Morgunblaðið - 30.03.2008, Page 46
46 SUNNUDAGUR 30. MARS 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Einar Lík-afrónsson fædd-
ist á Hrafnsfjarð-
areyri í
Jökulfjörðum 22.
desember 1914.
Hann lést í Hafn-
arfirði 20. mars síð-
astliðinn, 93 ára að
aldri. Foreldrar
hans voru Líkafrón
Sigurgarðsson, f.
12. júlí 1882, d. 4.
maí 1968, og Bjarn-
ey Solveig Guð-
mundsdóttir, f. 25.
mars 1893, d. 12. maí 1974. Einar
var þriðji elsti í röð fjórtán syst-
kina, þau eru eftirtalin: Þorbjörg
Þýskalandi, 14. mars 1926. Þau
eignuðust einn son, Bjarna S.
Einarsson, f. 3. apríl 1964, kvænt-
ur Ingibjörgu Sigurðardóttur og
eiga þau þrjú börn, Ester, Einar
Sigga og Birki Inga.
Einar ólst upp á Hrafnsfjarð-
areyri og hóf ungur að vinna við
sjómennsku, bæði á bátum og
togurum. Hann fluttist til Ísa-
fjarðar 1943 og þaðan til Reykja-
víkur. Einar og Ingigerður flutt-
ust til Hafnarfjarðar árið 1971 og
hafa búið þar síðan, fyrst á Suð-
urvangi 6 og síðan á Hrafnistu í
Hafnarfirði. Einar starfaði lengst
af sem sjómaður en frá árinu
1971 starfaði hann sem verka-
maður hjá Berki hf. og síðar við
uppskipun og sem vaktmaður hjá
Eimskipafélagi Íslands.
Útför Einars hefur farið fram í
kyrrþey að ósk hins látna.
samfeðra (látin),
Sigurður (látinn),
Sigurlaug (látin),
Friðrika Betúelína,
Guðbjörg (látin),
Sigurrós, Að-
alheiður (látin), Sig-
urgeir (látinn), Jó-
hanna, Kristín,
Hrefna, Katrín (lát-
in) og Gunnar (lát-
inn).
Hinn 11. apríl
1964 kvæntist Einar
Ingigerði Karls-
dóttur (fædd Irmg-
ard Meyer). Ingigerður sem einn-
ig er sú þriðja elsta í röð fjórtán
systkina er fædd í Rechterfeld,
Mig langar í nokkrum orðum að
minnast föður míns, Einars Líka-
frónssonar. Margar góðar minningar
hafa runnið í gegnum hug minn síð-
ustu daga og ekki er hægt að gera því
skil að fullu í minningargrein þessari.
Pabbi ólst upp á Hrafnsfjarðareyri
í Jökulfjörðum. Hann sótti sjóinn
ungur og starfaði sem sjómaður á
bátum, togurum og skipum. Hann
var einkar hæglátur og traustur
maður, fámáll og flíkaði lítt tilfinn-
ingum sínum. Hann var góður vinur
og einkar þægilegur í allri umgengni.
Einnig var hann mjög trúaður og
sótti kirkju og tók þátt í safnaðar-
starfi.
Pabbi var duglegur að ganga og
fór gjarnan í heimsóknir til systkina
sinna, sem hann lagði mikla rækt við,
í leiðinni notaði hann tækifærið til að
fylgjast með lífinu við höfnina og í
Kolaportinu, en þar hitti hann gjarn-
an gamla vinnufélaga. Eitt sinn þeg-
ar hann var á gangi í Hafnarfjarð-
arhöfn var hann beðinn um að
aðstoða við uppskipun. Hann var
reiðubúinn að taka að sér þau störf
sem honum voru falin og sá ekki
ástæðu til að hafa fataskipti og sinnti
kallinu þá þegar í sparifötum sínum.
Hann var sæmdur heiðursmerki fyr-
ir mjög vel unnin störf á sjómanna-
daginn árið 1992.
Þegar foreldrar mínir fluttu á
Hrafnistu árið 2000 var pabbi ánægð-
ur að vera kominn á framtíðarheimili
sitt. Áhugamálum fjölgaði, hann
byrjaði að pútta og stunda pílukast
og boccia. Hann gekk fljótlega til liðs
við Hrafnistukórinn, þótt hann hafi
aldrei sungið áður, og við tóku fjöl-
mörg ferðalög og ógleymanlegar
skemmtanir með kórnum undir
dyggri stjórn Böðvars Magnússonar,
forstöðumanns félagsstarfsins. Pabbi
blómstraði í góðum félagsskap vist-
manna og starfsmanna á Hrafnistu.
Barnabörnin þrjú, Ester, Einar
Siggi og Birkir Ingi voru ljósgeisl-
arnir í lífi afa síns. Hann hafði alla tíð
gaman af að fylgjast með uppvexti
þeirra og mikil gæfa að hann skyldi
hafa náð þessum aldri og átt þess
kost að eiga góðar stundir með þeim.
Pabbi var alla tíð hraustur og
minnist ég þess ekki að hann hafi ver-
ið rúmliggjandi að undanskildum síð-
ustu mánuðum lífs síns. Hann tók
veikindum sínum af miklu æðruleysi.
Við, sem fylgdumst með hvernig
heilsu hans hrakaði stöðugt, vissum
að hverju stefndi, en dauðinn er samt
eitthvað sem ávallt kemur manni í
opna skjöldu. Minningarnar eru ótal-
margar og þær verða ekki frá okkur
teknar. Elsku pabbi minn, ég og fjöl-
skyldan söknum þín sárt en vitum
jafnframt að þú ert frelsinu feginn,
horfinn í annan heim á vit nýrra verk-
efna og ævintýra.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson.)
Móðir mín á mikla aðdáun skilið
fyrir mikla umhyggju hennar og
forsjá í veikindum eiginmanns síns til
44 ára. Einnig þakka ég starfsfólki
Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir einstaka
umönnun og mjög góða þjónustulund
á undanförnum árum. Hvíl í friði
elsku pabbi.
Bjarni S. Einarsson.
Hann Einar afi er látinn. Hann var
hljóðlátur og kvartaði aldrei undan
neinu og þegar honum leið illa þá
sýndi hann það ekki, hann sagði alltaf
að sér liði ágætlega.
Á sínum yngri árum var hann sjó-
maður, en þegar hann fór á Hrafnistu
las hann mjög mikið. Við systkinin
fór alltaf saman í jólagjafaleiðangur,
það kom aldrei neitt annað til greina
en að gefa honum góða bók. Hann var
mjög hrifinn af bókum um sjómenn,
skip og ævisögum um merka menn.
Þegar við vorum yngri fannst okkur
alltaf jafn fyndið og skrítið að hann
notaði gamlan fimmþúsundkrónaseð-
il fyrir bókamerki.
Þegar við bjuggum í Stykkishólmi
var tekin fjölskyldumynd af okkur
með ömmu og afa. Þau fengu mynd-
ina og afi horfði mikið á myndina úr
græna stólnum sínum af því að það
minnti hann fjölskylduna og hvað
hann var heppinn að eiga okkur öll
að. Alltaf þegar við komum í heim-
sókn til ömmu og afa sat hann í stóln-
um sínum og hlustaði á Rás 1. Þegar
hann sá okkur dró hann oft upp þrjá
þúsundkalla úr veskinu sínu og gaf
okkur systkinunum. Afi fór einu sinni
með okkur í draugasafnið á Stokks-
eyri og það var skemmtilegasta
ferðalagið sem við fórum með hon-
um.
Á Hrafnistu var púttvöllur og afi
fór oft út að pútta eða í góðan göngu-
túr um hverfið. Afi var mjög dugleg-
ur í félagsstarfinu á Hrafnistu. Hann
var í kór og fór í boccia.
Afi lifði í 93 ár og átti góða ævi.
Þegar við komum til hans hinn 20.
mars höfðum við á tilfinningunni að
hann myndi deyja þetta kvöld. Við
sátum hjá honum, héldum í höndina á
honum og töluðum við hann, en hann
gat ekki talað þann dag. Þegar mað-
ur horfði í augun á honum var eins og
hann væri að horfa yfir lífið sitt, aug-
un hreyfðust hratt til beggja hliða.
Við erum ekki enn búin að átta
okkur á að afi sé farinn, en þegar við
komum heim til ömmu og sjáum rúm-
ið hans afa autt finnum við fyrir sorg
og söknuði. Amma var mjög góð eig-
inkona og þegar hann veiktist hugs-
aði hún um hann dag og nótt.
Við munum alltaf minnast Einars
afa og sakna hans, því hann var mjög
góður og við elskuðum hann af öllu
hjarta. En þó að hann sé farinn frá
okkur finnst okkur eins og hann sé
ennþá með okkur.
Ester, Einar Siggi og Birkir Ingi.
Mig langar að minnast Einars
Líkafrónssonar, sem kvæntur var
Irmgard (Ingigerði Karlsdóttur)
móðursystur minni, en hún er þýsk
að uppruna. Einar hefur nú haldið í
sína hinstu för. Frá fyrstu tíð hefur
verið mikill samgangur milli fjöl-
skyldnanna og hef ég því orðið þeirr-
ar gæfu aðnjótandi að kynnast Einari
nokkuð vel.
Einar var rólegur að eðlisfari en
þrátt fyrir það mjög vinnusamur alla
tíð, mjög vel lesinn og unni góðum
bókmenntum. Einar var smekkmað-
ur mikill og vandaði klæðnað sinn,
ávallt klæddur í jakkaföt með bindi.
Hann var traustur og góður vinur,
orðheldinn með afbrigðum og við höf-
um átt margar skemmtilegar sam-
ræður frá fyrstu tíð. Hann var vel að
sér á ýmsum sviðum, skemmtilegast
var að ræða við Einar um pólitík og
dægurmál. Einar var dæmi um hinn
sanna Hafnarfjarðarkrata og hafði
ákveðnar skoðanir sem stundum
stönguðust á við mínar. Við komumst
yfirleitt að sameiginlegri niðurstöðu,
en þegar svo var ekki vorum við sam-
mála um að vera ósammála.
Hann var mjög duglegur að ganga
alla tíð og hélt sér þannig í góðu formi
meðan heilsa entist. Í veikindum sín-
um var hann æðrulaus og kvartaði
ekki yfir hlutskipti sínu.
Ég þakka Einari fyrir samfylgdina
og sendi Irmgard, Bjarna, Ingi-
björgu og börnum þeirra mínar
dýpstu samúðarkveðjur.
Guðjón Karl Guðmundsson.
Genginn er góður maður, maður
sem lagði sig fram við að ganga lífs-
veginn í sátt við menn, náttúruna og
þau lífsskilyrði sem búin voru kyn-
slóð þeirri sem ólst upp í byrjun tutt-
ugustu aldar við erfiðar aðstæður
vestur á Jökulfjörðum. Uppvöxt hans
í faðmi vestfirska fjalla mátti svo
sannarlega greina í öllu hátterni
hans. Eins og bjarg stóð hann, ekkert
haggaði honum, hann hélt ótrauður
áfram, knúinn sjálfsbjargarhvöt, að
draga björg í bú og að hlúa að sínu
fólki – gaf ekkert eftir.
Kynni okkar Einars og fjölskyldu
hófust er við urðum nágrannar fyrir
margt löngu. Þá gerðist það sem
maður upplifir ekki oft á lífsleiðinni,
það var eins og við hefðum þekkst
alla ævi. Kærleikurinn, skilningur-
inn, hjálpsemin urðu sameiginlegar
heilladísir sem viku aldrei hársbreidd
frá okkur. Margir litlir fætur trítluðu
yfir til Einars og Ingu og fengu þar
gott yfirlæti meðan foreldrar voru
útivinnandi. Inga tók á móti ungun-
um og var óþreytandi að upplýsa og
fræða um venjur og hefðir frá heima-
landi sínu, Þýskalandi, ásamt því að
föndra þessi óhemju býsn af fallegum
hlutum. Einar sem þá hafði lokið far-
sælum störfum til sjós sat rólegur í
stól sínum og brosti góðlátlega yfir
öllu bröltinu. Aldrei voru blöð né
bækur langt undan því Einar var
bókaormur mikill. Hann las reiðinnar
býsn af þjóðlegum fróðleik, sérstak-
lega tengdum sjómennsku og útgerð.
Halldór Laxness var og hans maður
og las hann ritverk hans oftar en einu
sinni. Á milli stórra ritverka var alltaf
gluggað í Öldina okkar, bækur sem
gáfu honum byr undir báða vængi -
þar var hann á heimavelli.
Á þessum árum tókst einnig mikil
vinátta milli foreldra minna og þeirra
hjóna. Þar hittust Vestfirðingar sem
höfðu ótæmandi umræðuefni úr að
moða, fiskigengd fyrr og nú, veður-
far, fuglalíf og fiskverkun. Öllu þessu
gerðu þeir skil. Fyrir þessi góðu
kynni skal nú þakkað.
Fyrir allmörgum árum fluttust
hjónin að Hrafnistu Hafnarfirði og
má þá segja að nýr kapítuli hæfist í
ævi Einars. Nú var öllu striti lokið,
hann gat tekið áhyggjulaus á móti
hverjum degi og það gerði hann svo
sannarlega. Ný viðfangsefni og
áhugamál áttu nú hug hans allan.
Starfsfólk Hrafnistu lagði sig líka allt
fram við að hlúa að þeim hjónum og
víst er að það átti stóran þátt í velferð
og ánægju Einars með gæsku sinni
og hjálpfýsi. Segja má að síðustu ævi-
ár Einars hafi verið á þá lund sem
flestir myndu kjósa sér að upplifa.
Farsælu starfi var lokið. Alltaf vel til
hafður og flottur á velli náði hann
93ja ára aldri. Hann var virtur og
elskaður af öllum sem kynntust hon-
um og umvafinn elsku og umhyggju
konu sinnar Ingu og sonar Bjarna og
tengdadóttur Ingibjargar og barna-
barnanna til hinstu stundar. Síðasti
spölurinn var tákrænn fyrir líf hans
allt, rólegur, yfirvegaður með fullri
reisn náði hann að kveðja þetta líf,
þakklátur fyrir lífið allt og stórkost-
lega landið sem hafði fóstrað hann.
Um leið og við vottum fjölskyldu
Einars innilega samúð, biðjum við
góðan Guð að blessa minningu hans.
Auður Kristinsdóttir
og fjölskylda.
Einar Líkafrónsson
Lífið rennur sem lækur
með lygnu og djúpan hyl
grefur sér farveg og fellur
um flúðir og klettagil.
Við bakkana beggja megin
blandast hin tæra lind
uns lækurinn orðinn er allur
annarra spegilmynd.
Lækurinn minnir á lífið
lindin er tær og hrein
í fljótið ber hann öll fræin
sem falla af næstu grein.
En fljótið er lífsins ferja
er flytur með þungum straum
ljóðið um lindina tæru
lækjarins óskadraum.
(Sigurður Hansen.)
Peter Jones
✝ Peter Jonesfæddist í Middl-
esborough á Eng-
landi, 26. janúar
1953. Hann lést á
Sjúkrahúsi Ak-
ureyrar 11. mars
síðastliðinn og var
útför hans gerð frá
Akureyrarkirkju
18. mars.
Það er með miklum
trega og mörgum tár-
um sem ég skrifa þess-
ar örfáu línur sem
hinstu kveðju til mágs
míns til margra ára,
hans Peters eða Pét-
urs eins og hann var
oft kallaður.
Ég man svo vel þeg-
ar ég hitti Peter fyrst
fyrir margt löngu. Þá
var ég stödd í Gríms-
ey, líklega á einhverri
skemmtun en þar
mætti ég Peter í hvít-
um, ökklaháum og óreimuðum skóm.
Peter kunni þá ekki mikla íslensku
og ég var ekki sérlega sleip í ensku
en reyndi mitt besta til að benda
honum á að hann gæti hreinlega
slasað sig ef hann ekki reimaði skóna
sína. Það fór svo að lokum að ég
reimaði skóna hans, því miður
gleymdi ég að rifja þetta upp með
honum síðar.
Stuttu eftir að ég hitti Peter fyrst
hóf hann sambúð með Ingu Möggu
systur og eignuðust þau Helga ekki
löngu síðar. Mér er minnisstætt að
fyrir 10-11 árum, þegar ég bjó á
Stokkseyri, þá bankaði Peter upp á
ásamt Helga og líklega einhverjum
fleirum. Ég spurði auðvitað hvort
Inga Magga væri ekki með en Peter
var fljótur til og sagði: „Hún bara
vera heima, ég ekki nenna að hanga
alltaf, hún alltaf vera svo bílhrædd-
ur.“ Svona var íslenskan hjá þessari
elsku þá.
Að lokum vil ég minnast ferðar
sem við fjórar systur og þrír eigin-
menn þeirra fórum til Kanada síð-
astliðið haust. Þar býr yngsta systir
okkar ásamt fjölskyldu sinni. Þetta
var frábær og í alla staði yndisleg
ferð sem gott er að minnast á stundu
sem þessari. Í þessari ferð kynntist
ég Peter meira en á öllum þeim
u.þ.b. 25 árum sem liðin eru síðan við
hittumst fyrst. Þar kynntist ég húm-
oristanum Peter, kokkinum Peter,
bílstjóranum Peter og góða eigin-
manninum Peter. Einnig var
ógleymanlegt að fylgjast með þeim
svilum; Peter, Bjarna, Gunnari og
Óla í billjard þar sem allir voru best-
ir. Ekki var síður skemmtilegt að fá
skýrslur frá þeim félögum Peter og
Gunnari um kóngulærnar sem þeir
sáu svo vel um og fóðruðu.
Elsku Inga Magga, Þóra, Kári,
Helgi og fjölskyldur, megi góður guð
vaka yfir ykkur öllum og styrkja.
Kæri Peter, hvíl í friði.
Elín Stella (Ella Stella mágkona).
Ekki var rétt farið
með ljóð Davíðs á út-
farardegi Ásu Guð-
rúnar.
Greinin birtist því
hér aftur og beðist er velvirðingar
á mistökunum.
Hverju sem ár
og ókomnir dagar
að mér víkja,
er ekkert betra
en eiga vini
sem aldrei svíkja.
(Davíð Stefánsson.)
Þessar ljóðlínur koma í huga
mér, er ég kveð mína kæru vinu,
Ásu Guðrúnu Kristjánsdóttur, sem
nú hefur lagt í sína hinztu för. Það
er gæfa mín og gleði að hafa átt
vináttu hennar, fagra og fölskva-
lausa alla mína tíð.
Minningarnar eru ófáar, sam-
verustundirnar svo ótal margar,
stundum af litlu tilefni, stundum
stóru, stundum engu. Allar eru þær
umluktar heiðríkju, gleði og sannri
Ása Guðrún
Kristjánsdóttir
✝ Ása GuðrúnKristjánsdóttir
fæddist á Innra-Ósi í
Strandasýslu 17.
júní 1917. Hún lést á
Elliheimilinu Grund
14. mars síðastliðinn
og var jarðsungin
frá Áskirkju 28.
mars.
vináttu. Móttökurnar
ætíð höfðinglegar,
faðmlagið hlýtt og
handtakið þétt. Dill-
andi hlátur hennar
umlykur allt, svo
jafnvel blómin brosa.
Öll hennar verk unn-
in af einstakri vand-
virkni, hógværð og
alúð. Stolt af sínu og
sínum og mátti svo
sannarlega vera það.
Fyrirmynd í svo
mörgu, sem mér þótti
óendanlega vænt um.
Á kveðjustund er margs að
minnast og margt að þakka. Ég
þakka henni gjafmildi og góð-
mennsku mér og mínum til handa.
Ég þakka heilræðin öll, hvatn-
inguna, hrósið, já hamingjudagana
alla í þá góðu hálfu öld sem við átt-
um samleið.
Elsku Haraldi, börnum þeirra,
Kristjáni, Sigurbjörgu og Þórlaugu,
svo og ástvinum öllum votta ég
mína dýpstu samúð. Góður Guð
blessi minningu elsku Ásu.
Henni, sem alltaf var svo falleg,
fáguð og fín óska ég góðrar heim-
ferðar og góðrar heimkomu, hana á
hún vísa.
Hjartans, hjartans þakkir, voru
ávallt orðin hennar þegar við
kvöddumst. Þau vil ég gera að mín-
um nú þegar ég kveð hana í hinzta
sinn.
Hjartans, hjartans þakkir.
Ásthildur.