Morgunblaðið - 17.04.2008, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 17.04.2008, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2008 27 þeirra sýni að ábyrgðin er ekki að öllu leyti hjá forstöðumönnum stofnana. Þá hvetur hún til þess að ákvæði um ábyrgð ráðuneyta á fjárreiðum ríkisstofnana verði gerð afdráttarlausari í gildandi lögum og reglum,“ segir í skýrslunni. Ríkisendurskoðun nefnir einnig þrettán aðrar stofnanir sem allar fóru meira en 4% fram úr fjárheim- ildum sínum árið 2007. Þetta eru Raunvísindastofnun Háskólans, Rannsóknamiðstöð Íslands, Fjöl- brautaskóli Vesturlands, Fjöl- brautaskóli Norðurlands vestra, Fjölbrautaskólinn í Garðabæ, Framhaldsskólinn á Laugum, Fjöl- brautaskóli Snæfellinga, Landhelg- isgæsla Íslands, Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu, Heilsugæslan Ólafsfirði, Heilbrigðisstofnunin Hólmavík, Heilbrigðisstofnun Þingeyinga og Náttúrufræðistofn- un Íslands. Framúrkeyrslan þessara stofn- ana nam samtals 847 milljónum króna í árslok 2007. Þó fengu níu þeirra samtals 557 milljónir í við- bótarfjárveitingar í fjáraukalögum 2007, þar af fékk Landhelgisgæsla Íslands 418 milljónir. Engu að síð- ur var hallinn á Landhelgisgæsl- unni 136 milljónir í fyrra. Mestur var hann þó af Heilsugæslu höf- uðborgarsvæðisins eða 373 millj- ónir, en hann nam 303 milljónum árið 2006. „Framúrkeyrsla þeirra er algjörlega ólíðandi og ljóst að grípa verður tafarlaust til viðeig- andi ráðstafana,“ segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Afgangur umfram 4% verði felldur út úr fjárlögum Það er ekki eingöngu fram- úrkeyrsla stofnana sem Ríkisend- urskoðun gagnrýnir. Hún bendir einnig á að stöðugt færist í vöxt að stofnanir skili afgangi sem færist á milli fjárlagaára. Um 70% fjár- lagaliða áttu ónýttar heimildir í árs- lok 2007 sem fluttar voru til næsta árs. Árið 2006 var þetta hlutfall 64%. Upphæðirnar sem fluttar eru milli fjárlagaára eru líka stöðugt að hækka. „Hinn mikli tilflutningur fjár- heimilda milli fjárlagaára [er] ekki bara til þess fallinn að veikja fjár- lög sem stjórntæki heldur gefur einnig ranga mynd af raunveruleg- um rekstri ríkissjóðs,“ segir Rík- isendurskoðun í skýrslunni og vek- ur jafnframt athygli á að OECD hafi tekið undir þetta sjónarmið í nýrri skýrslu um íslensk efnahags- mál. Ríkisendurskoðun bendir á að í reglugerð frá árinu 2004 um fram- kvæmd fjárlaga og ábyrgð á fjár- reiðum ríkisstofnana sé sett sú við- miðun að frávik frá fjárlögum eigi ekki að vera meiri en 4%. Stofnunin hvetur til þess að ónýttar fjárheim- ildir annarra fjárlagaliða umfram 4% viðmiðið, sem ekki stendur til að nýta að fullu á árinu 2008, verði felldar niður í lokafjárlögum 2007. Tekið á málum hjá HR Háskólinn á Akureyri sendi frá sér tilkynningu í gær vegna umfjöll- unar um rekstur skólans. Þar segir að skólinn hafi verið rekinn með umtalsverðum halla á árunum 2002- 2005, en umskipti hafi orðið á árinu 2006. „Það ár var rekstur háskólans nær hallalaus og á árinu 2007 var rekstur skólans í jafnvægi.“ sins 2007 sýnir að margt er að í rekstri ríkissjóðs í að ráðuneytin m á fjárreiðulögum Morgunblaðið/ÞÖK hafa fram úr fjárheimildum fjárlaga ár eftir samt 136 milljóna króna rekstrarhalla.     &++,&++-                         ,--. ,--/ ,--0 ./&% .01 .0/ ./& .2 .-/ .- .2% .23 .%- / .12 .13% .//- .-- .00 .3+ .&- .-% .%& .3- .%% .01 ., .%31 .112 .//, .1/ .&1 .&% .%1 ./, .2 .13 .33 .%&3 ./% .0/ .1,- Í HNOTSKURN »Lög um fjárreiður ríkisinseru tíu ára um þessar mund- ir en ríkisendurskoðanda finnst mikið vanta upp á að farið sé eftir þeim. »Fjárlög ársins 2007 námutæplega 91% af heildarfjár- heimildum þess en tæplega 10% skýrast af fluttum fjárheim- ildum frá fyrra ári og viðbót í fjáraukalögum. Einu sinni stóð til að byggjamyndarlega upp í mið-borginni. Upp úr síðustualdamótum var mikið rætt um hnignun miðborgar og þá stóð mikil krafa á borgaryfirvöldum að liðka fyrir uppbyggingu. Áhyggj- urnar snerust um að miðborgin hefði farið halloka sem verslunarsvæði gagnvart stórum verslunarmið- stöðvum. Þá settu borg- aryfirvöld upp einföld markmið; að auka verslun í miðborginni með uppbyggingu hent- ugs verslunarhúsnæðis, að fjölga íbúum sem aftur myndi auka veltu blómstrandi verslunar, sem aftur myndi geta bætt og aukið þjón- ustuna. Það þurfti að koma af stað ferli sem yrði fljótt sjálfbært. Einhvern veginn finnst mér núna að þessi markmið hafi týnst. Stefnan er til í Þróunaráætlun miðborgarinnar Áherslur borgaryf- irvalda voru markvissar á þessum tíma og unnið eftir ítarlegri Þróun- aráætlun miðborgar sem var afurð víðtæks samráðs og hluti af Að- alskipulagi Reykjavík- ur. Þremur stofnunum á vegum borgarinnar var falið að vinna að framgangi málsins; Afl- vaka hf., Miðborg- arstjórn og Skipulags- sjóði. Aflvaka var ætlað að vekja áhuga og tryggja samstarf við at- vinnulífið í borginni, Miðborgarstjórn og þó einkum framkvæmdastjóra miðborgar var falið að tryggja góð tengsl við bæði íbúa og kaupmenn í miðborginni og Skipulagssjóði var ætlað að vinna að uppkaupum eigna í samstarfi við fyrirtæki sem hefðu áhuga á upp- byggingu á ákveðnum reitum. Þá var einnig um að ræða samstarf við Bílastæðasjóð þar sem það átti við. Almennur áhugi á endurreisn var ríkjandi Á þessum tíma ríkti mikið jákvæði gagnvart þessu verkefni og flestir komu að því með bros á vör. Í sept- ember 2003 hélt Aflvaki t.d. sýningu í Bankastræti 5 um uppbygging- armöguleika og ýmsar hugmyndir sem höfðu komið fram í því sam- bandi. Viðtökur voru framúrskar- andi og má nefna að jákvæð fjöl- miðlaumfjöllun var um sýninguna alla dagana sem hún stóð yfir. Á þessum tíma var stefnt mark- visst að uppbyggingu á heilum reit- um og voru nokkrir reitir valdir sér- staklega í því sambandi. Stefnt var að uppkaupum lóða og húsa, sumt til niðurrifs og endurbyggingar en allt- af lá þó fyrir að hluti húsa á viðkom- andi reitum myndi standa áfram í svipaðri notkun og verið hafði. Enda deiliskipulag grundvallað á því að ná sátt milli verndunar húsa og götu- myndar og brýnni þörf fyrir upp- byggingu vandaðs húsnæðis fyrir verslun, þjónustu og íbúa. Uppbyggingartíminn fór framhjá miðborginni Af einhverjum ástæðum fataðist borgaryfirvöldum flugið. Ákveðið var að leggja Aflvaka og Miðborg- arstjórn niður og Skipulagssjóður hefur ekki farið varhluta af sífelldri skipulagsbreytingaþörf ráðamanna borgarinnar. Þarna voru tvær stofn- anir lagðar niður án þess að verk- efnum þeirra hefði verið komið tryggilega fyrir annars staðar. Ég veit ekki til þess að hafa nokkurn tíma heyrt að fallið hafi verið frá markmiðum um myndarlega upp- byggingu í miðborginni, en það ætti að vera öllum ljóst að hvað uppbygg- ingu varðar hefur nær ekkert gerst í mörg ár. Frá aldamótum hefur Stjörnubíósreiturinn verið byggður, hús var byggt á Laugavegi 24 og byggt var upp í brunagat á Lauga- vegi 40. Öll önnur verkefni sem unn- ið hefur verið að í kringum Lauga- veg eru meira og minna frosin. Einhver mesti uppbyggingartími sem um getur í Ís- landssögunni fór því rækilega framhjá Laugaveginum, versl- unarrými hefur lítið sem ekkert aukist og umhverfið hefur frek- ar drabbast niður heldur en hitt. Á sama tíma hefur verið byggt mikið af versl- unarrými annars staðar á höfuðborg- arsvæðinu, líka í Reykjavík, þannig að hlutur miðborg- arinnar hefur ekki batnað mikið. Kald- hæðnislegast af öllu er svo þegar sömu að- ilar og harðast hafa barist gegn því að hægt sé að vinna skipulega eftir fram- tíðarsýn um eflingu lifandi miðborgar mæta til að kvarta undan hreysavæð- ingu og skilja ekkert í flótta verslana og þjónustu af svæðinu. Hvernig var hægt að ganga svona fram gagnvart hjarta höf- uðborgarinnar og eft- irsóttasta íbúðasvæði landsins? Vandinn var að ná í fjárfestana sem nú eru níddir. Mér finnst þetta sorglegt dæmi um hvernig á ekki að standa að hlut- unum. Fyrir nokkrum árum voru byggingaverktakar markvisst hvatt- ir til þess af borgaryfirvöldum að koma til samstarfs um myndarlega uppbyggingu. Margir bitu á agnið, en niðurstaðan er vægast sagt dap- urleg í ljósi þeirra háleitum mark- miða sem lagt var af stað með. Lítið sem ekkert gengur, en þó hefur verkefninu aldrei verið aflýst form- lega. Nú er svo komið að fjallað er um alla þá sem voguðu sér að kaupa upp eignir í miðborginni, oft í nánu samstarfi við borgaryfirvöld, með vægast sagt vafasömum hætti og þar eru allir settir undir sama hatt. Ég hef ekki heyrt borgaryfirvöld gera mikið til þess að koma þessum aðilum til varnar. Stefnan er til en stefnufestan er engin Án þess að ég ætli mér að kryfja þetta mál til mergjar held ég að það sé nokkuð ljóst að ómarkviss og reik- ul vinnubrögð skipulagsyfirvalda í Reykjavík eigi mesta sök. Eftir ít- arlega markmiðssetningu, stefnu- mótun og deiliskipulagsvinnu sem skapaði víðtæka sátt milli verndar og uppbyggingar voru fjölmörg metn- aðarfull verkefni sett á blað en hafa aldrei fengið framgang. Mörg þess- ara verkefna hafa aldrei fengið að sjá dagsljósið og því ekki fengið mat hins almenna borgara. Á sýningu Aflvaka forðum voru sýndar margar hugs- anlegar lausnir, sumar algerir draumórar, en þá trúðu menn því líka að hægt væri að ganga áfram veginn. Götukortið er til og einnig áhugi ein- hverra þeirra sem ekki eru enn of brenndir af hentistefnu og geðþótta. Vantar kannski bara framsýnina og kjarkinn? Uppbygging mið- borgar – vonbrigði og glötuð tækifæri Eftir Ara Skúlason Ari Skúlason »Nú er svo komið að fjallað er um alla þá sem vog- uðu sér að kaupa upp eign- ir í miðborginni, oft í nánu sam- starfi við borg- aryfirvöld, með vægast sagt vafasömum hætti og þar eru allir settir undir sama hatt. Höfundur er forstöðumaður á fyrir- tækjasviði Landsbankans og fyrrver- andi framkvæmdastjóri Aflvaka hf. gang að seðlabanka sem gefur út evrur. Síst af öllu ættu fjármála- fyrirtæki að standa að svo óá- byrgri ráðstöfun. Misskilningur og fordómar í garð Seðlabankans ríða ekki við einteyming þessa dagana. Sem ég er að skrifa þessa grein er haft eftir stjórnarformanni Straums- Burðaráss fjárfestingarbanka í Fréttablaðinu að hann telji „póli- tískar ástæður fyrir því að Seðla- bankinn veiti Straumi ekki leyfi til að skrá hlutafé sitt í evru“. Seðlabankinn hefur ekki vald til að veita slíkt leyfi né til að banna slíkt. Það sem gerðist hins vegar sl. haust var að bankinn benti á lagalega og tæknilega annmarka á því að Verðbréfaskráning Ís- lands tæki á skrá hjá sér bréf í evrum. Sérfræðingar í Seðla- bankanum telja raunar að ábend- ingarnar hafi afstýrt slysi varð- andi frágang viðskipta með verðbréf. Fram er komið frum- varp sem ætlað er að sníða burt lagalega annmarkann og skilst mér að Verðbréfaskráning Ís- lands vinni að því að laga þá tæknilegu. Rafræn eignaskráning verðbréfa og frágangur viðskipta með þau eru ekki einskorðuð við Verðbréfaskráningu Íslands þótt um sé að ræða bréf sem skipt er með hér á markaði. 1) OECD Economic Surveys. Iceland, Volume 2008/3, February 2008 2) Staff Report for the 2007 Article IV Consultation. Skýrsluna má finna hér: http://www.imf.org/external/country/ ISL/index.htm Heyrst hafa tillögur um að Seðla- bankinn lækki vextina þótt verð- bólga sé mikil og horfur slæmar. Í því felst beiðni um uppgjöf sem ekki stendur til að verða við. Eitt helsta viðfangsefnið núna ætti að vera að ná niður almennri eft- irspurn. Óskandi væri að það gerðist með aukinni sparnaðar- hneigð landsmanna. Miðað við reynsluna er það ekki líklegt og því hlýtur að þurfa strangt að- hald á öllum sviðum. Það að nefna evru sem lausn aðsteðjandi vanda er flótti frá viðfangsefninu. Auðvitað á að eiga sér stað yfirveguð umræða um hugsanlega aðild að Evrópu- sambandinu og myntbandalaginu. En það er langtímamál sem fyrst þarf að útkljá á pólitískum vett- vangi. Einhliða upptaka evru er mikið óráð, m.a. vegna þess að fjármálafyrirtæki hafa ekki að- Leggja ætti ríkari áherslu á verðbólguvæntingar. Endur- skoða ætti það hvernig hús- næðiskostnaður er tekinn inn í vísitöluna. Vilji Ísland taka upp evru ætti það að ganga inn í ESB og mynt- bandalagið. Einhliða upptaka evru er ekki raunhæfur kost- ur. Fyrir rúmu hálfu ári birti Al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn einnig skýrslu um Ísland2) og hvatti mjög til áframhaldandi aðhalds í peningamálum líkt og OECD. Því verður ekki annað sagt en að bankinn njóti góðs af ábend- ingum erlendra sérfræðinga. Það vekur undrun mína varð- andi umræðuna að undanförnu hve lítið er fjallað um rót þeirra vandamála sem við er að glíma og það hvernig við stuðlum að því að koma hér á betra jafnvægi. Ójafnvægið lýsir sér ekki síst í miklum viðskiptahalla við útlönd sem skýrist að verulegu leyti af mikilli neyslu. Við eyðum um efni fram og byggjum eyðsluna að hluta til á lánum. Viðskiptahall- inn og erlendu skuldirnar valda því m.a. að íslenska krónan varð skotmark fjárfesta. Háir vextir og gengi eiga líka sinn þátt. En vextirnir hefðu ekki þurft að verða svona háir ef hér hefði ver- ið meiri ró yfir vötnum og ekki sú gengdarlausa umframeyðsla sem einkennt hefur síðustu ár. u haft öf- íðar ætti arfsregl- vo að lastefnan .“ 5 taka ar man til- r í pen- í hnot- tirfarandi ega þýtt stytt): irt sé m vaxta- ð útliloka m til að i þróun. ð ef lur. Ráð- a sjálf- þar eð xta- hálfu pen- Til að un langra ætti rík- rík- ki sé ár. Ekki ngur að ði þar eð eikja efnu. n starfs- r enn- abankans »Heyrst hafa tillögur um að Seðlabank- inn lækki vextina þótt verðbólga sé mikil og horfur slæmar. Í því felst beiðni um uppgjöf sem ekki stendur til að verða við. Höfundur er seðlabankastjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.