Morgunblaðið - 17.04.2008, Síða 28
28 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Bréf til blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
HINN 9. apríl síðastliðinn var sendur
út um kvöld þátturinn Kiljan. Þætt-
inum er stýrt af þeim ágæta manni
Agli Helgasyni, og ferst honum starf-
ið yfirleitt prýðisvel úr hendi. En í áð-
urnefndum þætti urðu honum á leið
mistök. Í umræðum um bókina Bréf
til Láru eftir Þórberg Þórðarson
sagði Egill meðal annars:
„… unglingar eru náttúrlega mjög
vitlausir almennt.“
Undirrituð verður að játa, að henni
féllust hendur yfir þessum orðum
sem Egill leyfir sér að senda inn á
heimili allra landsmanna. Lýsa þau
ekki einungis kæruleysi og barna-
skap, heldur eru einnig særandi og
meiðandi fyrir stóran, virkan og full-
gildan hugsandi hóp samfélagsins.
Máli þessu til glöggvunar má setja
aðra þjóðfélagshópa inn í setningu
Egils, í stað „unglinga“:
Kennarar eru náttúrlega mjög vit-
lausir almennt.
Aldraðir eru náttúrlega mjög vit-
lausir almennt.
Fimmtugir eru náttúrlega mjög
vitlausir almennt.
Bankastjórar eru náttúrlega mjög
vitlausir almennt.
Mæður eru náttúrlega mjög vit-
lausar almennt.
Skýrt sést á þessum dæmum, að
orð Egils eiga engan rétt á sér, og fer
undirrituð hér með formlega fram á
að Egill biðjist opinberlega afsökunar
á orðum sínum.
Sú leiðinlega þróun hefur orðið í
samfélaginu, að nær eingöngu er
fjallað um unglinga á neikvæðan hátt.
Þeir spreyja á veggi, eru latir, hirðu-
lausir. Þeir í stuttu máli eyðileggja,
brjóta og bramla það sem þeir kom-
ast með krumlurnar í. Síðan stynjum
við, tautum: „Og þetta á að erfa land-
ið.“ Sjaldan er fjallað um unglinga
sem heilbrigt, ungt fólk er ber ekki
aðeins hag sinn fyrir brjósti, heldur
landa sinna einnig, og sýnir það jafnt
í vilja sem verki.
Svo virðist sem veiðileyfi hafi verið
gefið út á unglinga, og fólk áttar sig því
kannski ekki alltaf á þunga þeirra orða
er það lætur falla um þennan hóp
fólks, grínast jafnvel með alvarlegustu
málefni. Slíkt á ekki að líðast í sjón-
varpi.
GUÐRÚN INGIBJÖRG
ÞORGEIRSDÓTTIR, nemandi í
níunda bekk við Hagaskóla.
Eru unglingar vitlausir?
Frá Guðrúnu Ingibjörgu
Þorgeirsdóttur
EITT er það sem vakið hefur
undrun eftir að Mannréttindanefnd
Sameinuðu þjóðanna kvað upp úr-
skurð sinn um fiskveiðistjórn-
unarkerfið (kvótakerfið). Ekki rekur
okkur í samtökunum minni til að
bæjar- og eða sveitarstjórnir á Ís-
landi hafi skorað á stjórnvöld að
bregðast við og virða álit Mannrétt-
indanefndar Sameinuðu þjóðanna.
Er bæjar- og sveitarstjórnum lands-
ins slétt sama um að úrskurður af
þessu tagi sé felldur á íslenska ríkið?
Er engin ástæða fyrir stjórnir bæj-
ar- og sveitarfélaga þessa lands að
bregðast við og skora á stjórnvöld að
virða mannréttindi þegna sinna?
Við verðum að spyrja, eru stjórnir
bæjar- og sveitarfélaga að styðja
áframhaldandi mannréttindabrot
með þögn sinni? Ef bæjar- og sveit-
arstjórnir svara þessu neitandi og
segjast ekki styðja mannréttinda-
brot, væri þá ekki í lófa lagið fyrir
þessar stjórnir að stíga það heilla-
spor að skora á stjórnvöld op-
inberlega að virða úrskurð nefnd-
arinnar og bregðast við hið fyrsta?
Það er engu líkara en sofa eigi
Þyrnirósarsvefninum góða þangað
til nákvæmlega öll starfsemi í bæj-
um landsins deyr út og hvað þá? Á
þá að hringja grenjandi til stjórn-
valda betlandi ölmusu sér til handa,
þeirra sömu stjórnvalda og drápu
niður sjávarþorpin með mannrétt-
indabrotum?
Við bara spyrjum, hvað er orðið að
í þessu landi, er öllum sama hvernig
er verið að fara með landsbyggðina?
Nógu mörg eru vandamálin sem er
verið að glíma við á höfuðborg-
arsvæðinu í dag þótt við bætum ekki
landsbyggðinni við, þegar allir flýja
þangað eftir að búið verður að drepa
allt niður út á landsbyggðinni.
Það er nú einu sinn hrár veruleik-
inn að við lifum ekki á góðum vegum,
góðu netsambandi og málandi hver
fyrir annan einu saman. Ekki
plöntum við álverum í hverju sveit-
arfélagi. Það þarf að framleiða eitt-
hvað líka, það þarf engan hagfræð-
ing til að segja okkur það. Leyfið
okkur að gera það sem við gerðum,
það er að veiða fisk þannig urðu
þessir bæir til.
Það er hér með skorað á bæjar- og
sveitarstjórnir að láta í sér heyra,
annað er þeim varla til sóma.
HALLGRÍMUR
GUÐMUNDSSON,
formaður Framtíðar FSSS.
Áskorun á bæjar- og sveitarstjórnir
Frá Hallgrími Guðmundssyni
NÚ á þessum tímum þegar menn
óttast að verðbólgan sé á uppleið, þá
heyrist meira talað um að spara.
Hér eru nokkrar hugmyndir, – og
þótt hér sé að vísu ekki verið að
benda á neinar stórkostlegar sparn-
aðarleiðir, þá safnast þegar saman
kemur, – eða þannig var það í „gamla
daga“.
Það fyrsta er að slökkva bílljósin í
dagsbirtu. Það sparar bensín að hafa
ljósin ekki kveikt og jafnframt spar-
ar það rafala, perur og rafgeyma.
Á meira en 300 milljónum bíla í
Bandaríkjunum eru ekki notuð ljós á
daginn.
Annað er að nota einungis eina
númersplötu á hvern bíl, og hafa
hana aftan á bílnum. Þá er eitt enn
og það er að hætta með öllu skoð-
unum á bílum. Með því mætti spara
töluvert. Milljónir bíla í Bandaríkj-
unum eru aðeins með eina plötu og
virðist gefast vel, og milljónir bíla
eru ennfremur aldrei skoðaðir og
það virðist ekki heldur skapa nein
vandamál.
Enn ein sparnaðarleið er, að
leggja niður víkingasveit lögregl-
unnar. Hún er, að mínu mati, óþörf.
Að sjálfsögðu er margt annað sem
hægt er að gera til sparnaðar, og
margt sem ég tel mjög aðkallandi að
endurskoða og lækka, svo sem styrk-
veitingar til listamanna og leikhúsa.
Þá tel ég alveg sjálfsagt að fólk,
það er allur almenningur, kynni sér
fjárlögin og útgjöld ríkisins, enda
finnst mér trúlegt að ýmsir geti
þekkt mjög vel til í einhverjum hluta
fjárlaganna.
Í framhaldi af því þá er – að mínu
mati – eðlilegt að sömu menn bendi á
hvar megi spara í hinum opinbera
rekstri, svo sem í utanríkisþjónust-
inni, í ferðalögum embættismanna, í
rekstri og fækkun sendiráða og
mörgu fleiru, – en ég læt þetta duga í
bili.
Við sjáum svo til hvað gert verður
(ef eitthvað!) til þess að spara pen-
inga sem teknir eru upp úr skattvasa
almennings.
TRYGGVI HELGASON,
Holtagötu 3, Akureyri.
Hugmyndir til þess að
spara peninga
Frá Tryggva Helgasyni
Víðistaðakirkju fimmtudaginn 17. apríl kl. 20
Langholtskirkju laugardaginn 19. apríl kl. 16
Stjórnandi Árni Harðarson
Miðasala við innganginn
Einsöngur: Davíð Ólafsson
Þorsteinn Guðnason
Píanó: Steinunn Birna Ragnarsdóttir
Valgerður Andrésdóttir