Morgunblaðið - 30.03.2008, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. MARS 2008 61
VEFSÍÐA VIKUNNAR: THESMOKINGGUN.COM»
Eftir Gunnhildi Finnsdóttur
gunnhildur@mbl.is
ORÐATILTÆKIÐ „the smoking
gun“ eða byssan rjúkandi er í
enskumælandi löndum notað yfir
óhrekjanleg sönnunargögn. Það er
erfitt fyrir morðingjann að þræta
fyrir glæpinn þegar rjúkandi
byssa er dregin upp úr jakkavasa
hans og það er af þessu orðtaki
sem vefritið The Smoking Gun fær
nafn sitt, þótt glæpirnir sem þar
eru upplýstir séu léttvægari en
morð.
Komu upp um James Frey
Sem dæmi um umfjöllunarefni
blaðamanna The Smoking Gun má
nefna að þeir urðu fyrstir til að
tortryggja sjálfsævisagnaritarann
James Fray, höfund metsölubók-
arinnar Mölbrotinn, sem lýsti þar
hræðilegri baráttu sinni við eit-
urlyf. Í ljós kom að Frey hafði log-
ið til um marga hluti í bókinni og
blekkt forleggjara sína, lesendur
og sjálfa Opruh Winfrey, en ekki
aðstandendur The Smoking Gun.
Nú síðast í vikunni komst vefsíð-
an aftur í fréttir þegar hún afhjúp-
aði að grein í The Los
Angeles Times þar sem
rapparinn Sean Combs var
bendlaður við morðið á
Tupac Shakur væri að öll-
um líkindum byggð á upp-
lýsingum frá óheiðarlegum
heimildamanni, sem þaul-
reyndur blaðamaður með
Pulitzer-verðlaun á ar-
inhillunni hefði látið plata
sig.
Í skjóli laganna
Stofnendur síðunnar,
þeir William Bastone og
Daniel Green, afla stærsta
hluta efnisins á síðuna í
skjóli laga um frjálst að-
gengi að upplýsingum.
Lögin fela meðal annars í
sér að almenningur skuli
hafa aðgang að gögnum
frá lögreglu og dómstólum
og það hafa þeir Bastone
og Green til dæmis nýtt
sér til þess að fá myndir
af frægu fólki sem kemst
í kast við lögin. Þegar
fólk er handtekið er tekin
mynd af því við komuna á
lögreglustöð og þessar myndir
vekja mikla eftirtekt þegar um er
að ræða stjörnur á borð við Paris
Hilton eða Mel Gibson.
Önnur sérgrein vefritsins er að
birta lista yfir kröfur tónlistarfólks
og annarra skemmtikrafta um að-
búnað í búningsherbergjum. Þar
má meðal annars sjá að Janet
Jackson spilar ekki á tónleikum
nema tónleikahaldari útvegi stóra
blómaskreytingu með rósum, lilj-
um, gardeníum og túlípönum.
Þó að umfjöllunarefni The
Smoking Gun sé nánast eingöngu
frægt fólk og þá sérstaklega
hverskonar hneykslissögur þá er
því ekki að neita að vefritið veitir
hefðbundnum fjölmiðlum í Banda-
ríkjunum visst aðhald. Það gerir
það bæði með því að birta ýmsar
upplýsingar sem almenningur hef-
ur áhuga á, og á lögum samkvæmt
rétt á að hafa aðgang að, og ekki
síður með því að hafa vakandi
auga á tortryggilegum fréttum
sem smjúga fram hjá vökulum
augum hæfustu ritstjóra.
Gómuð Meðal þeirra sem hafa fengið andlits-
mynd af sér úr safni lögreglunnar birta á The
Smoking Gun eru þau Yasmine Bleeth, Nick
Nolte, Robert Downey Jr. og Paris Hilton.
Gripin glóðvolg