Morgunblaðið - 17.04.2008, Side 26

Morgunblaðið - 17.04.2008, Side 26
26 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ ÁRÁSIN Í KJÚKLINGASTRÆTI Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utan-ríkisráðherra hefur falið tveim-ur fyrrverandi hæstaréttardóm- urum, Guðrúnu Erlendsdóttur og Haraldi Henryssyni, að fara yfir at- burðina í Kjúklingastræti í Kabúl, höfuðborg Afganistans, árið 2004 þegar gerð var sprengjuárás á ís- lenska friðargæsluliða. Hún greindi frá þessu á Alþingi í gær í svari við fyrirspurn Árna Þórs Sigurðssonar, þingmanns Vinstri grænna, um það hvort fjölskyldum fórnarlamba árás- arinnar hefðu verið greiddar bætur. Tveir létu lífið í árásinni, 13 ára göm- ul afgönsk stúlka og 23 bandarísk kona. Þær dóu vegna þess að Íslend- ingar fóru í teppaleiðangur inn í Ka- búl og virtu ekki öryggisreglur. Að auki særðust þrír íslenskir friðar- gæslumenn sem biðu á meðan yfir- maður þeirra skoðaði teppi. Þetta mál hefur aldrei verið rætt til þrautar og skipan dómaranna til að fara ofan í saumana á því verður vonandi til að varpa á það skýrara ljósi hvað gerðist þennan dag. Það er hins vegar ekki þeirra að taka um það ákvörðun hvort rétt sé að fórnar- lömbunum verði greiddar bætur. Það er pólitísk ákvörðun sem hvorki er hægt að klæða í búning álits né grein- argerðar. Ingibjörg Sólrún sagði í gær að enn væri margt óljóst varðandi árás- ina í huga manna hér á landi og í heimsókn sinni til Afganistans hefði hún komist að því að þar teldist það enn óútkljáð. Hún tók fram að þeir, sem stóðu fyrir tilræðinu í Kjúklingastræti, bæru fulla ábyrgð á því og ekki væri hægt að vísa þeirri ábyrgð á aðra. Hún sagði einnig að ekki hefðu verið taldar forsendur til að greiða skaða- bætur. Sagði Ingibjörg Sólrún að hún myndi kynna utanríkismálanefnd Al- þingis álitiðþegar það lægi fyrir, sem væntanlega yrði í sumar, og bætti við: „Það er von mín að með þessu getum við endanlega metið atvikin, séð hvort ástæða er til breytts verk- lags eða aðgerða af einhverju tagi.“ Harmleikurinn í Kabúl sýndi svo ekki verður um villst að Íslendingar eiga ekki erindi á ófriðarsvæði. Í árásinni létust tveir einstaklingar af þeirri ástæðu einni að íslenskir frið- argæsluliðar voru þar sem þeir hefðu ekki átt að vera og mynduðu skot- mark fyrir hryðjuverkamenn. Það er því ekki hægt að vísa ábyrgð á þessu máli frá Íslendingum. Eins og fram kom í svarinu við fyr- irspurn Árna Þórs hefur íslenska rík- ið ekki greitt bætur vegna fórnar- lambanna tveggja sem létu lífið í tilræðinu. Það er ugglaust hægt að verja það með því að vísa í fordæmi að Íslendingar séu ekki skuldbundnir til að greiða fórnarlömbunum bætur. Ætli íslensk stjórnvöld hins vegar að sýna sanngirni og reisn í málinu munu þau reiða fram bætur til fjöl- skyldu litlu stúlkunnar og banda- rísku blaðakonunnar sem létu lífið í árásinni. Það hefði átt að gerast strax en betra er seint en aldrei. SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN OG ORKUÚTRÁSIN Sex af sjö borgarfulltrúum Sjálf-stæðisflokksins geta ekki verið þekktir fyrir það stefnuleysi og þann hringlandahátt, sem þeir eru orðnir berir að í borgarstjórn Reykjavíkur varðandi þátttöku Reykjavík Energy Invest, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur, í útrás á orkusviði. Á borgarstjórnarfundi í fyrradag kom skýrt í ljós, að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru að hverfa frá fyrri afstöðu og taka upp í meg- inatriðum þá stefnu Vilhjálms Þ. Vil- hjálmssonar, þáverandi borgar- stjóra, og Framsóknarflokksins, sem mestar deilur urðu um sl. haust varð- andi útrásarverkefni Orkuveitunnar og leiddu til þess að meirihluti Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks féll. Á bak við hringlandahátt borgar- stjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins er ótrúlegt stefnuleysi og dómgreind- arleysi þeirra, sem þarna ráða ferð- inni. Aldrei í sögu Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur hefur flokkurinn beðið slíkan hnekki og sýnt af sér slíka lágkúru. Það stendur ekki steinn yfir steini í málflutningi borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins í þessu máli. Það væri óskemmtileg lesning ef einhver tæki upp á því að gefa út Þeirra eigin orð um Orkuveitu Reykjavíkur. Það er orðið alveg ljóst, að borgar- stjórnarflokkurinn ræður ekki við þau verkefni, sem honum hafa verið falin að óbreyttu. Þetta er hörmulegt en því miður veruleiki. Og augljóst, að þessi niðurlæging borgarstjórnar- flokksins er farin að hafa áhrif á stöðu Sjálfstæðisflokksins í lands- málum. Þegar hér er komið sögu er ekki um annað að ræða en að forysta Sjálf- stæðisflokksins láti málefni borgar- stjórnarflokksins til sín taka. Borg- arstjórnarflokkurinn er gersamlega forystulaus og þar virðist enginn ein- staklingur vera, sem er tilbúinn til að taka af skarið og leiða flokkinn inn á nýjar brautir. Þess vegna er vanda- mál borgarstjórnarflokksins orðið að vandamáli flokksforystu Sjálfstæðis- flokksins. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins eiga kröfu á annars konar frammi- stöðu en borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins sýndu í umræðum í borg- arstjórn sl. þriðjudag. Þær röksemdir, sem Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins og stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, hafði uppi á borgarstjórnarfundinum til þess að útskýra afstöðu borgarstjórnar- flokks Sjálfstæðisflokksins, eru fyrirsláttur. Það er nóg komið af þessari endemis vitleysu. Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is RÍKISENDURSKOÐUN hvetur til þess að ákvæði um ábyrgð ráðu- neyta á fjárreiðum ríkisstofnana verði gerð afdráttarlausari í gild- andi lögum og reglum. Stofnunin telur að síendurtekin brot gegn fjárreiðulögum og reglugerð um framkvæmd fjárlaga og aðgerða- leysi ráðuneyta vegna þeirra sýni að ábyrgðin sé ekki að öllu leyti hjá forstöðumönnum stofnana. Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri Fjársýslu ríkisins frá febrúar 2008 var um fjórðungur fjárlagaliða með halla í árslok 2007. Heildarumfang hans, að framlagsliðum slepptum, var 5,8 milljarðar miðað við 3,4 milljarðar árið 2006. Hann hefur því aukist um 2,4 milljarða milli ára. Tólf enn með mikinn halla Meðal hlutverka Ríkisendurskoð- unar er að annast eftirlit með framkvæmd fjárlaga. Stofnunin gefur árlega út skýrslu um fram- kvæmd fjárlaga. Í skýrslu um fjár- lög 2006 fjallaði Ríkisendurskoðun sérstaklega um þrettán stofnanir sem farið höfðu verulega fram úr fjárheimildum. Í skýrslu sem stofnunin sendi frá sér í fyrradag um framkvæmd fjárlaga 2007 er aftur fjallað um þessar sömu stofn- anir og vakin athygli á að tólf þess- ara stofnana séu enn með mikinn halla. Einungis fjárlagaliðurinn sendiráð Íslands var horfinn af list- anum. Í fjáraukalögum 2007 var veitt 514 milljón króna viðbót- arheimild til sendiráðanna og því stóð hann með 51 milljón króna af- gang í árslok 2007. Staða þessara tólf stofnana er sýnd í töflu sem fylgir fréttinni. Ríkisendurskoðun segir ljóst að ekki hafi verið tekið á rekstr- arvanda þeirra. „Þetta er al- gjörlega ólíðandi. Ríkisend- urskoðun telur að síendurtekin brot gegn fjárreiðulögum og reglu- gerð um framkvæmd fjárlaga og aðgerðaleysi ráðuneyta vegna Skýrsla Ríkisendurskoðunar á framkvæmd fjárlaga árs Kvartar undan því taki ekki á brotum Hallarekstur Landhelgisgæslan er ein þeirra stofnana sem farið ár. Í fyrra fékk Gæslan 418 milljóna aukafjárveitingu en skilaði s Ekki er hægt að sjá af skýrslu Ríkisend- urskoðunar að stofn- unin telji að framfarir séu að verða í fjár- reiðum ríkisstofnana. Ekki sé tekið á vand- anum. *              !    "     "  # $  # "     % &   %  #    ' ( $ &(     $ &(                $)     *  *"+$* Mikil umræða hefur ver-ið um efnahagsmáleftir vaxtaákvörðunSeðlabankans og út- gáfu Peningamála 1-2008 10. apr- íl sl. Það er ágætt. En margt af því sem sagt er byggist á mis- skilningi, jafnvel fordómum. Það er t.d. algjör misskilningur, sem talsmenn Félags fasteignasala halda fram, að spá sérfræðinga Seðlabankans um þróun fast- eignaverðs byggist á ósk bankans um „alkul“ á húsnæðismarkaði. Sérfræðingarnir leggja fram spá sem þeim þykir líkleg en benda jafnframt á verulega óvissu í því sambandi. Eftir gríðarlega mikla hækkun húsnæðisverðs und- anfarin ár, langt umfram bygg- ingarkostnað, þarf það ekki að koma á óvart þótt einhver lækk- un verði. Sú er reynslan í öðrum löndum og einnig eru dæmi um slíkt í okkar hagsögu. Reyndar er spá sérfræðinganna núna ekki ýkja frábrugðin þeirri sem sett var fram í nóvember sl. að öðru leyti en því að nú er reiknað með meiri verðbólgu og því meiri raunlækkun en þá. Spáin felur í sér að nafnverð húsnæðis lækki á þremur árum um 20%, en í nóv- emberspánni var reiknað með 16% lækkun nafnverðs. Tilefni þessa greinarkorns er þó ekki að fjalla um fast- ingar gætu ug áhrif. Sí að slípa sta urnar til sv peningamál virki betur Á bls. 55 sérfræðing OECD sam lögur sínar ingamálum skurn á eft hátt (lausle og nokkuð Þótt bi spá um feril ætti það ekki að að vikið sé frá honum bregðast við óvæntri Það á sérstaklega vi gengi krónunnar fell herrar ættu að virða stæði Seðlabankans, opinber gagnrýni vax ákvarðana af þeirra dregur úr slagkrafti ingamálastefnunnar. styrkja vaxtaviðmiðu og meðallangra lána issjóður að gefa út r isskuldabréf þótt ekk þörf á að afla lánsfjá ætti að fresta því len breyta Íbúðalánasjóð ríkjandi aðstæður ve áhrif peningamálaste Varðandi endurskoðun reglnanna í framtíð segir fremur: eignaverð heldur að fara nokkrum orðum um það sem sagt hef- ur verið að Seðla- bankinn hafi misst trúverðugleika og honum beri að setja hæfari yfirstjórn, m.a. erlenda sérfræðinga. Það væri óskandi að lausn efnahagsvanda væri svona einföld. Nú vill svo til að er- lendir sérfræðingar fjalla gjarnan um efnahagsmál hér. Stutt er síðan Efnahags- og framfarastofnunin OECD gaf út skýrslu um Ísland.1) Umfjöllun um stjórn peningamála þar er nokkuð ólík þeirri sem verið hef- ur algeng í fjölmiðlum hér síð- ustu daga. M.a. segir þar, í laus- legri þýðingu, á bls. 53. „Starfsreglur Seðlabankans um verðbólgumarkmið endurspegla að mörgu leyti bestu vinnubrögð við framkvæmd peninga- málastefnu. Sérstaklega er eft- irtektarvert hve faglega er staðið að rannsóknum, spám og fram- setningu efnis, þrátt fyrir taka- markaða afkastagetu. Sú stefna sem nú er fylgt virðist þar að auki hin rétta og stuðlar hún að stöðugleika í hagkerfinu. Fylgja ætti núverandi starfsreglum þar til verðbólgumarkmiðið hefur náðst, þar eð ótímabærar breyt- Fordómar í garð Seðla Eftir Eirík Guðnason Eiríkur Guðnason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.