Morgunblaðið - 17.04.2008, Page 21
neytendur
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2008 21
Bónus
Gildir 17.-20. apríl verð nú verð
áður
mælie. verð
Bónus frosnir íspinnar, 24 stk. .... 499 599 21 kr. stk.
Bónus brauð, 1 kg ..................... 119 139 119 kr. kg
Bónus fetaostur, 250 g .............. 198 239 792 kr. kg
Bónus ferskir kjúklingabitar ........ 299 449 299 kr. kg
Ali ferskur svínabógur ................. 499 599 499 kr. kg
Nautaat ferskt ungnautahakk ...... 798 998 798 kr. kg
KS frosin lambasvið ................... 199 399 199 kr. kg
KS frosnar lambasirlonsneiðar .... 998 0 998 kr. kg
KS frosinn lambabógur ............... 489 699 489 kr. kg
KF heimilispylsur ....................... 477 572 477 kr. kg
Fjarðarkaup
Gildir 17.-19. apríl verð nú verð
áður
mælie. verð
Íslenskar svínalundir úr kjötborði. 1.698 2.198 1.698 kr. kg
Móa kjúklingaleggir .................... 479 799 479 kr. kg
Móa kjúklingabringur ................. 1.769 2.949 1.769 kr. kg
Nautainnralæri .......................... 2.398 2.898 2.398 kr. kg
Fjallalambs súpukjöt frosið......... 473 591 473 kr. kg
Íslenskt nautahakk 1fl. ............... 998 1.173 998 kr. kg
Cheerios 992 g ......................... 489 583 492 kr. kg
Ferskur ananas.......................... 179 229 179 kr. kg
Appelsínur ................................ 98 139 98 kr. kg
Fjallalambs grillsneiðar .............. 1.298 1.698 1.298 kr. kg
Hagkaup
Gildir 17.-20. apríl verð nú verð
áður
mælie. verð
Kjötb. svínakótelettur ................. 979 1.398 979 kr. kg
Kjötb. beikonvafið nautafile ........ 2.183 3.119 2.183 kr. kg
Kjötb. íslenskar nautalundir ........ 3.198 4.264 3.198 kr. kg
SS Caj P helgarsteik................... 1.574 1.968 1.574 kr. kg
Hamborgarar, 4 stk. m/brauði .... 437 729 437 kr. pk.
Íslandsgrís kryddl. hnakkasn....... 1.329 1.898 1.329 kr. kg
Íslandslamb helgarsteik læri ....... 1.609 2298 1.609 kr. kg
Holta læri fersk í magnp. ............ 506 779 506 kr. kg
Holta úrb. kjúklingalæri í magnp. 1.267 1.949 1.267 kr. kg
Holta vængir ferskir magnp......... 311 479 311 kr. kg
Krónan
Gildir 17.-20. apríl verð nú verð
áður
mælie. verð
Grísahnakki úrbeinaðar sneiðar... 1.119 1.598 1.119 kr. kg
Grísalund fyllt krydduð ............... 1.749 2.498 1.749 kr. kg
Móa kjúklingur ferskur, 1/1 ........ 499 899 499 kr. kg
Gourmet lambalærisn. hvítl/basil 1.732 2.309 1.732 kr. kg
Goða súpukjöt, lítill poki............. 399 558 399 kr. kg
Super blómkálsblanda ............... 198 269 198 kr. kg
Vínarbrauðslengja með glassúr ... 229 298 229 kr. stk.
Egils Mix, 2 l.............................. 129 167 65 kr. ltr
Homeblest, 500 g...................... 129 149 258 kr. kg
Bómullarskífur, 100 stk. ............. 99 199 99 kr. pk.
Nóatún
Gildir 17.-20. apríl verð nú verð
áður
mælie. verð
Ungnauta innlæri, danskt ........... 1.998 2.998 1.998 kr. kg
Ungnauta rib eye ....................... 2.498 3.798 2.498 kr. kg
Nóatúns grísarif BBQ.................. 998 1.398 998 kr. kg
Ungnautaborgari ca. 120 g......... 129 199 129 kr. stk.
Grísakótelettur léttreyktar ........... 998 1.498 998 kr. kg
Steinbítsflök krydd/marineruð .... 899 1.698 899 kr. kg
Matfugls maískjúklingabringur .... 2.399 2.999 2.399 kr. kg
Myllu vínar/kanilkaka, 360 g ...... 224 298 622 kr. kg
Sprite Zero, 2 l .......................... 129 189 65 kr. ltr
Lambi Satin hvítur, 6 stk............. 399 635 399 kr. pk.
Þín Verslun
Gildir 17.-23. apríl verð nú verð
áður
mælie. verð
Svali 3x250 ml, allar teg. ........... 115 139 154 kr. ltr
Nóa bananasprengjur, 150 g ...... 115 169 767 kr. kg
Freyju djúpur, 180 g................... 198 298 1.100 kr. kg
Merrild Sens. cappuccino, 175 g 319 415 1.823 kr. kg
Hatting Filone spelt, 250 g ......... 239 315 956 kr. kg
Hatting Panino Noce, 360 g........ 365 459 1.014 kr. kg
Caj P hvítl. grillolía, 250 ml......... 198 259 792 kr. ltr
Tilda egg/fried basmati, 250 g ... 319 398 1.276 kr. kg
Tilda sun/tomat basmati, 250 g . 319 398 1.276 kr. kg
Dalfour appel.marmel., 284 g..... 279 389 983 kr. kg
helgartilboðin
Nautakjöt og brauðmeti
Ég mæli með að fólk fariekki af stað með það aðbera viðarvörn á tréverkfyrr en í maí, þegar loft-
hitinn er að jafnaði ekki lægri en
fimm til sex gráður yfir daginn, því
það er hætta á að það sé raki í timbr-
inu eftir veturinn. Viðurinn þarf að
vera orðinn vel þurr áður en hafist
er handa,“ segir Þorsteinn Viðar
Sigurðsson, formaður Málarameist-
arafélagsins.
„Eins þarf að vera gott veður
framundan þegar fólk fer í það að
viðarverja. Ef fólk þvær til dæmis
viðinn fyrst, þarf að vera góður
þurrkur í tvo til þrjá daga eftir það,
svo hann sé orðinn þurr áður en bor-
ið er á. En það er auðvitað allt í lagi
að þvo viðinn í rigningu.“
Rigning og sól vinna á viðnum
Þorsteinn segir að misjafnt sé
hversu oft þurfi að viðarverja, sumir
geri það annað hvert ár, en aðrir
þriðja hvert ár. „Það fer eftir vind-
áttinni hversu mikið mæðir á viðnum
á hverri hlið. Rigningaráttirnar,
austan- og sunnanáttin, eru dugleg-
ar að vinna á viðnum, í það minnsta
hér á höfuðborgarsvæðinu. Og þó að
sólin sé góður vinur okkar er hún
svolítið slæm fyrir timbrið því geisl-
ar hennar brjóta niður viðarvörn-
ina.“
Ef pallar eru mjög stórir og við-
argrindverk margir fermetrar, get-
ur verið mikil vinna að viðarverja öll
herlegheitin. „Það getur lagt hvern
mann í bælið að ætla að pensla slíkt,
enda fær fólk oft fagmenn í verkið.
Þá er viðurinn oft sprautaður en
ekki penslaður, sem tekur styttri
tíma.“
Áður en viðarvarið er, þarf að
byrja á því að losa allan gráma úr
viðnum og slípa yfir. „Sumir hafa
farið út í það að háþrýstiþvo viðinn
með léttum þvotti og ekki miklum
þrýstingi, en aðrir nota sandpappír
og pússa þetta upp á gamla mát-
ann.“
Sérstaka pallaolíu á pallana
Þorsteinn segir að eftir upp-
hreinsun þurfi að bera grunnfúavörn
á alla bera fleti viðarins þar sem öll
málning hefur farið af. „Síðan eru
yfirleitt farnar tvær umferðir yfir
með hina eiginlegu viðarvörn.
Þrennskonar efni eru í boði til að
viðarverja. Annars vegar eru það
gömlu góðu olíuefnin sem ég mæli
persónulega með, vegna þess að þau
smjúga vel inn í viðinn og endast vel.
Síðan eru það vatnsefnin sem vilja
sitja vel á viðnum því þau mynda
nokkuð góða filmu, sem hefur þann
galla að vilja flagna af, nema fólk
annist þetta mjög vel. Í þriðja lagi
eru það efni sem eru blanda af vatni
og olíu, sem er nokkuð sniðugt, því
þá smýgur olían inn í viðinn en
vatnsefnið sest utan á viðinn og ver
hann.“
Á pallana sem gengið er á er borin
sérstök pallaolía sem smýgur mjög
vel inn í viðinn. „Það er ekki gott að
bera efni á palla sem myndar filmu
því það liggur svo mikið vatn á pöll-
unum og því er mikil hætta á flögnun
mjög fljótt. Það getur komið fólki í
koll að vera of duglegt að bera á pall-
ana. Ég mæli frekar með því að bera
sjaldnar á þá, en fylgjast vel með
ástandinu, heldur en að vera að bera
á hverju ári og fá mikla filmu sem
flagnar.“
Verja skal trjágróður ef viðar-
vörn er sprautað yfir flötinn
Fyrir þá sem vilja hugsa um um-
hverfið, segir Þorsteinn að öll þessi
viðarverjandi efni séu eitthvað
mengandi. „Vatnsefnin eru þó aug-
ljóslega minnst mengandi. Ef við-
arvörn er sprautað á viðinn, er mik-
ilvægt að verja trjágróður og annað
sem er í nágrenni við það sem
sprautað er á. Olíuefnin eru ekki
mjög væn fyrir lifandi trjágróður,“
segir Þorsteinn og bætir við að það
geti borgað sig að fá fagmenn í verk-
ið, því þá getur fólk verið öruggt um
að þetta sé rétt gert auk þess sem
árs ábyrgð sé þá á verkinu.
khk@mbl.is
Að verja viðinn fyrir veðrum
Morgunblaðið/Eyþór
Vorverkin Að ýmsu ber að huga þegar kemur að viðarvörn og skiptir miklu að grunnvinnan sé góð og veður þurrt.
Ýmislegt í boði Þrennskonar efni
eru í boði til að viðarverja: Olíuefni,
vatnsefni og þau sem eru blanda af
olíuefnum og vatnsefnum.
Nú þegar vorið lætur
loksins á sér kræla fer
fólk að dytta að í görðum
sínum. Kristín Heiða
Kristinsdóttir fékk að
vita ýmislegt um viðhald
á pöllum, grindverkum,
garðhúsgögnum og öðru
sem gert er úr timbri
og kemur misjafnt
undan vetri.
Það er ekki gott að
bera efni á palla sem
myndar filmu, því það
liggur svo mikið vatn
á pöllunum og því er
mikil hætta á flögnun
mjög fljótt.
Haustferð
til Glasgow
ÍT ferðir bjóða upp á skemmtiferð til
Glasgow 9.-11. september í haust.
Gist verður á hóteli í miðborg Glas-
gow þaðan sem sækja má ýmiss
konar dægrastyttingu, s.s. golf og
verslun, heimsækja Edinborg eða
viskíbrugghús svo eitthvað sé nefnt.
Á slóðum Sama
og hreindýra
5.-12. september mun Trex-
Hópferðamiðstöðin efna til ferðar til
Lapplands og Norður-Noregs. Gist
verður í Helsinki, Ivalo og Hammer-
fest og m.a. farið í skoðunarferð um
helstu merkisstaði Helsinki, siglt á
Inarivatninu, farið til Nordkap, bæj-
arins Alta og ekið um slóðir Sama og
hreindýra í hjarta Lapplands. Far-
arstjóri er Kristján M. Baldursson.
Í Marokkó og
á Kanaríeyjum
Fjallgöngur á framandi slóðum er
þema síðustu ferðakynningu Ís-
lenskra Fjallaleiðsögumanna í vetur
sem verður í kvöld klukkan 20. Sem
fyrr verður kynningin í höfuðstöðvum
fyrirtækisins að Vagnhöfða 7. Sagt
verður frá göngu á Toubkal í Marokkó
og á hæsta fjall Spánar, El Teide á
Tenerife.
TREX-Hópferðamiðstöð, Hest-
hálsi 10, sími: 587 6000,
www.trex.is Netfang: info@trex.is
ÍT ferðir, Íþróttamiðstöðinni Laug-
ardal, sími: 588 9900, www.itfer-
dir.is. Netfang: hopar@itferdir.is
vítt og breitt
EKKI eru það allsendis ný tíðindi að
kaffidrykkja sé talin draga úr líkum
á elliglöpum en nú gæti verið að nið-
urstöður bandarískrar rannsóknar
geti skýrt hvernig á því stendur. Frá
þessu er greint á vefmiðli BBC en
fyrrnefnd rannsókn var gerð á kan-
ínum í háskólanum í Norður-Dakóta.
Svo virðist sem kaffi (eða koffínið
sem finnst jú í kaffidrykknum) komi
að einhverju leyti í veg fyrir þær
skemmdir sem kólesteról getur unn-
ið á líkamanum, en kólesteról er ein-
mitt talið vera eitt af því sem veikir
varnir heilans og miðtaugakerfisins.
Sumir segja að þetta séu „bestu
sannanir hingað til“ fyrir jákvæðum
áhrifum kaffidrykkju.
Í rannsókninni var koffínskammti
sem samsvarar því magni sem er í
einum kaffibolla bætt í fituríkt fóður
hjá ákveðnum hópi af kanínum á
degi hverjum, en koffíninu var
sleppt í samanburðarhópnum. Í ljós
kom eftir 12 vikur að varnarkerfi
miðtaugakerfisins hjá þeim kanínum
sem fengu koffín hafði orðið fyrir
miklu minni skemmdum vegna fitu-
ríku fæðunnar.
Reuters
Kaffisopinn góði Þetta fólk er
augljóslega sólgið í kaffi.
Kaffibolli á dag
fyrir heilann