Morgunblaðið - 17.04.2008, Síða 6

Morgunblaðið - 17.04.2008, Síða 6
Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is TILLÖGUR mótorhjólamanna um að skipulagt verði slóðanet fyrir torfæruhjól sem nái til allra landshluta og að réttur þeirra til að aka, í ákveðnum tilvikum, eftir einstigi, er algjörlega hafnað af for- svarsmanni Fuglaverndar, forstöðumaður Nátt- úrustofu Reykjaness er þeim andvígur og fram- kvæmdastjóri Landverndar telur þær ganga of langt. Meðal þess sem þeir benda á er að akstur tor- færuhjóla fari illa eða alls ekki saman við aðra úti- vist, aksturinn valdi gróðurskemmdum og trufli og spilli fuglavarpi. Spilla fyrir fuglalífi í fjörum Afstaða Einars Ólafs Þorleifssonar, náttúru- fræðings og starfsmanns Fuglaverndar, er skýr og skorinorð – mótorhjól eigi einfaldlega heima á veg- um og á sérstökum leiksvæðum fyrir torfæruhjól en hvergi annars staðar. „Þau eiga ekki að vera úti um hvippinn og hvappinn,“ segir hann. Torfæru- hjólamenn hafi sömu heimildir til aksturs og bíl- stjórar og alls engin ástæða sé til að rýmka heimild- irnar fyrir torfæruhjól. Þess í stað eigi að auka eftirlit með hjólamönnum og ganga eftir því að þeir virði lög og reglur. Einar hyggur að þetta sé skoðun flestra annarra en þeirra sem aka torfæruhjólum. Einar segir að Fuglavernd hafi m.a. áhyggjur af óleyfilegum akstri mótorhjólamanna um sandana á Suðurlandi, m.a. á Skógasandi. Þar liggi engir vegir en hjólamenn fari þar engu að síður um. Í fjörum Suðurlands og upp af þeim sé fjölbreytt fuglalíf og hávær umferð torfæruhjóla geti spillt mikið fyrir því, fuglar geti hætt að verpa á söndunum eða yf- irgefið hreiður sín vegna truflunarinnar. Þar að auki passi mótorhjól og mótorhjólaumferð illa og raunar alls ekki við aðra útivist. Hefur lítið upp á sig að hringja í lögreglu Fyrrnefndar tillögur koma fram í stöðumats- skýrslu sem skilað var til umhverfisráðherra og um þær var fjallað í Morgunblaðinu á mánudag. Þar kom m.a. fram að hjólamenn telja Sandvík á Reykjanesi tilvalið svæði fyrir torfæruakstur. Þessu er Sveinn Kári Valdimarsson, líffræðingur og forstöðumaður Náttúrustofu Reykjaness, al- gjörlega ósammála. Hann segir Sandvíkina frábært útivistarsvæði en eftir að meira fór að bera á tor- færuhjólamönnum í víkinni hefði dregið úr aðsókn annarra hópa sem hefðu flúið hávaðann og fyrir- ganginn í mótorhjólamönnum. „Þeir eru þarna næstum daglega. Ég fór þarna í gær [fyrradag] og þá voru menn að leika sér þar,“ segir Sveinn. Akst- urinn sé ólöglegur en hann hafi þó ekki hringt í lög- reglu. „Það hefur í sjálfu sér lítið upp á sig. Þeir stinga af um leið og þeir sjá lögguna og það er erfitt fyrir hana að ná þeim,“ segir hann. Lögreglan fari þó reglulega í eftirlitsferðir. Sveinn bendir á að gróðurinn í Sandvík haldi sandinum saman og myndi hólana sem víkin sé þekkt fyrir. Akstur mótorhjólamanna valdi skemmdum á gróðri og hverfi hann fjúki sandurinn óheftur í burtu, ýmist á haf út eða upp í land. Af við- ræðum við mótorhjólamenn í Sandvík hafi komið í ljós að þeir sæki í víkina af því að það sé skemmti- legra að aka um hana, þvers og kruss, heldur en á skipulögðum svæðum. Yrði Sandvík skipulögð sem aksturssvæði yrði að afmarka þar brautir en þá væri hætt við að hún yrði ekki eins spennandi kost- ur. Hávaðinn í mótorhjólunum er mörgum þyrnir í augum og það á við um Svein sem segir að persónu- lega sé honum verst við hann. Hjólamenn hafi bent á að þeir borgi mikla skatta af hjólunum og eigi skil- ið að fá aðstöðu líkt og hestamenn og golfarar. „En ég fullyrði að ef hávaði frá hestamönnum væri helmingurinn á við það sem kemur frá hjólamönn- um þá væri hestamennska hvergi leyfð nálægt þétt- býli,“ segir hann. Bergur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Land- verndar, sagði margt gott í skýrslunni. „En tillög- urnar ganga ansi langt enda náðist engin samstaða um þær,“ sagði hann. „Ég er hræddur um að þær slóðaheimildir sem menn hafa gert sér í hugarlund myndu ganga mjög nærri öðrum hópum, svo sem fótgangandi útivistarfólki og hestmönnum, til dæmis,“ sagði hann. Það mætti hins vegar sjá fyrir sér skipulögð aksturssvæði og þau væru allmörg nú þegar. Einnig mætti í sjálfu hugsa sér að skipulagð- ar væru einhverjar leiðir en ekki væri hægt að veita leyfi fyrir þéttriðnu slóðaneti, eins og hjólamenn virðist leggja til. Taka illa í tillögur um slóðanet fyrir torfæruhjól  Fer ekki saman við aðra útivist  Spillir fyrir fuglalífi  Skemmir gróður Ljósmynd/Sveinn Kári Úr Sandvík Förin hverfa með tímanum en gróðurinn skemmist. Hann er eina vörnin gegn uppblæstri. Einar Þorleifsson Bergur Sigurðsson Sveinn Kári Valdimarsson Í HNOTSKURN » Í Fuglavernd eru um 900 manns. Félagiðrekur m.a. fuglafriðland í Flóanum og stendur fyrir fræðslufundum um fugla. » Félagið hefur áhyggjur af því að torfæru-hjólamenn spilli fuglalífi með akstri um sandana á Suðurlandi. » Þar sé fjölbreytt fuglalíf en fuglarnirhrekist í burtu undan hávaðanum. 6 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR M ér var sagt að vorið ætti að koma á þriðjudaginn var. Einn sagði mér að það kæmi strax um morguninn. Ég ákvað að drífa mig í sund svo ég missti ekki af neinu. Þegar ég kom í bæinn sagði ágætur maður mér að ég hefði ruglast í ríminu, vorið kæmi ekki fyrr en kl. 9 um kvöldið. Það er enn betra, hugsaði ég, ég get þá notið komu vorsins í tvígang sama daginn. Ég býst við að flestum hafi þótt þessi vetur harla leiðinlegur. Hann hefur ein- kennst af miklum umhleypingum, roki og leiðindum svo erfitt hefur reynst að gera áætlanir um ferðalög innanlands. Ég hef fengið minn skerf af ófærð eins og aðrir og um daginn varð mætur bóndi ofan úr Jökuldal að sækja mig upp á heiðar um miðja nótt þar sem ég sat föst í skafli. Þetta var önnur ferðin sem hann hafði farið þá um nóttina. Þegar ég hringdi til lögreglunnar og bað um hjálp kom þeim strax í hug að tala við þann bónda sem næst byggi. Og eftir hálftíma var hann kominn bílnum sínum að kanna aðstæður. Fljótlega kom í ljós að aflmeiri tæki þyrfti til að bjarga mér út skaflinum og skömmu síðar sá ég stóran traktor með skóflu þeysast upp brekkuna í átt til mín. Það dugði ekkert minna heldur en John Deere. Það gekk greiðlega að draga mig út úr ógöngunum og ég var ósköp þakklát fyrir að komast heim í rúmið mitt fyrir birtingu. Fyrir nokkrum mánuðum hefði verið alls óvíst hvort ég hefði náð síma- sambandi við nokkurn mann þar sem ég sat föst á þjóðvegi nr. 1. Sem betur fór hefur verið gerð bragarbót á því. Ég var undir það búin að sitja í bílnum eins lengi og verða vildi, ef óhægt yrði um hjálp, þakkaði fyrir að hann var fullur af olíu og ég var með fullan straum á símanum. Því ekki getur maður búist við því að bændur rísi úr rekkjum um miðjar nætur að hjálpa strandaglópum uppi um öll fjöll og firnindi. En það er einmitt það sem þeir gera. Og telja það ekki eftir sér. Það er enn töluvert um að búið sé á jörðum á af- skekktari stöðum landsins auk þess sem jarðir undir heiðum og fjallvegum eru margar enn í byggð. Þannig háttar til t.d. á Jökuldal að búið er á Skjöld- ólfsstöðum, Hákonarstöðum og Klaust- urseli svo aðeins þrír bæir séu nefndir og áreiðanlegt að oft hafa bændur þar þurft að liðsinna ferðalöngum. Uppi á fjöllum er svo Möðrudalur og þar búa höfðingjar sem margoft hafa reynst hjálplegir. Ekki þarf að taka fram hversu mikið öryggi felst í þessu fyrir vegfarendur. Veður getur breyst mjög skyndilega hátt uppi á fjöllum og þá er afar mikilvægt að vera staðkunnugur til að geta áttað sig betur á aðstæðum og þeim hættum sem upp koma. Það getur þó aldrei komið í veg fyrir að menn verði einhvern tímann strandaglópar á heiðum uppi, sér í lagi þegar ferðast er á nóttinni sem er ekki til fyrirmyndar og á að varast eins og kostur er. Vegagerðin hefur ágætar upplýs- ingar um færð á vegum landsins á heimasíðu sinni. Upplýsingasíminn er líka ágætur en á nóttinni eru þó upplýs- ingar mun síðri, enda um símsvara að ræða. Mér finnst samt ástæða til að benda Vegagerðinni á að bæta kort sín á þann veg að sérstaklega varasamir staðir séu sérmerktir. Á það t.d. við um vetrarfærð en oft eru það nákvæmlega sömu staðirnir sem eru þungir yfirferð- ar og ágætt fyrir vegfarendur að sjá þá á korti til að vera betur viðbúnir þegar nær dregur. Þetta á einnig við um veðrabrigði því það getur verið vinda- samt á nákvæmlega sömu stöðunum. Ég held að slíkt hættukort, bæði hvað varðar vetrarsamgöngur og raunar einnig sumarumferð, þar sem ferða- menn eru oft lítt kunnugir, gæti skipt máli til að draga úr slysum og óhöppum. Þótt aldrei sé hægt að koma í veg fyr- ir öll slys verður að leita allra leiða til að bæta umferðaröryggi á vegum landsins. Og svo, ef maður situr fastur í skafli er gott að vita af því að í nágrenninu kunni að vera menn sem vilji hjálpa. Þeim þarf líka að sinna. Við skulum vona að veðrið þessa vik- una viti á gott sumar og að hretunum fari að linna. Ég er viss um að þessi leið- indatíð í vetur hefur haft áhrif á sál- artetur okkar margra og ekki bætti úr skák að hafa vaxandi áhyggjur af efna- hagsástandi þjóðarinnar. Minnumst þess samt að það birtir um síðir og það á bæði við um veðrið og tímabundin áföll í efnahagslífinu. Í snjóskafli á heiðum uppi »Ekki getur maður bú-ist við því að bændur rísi úr rekkjum um miðjar nætur að hjálpa stranda- glópum uppi um öll fjöll og firnindi. PISTILL Ólöf Nordal Hljóðpistlar Morgunblaðsins Ólöf Nordal les pistilinn Hljóðvarp mbl.is GÍSLI Tryggva- son, talsmaður neytenda, vonar að eftir um hálfan mánuð verði gengið frá sam- komulagi við hagsmunaaðila um takmarkanir við auglýsingum sem beint er að börnum. Það felur m.a. í sér for- takslaust bann við auglýsingum í kringum barnatíma. Talsmaður neytenda og umboðs- maður barna hafa unnið að því í tvö ár að skoða markaðssókn sem bein- ist gegn börnum. Samkvæmt nýrri könnun Capacent fyrir mennta- málaráðuneyti eru ríflega 60% landsmanna andvíg því að leyfa aug- lýsingar sem beint er að börnum. Gísli segir að í júní í fyrra hafi talsmaður neytenda og þáverandi umboðsmaður barna rætt þessi mál útvarpsstjóra, forsvarsmenn 365 og Skjás eins. Einnig var fundað með fulltrúum atvinnurekenda á þessu sviði og kynnt áform um að semja annaðhvort formlega um mörk við auglýsingum eða hafa samráð um leiðbeiningar á vegum talsmannsins og umboðsmanns barna. Hann segir að undanfarnar vikur hafi talsmaður neytenda og umboðs- maður barna fundað með um 50 að- ilum úr stjórnsýslunni, almanna- samtökum, auk þess sem rætt hafi verið við fræðimenn og fleiri, um ýmis álitamál. Nú liggi tillögurnar fyrir og hafi verið sendar hagsmunaaðilum. Spurður hvað felist í samkomu- laginu segir Gísli að þar sé m.a. kveðið á um fortakslaust bann við auglýsingum í kringum barnatím- ann. Það feli í sér að ekki verði aug- lýst í barnatímum sjónvarps um tíu mínútum áður en barnadagskráin hefst. „Að auki verði takmarkanir á auglýsingum á matvörum sem ekki ná ákveðnum hollustustimpli fyrir klukkan um það bil átta eða níu á kvöldin,“ segir Gísli. Ennfremur er í tillögunum kveðið á um bann við markaðssókn gagnvart börnum í skólum. Fortaks- laust bann Ekki verði auglýst í kringum barnatíma Gísli Tryggvason

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.