Morgunblaðið - 30.03.2008, Page 51
KRABBAMEINSFÉLAG Íslands gekk nýlega frá
samningi við EJS um kaup á hugbúnaði og vél-
búnaði frá EMC, DELL, APC, Cisco og Raritan.
Búnaðurinn sem félagið kaupir er hluti af nýrri
lausn vegna breytinga sem fela í sér að tekin
verður upp stafræn tækni á leitarsviði Krabba-
meinsfélagsins.
Starfsemi leitarsviðs Krabbameinsfélags Ís-
lands felst í því að boða konur til krabbameins-
leitar í forvarnaskyni í Skógarhlíð 8 í Reykjavík
og á heilsugæslustöðvar um allt land. Árlega
koma tugþúsundir kvenna til skoðunar og félag-
ið á gögn sem ná allt aftur til ársins 1964.
Búnaðurinn sem varð fyrir valinu var gagna-
geymslur og afritunarhugbúnaður frá EMC,
PowerEdge Blade-netþjónar frá DELL, Dell Op-
tiPlex-borðtölvur, Dell Precision-vinnustöðvar
og Dell-skjáir og netþjónaskápar. Innifalinn í
samningnum er einnig Cisco-netbúnaður og
APC-rafbakhjarlar.
Leitarsvið Krabba-
meinsfélagsins
verður stafrænt
Ægir Ármannsson,sölustjóri miðlægra lausna EJS,og Guð-
rún Agnarsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélags Íslands.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. MARS 2008 51
• Sérverslun með sportvörur. Ársvelta 120 mkr.
• Lítil heildverslun með hársnyrtivörur. Hentugt til sameiningar.
• Heildverslun með neytendavörur (ekki matvæli) sem selur í verslanir
um allt land. Ársvelta 160 mkr. EBITDA 15 mkr.
• Rótgróið Þjónustufyrirtæki í ferðamannaiðnaði. Ársvelta 120 mkr.
EBITDA 25 mkr.
• Einstakt veitingahús í nágrenni Reykjavíkur. EBITDA 20 mkr.
• Meðeigandi óskast að þekktri ráðningarþjónustu.
• Framleiðslufyrirtæki í byggingariðnaði. Ársvelta 300 mkr.
Góður rekstur í stöðugum vexti.
• Bílaumboð. Miklir möguleikar.
• Innflutningsfyrirtæki, að hluta með eigin framleiðslu erlendis.
Ársvelta 450 mkr.
• Réttingaverkstæði-sprautun í nágrenni Reykjavíkur. Gott húsnæði og
vel tækjum búið. Ársvelta 50 mkr. Góð afkoma.
• Framkvæmdastjóri-meðeigandi óskast að hugbúnaðarfyrirtæki sem
sérhæfir í veflægum lausnum. Ársvelta 180 mkr. EBITDA 35 mkr.
• Lítil verslun í Kringlunni. Ársvelta 50 mkr.
• Innflutningsfyrirtæki með byggingavörur.
Ársvelta 150 mkr. EBITDA 22 mkr.
Pera vikunnar:
Í 8. T eru 7 drengir með sítt hár. Það eru alls 16 drengir í bekknum. 8 nem-
endur eru með sítt hár. 3 nemendur eru hvorki drengir né með sítt hár.
Hve margir nemendur eru í bekknum?
Síðasti skiladagur fyrir réttar lausnir er kl. 12.00 mánudaginn 7. apríl
2008. Lausnir þarf að senda á vef skólans, www.digranesskoli.kopavog-
ur.is
Stærðfræðiþraut Digranes-
skóla og Morgunblaðsins
FRÉTTIR
DARFÚRSÖFNUN Hjálparstarfs
kirkjunnar er hafin og verður gíró-
seðlum dreift á öll heimili næstu
daga og er söfnunarsími 907-2002.
Upphæðin á heimsendum gíróseðli
er 2.400 kr. sem dugar t.d. fyrir
neyðarpakka fyrir 5 manna fjöl-
skyldu eða plóg og mataráhöld fyrir
eina fjölskyldu.
Vegna versnandi ástands í Darfúr
er enn mikil þörf fyrir neyðaraðstoð
en Darfúr er hérað í Vestur-Súdan
þar sem um 6 milljónir manna búa.
Um 250.000 manns hafa látist síðan
2003 þegar ófriðurinn sem nú geisar
byrjaði. 2,5 milljónir manna hafa
neyðst til að flýja heimili sín og setj-
ast að í flóttamannabúðum. Æ fleiri
hópar uppreisnarmanna og ribbalda
ráða ríkjum og hrekja fólk frá heim-
kynnum sínum. Hjálparstarfið er að-
ili að Alþjóða neyðarhjálp kirkna,
ACT, sem í samstarfi við fleiri sam-
tök stendur að einu stærsta neyð-
arverkefni sem framkvæmt er í
Darfúr. 350.000 einstaklingar fá dag-
lega hjálp í gegnum neyðarverkefn-
ið. Reynt er að gera lífið í flótta-
mannabúðunum bærilegra,
fjölskyldur fá húsaskjól og neyðar-
pakka með ýmsu af því allra nauð-
synlegasta, skólastarf er í gangi fyrir
börnin og reynt að tryggja aðgang
að hreinu vatni. Heilsuþjónustu er
komið á fót og reynt að veita áfalla-
hjálp og sálrænan stuðning vegna
hinnar erfiðu lífsreynslu sem nánast
allir hafa þurft að ganga í gegnum.
„Einnig er unnið að sáttum og reynt
að koma á viðræðum á milli hinna
ýmsu samfélagshópa og flokka,“ seg-
ir í fréttatilkynningu.
Söfnun fyrir Darfúr
RAGNHEIÐUR Eiríksdóttir og
Huginn Freyr Þorsteinsson hafa ver-
ið ráðin til aðstoðar þingmönnunum
Atla Gíslasyni og Þuríði Backman.
Huginn er aðstoðarmaður Þuríðar
með aðsetur á Akureyri en Ragnheið-
ur er aðstoðarkona Atla og verður
með aðsetur í Reykjanesbæ.
Ragnheiður Eiríksdóttir er betur
þekkt sem Heiða en undir því nafni
hefur hún komið fram í ýmsum hljóm-
sveitum, þar á meðal Unun. Hún býr
nú á Suðurnesjum með fjölskyldu
sinni en hún lærði heimspeki við Há-
skóla Íslands og tók eitt ár í Mast-
ernámi í Technische Universität í
Berlín.
Ragnheiður hefur unnið ýmis störf
um ævina, sem blaðamaður, tónlistar-
gagnrýnandi og fleira, en þekktust er
hún að sjálfsögðu fyrir tónlist sína.
Maki Ragnheiðar er Elvar Geir
Sævarsson tónlistarmaður og saman
eiga þau soninn Óliver.
Huginn Freyr Þorsteinsson er 29
ára og heimspekingur að mennt, út-
skrifaðist með BA-próf í heimspeki
frá Háskóla Íslands 2003, MA-próf í
vísindaheimspeki frá Bristol-háskóla
árið 2005 og stundar nú doktorsnám
við sama skóla. Huginn hefur starfað
fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt
framboð frá árinu 2001 með hléum en
í síðustu kosningum var hann kosn-
ingastjóri á landsvísu. Hann er auk
þess formaður vinstri grænna á Ak-
ureyri.
Samhliða því að vera aðstoðarmað-
ur Þuríðar hefur Huginn verið ráðinn
til starfa fyrir svæðisfélag vinstri
grænna á Akureyri og kjördæmisráð
Norðausturkjördæmis.
Huginn Freyr
Þorsteinsson
Ragnheiður
Eiríksdóttir
Heiða og Huginn til aðstoðar