Morgunblaðið - 17.04.2008, Page 10
10 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
Dísus kræst, Haarde minn, megum bara ekki skreppa orðið í smá þotuskutl án þess að
„strákarnir okkar“ rústi pleisinu í brjáluðum skulda partýum.
Er komin einhver allsherjar útrás-ar- eyðsluglýja í augu kjörinna
borgarfulltrúa og embættismanna
borgarinnar. Fyrst lýsir Kjartan
Magnússon, stjórnarformaður REI,
því yfir, eins og ekkert sé, að ekki
sé ætlunin að REI hætti meiru en
þrjú hundruð milljónum króna í út-
rásarkannanir í fjarlægum heims-
hlutum.
Svo kemurSvanhildur
Konráðsdóttir,
sviðsstjóri menn-
ingar- og ferða-
málasviðs
Reykjavík-
urborgar, fram í
Morgunútvarpi
Rásar 2 í gær-
morgun og lýsir
för sinni við
fjórða mann til kvikmyndahöf-
uðborgar Bandaríkjanna Holly-
wood.
Þar upplýsti Svanhildur aðReykjavík hefði nú í fyrsta
skipti ákveðið að taka þátt í kaup-
stefnu í Hollywood þar sem fulltrú-
ar borga, svæða og landa reyndu að
laða „hina stóru“ í kvikmyndaiðn-
aðinum til síns svæðis með gylliboð-
um um eigið ágæti.
Eru ekki kjörnir fulltrúar borg-arinnar og embættismenn á
þeirra vegum að fara fullfrjálslega
með sjóði borgarbúa?
Hvaða þörf kallaði á fimm mannasendinefnd til Hollywood, til
þess reyna að laða „hina stóru“ til
þess að koma til Reykjavíkur til að
búa til kvikmyndir?
Hvað kostar þátttaka Reykjavík-ur í svona kaupstefnu í háborg
kvikmyndanna og hverju skilar hún
í tekjum til borgarinnar?
Hver var árangurinn af förinni?
STAKSTEINAR
Svanhildur
Konráðsdóttir
Bruðl og ferðagleði
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
!"
#"
!
#"
!
$# #$
:
3'45 ;4
;*<5= >?
*@./?<5= >?
,5A0@ ).?
% %
%
% %
%
%
*$BC
!
" # $ % # *!
$$B *!
&'
(!
' !
"
! )*
<2
<! <2
<! <2
&"!( #$
+
#, -.$ #/
D
$
*
E B
E"2
!&# &# ' # %#
' ( !& )%%* ! "
# $
&*% <7
E
!&# &# ' # %#
' ( !& )%%* ! "
# $
&*% 01$$ 22 #$ !)3 ) +
#,
Sigríður S. MacEachern | 16. apríl
Paul Watson í klandri
í Kanada
Síðastliðna daga hafa Paul Watson
og hans félagar verið ofarlega á baugi
í fjölmiðlum hér á austurströnd Kan-
ada og hafa sennilega engan tíma til
að sinna þessum viðburði. Það hefur
vakið undrun mína að lítið eða ekkert
hefur verið minnst á þessa atburði í
íslenskum fjölmiðlum það ég hef séð.
Paul Watson er Íslendingum kunn-
ugur eftir herför hans í hvalveiðiskipin
forðum. Kanadíska strandgæslan, að
skipun sjávarútvegsmálaráðherra, ...
Meira: classigga.blog.is
Salvör | 16. apríl
Kerfisbundin kvenna-
kúgun sem byrjar á
barnamisþyrmingum
Stelpunni Nujood Ali í
Jemen var í vikunni
bjargað úr ánauð og
miskunnsamur dómari
veitti henni skilnað frá
eiginmanni sínum. Hún
var 8 ára seld af föður
sínum í hjónaband til 30 ára manns og
neydd til að flytjast til hans og nauðg-
að og misþyrmt mánuðum saman áð-
ur en henni var bjargað. Nujood kemur
úr bágstaddri fjölskyldu, faðir hennar
er betlari og þjáist af geðsjúkdóm.
... Nujood er ekki eina stelpan í
heiminum sem býr við svona skelfileg-
ar aðstæður, aðstæður þar sem hún
er hneppt í ánauð á barnsaldri og ætl-
að að vera kynlífsþræll og heim-
ilisþræll manns sem hefur keypt hana
af föður hennar. Það eru tugmilljónir
telpna viðs vegar um heiminn í svona
stöðu, lesið líka sögurnar af Rakiya og
Maimuna og Chaya og Zulai og Helena
og Rohini og Aisha og Adjaratou og Fa-
toumata og Halima og Mariana og
Takia og Shahnaz og Rebeca og Nur-
jahan og Bijli og. Shein svo aðeins séu
sett andlit á örfáar af þeim stúlkum
sem sviptar eru bernskunni og framtíð-
armöguleikum og lokaðar inn á heim-
ilum ofurseldar valdi karlmanna sem
hafa samið um ævilanga notkun á
þeim sem vinnuþrælum, kynlífs-
þrælum og útungunarvélum fyrir börn
sín. Allt er þetta gert í krafti hefð-
arinnar og viðtekinna venja í samfélag-
inu og sums staðar í heiminum er
mjög erfitt fyrir foreldra að vernda dæt-
ur sínar svo þær geti aflað sér mennt-
unar og gifti sig eldri.... Viðhorf karl-
manna sem kaupa stúlkubörn eru
kannski svipuð og fyrrverandi eig-
inmanns barnsins Nujood en hann tel-
ur sig í heilögum rétti og neitar að
sleppa stúlkunni og viðurkenna skiln-
aðinn ...
... Eiginmaðurinn fyrrverandi er í
varðhaldi að mér skilst vegna þess að
hann er talinn vera hættulegur öryggi
Nujood en samkvæmt lögum Jemen
telst hann ekki hafa framið neinn
glæp. Það er útbreiddur siður í Jemen
að gifta stelpur á barnsaldri eins og
víðar í heiminum.
... Bætt menntun kvenna og mann-
réttindi fyrir stúlkubörn eru brýn verk-
efni í heiminum í dag, ekki bara vegna
þeirra miklu þjáninga ...
Meira: salvor.blog.is
Ómar R. Valdimarsson | 16. apríl
SKO hækkar verð-
skrána um 50% …
Fékk í dag bréf frá net-
fyrirtækinu SKO þar
sem mér var tilkynnt að
frá og með næstu mán-
aðamótum myndi net-
tenging mín hækka um
50% í verði. Undanfarin
misseri hef ég verið 512 Kb/s ten-
inginu og borgað fyrir hana 1.990 kr.
á mánuði. Hækkunin er gerð undir því
falska yfirskini að vera hugsuð sem
„bætt þjónusta fyrir viðskiptavini
SKO.“ …
Meira: omarr.blog.is
Björgvin Guðmundsson | 16. apríl
Við viljum engin
skólagjöld
Katrín Júlíusdóttir, þing-
maður Samfylking-
arinnar, ítrekaði á Al-
þingi í dag þá stefnu
flokksins, sem mörkuð
var á landsfundi í fyrra,
að öllum eigi að standa
til boða gjaldfrjáls menntun frá og
með leikskóla til og með háskóla-
.Engin skólagjöld eigi að vera í al-
mennu framhalds-og grunnnámi Sig-
urður Kári Kristinsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokks, sagði að ...
Meira: gudmundsson.blog.is
VEÐUR
SIGMUND
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
BLOG.IS
HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest úr-
skurð Héraðsdóms Reykjavíkur um
að maður, sem grunaður er um að
hafa tekið þátt í hrottalegri árás á
íbúa í húsi við Keilufell í Reykjavík
um páskana, sæti áframhaldandi
gæsluvarðhaldi til 5. maí. Fram kem-
ur í greinargerð lögreglu að einn
brotaþola hafi sagst hafa setið í sófa
inni í stofu íbúðarinnar þegar hann
hafi séð hvar maðurinn stóð í dyrun-
um og hélt á exi. Hafi hann komið
fyrstur til mannanna þar sem þeir
sátu í sófanum og slegið til manns þar
sem hann lá sofandi.
Í framburði annars brotaþola kom
fram að maðurinn hefði reynt að
berja hann í höfuðið en hann hefðináð
að bera hendurnar fyrir sig. Brotaþol-
inn hlaut opið beinbrot á vinstri hendi
í árásinni og brotnaði einnig á þeirri
hægri.
Þriðji brotaþolinn sagðist hafa séð
manninn inni í íbúðinni þar sem hann
hélt á exi. Brotaþoli hefði svo snúið
sér við og þá verið sleginn í höfuðið.
Hlaust af því opið sár á höfði sem
þurfti að sauma með 12 sporum.
Lögregla segir að símagögn beri
með sér að maðurinn hafi verið í stöð-
ugu símasambandi við aðra sakborn-
inga í málinu, fyrir og eftir árásina.
Vitni hafi greint frá því að hann hafi
fyrstur gengið inn í íbúðina og lýs-
ingar þeirra þyki bera með sér að
hann sé höfuðpaur í málinu. Þá beri
framburðir brotaþola með sér að
maðurinn hafi gengið harkalega fram.
Situr áfram í gæslu
vegna árásarinnar
HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest úr-
skurð Héraðsdóms Reykjaness um
að erlendur karlmaður sitji áfram-
haldandi gæsluvarðhaldi til 2. maí
vegna gruns um aðild að innflutningi
á umtalsverðu magni af amfetamíni
frá Stokkhólmi. Maðurinn er einnig
grunaður um að hafa brotið end-
urkomubann sem hann var úrskurð-
aður í árið 2003.
Gæsluvarð-
hald staðfest