeyjum. Ólöf hafði hvorki
kastað til höndunum né sparað fyr-
irhöfn við listsköpun sína enda var
árangurinn stórkostlegur.
Einhverju sinni var nefnt við
Ólöfu að hún væri sífellt að: ,,Best
að nýta tímann sem maður hefur því
hann kemur aldrei aftur.“ Þessi orð
eru lýsandi fyrir athafnasemi Ólaf-
ar. Hún lét sér ekkert fyrir brjósti
brenna og lét þannig ekkert stöðva
sig við það sem hún vildi vera þátt-
takandi í og koma í framkvæmd.
Hugmikil og áræðin.
Fyrir um einu og hálfu ári varð
Ólöf fyrir slysi er hún féll af hest-
baki og lamaðist. Eftir slysið var
hún háð öðrum um allar daglegar
þarfir. Hennar nánustu veittu henni
allan þann stuðning sem þeir máttu
og var það aðdáunarvert hvernig
þeir leystu það af hendi. Örlögum
sínum mætti Ólöf af ótrúlegu æðru-
leysi og kjarki. Henni tókst með
viljastyrk og nýtingu nýjustu tækni
að vinna úr þeim aðstæðum sem
hún var komin í. Sérstaka ánægju
veittist henni að ná tökum á því að
mála myndir með munninum. Sjálf-
stæði og stolt var henni eðlislægt
þótt hún væri háð öðrum. Þrátt fyr-
ir fötlun sína veitti hún sínum nán-
ustu ómældan styrk. Hún studdi
þau og hvatti í störfum þeirra og
tók þátt í gleði þeirra og sorg. Ólöf
fylgdist af áhuga með námi og starfi
dætra sinna, Mörtu Maríu og Ingi-
bjargar Guðnýjar og þeim árangri
sem þær náðu. Hún hafði svo sann-
arlega ástæðu til að gleðjast og vera
stolt af þeim.
Horfinn er af vettvangi sterkur
einstaklingur. Eftir lifir minning um
ánægjulegar samverustundir liðinna
ára sem tengjast hestamennsku,
ferðalögum og dvöl í Vindási. Það
var einstakt að fylgjast með og sjá
hvernig Ólöf brást við erfiðum að-
stæðum og hvernig henni tókst með
sjálfsaga og yfirvegun að ná undra-
verðri færni. Því munum við ekki
gleyma.
Ástvinum Ólafar sendum við hug-
heilar samúðarkveðjur.
Guðbjörg og Þorleifur.
Það er ólýsanleg tilfinning að
verða vitni að því þegar einstakling-
ur er sviptur öllum möguleikum til
að hafa vald á líkama sínum. Ólöf
Pétursdóttir varð fyrir slysi fyrir
hálfu öðru ári með þeim afleiðingum
að hún var lömuð frá hálsi. En það
var aðdáunarvert að fylgjast með
baráttu hennar við að ná eins mikl-
um bata og unnt yrði og vakti at-
hygli allra sem fylgdust með því.
Við kynntumst Ólöfu fyrir 30 ár-
um í gegnum hestamennsku. Það er
eftirminnilegt þegar þessi unga og
glæsilega kona kom í hesthúsið sem
við þrjár fjölskyldur áttum þá í
Kópavogi, með sinn fyrsta hest.
Hún var ákveðin í því að verða góð
reiðkona og lét einkis ófreistað í
þeimefnum. Hún sótti ótal námskeið
og var tilbúin að taka þátt í öllu með
okkur, ekki síst hestaferðunum.
Hún lét sér mjög annt um hestana
sína.
Seinna keyptum við svo jörðina
Vindás í Hvolhreppi og Ólöf og
Friðrik voru með í því. Sá vinskapur
hefur síðan dafnað vel og var það
ekki síst Ólöfu að þakka. En hún
hafði fleiri áhugamál en hesta-
mennskuna. Hún stundaði nám í
myndlist og náði þar framúrskar-
andi góðum árangri. Myndir hennar
prýða nú öll húsakynnin í Vindási
auk þess sem þær hafa farið víða
heima og erlendis. Svo mikill var
áhugi hennar á þessu sviði að eftir
að hún lamaðist fór hún að læra að
mála með munninum með góðum
árangri. Hennar mottó var að gefast
ekki upp. Lífsviljinn var mjög sterk-
ur og baráttan ákveðin.
Ólöf og Friðrik voru búin að vera
mörg ár í hjónabandi þegar dæt-
urnar fæddust. Það var mikil gleði
þegar við vissum að það stæði til.
Þessar ungu dömur, sem nú eru
orðnar fullorðnar, dvöldu með okk-
ur þarna á sumrin og hamingja fjöl-
skyldunnar var mikil.
Ólöf var vel menntuð enda alin
upp á miklu menningarheimili. Það
var alltaf mjög ánægjulegt að koma
á heimili hennar og Friðriks enda
bæði miklir gestgjafar. Ólöf var
stolt kona og fylgin sér og bar hag
kvenna fyrir brjósti. Oft urðum við
þess vör að hún naut mikillar virð-
ingar í stétt sinni enda var henni
treyst fyrir háu embætti.
Í þeirri baráttu sem framundan
var eftir slysið var aðdáunarvert að
fylgjast með allri þeirri alúð og ást-
ríki sem Ólöf naut af hálfu fjölskyld-
unnar, Friðriks, dætranna Mörtu og
Ingibjargar og Guðrúnar systur
Ólafar og annarra ættmenna. Það
var verulega lærdómsríkt. Birting-
armynd þess kom vel fram þegar
Ingibjörg hélt tískusýningu og söfn-
un til kaupa á tækjum fyrir end-
urhæfingu. Sú stund var hugljúf og
yndislegt að eiga þá mynd í huga af
Ólöfu sem var bæði sæl og stolt og
leit svo vel út. Eftir á finnst manni
eins og hún hafi við þetta tækifæri
verið að kveðja vini og samferða-
fólk.
Það er mikill söknuður sem fylgir
því að sjá á bak svo góðum vini á
besta aldri, en hann er þó mestur
hjá eiginmanni, dætrum og systur
og öðrum nánum ættingjum og
venslafólki.
Guð blessi ykkur öll.
Ingibjörg Áskelsdóttir.
Kári Arnórsson.
Hver er tilgangur lífsins og hin
hinstu rök? Mennirnir stækka þeg-
ar lífið leggur fyrir þá þungt verk-
efni, sé upplagið gott. Sé verkefnið í
raun stærra en sjálfar forsendur
lífsins gera mögulegt, verða stund-
um til ofurmenni. Fyrst og fremst
sá er fékk verkefnið, en einnig þeir
er næst standa, sé upplagið gott.
Við sem stöndum hjá og reynum að
hjálpa til, horfum og lærum. Eins
og allir hinir sem taka þátt í baráttu
þess sem fékk verkefnið, auðgumst
við. Forysta og reisn Ólafar Péturs-
dóttur í hinu ofurmannlega verkefni
sínu skilur okkur sem eftir stönd-
um, vísari um margt. Kannski er
það hinn sanni tilgangur lífsins, hin
hinstu rök?
Gísli Einarsson.
Þakklæti, virðing og kærleikur er
okkur efst í huga þegar við minn-
umst Ólafar. Á námsárum okkar
systkinanna áttum við því láni að
fagna að búa á Vesturbrúninni hjá
Ólöfu og Friðriki frænda. Þau opn-
uðu heimili sitt fyrir okkur og var
þess vandlega gætt að okkur liði
ávallt eins og við værum hluti af
fjölskyldunni. Við eigum ófáar
minningarnar frá Vesturbrúninni,
þar sem glatt var á hjalla og margt
brallað.
Við fengum að kynnast, umgang-
ast og læra af einstakri konu, Ólöfu,
sem þrátt fyrir annríki í starfi, virt-
ist alltaf eiga tíma fyrir unglingana
á heimilinu. Hún kunni að hlusta og
hafði réttu svörin. Það var ekki
hennar háttur að bíða eftir að aðrir
gengju í hlutina, hún tókst á við
verkefnin af einstakri ósérhlífni,
kjarki og einurð. Alltaf var stutt í
glettnina og gaman að fá að hlæja
með henni og hlusta á skemmtilegar
frásagnir af líðandi stund.
Það var mikil gleði þegar dætur
þeirra fæddust. Líf Ólafar og Frið-
riks hafði breyst, ný ljós kviknað,
mikilvægari en nokkuð annað. Það
er yndislegt að hafa fengið að fylgj-
ast með uppvexti stelpnanna og fá
að vera þátttakandi á stundum.
Kjarkur Ólafar hefur ekki síst
komið í ljós síðastliðið eitt og hálft
ár, en þann tíma glímdi hún við löm-
un frá hálsi vegna mænuskaða sem
hún hlaut í slysi. Að fylgjast með
henni takast á við þetta mikla verk-
efni hefur verið aðdáunarvert en
kannski ekki komið á óvart þekkj-
andi hana. Alltaf jafn glæsileg,
glettin í tilsvörum og æðrulaus,
reiðubúin að prófa nýjungar sem
gætu bætt aðstöðu hennar og rutt
brautina.
Við kveðjum Ólöfu með söknuði.
Það var mikil gæfa fyrir okkur sem
unglinga og síðar fullorðin með fjöl-
skyldum okkar að hafa átt samleið
með henni. Við erum ríkari.
Valdís, Páll og fjölskyldur.
Það er mér ljúft að
skrifa fáein minnar-
orð um móðursystur
mína Helgu Massa.
Helga var frænka með stóru effi.
Hún hefur alltaf verið órjúfanlegur
þáttur í tengslum mínum við Ísa-
fjörð og ég harma ótímabært fráfall
hennar. Hún bjó alla tíð í sama húsi
og amma og afi að Austurvegi 7.
Þangað kom ég oft ásamt systrum
mínum Hrefnu, Guðrúnu Höllu og
Helgu og foreldrum okkar og alltaf
tók Helga á móti okkur með sinni
einlægu glaðværð og sínum stóra
faðmi. Helga og móðir mín, Áslaug,
voru mjög góðar vinkonur og sést
það m.a. á því að þær skírðu dætur
sínar hvora í höfuðið á annarri.
Helga kom oft á heimili foreldra
minna, hvort sem það var austur á
land eða til Reykjavíkur og var allt-
af aufúsugestur. Hún dvaldi stund-
um lengi hjá okkur og oftar en ekki
Helga Þuríður
Marsellíusdóttir
✝ Helga ÞuríðurMarsellíusdóttir
fæddist á Ísafirði
24. nóvember 1930.
Hún lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á
Ísafirði 20. mars síð-
astliðinn og var út-
för hennar gerð frá
Ísafjarðarkirkju 29.
mars.
var hún að gæta bús
og barna fyrir for-
eldra mína.
Samverustundir
okkar Helgu og
systra minna ein-
kenndust af jafnræði,
því Helga hafði ein-
stakt lag á því að
bera virðingu fyrir og
koma vel fram við
börn. Við vorum oft
erfiðar við hana og
tókum upp á ýmsum
prakkarastrikum. Ég
minnist þess með eft-
irsjá þegar við systur tókum upp á
því að skreyta margar, stórar skáp-
hurðir í einu herberginu í bæjarfóg-
etabústaðnum á Neskaupstað.
Ástæðan fyrir skreytingunum var
sú að foreldrar okkar voru að koma
heim frá útlöndum daginn eftir og
við vildum fagna þeim vel. Helga
uppgötvaði ekki listaverkin fyrr en
rétt áður en þau renndu í hlaðið og
stóð hún kófsveitt við að reyna að
ná föstum litnum af, þegar þau
gengu inn. Helga erfði þetta þó
ekkert við okkur og hló sínum dill-
andi hlátri þegar hún hafði jafnað
sig.
Helstu áhugamál Helgu voru
hannyrðir, og liggur mikið af fal-
legum verkum eftir hana. Gaman
væri ef hægt væri að safna saman
hluta af því sem Helga gerði og
setja á sýningu, því slík sýning
myndi sóma hvaða listamanni sem
væri og myndi jafnframt gleðja
augu margra. Við stelpurnar og
mamma eigum allar marga fallega
hluti eftir hana. Á seinni árum þeg-
ar hún hafði ekki sama þrek og áð-
ur setti hún alltaf heklað jólatrés-
skraut inn í jólakortið til mín og
núna duga þessi skraut til þess að
skreyta stórt jólatré hjá mér.
Helga eignaðist eina dóttur, Ás-
laugu Jóhönnu Jensdóttur, sem er
litlu yngri en við systur og vegna
náins sambands mæðra okkar hefur
hún alltaf átt stóran sess í lífi okk-
ar. Hún hefur verið okkar litla syst-
ir.
Helga var í raun einstök mann-
eskja. Hún bjó með afa og ömmu
alla tíð og tók þátt í að reka mjög
stórt heimili með þeim auk þess
sem hún hlúði að þeim þegar þau
voru komin á efri ár.
Helga giftist yndislegum hag-
leiksmanni, Þórði Péturssyni, og
átti með honum soninn Finn. Finn-
ur hefur greinilega erft listamanns-
hæfileika foreldra sinna því hann
starfar í dag sem gullsmiður.
Að lokum vil ég ásamt móður
minni Áslaugu og systrunum
Hrefnu, Guðrúnu Höllu og Helgu
senda öllum aðstandendum okkar
einlægustu samúðarkveðjur.
Alberta Tulinius.
Helgu kynntist ég í gegnum ára-
langan vinskap við Áslaugu dóttur
hennar. Við Áslaug kynntumst eig-
inlega ekkert fyrr en á forstigum
unglingaskeiðs. Samt byrjuðum við
saman í gamla barnaskólanum og
fylgdumst að árin þar á eftir. Þau
bjuggu að Austurvegi 7 við Aust-
urvöll í hjarta bæjarins en við
bjuggum langt inn með firðinum, í
Sætúni 7. Áslaug kom næstum
aldrei heim til mín en bauð mér
þeim mun oftar heim til sín í kjall-
arann þar sem hún bjó með móður
sinni. Hún hefur alltaf verið heima-
kær hún Áslaug og það sama er
hægt að segja um Helgu móður
hennar. Mér var afskaplega vel tek-
ið þar heima, allt frá fyrstu stundu.
Ekki nóg með að mæðgurnar sjálf-
ar væru gestrisnar heldur var gest-
urinn strax dreginn upp á efri hæð-
ina til að heilsa upp á Albertu
ömmu og Marsellíus afa. Alberta
sat ýmist í stofunni og bróderaði
fínustu dúka eða tók á móti með-
limun stórfjölskyldunnar og gestum
þar sem hún með hjálp dóttur sinn-
ar Helgu reiddi fram stórkostleg
matar- og kaffihlaðborð mörgum
sinnum á dag. Gestirnir komu oft í
fylgd Marsellíusar sem rak stóra
skipasmíðastöð í Neðstakaupstað
og var auk þess mjög félagslyndur
maður. Helga var hægri hönd móð-
ur sinnar og föður og hjálpaði til
með allt í húsinu. Ég man alltaf
þegar ég gisti í fyrsta sinn hjá vin-
konu minni Áslaugu í kjallaranum
og Marsellíus kom niður og minnti
mig á að telja rúðurnar í herberg-
inu áður en ég færi að sofa, síðan
átti ég að leggja á minnið hvað mig
dreymdi þessa nótt, hann sagði að
það gæti skipt talsverðu máli.
Helga hafði á þessum árum kynnst
seinni manni sínum Þórði á árshátíð
hjá skipasmíðastöðinni og svo eign-
uðust þau Finn. Áslaug átti í tals-
verðum vandræðum með það
hvernig hún ætti að taka þessum
Þórði og ennþá meira bögglaðist
það fyrir henni þegar móðir hennar
fór að gildna undir belti. Málin þró-
uðust þó þannig að fáir ungir
drengir og síðar menn hafa átt sér
stoltari stórusystur, og umhyggja
Áslaugar fyrir „mömmu og Þórði“ á
sér engan líka. Og sú umhyggja var
svo sannarlega gagnkvæm. Síðustu
áratugina hafa Helga og Þórður bú-
ið á efstu hæðinni að Austurvegi 7
og Áslaug með fjölskyldu sína á
miðhæðinni. Samband þeirra
mæðgna Áslaugar og Helgu var
mjög sérstakt og náið, þær voru
samtaka í að viðhalda vissum hefð-
um að Austurvegi 7 og gildum sem
lítið er orðið um í okkar nútíma-
samfélagi. Tryggð, hlýja og gest-
risni voru einkunnarorðin. Mikil
gleði, húmor fyrir sjálfum sér,
æðruleysi, áhugi fyrir fólki og mál-
efnum. Í þeirra húsum hef ég aldrei
heyrt talað illa um nokkurn mann.
Ég var tíu ár í burtu frá Ísafirði við
nám erlendis og eitt af því sem ég
mat mest við það að koma heim á
sumrin voru boðin í fjölsylduveislur
til þeirra, það var svo yndislegt að
finna jarðtenginuna, ekki bara við
fólkið sem var til staðar, heldur for-
feðurna, söguna og samfélagið allt.
Ég vil þakka henni Helgu við-
kynninguna í gegnum næstum
fjörutíu ár. Við vottum fjölskyld-
unni, börnunum og Þórði okkar
innilegustu samúð.
Elísabet, Jón Kolbeinn
og Einar Viðar.