Morgunblaðið - 17.04.2008, Qupperneq 16
16 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
ÁHUGAFIÐLULEIKARINN Ro-
bert Napier varð heldur betur fyrir
stórtjóni á dögunum þegar hann
gleymdi fiðlunni sinni á farang-
ursvagni í lestarstöð í Taunton á
Englandi. Fiðlan er af gerðinni
Goffriller og metin á 180.000 pund.
Samkvæmt gengi pundsins þegar
þessi frétt var skrifuð í gær þá er
það að jafnvirði 26,4 milljónum
króna.
Fiðlan var smíðuð af fiðlu-
smiðnum Matteo Goffriller í Fen-
eyjum árið 1698 en Napier-ættin
hefur átt hana í 100 ár, að því er
breska dagblaðið Times greinir frá.
Napier áttaði sig á þessu þegar
hann var kominn heim til sín og seg-
ir augnablikið hafa verið hræðilegt
þegar hann áttaði sig á því að hann
hefði gleymt fiðlunni.
Tryggingafyrirtækið Allianz, sem
fiðlan var tryggð hjá, heitir 10.000
punda fundarlaunum fyrir ætt-
argripinn.
Dýrkeypt
gleymska
Dýrgripur Fiðla af gerðinni
Goffriller frá Feneyjum.
RÉTTARHÖLD
fara þessa dag-
ana fram vegna
meints brots á
höfundarrétti
J.K. Rowling á
bókunum um
Harry Potter.
Málið höfðaði
Rowling gegn út-
gefanda alfræði-
rits um Potter, Harry Potter Lex-
icon, og fara réttarhöldin fram í New
York.
Vitni í málinu virðast eiga erfitt
með að halda aftur af tárunum, ekki
síst Rowling sem sagði fyrir rétti að
hún vildi alls ekki gráta, hún væri nú
einu sinni bresk. Henni fyndist sem
verkum sínum hefði verið stolið af
höfundi ritsins, Steve Vander Ark.
Ark var einnig með grátstafina í
kverkunum í gær og sagði málaferl-
in hafa tekið verulega á enda hefur
hann mátt þola harða gagnrýni og
þá ekki síst frá Rowling. Málið er þó
ekki höfðað gegn honum heldur út-
gáfufyrirtækinu RDR Books.
Rowling fer fram á að varanlegt
lögbann verði sett á alfræðiritið og
segir stóra hluta Potter-bókanna af-
ritaða án þess að nokkru sé við bætt
í túlkun eða öðru.
Gráti nær
yfir Potter
Steve Vander Ark
DANSKA söngvaskáldið, tón-
listarmaðurinn og fræðimað-
urinn Per Warming heldur fyr-
irlestur um neðanjarðarsöngva
á dögum Sovétríkjanna í
Reykjavíkurakademíunni kl.
17 í dag. Í fyrirlestri sínum
fjallar hann einkum um and-
ófssöngvarana Vladimir Vy-
sotskij og Bulat Okudzjava og
lofar áheyrendum að heyra
söngva þeirra við eigin gít-
arleik. Bæði þessi söngvaskáld höfða sterkt til
ungs fólks í Rússlandi nú á dögum. Per Warming
á að baki störf sem skólastjóri og kennari við
lýðháskóla í Danmörku. Hann hefur ferðast tals-
vert um sem fyrirlesari og vísnasöngvari.
Tónlist
Neðanjarðarsöngv-
ar í Sovétríkjunum
Per Warming
STRANDFERÐ eftir Steinar
Sigurjónsson er leikrit kvölds-
ins kl. 22.15 í Útvarpsleikhús-
inu á Rás eitt. Sjana og vinir
hennar, þeir Manni og Stússi,
reika um á jaðri samfélagsins
og sjá heiminn í vímu ofskynj-
ana. Á ferð sinni rekast þau á
þekktan tónlistarmann og
ákveða að fá hann til að horfast
í augu við afleiðingar gerða
sinna. Þau halda með hann til
strandarinnar… Leikendur eru Guðrún S. Gísla-
dóttir, Pétur Einarsson, Stefán Jónsson og Jón
Júlíusson. Tónlist er eftir Pétur Grétarsson,
Georg Magnússon sá um hljóðvinnslu og Hallmar
Sigurðsson leikstýrir.
Leiklist
Strandferð í
Útvarpsleikhúsinu
Steinar
Sigurjónsson
Á TÓNLEIKUM Múlans á
Domo í kvöld leikur hljóm-
sveitin Moses Hightower.
Hljómsveitina skipa nú: Stein-
grímur Teague hljómborðs-
leikari, Magnús Tryggvason
trommuleikari, Daníel Böðv-
arsson gítarleikari og Andri
Ólafsson bassaleikari, en auk
þeirra lúðurþeytararnir Ingi-
mar Andersen, Ari Bragi
Kárason, Samúel Samúelsson, Kjartan Há-
konarson og Óskar Guðjónsson, Ómar Guð-
jónsson gítarleikari og Helgi Svavar Helgason
slagverksmaður. Leikin verður „afrobeat“ tónlist
í anda Nígeríumannsins Fela Kuti; bræðingur
djass, fönks og afrískrar tónlistar.
Tónlist
Afróbít í anda Fela
Kuti í Múlanum
Fela Kuti
Eftir Gunnhildi Finnsdóttur
gunnhildur@mbl.is
NÆSTA Ritþing Gerðubergs ber yf-
irskriftina Þar sem sögueyjan rís, og
eins og nafnið ber með sér verður
Einar Kárason rithöfundur og verk
hans þar til umræðu. „Það verður far-
ið yfir allt sem ég er búinn að vera að
gaufa við,“ segir Einar. „Ég var að
reikna það út að það eru 29 ár síðan
fyrsta bókin kom út, sem var ljóða-
bók, og síðan eru þetta orðnar tíu
skáldsögur og tíu öðruvísi bækur,
kvikmyndahandrit og fleira. Það
verður fjallað um allan minn höfund-
arferil frá upphafi.“
Einar segist enn vera svolítið
taugaóstyrkur þegar hann þarf að
koma fram og tala um verk sín. „Ég
er búinn að lesa mikið upp og vera
með svona alls konar uppistand lengi.
Ég er nú með þá kenningu að þann
dag sem maður finnur ekki lengur
fyrir sviðsskrekk þá verði maður
hættur að taka það alvarlega sem
maður er að gera.“
Skemmtun gesta í Gerðubergi um
helgina er þó tryggð að sögn Einars,
sama hvernig hann kemur til með að
standa sig. „Ég hef engar áhyggjur af
því þótt ég verði drumbslegur og leið-
inlegur. Þetta er svo skemmtilegt fólk
sem á að stjórna þessu,“ segir Einar
og á þar við þau Halldór Guðmunds-
son, Sjón og Gerði Kristnýju sem
hafa það hlutverk á þinginu að spyrja
Einar spjörunum úr. „Þau munu sjá
um að þetta glansi,“ segir hann.
Ný skáldsaga á leiðinni
Einar segir það fyrst og fremst
heiður að fá að koma fram á Ritþingi,
en það gæti líka verið að þingið yrði
honum innblástur til nýrra verka.
„Ég spurði hann Sigurð Pálsson sem
skrifaði sína Minnisbók um daginn
hvaðan honum hefði komið hug-
myndin og hann sagði að þetta hefði
kviknað á Ritþingi í Gerðubergi fyrir
nokkrum árum.“
Endurminningar Einars verða að
bíða í bili því hann er upptekinn við
annað verkefni. „Ég er að skrifa
skáldsögu,“ segir hann. Síðasta
skáldsaga hans, Stormur, kom út fyr-
ir næstum fimm árum og lesendur
hans orðnir spenntir að fá þá næstu í
hendur. „Ég segi eins og Soffía
frænka þegar hún var beðin að
syngja á bæjarhátíðinni í Kardemom-
mubæ: Það á eftir að koma í ljós
hversu gaman það verður.“
Einar er tregur til þess að ræða
þetta verk nánar, enda gæti það spillt
fyrir skriftunum. „Ég hef aldrei get-
að talað um svoleiðis fyrr en ég þarf
að skila því af mér.“ Stefnt er að út-
gáfu bókarinnar á þessu ári, en Einar
slær varnagla með tilvitnun í Dag
Sigurðarson: „Enginn veit sína ævina
fyrr en hann fer í hundana.“
Rithöfundarferill Einars Kárasonar til umfjöllunar á Ritþingi í Gerðubergi
Þrír áratugir á sögueyjunni
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Áhyggjulaus „Ég hef engar áhyggjur af því þó ég verði drumbslegur og leiðinlegur. Það er svo skemmtilegt fólk
sem á að stjórna þessu,“ segir Einar Kárason um Ritþing í Gerðubergi þar sem verk hans verða til umfjöllunar.
Á Ritþingum í Gerðubergi er leitast
við að gefa innsýn í líf og starf rit-
höfunda. Þar er ekki aðeins fjallað
um höfundarverk þeirra, heldur
líka persónulegt líf og hvernig það
blandast inn í ritstörfin.
Meðal höfunda sem teknir hafa
verið til umfjöllunar á Ritþingum
eru Sigurður Pálsson, Einar Már
Guðmundsson, Steinunn Sigurð-
ardóttir, Arnaldur Indriðason og
Thor Vilhjálmsson.
Innsýn í líf
og starf
Á LISTAHÁTÍÐINNI „List án landamæra“ sýna
listamenn, bæði fatlaðir og ófatlaðir, alls kyns
sköpunarverk. Hátíðin hefst á morgun í Reykja-
vík, en teygir sig síðan út um allt land og lýkur
hinn 10. maí í Vestmannaeyjum. „Það er verið að
vekja athygli á því að fatlaðir eru að skapa,“ segir
Margrét M. Norðdahl, framkvæmdastýra hátíð-
arinnar. „Í þessum hópi eru listamenn eins og í
öðrum í samfélaginu. Við erum gjörn á að draga
fólk í dilka og svo einblínir hver á sína kreðsu.
Þetta er líka hugsað til þess að hvetja fólk til þess
að njóta listar og menningar.“
Hátíðin á rætur að rekja til Evrópuárs fatlaðra
árið 2003. Þá voru skipulagðir margir list-
viðburðir og þótti tilefni til að halda árlega hátíð í
sama anda. „Þetta vindur upp á sig með hverju
árinu og hefur verið mjög vel sótt,“ segir Margrét.
„Við höfum fengið marga gesti og það hefur verið
mjög eftirsótt meðal listafólks að taka þátt.“
Á morgun klukkan fimm verður haldin opn-
unarhátíð í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem fjöl-
margir koma fram, meðal annars Danshópur Hins
hússins ásamt Páli Óskari. Þar verður líka opnuð
myndlistarsýning þar sem tuttugu listamenn sýna
teikningar, textílverk og málverk.
Magnús Halldórsson á akrílmálverk á sýning-
unni. Hann er sjálfmenntaður í myndlistinni og er
nú að taka þátt í sinni fyrstu sýningu. „Ég ætlaði
ekki að taka þátt í henni fyrst, það var einhver
skrekkur í mér. Svo sló ég þessu upp í kæruleysi
og ákvað að vera með.“
Hann er ekki í nokkrum vafa um það hvað
heillar hann mest við þetta listform. „Það er fjöl-
breytileikinn. Það eru engir tveir listamenn eins
og allir hafa sinn stíl. Það finnst mér jákvætt.“
Yfir landamæri og þvert á kreðsur
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Magnús Halldórsson „Það er enginn listamaður
eins og allir hafa sinn stíl,“ segir listamaðurinn.
www.listanlandamaera.blog.is
♦♦♦
ALLSÉRSTÖK kvikmyndahátíð
verður haldin í Árósum í Dan-
mörku 5.-6. september nk., Dansk
Lomme- film Festival 08 eða
danska vasakvikmyndahátíðin 08.
Á hátíðinni verða sýndar kvik-
myndir teknar með farsímum en
blásið verður til samkeppni víða
um Danmörku í dag í gerð slíkra
kvikmynda og er hún ætluð ungu
fólki, frá 12 ára aldri upp í 17 ára.
Afraksturinn verður svo sýndur á
hátíðinni og verður einnig boðið
upp á kennslu á henni í gerð slíkra
mynda. Ýmsar stofnanir og fyr-
irtæki styrkja hátíðina.
Farsímakvik-
myndahátíð
♦♦♦
Í HNOTSKURN
»Einar Kárason hefur skrifaðtíu skáldsögur. Meðal þeirra
þekktustu er þríleikurinn Þar
sem djöflaeyjan rís, Gulleyjan og
Fyrirheitna landið sem fjalla um
líf alþýðufólks í Reykjavík á
stríðsárunum.
»Ritþingið hefst klukkan 13.30á laugardaginnn í Menning-
armiðstöðinni Gerðubergi og
stendur til klukkan 16.