Morgunblaðið - 17.04.2008, Page 14
Havana. AFP. | Kúbversk stjórnvöld
hafa nú til umræðu tillögu sem fel-
ur í sér breytingar á ströngum
ferðatakmörkunum þegnanna sem
þurfa að greiða himinhátt verð fyr-
ir leyfi til að ferðast til og frá Kúbu.
Þúsundir Kúbverja sem hafa
reynt að flýja til Bandaríkjanna í
gegnum árin hafa týnt lífi á leið-
inni, en þeir sem þangað koma hafa
sjálfkrafa fengið dvalarleyfi.
Gjaldið sem Kúbustjórn hefur
krafið þegna sína fyrir ferðaleyfi
nemur hundruð Bandaríkjadölum, í
landi þar sem mánaðarlaun flestra
eru undir 20 dölum og hefur því
verið lýst sem ígildi ferðabanns.
Felur tillagan einnig í sér aukið
svigrúm fyrir Kúbverja sem búa er-
lendis til að fjárfesta á Kúbu. Fyrr-
um diplómatinn Pedro Riera Escal-
ante á frumkvæðið að tillögunni og
er hann bjartsýnn um jákvæð við-
brögð stjórnar Raul Castro.
Reuters
Neyð Flestir Kúbverjar lifa í sárri
fátækt og búa við lítið ferðafrelsi.
Fái aukið
ferðafrelsi
NÝJAR rannsóknir sýna, að það hafi
í besta falli engin áhrif að taka inn vít-
amín og í versta falli, að þau geti
stuðlað að ótímabærum dauða. Þá er
heldur ekkert, sem bendir til, að svo-
kölluð andoxunarefni hafi einhver
áhrif á ævilíkur manna.
Rannsóknin var unnin hjá hinni
virtu Cochrane Collaboration-
stofnun, sem fæst við að meta árang-
ur í heilsugæslu- og heilbrigð-
ismálum, og í henni er meðal annars
vitnað í vísindamenn við Kaup-
mannahafnarháskóla, sem segja, að
A- og E-vítamín geti haft óæskileg
áhrif á ónæmiskerfið. Raunar virðist
sem þau auki líkur á ótímabærum
dauða.
Rannsóknin náði til 233.000
manna, heilbrigðra og sjúklinga, sem
allir tóku inn vítamín. Niðurstaðan
var, að A-vítamín í pilluformi yki dán-
arlíkur um 16%, beta-carotene um
7% og E-vítamín um 4%. C-vítamín
virtist engin áhrif hafa, hvorki til né
frá.
Breska heilbrigðisráðuneytið hef-
ur raunar varað fólk við því að taka
mikið af vítamínum í pilluformi.
Rétta leiðin sé að borða fjölbreyttan
og hollan mat.
Framleiðsla og sala á tilbúnum vít-
amínum er mikill iðnaður, sem veltir
um 185 milljörðum ísl. kr. árlega.
Breskir talsmenn hans fullyrða, að
margt fólk geti ekki unnið allt það vít-
amín, sem það þarfnist, úr fæðunni.
Eru vítamín
varasöm?
DANSKA lögreglan leitar nú ákaft
manna sem numu fimm ára gamlan
dreng á brott þar sem hann var með
móður sinni
fyrir utan
leikskóla í
Virum, norð-
ur af Kaup-
mannahöfn,
um hálffimm-
leytið í gær að
dönskum
tíma. Móðirin
var skelfingu
lostin og
brotnaði sam-
an eftir atvik-
ið. Eiginmað-
ur hennar var ekki viðstaddur, en á
reiki er hvort mennirnir hafi verið
tveir eða þrír.
Mennirnir óku frá leikskólanum og
auglýsir lögreglan eftir svörtum
skutbíl með bílnúmeri sem inniheldur
tölustafina 32787. Lögreglan kom
umsvifalaust boðum um mannránið
til eftirlitsmanna hafna og brúar-
mannvirkja, ásamt því sem skutbíls-
ins var leitað úr lofti í þyrlu.
Oliver litli er af kínversku bergi
brotinn, 130 sm hár og var klæddur í
grágrænan jakka. Fjölskylda hans er
sögð eiga nokkra veitingastaði.
Mennirnir þrír voru grímuklæddir
þegar þeir veittust að konunni þar
sem hún var á leið í silfurgráa Merce-
des Benz bifreið. Talið er að tveir hafi
haldið konunni og svo gefið olnboga-
skot svo blæddi úr andliti hennar.
Foreldrarnir slegnir óhug
Danskir fjölmiðlar hermdu að
móðir drengsins hefði ekki borið
kennsl á mennina, en að sögn lög-
regluþjónsins Steens Sørensens var
ekkert vitað um tilefni ránsins í gær.
Foreldrar við leikskólann Skov-
bakken í Virum áttu erfitt með að
trúa atburðarásinni og voru slegnir
yfir því að slíkur atburður gæti gerst
um hábjartan dag. Lögreglan fékk
tilkynningu um að sést hefði til bíls
með sama númer í Lyngby og leitaði
úr lofti án árangurs. Myndin sem hér
fylgir var birt í öllum dönsku miðl-
unum í gær.
Lýsa eftir
svörtum
skutbíl
Oliver litli
! ' !( )
! " #$#%&%'(
) ) *+ &
* , "" . )
/ ) 0 *
" &
+
/1 ) 0
)2
)2
"
. - ( )3 '*
"
* '
)2
"
)?'@ABC42DEAF@
!" # $%&#' ()% ! ##*
+
!!,-# # #* !.-/*0#- ##*
$ 1# #*!
4 * * 5 ) )
*' )
!"
" #$"
% & '
($
)
*
6 &7'( 8) '( 9
2
)
*( 2( %
KÍNVERSK yfirvöld hafa staðið í
ýmsu til að Ólympíuleikarnir í sumar
megi verða sem glæsilegastir. Reynt
hefur verið að tugta íbúa Beijing til
með skipulögðu átaki sem á að vinna
gegn ósiðum eins og þeim að troðast
í röðum eða að spýta á götur. Betl-
arar hafa einnig verið fjarlægðir af
stærstu götum borgarinnar. Bygg-
ingaframkvæmdir verða stöðvaðar í
tæka tíð til að létta á mengun og silf-
urjoði skotið upp í himininn til að
tryggja að hann verði heiðskír.
Sá álitshnekkir, sem Kínverjar
hafa beðið vegna framferðis þeirra í
Tíbet, hefur þó sett svo stórt strik í
reikninginn að sögn AFP-fréttastof-
unnar, að yfirvöld leita nú að erlendu
almannatengslafyrirtæki til að að-
stoða við að hressa upp á ímyndina.
Ólympíuleikarnir undir-
búnir af miklu kappi
14 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti og Condoleezza
Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, fylgjast með
þegar Benedikt XVI. páfi kyssir hönd demókratans
Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings,
fyrir framan Hvíta húsið í Washington í gær.
Mikil eftirvænting ríkti í huga margra kaþólikka eft-
ir því að fá að bera leiðtoga kaþólsku kirkjunnar aug-
um þar sem hann hugðist koma fram á stórum íþrótta-
leikvangi í borginni í dag en á morgun heldur hann
heimsókn sinni áfram með viðkomu í New York.
Áætlað er að um sjötíu milljónir kaþólikka séu bú-
settar í Bandaríkjunum, eða hátt í fjórðungur íbúa-
fjöldans. Heimsóknin hefur því þá pólitísku hlið að hún
getur styrkt tengsl forsetaframbjóðenda repúblikana
og demókrata við afar mikilvægan kosningahóp, ásamt
því að höfða til trúaðra kjósenda almennt.
Þúsundir manna hafa notað tækifærið og vakið at-
hygli á kynferðislegri misnotkun kaþólskra presta í
gegnum tíðina og þótti Benedikt XVI. taka óvenju-
sterkt til orða í fordæmingu sinni á slíkum brotum.
Reuters
Eftirvænting vegna komu páfa
„ÞEGAR ég fer yfir verkefni sem
nemendur hafa skrifað eigin hendi
liggur við að ég fái yfir höfuðið,“
segir Niels Egelund, prófessor í
uppeldisfræðum við Danmarks
Pædaogiske Universitet.
Egelund og aðrir danskir uppeld-
isfræðingar segja að tölvan og sms-
skilaboðin séu á góðri leið með að
gera ungt fólk óskrifandi.
„Það er varla hægt að lesa párið
frá þeim. Ég er ekki að segja að
skriftarkunnáttan sé að deyja út en
hún er á útleið sem persónuleg
tjáning,“ segir Egelund og Mette
Teglers í félagi danskra móð-
urmálskennara og Elisabeth Arn-
bak, sem stundað hefur rannsóknir
á lestrarerfiðleikum, eru sammála.
Arnbak segir að þegar dregið sé
til stafs eigi hreyfing handarinnar
sinn þátt í að festa í minninu hljóð-
gildi stafsins. Nú skorti á þessa
tengingu og það geri þeim, sem
eiga í örðugleikum, til dæmis vegna
lesblindu, enn erfiðara fyrir en ella.
Tölvan og sms-skilaboðin eru
að útrýma skriftarkunnáttu
Morgunblaðið/Golli
Skrift Mun það brátt heyra til gamla
tímanum að hafa fallega hönd?
RÚSSNESKA síðdegisblaðið MK fullyrðir, að Vladímír
Pútín, fráfarandi forseti Rússlands, hafi skilið við konu
sína, Ljúdmílu, og sé nú kominn með fimleikastjörnuna
Alínu Kabajevu upp á arminn.
Pútín er 56 ára en Kabajeva, sem er fræg fyrir sína
„liðamótalausu leikni“, er aðeins 24 ára. Var hún kjörin
á þing í síðustu kosningum.
Sagt er, að þau Pútín og Kabajeva hafi kynnst fyrst á
Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000 en þá vann hún til
bronsverðlauna. Hún hreppti síðan gullið á leikunum í
Aþenu. Segir í blaðinu, að þau ætli að láta gefa sig sam-
an í Pétursborg á sumri komanda eða skömmu eftir að
Pútín lætur formlega af embætti sem forseti landsins.
Fréttin í MK sætir allnokkrum tíðindum því að það hefur hingað til ekki
verið liðið, að rússneskir fjölmiðlar geri einkalíf æðstu valdamanna að um-
fjöllunarefni. Í MK var raunar tekið svo til orða, að Pútín hefði tekið Nicol-
as Sarkozy, forseta Frakklands, sér til fyrirmyndar.
Vladímír Pútín sagður í tygj-
um við unga fimleikastjörnu
Fimleikastjarnan
Alína Kabajeva
BRESK rannsókn hefur leitt í ljós að sérhönnuð tæki og
efni, sem eiga að draga úr ryki og jafnframt úr áhrifum
rykmaura á asmasjúklinga, hafa afar lítil áhrif. Maur-
arnir smáu lifa m.a. í ryki sem sest í teppi, rúm og
bangsa, en skv. rannsóknum duga dýnuhlífar, sérhönn-
uð hreinsiefni, sérstaklega öflugar ryksugur eða loftsíur
skammt til að leysa vandann, segir á vef BBC. Að sögn
vísindamannanna er ástæðan sú að magn asmavalda á
flestum heimilum er svo mikið að meðferðir sem þessar
ná ekki að vinna bug á áhrifunum.
Talsmaður Asthma UK samtakanna í Bretlandi segir
niðurstöður rannsóknanna ekki koma á óvart. Samtökin
mæli einfaldlega með því að rúmföt asmasjúklinga séu þvegin við háan hita
og bangsar verði fjarlægðir úr rúmum til að minnka áhrif ryksins.
Rykmaurarnir eru of margir
Ryk Ekki þörf á
sérhæfðri ryksugu.
STUTT