Morgunblaðið - 17.04.2008, Page 17
Fáðu fréttirnar
sendar í
símann þinn
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2008 17
MENNING
Það getur verið lærdómsríktfyrir þá sem hjá standa aðfylgjast með, hvernig fólk
mætir því að örlögin mæli þeim
lokadag. Ekki þar fyrir að það eina
sem okkur öllum er ætlað með vissu
er að deyja, en sumir fá notið
langra og frjórra daga með ævi-
kvöldi meðan aðrir hverfa af svið-
inu fyrir aldur fram.
Ólafi Ragnarssyni var ákveðinn
ótímabær lokadagur. Hann fékk
ekki langan frest en fjarri honum
var að sitja hann í sút, hann lauk við
bók um samskipti sín og nób-
elsskáldsins og hann orti ljóð sem
komu á bók; Agnarsmá brot úr ei-
lífð, sem honum auðnaðist að sjá
eintak af áður en hann féll frá.
Jóhann Jónsson orti í Söknuði: Hvar hafa dagar lífs þíns lit sínum glat-
að …
Í einu ljóða sinna henti Ólafur
þetta minni Jóhanns á lofti, en leit
ekki um öxl grátbólgnum augum
heldur hvessti sjónir á okkur hin í
hvatningarskyni:
Látt’ ekki daga lífs þíns
lit sínum glata,
þótt birtur þér hafi verið
bráðþungur dómur.
Meðan sjúkdómurinn sótti á leit
Ólafur á hann sem áskorun og
kunni ekki aðra vörn en að sækja
og líta á veikindin sem „vænlega
reynslu sem veitir þér viðbót-
arþroska“. Það er þetta æðruleysi
Ólafs sem vekur athygli lesanda
ljóða hans. Það kostar ekkert að
horfast í augu við ódagsettan
dauða. Annað mál þegar hann er
kominn á dagskrá. Og við þá reisn
að sjá hann sem í spegli og geta
samt haft af honum einhver not set-
ur okkur hin hljóð.
Hann Ólafur Ragnarsson glataðiengu nema talandanum á
lokasprettinum. Hlýjan og húm-
orinn yfirgáfu hann ekki. Eða hvað
segja menn um ljóð eins og Hring-
ingu:
Lífslogi blaktir á skari.
Langri vegferð að ljúka.
Maður með ljá
er mættur á vettvang.
Við hinsta andvarp
hringir síminn:
Tilboð um áskrift
að Nýju lífi.
Því miður – of seint.
Svo rík hlýja sem var í fari Ólafs
Ragnarssonar hlaut að finna sér
farveg inn í ljóð hans til þeirra sem
voru honum kærir; Návist þín:
Ef væri ég fiðrildi og flögraði vítt út um
veröld
værir þú fegursta blóm er ég liti í lífsins
garði.
Og svo líka til landsins og náttúr-
unnar. Frá þeirra faðmi naut Ólaf-
ur ríkulega og þess sér stað í ljóð-
um hans, t.d. Sumardýrð:
Alhvítar kvaka álftir
á afskekktu fjallavatni
lagboða sinn
um lífið og tilveruna.
Vængjum nú berja
við bláan spegil
og búast til flugs.
Siglfirðingur sem hann var
geymdi hann hjá sér glaðar síld-
arminningar:
Hafir þú barnsskónum slitið
í blómstrandi síldarbæ
og unnið á iðandi plönum,
áttu þitt ævintýri um ókomna tíð,
átt merlandi minningasafn
í sálu þinni og sinni.
Og hvaða mælikvarða skal setjaá ljóð Ólafs Ragnarssonar?
Matthías Johannessen segir að
Ólafur hafi haft ljóðskáldstaugar
og engum treysti ég betur en
Matthíasi til að nema það.
Þær aðstæður sem ljóðin spruttu
úr setja mark sitt á þau. Þau eru
svanasöngur sigrandi sálar.
Lífið þú hefur í hendi
og höndlar það enn.
Staðfastur njóttu og sterkur
þeirra stunda sem gefast.
Svanasöngur
sigrandi sálar
AF LISTUM
Freysteinn Jóhannsson
» Það kostar ekkert aðhorfast í augu við
ódagsettan dauða. Ann-
að mál þegar hann er
kominn á dagskrá. Og
við þá reisn að sjá hann
sem í spegli og geta
samt haft af honum ein-
hver not setur okkur hin
hljóð.
Morgunblaðið/RAX
Æðrulaus Ólafur Ragnarsson slær hugrakkan tón í ljóðum sínum.
freysteinn@mbl.is
TÓNLISTARSKÓLINN
Í REYKJAVÍK
2008-2009
Innritun stendur yfir
Nánari upplýsingar á
tono.is
Innritun og upplýsingar
í síma 561 5620.
www.schballett.is
4 vikna vornámskeið
hefst 26. apríl
Upplagt til kynningar
fyrir byrjendur.